Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer
a) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun Framkvæmdasviðs ásamt viðhaldi Eignasjóðs og fjárfestingum.
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 13:15.
Helga Íris, María og Eyrún Ingibjörg kynntu tillögur Framkvæmdasviðs að starfs- og fjárhagsáætlun ásamt minnisblöðum, viðhaldsáætlun Eignasjóðs og framkvæmda- og fjárfestingaáætlun Eignasjóðs, Hafnasjóðs, Vatnsveitu, Hitaveitu og Fráveitu.
Um er að ræða málaflokka 03 að hluta, 06 að hluta, 07, 08 að hluta, 09, 10, 13 að hluta, 31,41,43,47 og 73.
Helga Íris og María viku af fundi kl. 17:00.
b) Beiðnir um búnaðarkaup - heildarlisti
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samantekt á beiðnum stjórnenda vegna búnaðarkaupa í samanburði við tillögur í fjárhagsáætlun 2026.
c) Annað
Næsti aukafundur byggðaráðs um fjárhagsáætlun verður nk. þriðjudag.
b) Lagt fram til kynningar.
c) Lagt fram til kynningar.