Byggðaráð

1162. fundur 16. október 2025 kl. 13:15 - 18:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029; framhald yfirferðar

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

a) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun Framkvæmdasviðs ásamt viðhaldi Eignasjóðs og fjárfestingum.

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 13:15.

Helga Íris, María og Eyrún Ingibjörg kynntu tillögur Framkvæmdasviðs að starfs- og fjárhagsáætlun ásamt minnisblöðum, viðhaldsáætlun Eignasjóðs og framkvæmda- og fjárfestingaáætlun Eignasjóðs, Hafnasjóðs, Vatnsveitu, Hitaveitu og Fráveitu.
Um er að ræða málaflokka 03 að hluta, 06 að hluta, 07, 08 að hluta, 09, 10, 13 að hluta, 31,41,43,47 og 73.

Helga Íris og María viku af fundi kl. 17:00.

b) Beiðnir um búnaðarkaup - heildarlisti

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samantekt á beiðnum stjórnenda vegna búnaðarkaupa í samanburði við tillögur í fjárhagsáætlun 2026.

c) Annað

Næsti aukafundur byggðaráðs um fjárhagsáætlun verður nk. þriðjudag.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Lagt fram til kynningar.
c) Lagt fram til kynningar.

2.Álagning fasteignagjalda 2026; prufuálagning

Málsnúmer 202509052Vakta málsnúmer

Á 1160. fundi byggðaráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1158. fundi byggðaráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði fylgdi áætlunarálagning 2026, fyrstu drög og samanburður á álagningu fasteignaskatts og breytingum á framlagi Jöfnunarsjóðs.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar.
Helga Íris vék af fundi kl. 14:45.

Til umræðu.
Byggðaráð óskar eftir að fá útreikninga miðað við fasteignaskattsprósentu 0,41%, 0,42%, 0,43% og 0,44%."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu útreikningar í samræmi við ósk frá síðasta fundi.
Byggðaráð óskar eftir uppfærðum útreikningum á fasteignaskatti og fasteignagjöldum 2026 í samræmi við vinnuslutillögur.

3.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Viðaukabeiðni vegna fjárfestinga og framkvæmda veitna 2025

Málsnúmer 202510049Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 14. október sl. þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna framkvæmda og fjárfestinga Vatnsveitu, Hitaveitu og Fráveitu.
Alls er lagt til að áætlunin lækki um kr. 190.200.000.
Liður 44200-11606 lækki um kr. 105.100.000 vegna vatnstanks, rafmagns við vatnstank og nýlagna samkvæmt deiliskipulagi.
Liður 44200-11860 lækki um kr. 3.500.000 vegna aðkeyptrar þjónustu vegna framtíðarsýnar vatnsveitu og hönnunar vatnsveitu á Hauganesi.
Liður 48200-11605 lækki um kr. 12.000.000 vegna endurnýjunar og borholuhúsi.
Liður 48200-11607 lækki um kr. 60.400.000 vegna hönnunar, nýlagna og endurnýjun, þak á takna á Hamar, endurnýjunar á dælum og mælinga vegna Birnunesborgir
Liður 48200-11860 lækki um kr. 3.200.000 vegna hönnunar á hitaveitu Hauganesi og aðkeyptrar þjónustu.
Liður 74200-11860 lækki um kr. 6.000.000 vegna aðkeyptrar þjónustu vegna hönnunar á fráveitu og tvöföldunar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka, viðauka nr. 50 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 190.200.000 til lækkunar samkvæmt ofangreindri sundurliðun, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Heildarviðauki I við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 202507007Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2025 þar sem búið er að taka tillit til allra viðauka sem gerðir hafa verið á árinu, viðaukar 1 - 50.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að í tillögunni er lagður til viðauki nr. 49 vegna hækkunar á áætlaðri staðgreiðslu 2025, eða kr. - 46.000.000 á lið 00100-0021.

Ekki er þörf á kr. 80.000.000 lántöku Hitaveitu Dalvíkur og því tekið út úr áætlun.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka nr. 49 þannig að liður 00100-0021 hækki um kr. -46.000.000 og að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Byggðaráð vísar viðaukanum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum meðfylgjandi tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2025, með áorðnum breytingum samkvæmt viðauka nr. 50, og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2026

Málsnúmer 202510028Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, dagsett þann 7. október sl., þar sem auglýst er eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2026. Umsóknarfrestur er til og með kl. 13:00 þriðjudaginn 4. nóvember nk. Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Í úthlutuninni fyrir árið 2026 er lögð áhersla á framkvæmdir sem stuðla að bættu öryggi ferðamanna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela teymi sveitarfélagsins vegna umsókna og stefnumótunar í áfangastöðum fyrir ferðamenn að leggja fyrir byggðaráð tillögur að verkefnum sem ætti að sækja um fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

6.Frá Vegagerðinni; Vegir og hleðslustöðvar

Málsnúmer 202510052Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Vegagerðinni, rafpóstur dagsettur þann 13. október sl., þar sem Vegagerðin minnir á að um hleðslustöðvar gilda sömu reglur og um aðrar framkvæmdir við vegi. Veghelgunarsvæði er 30 m að breidd til hvorrar handar frá miðlínu stofnvega en 15 m frá miðlínu annarra þjóðvega. Innan veghelgunarsvæða má ekki framkvæma nema að fengnu samþykki Vegagerðarinnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til Framkvæmdasviðs til upplýsingar og skoðunar.

7.Til umsagnar 63. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis um leit að olíu og gasi

Málsnúmer 202510037Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsettur þann 8. október sl., þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um leit að olíu og gasi, 63. mál. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 22. október nk.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; Frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða. 153 mál

Málsnúmer 202510055Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsettur þann 13. október sl., þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 153. mál. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 27. október nk.
Lagt fram til kynningar.

9.Veitur Dalvikurbyggðar, mögulegt samstarf

Málsnúmer 202510053Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnti hugmyndir um tímabundið samstarf á milla veitna Dalvíkurbyggðar og Norðurorku um að Norðurorka komi að rekstri og veiti jafnvel einhverja aðstoð við verkefni á vettvangi veitna. Fram kom að Norðurorka er tilbúin að taka að sér verkefni fyrir Dalvíkurbyggð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að ofangreindu í formi tímabundinnar úrlausnar.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs