Fræðsluráð

307. fundur 20. ágúst 2025 kl. 08:15 - 11:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Jolanta boðaði forföll og í hennar stað kom Emil Einarsson.

Snæþór Arnþórsson mætti ekki á fund og boðaði ekki forföll.

Aðrir sem sitja fund: Katla Ketilsdóttir, staðgengill skólastjóra í Dalvíkurskóla,Elvý Guðríður Hreinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Matthildur Matthíasdóttir, grunnskólakennari, fulltrúi starfsfólks í Dalvíkurskóla. Helga Lind Sigmundsdóttir, deildastjóri í Árskógarskóla og staðgengill skólastjóra. Una Dan Pálmadóttir, fulltrúi starfsfólks á Krílakoti.

1.Hlutverk frístundaheimila - kynning á gæðaviðmiðum

Málsnúmer 202508045Vakta málsnúmer

Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, Frísundafulltrúi Dalvíkurbyggðar, fer yfir gæðaviðmið á frístundastarfi.
Fræðsluráð þakkar Jónu Guðbjörgu Ágústsdóttur, frístundafulltrúa fyrir kynningu á gæðaviðmiðum fyrir frístundastarf.

2.Frístundadagatal 2025-2026

Málsnúmer 202508044Vakta málsnúmer

Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, Frísundafulltrúi Dalvíkurbyggðar, fer yfir frístundadagatal fyrir skólaárið 2025 - 2026. Mikilvægt að skoða formið á gjaldskrá fyrir Frístund fyrir næsta fjárhagsár.
Fræðsluráð þakkar Jónu Guðbjörgu Ágústsdóttur, frístundafulltrúa fyrir kynningu á skóladagatali frístundar.

3.Skólanámskrár skólanna 2025 - 2026

Málsnúmer 202508035Vakta málsnúmer

Katla Ketilsdóttir, deildarstjóri og staðgengill skólastjóra, Ágústa Kristín Bjarnadóttir, skólastjóri Krílakots og Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla, fara yfir námskrár skólanna fyrir skólaárið 2025 - 2026.
Fræðsluráð samþykkir skólanámskrár leik - og grunnskóla með fjórum atkvæðum, og óska eftir að tímasett áætlun um samstarf allra barna fræðslustofnanna verði sett inn í starfsáætlun tengda fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2026.

4.Starfsmannamál í leik - og grunnskóla

Málsnúmer 201912084Vakta málsnúmer

Katla Ketilsdóttir, deildarstjóri og staðgengill skólastjóra, Ágústa Kristín Bjarnadóttir, skólastjóri Krílakots og Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla, fara yfir starfsmannamál og ráðningar fyrir skólaárið 2025 - 2026.
Mönnun er nokkuð góð í leik - og grunnskólum í Dalvíkurbyggð.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Tekin fyrir gjaldskrá fræðslusviðs fyrir skólaárið 2025 - 2026.
Gjaldskrá verður tekin fyrir á næsta fundi hjá fræðsluráði.

6.Fjárhagslegt stöðumat fyrir (04) fræðslumál. 2025

Málsnúmer 202403058Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fer yfir fjárhagslega stöðu fjárhagsárið 2025 á málaflokknum 04 - fræðslumál.
Lagt fram til kynningar

7.Framtíðarsýn skólahúsnæðis í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202508043Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir framtíðarhorfur er varðar skóla - og frístundarmál í Dalvíkurbyggð.
Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir inn í Byggðaráð Dalvíkurbyggðar.

8.Starfsáætlun fræðsluráðs

Málsnúmer 201901009Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs lagði fram starfsáætlun fræðsluráðs fyrir skólaárið 2025 - 2026.
Fræðsluráð samþykkir starfsáætlun fræðsluráðs með fjórum atkvæðum.

9.Samstarf fræðslustofnana í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202506059Vakta málsnúmer

Katla Ketilsdóttir, deildarstjóri og staðgengill skólastjóra, Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla, fara yfir hvernig aðlögun nemenda í 5. - 6. bekk í Árskógarskóla verði háttað skólaárið 2025 - 2026 þar sem reiknað er með þeim nemendum haustið 2026.
Tímasett áætlun um samtarf leik - og grunnskóla fyrir öll börn í Dalvíkurbyggð verði sett inn í starfsáætlun tengda fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2026.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202505046Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.
Bókað í trúnaðarmálabók

Fundi slitið - kl. 11:10.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs