Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer
a) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun Félagsmálasviðs.
Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kom undir þessum lið á fundinn kl. 15:00 og fór yfir tillögur félagsmálasviðs, málaflokkur 02, að starfs- og fjárhagsáætlun 2026 ásamt fylgigögnum.
Eyrún vék af fundi kl. 15:47.
b) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun Fræðslu- og menningarsviðs.
Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 16:00.
Gísli fór yfir tillögur fræðslu- og menningarsviðs að starfs- og fjárhagsáætlun ásamt fylgigögnum vegna málaflokka 04,05 og 06 ( að Vinnuskóla undanskyldum).
Gísli vék af fundi kl. 17:58.
c) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun Fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir tillögur sviðsins að starfs- og fjárhagsáætlun ásamt fylgigögnum fyrir málaflokka 00,03 að hluta, 08 að hluta, 13 að hluta, 21, 22, 28, 58.
d) Samantekt dagsins.
Farið yfir tímasetningar næstu funda.
Næsti sveitarstjórnarfundur verður 4. nóvember nk. skv. tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun.