Byggðaráð

1160. fundur 09. október 2025 kl. 13:15 - 16:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202509143Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 2024-2025 Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202501104Vakta málsnúmer

Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson, bæjarlögmaður, sat fundinn undir þessum lið.

Á 1154. fundi byggðaráðs þann 14. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 377. fundi sveitarstjórnar þann 18. febrúar sl. var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga eftir svörum og rökstuðningi fyrir úthlutun til byggðalaga innan Dalvíkurbyggðar. Ef ekki berast svör eða óásættanleg röksemdafærsla ber sveitarstjóra að undirbúa kvörtun til Umboðsmanns Alþingis.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svar frá Atvinnuvegaráðuneytinu, dagsett þann 12. ágúst 2025. Fram kemur m.a. að samdráttur í ráðstöfun á milli ára til viðbótar við þær reiknireglur sem stuðst er við skv. 2. gr. reglugerðar nr. 818/2024, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2024/2025, veldur því að úthlutun til Dalvíkur lækkar um 44 t og til Árskógssands um 107 t en úthlutun til Hauganess er óbreytt frá fiskveiðiárinu 2023/2024. Í svarinu er frekari gert grein fyrir forsendum að baki úthlutuninni.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni að undirbúa kvörtun til Umboðsmanns Alþingis og leggja fyrir byggðaráð í næstu viku."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög bæjarlögmanns varðandi kæru Dalvíkurbyggðar til Innviðaráðuneytisins vegna ákvörðunar Atvinnuvegaráðuneytisins (Matvælaráðuneytisins) um úthlutun byggðakvóta, fiskveiðiárið 2024/2025.

Til umræðu ofangreint.

Ásgeir Örn vék af fundi kl. 14:30.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að kæru Dalvíkurbyggðar vegna byggðakvóta.

3.Frá skólastjóra Dalvíkur- og Árskógarskóla; Viðaukabeiðni vegna skólaaksturs

Málsnúmer 202510020Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, dagsett þann 11. septmber sl. - móttekið 06.10.2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 1.520.000 vegna skólaaksturs vegna hækkunar á visitölu og vegna auka fimm ferðum á milli Árskógarskóla og Dalvíkurskóla vegna samskipta nemenda í samræmi við ósk fræðsluráðs.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiði, viðauki nr. 45 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 1.520.000 þannig að liður 04240-4113 hækki úr kr. 8.683.228 og verði kr. 10.203.228. Bókfærð staða er kr. 5.955.875. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

4.Frá skólastjóra Dalvíkur- og Árskógarskóla; Viðaukabeiðni vegna sérfræðiþjónustu

Málsnúmer 202510019Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, dagsett þann 8. október 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 1.000.000 vegna þjónustu sérfræðinga við Dalvíkurskóla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, viðauki nr. 46 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 04210-4396 hækki úr kr. 1.948.424 og verðir kr. 2.948.424. Bókfærð staða er kr. 3.832.168.
Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Frá skólastjóra Dalvíkur- og Árskógarskóla; Viðaukabeiðni vegna mötuneytisþjónustu

Málsnúmer 202510018Vakta málsnúmer

Helgi Einarsson vék af fundi undir þessum lið við umfjöllun og afgreiðslu kl. 14:32 og varamaður tók við fundarstjórn.


Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla- og Árskógarskóla, dagsett þann 11. september sl. - móttekið 6. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna mötuneytisþjónustu við Dalvíkurskóla. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 5.600.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 47 við fjárhagsáætlun 2025. þannig að liður 04210-4966 hækki úr kr. 35.080.426 og verði kr. 40.680.426.
Bókfærð staða er kr. 29.132.025.
Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjölluanr og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

6.Frá íþróttafulltrúa; Gervigrasvöllur - endurnýjun og viðhaldsmál

Málsnúmer 202509154Vakta málsnúmer

Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:34 og tók við fundarstjórn.

Tekið fyrir erindi frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 29. september sl., þar sem íþróttafulltrúi leggur til að knattspyrnudeild UMFS verði veittur styrkur að upphæð kr. 508.400 vegna dæluskipta á gervigrasvelli með tilvísun í samning UMFS og Dalvíkurbyggðar um rekstur vallarins. Áætlun á kostnaði vegna dæluskiptanna kemur frá knattspyrnudeildinni.

Fram kemur í gögnum frá íþróttafulltrúa að ekki sé metið svigrúm innan fjárhagsramma að bregðast við beiðninni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og veitir íþróttafulltrúa heimild til að veita ofangreindan styrk innan fjárhagsramma deildar 06800.

7.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um viðauka vegna endurnýjunar á barnarennibraut í Sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 202510010Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 2. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna endurnýjunar á barnarennibraut í vaðlaug Sundlaugar Dalvíkur. Fram kemur að rennibrautin er 8 ára en talin vera ónýt og hana þurfi að fjarlægja. Vegna þessa er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 1.900.000 á deild 31240 og lykil 4610.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 48 við fjárhagsáætlun 2025,þannig að liður 31240-4610 hækki um kr. 1.900.000.
Byggðaráð samþykkir jafnfram að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Styrkbeiðni frá Kvennaathvarfi Norðurlands eystra

Málsnúmer 202509148Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kvennaathvarfinu á Norðurlandi, dagsett þann 26. september sl., þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra til að mæta húsnæðiskostnaði athvarfsins fyrir árið 2026. Hlutdeild Dalvíkurbyggðar miðað við íbúafjölda væri kr. 256.398.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til sviðsstjóra félagsmálasviðs og gerðar fjárhagsáætlunar 2026.

9.Frá Slysavarnardeildinni Dalvík; Slysahætta við Mímisveg - börn á leikskóla- og grunnskólaaldri

Málsnúmer 202510001Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórn Slysavarnardeildar Dalvíkur, dagsett þann 30. september sl., þar sem alvarlegum áhyggjum er komið á framværi vegna mikillar slysahættu sem skapast hefur við neðanverðan Mímisveg, í kringum leiksvæði á skólalóð Dalvíkurskóla og við Víkurröst. Fram kemur að það sé eindregin ósk deildarinnar að sveitarstjórn setji fjármagn í grindverk sem myndi ná frá fótboltavellinum að Víkurröst, með tveimur vel staðsettum útgönguleiðum.

Erindið var tekið fyrir í umhverfis- og dreifbýlisráði á fundi í morgun, 9. október, og var samþykkt að vísa erindinu til vinnuhóps um skólalóðir Dalvíkurskóla og Árskógaskóla sem er að hefja störf.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Eigna- og framkvæmdadeild að bregðast við sem fyrst með því að setja upp öryggisgirðingar, a.m.k. tímabundið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs hvað varðar að vísa málinu til vinnuhópsins um skólalóðir hvað varðar lausnir til framtíðar.

10.Frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra; Erindi til samstarfssveitarfélaga vegna drónaverkefnis LSNE - staðsetning

Málsnúmer 202509055Vakta málsnúmer

Á 382. fundi sveitarstjórnar þann 16. september sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og þátttöku Dalvíkurbyggðar í verkefninu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum viðauka nr. 41 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 3.000.000, þar af kr. 2.500.000 vegna dróna og þar af kr. 500.000 í áætlaða uppsetningu á lið 07810-9145. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 3. október sl, er varðar heimild fyrir staðsetningu heimastöðvar undir dróna og dróna. Erindinu var vísað áfram innanhúss til umsagnar viðkomandi stjórnanda sem gera ekki athugasemdir við staðsetninguna.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða staðsetningu og veitir heimild fyrir henni með fyrirvara um þau atriði sem deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar nefnir í umsögn sinni um frekari upplýsingar.

11.Frá 309. fundi fræðsluráðs þann 26.09.2025; Framtíðarsýn skólahúsnæðis í Dalvíkurbyggð- erindisbréf

Málsnúmer 202508043Vakta málsnúmer

Á 310. fundi fræðsluráðs þann 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, leggur fram drög að erindisbréfi vinnuhóps um framtíðarsýn á skólahúsnæði í Dalvíkurbyggð og einnig er fundagerð fyrsta fundar lögð fram til kynningar.
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum erindisbréf vinnuhóps um framtíðarsýn skólahúsnæðis í Dalvíkurbyggð."

Í meðfylgjandi erindisbréfi kemur fram að ákvörðun um fundarþóknun vinnuhópsins sé byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur, með smá lagfæringu á orðalagi í punkti #2 undir tilgangi/hlutverki, og samþykkir að vinnuhópurinn verði ekki launaður, sbr. það sem almennt gildir með vinnuhópa sveitarfélagsins.

12.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029; byrjun á yfirferð

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

a) Starfsáætlanir og minnisblöð

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur að starfsáætlunum fagsviða, stofnana og deilda sveitarfélagsins ásamt þeim minnisblöðum og greinargerðum sem liggja fyrir.

b) Samanburður á vinnubókum og römmum, það sem komið er.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hvað varðar samanburð á tillögum vinnubóka í samanburði við úthlutaðan fjárhagsamma og samanburður á niðurstöðum launaáætlunar, reiknaður kostnaður og stöðugildi, per deild í samanburði við úthlutaðan fjárhagsramma launa.
Lagt fram til kynningar og yfirferð verður áfram haldið á næstu fundum byggðaráðs.

13.Gjaldskrár 2026; byrjun á yfirferð

Málsnúmer 202508069Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fygldu tillögur að gjaldskrám 2026 sem merktar hafa verið tilbúnar til byggðaráðs eftir umfjöllun og afgreiðslu fagráða, ásamt fundarsögu málsins.
Lagt fram til kynningar og frekari umfjöllun frestað.

14.Álagning fasteignagjalda 2026; áframhald

Málsnúmer 202509052Vakta málsnúmer

Á 1158. fundi byggðaráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi áætlunarálagning 2026, fyrstu drög og samanburður á álagi fasteignaskatts og breytingum á framlagi Jöfnunarsjóðs
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar.
Helga Íris vék af fundi kl. 14:45".

Til umræðu.
Byggðaráð óskar eftir að fá útreikninga miðað við fasteignaskattsprósentu 0,41%, 0,42%, 0,43% og 0,44%.

15.Frá HMS; Endurskoðun húsnæðisáætlana 2026

Málsnúmer 202510025Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá HMS, dagsett þann 6. október sl., þar sem minnt er á að nú er komið að því að endurskoða húsnæðisáætlanir fyrir árið 2026 og er HMS búið að opna fyrir næstu útgáfu í áætlanakerfinu. Fram kemur að það er mat HMS að áætlanirnar eru orðnar mikilvægar upplýsingar í stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda í húsnæðismálum. Líkt og áður þá eiga sveitarstjórnir að vera búnar að staðfesta endurskoðun á húsnæðisáætlun sinni fyrir 20. janúar ár hvert.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til vinnuhóps Dalvíkurbyggðar um húsnæðisáætlanir.

16.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni - Hestamannfélagið Hringur - umsagnarbeiðni tækifærisleyfi vegna stóðréttardansleikjar að Rimum

Málsnúmer 202509147Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 26. september sl., þar sem óskar er umsagnar vegna umsóknar um tækifærisleyfi frá Hestamannafélaginu Hringi vegna Stóðréttadansleikjar í Rimum Húsabakka sem fram fór 4. október/5. október sl.

Fyrir liggja jákvæðar umsagnir Slökkviliðsstjóra og Byggingarfulltrúa ásamt rafpóstur sveitarstjóra frá 1. október sl., þar sem fram kemur að ekki eru gerðar athugasemdir við að leyfið sé veitt, að þvi gefnu að jákvæð umsögn HNE liggi jafnframt fyrir.
Lagt fram til kynningar.

17.Frá Innviðaráðuneytinu; Þátttakendur í minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa - 16. nóvember 2025

Málsnúmer 202510015Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 2. október sl., þar sem fram kemur að alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 16. nóvember nk. Að þessu sinni verður kastljósi dagsins beint að mikilvægi öryggisbeltanotkunar. Í erindinu er farið yfir þá viðburði sem fara fram í tengslum við minningardaginn með þeirri ósk að fá góðan stuðning við skipulagningu dagsins.
Lagt fram til kynningar.

18.Frá Kennarasambandi Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Leiðbeiningar lögmanns KÍ-FT vegna dóma Félagsdóms

Málsnúmer 202506019Vakta málsnúmer

Á 1149. fundi byggðaráðs þann 12. júní sl. var eftirfarandi bókað:
a) Tekið fyrir erindi frá Kennarasambandi Íslands, dagsett þann 4. júní sl., þar sem fram kemur að undanfarin ár hefur verið ágreiningur milli Sambands íslenskra sveitarfélaga (sambandsins) og Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) um hvernig viðbótarmenntun tónlistarkennara skuli metin til launa samkvæmt kjarasamningsákvæðum, frá 1. september 2020. Kennarasamband Íslands vegna FT hefur tvívegis leitað til Félagsdóms með ágreininginn og hafa báðir dómarnir fallið kennurum í vil. Þrátt fyrir að niðurstöður dómanna séu afdráttarlausar og seinni dómurinn taki af hvers kyns tvímæli, virðist framkvæmd launaleiðréttinga láta á sér standa.
Meðfylgjandi eru leiðbeiningar lögmanns KÍ um þýðingu dóma Félagsdóms og hvernig beri að leiðrétta laun tónlistarkennara afturvirkt (dómarnir fylgja einnig í skjalinu).Þess er óskað að hvert og eitt sveitarfélag lýsi því yfir innan tveggja vikna frá dagsetningu þessa tölvupósts hvort það hyggst fylgja leiðbeiningum lögmanns KÍ eða ekki.
b) Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, 6. júní sl.. þar sem fram kemur að Sambandið er með málið til skoðunar s.s. útfrá þeim gögnum sem KÍ er að senda frá sér þessa dagana s.s. m.t.t. réttmætis krafna félagsins. Fundað verður með lögmönnum eftir miðja næstu viku og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvaða leiðbeiningar fara til sveitarfélaga að þeirri yfirferð lokinni.
Niðurstaða : Frekari umfjöllun frestað þar til leiðbeiningar koma frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sbr. rafpóstur Sambandsins frá 6. júní sl."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur Sambandsins, dagsettur þann 22. ágúst sl., þar sem fram koma leiðbeiningar Sambandsins um viðbrögð skólastjórnenda/sveitarfélaga. Einnig fylgdu með upplýsingar frá stjórnendum Tónlistarskólans á Tröllaskaga að allt liggi klárt fyrir þar í þessum málum og ekki þurfi að bregðast sérstaklega við.
Lagt fram til kynningar.

19.Frá Kvenréttindafélagi Íslands; Kvennaverkfall 50 ára

Málsnúmer 202510023Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kvenréttindafélagi Íslands, dagsett þann 6. október sl., þar sem fram kemur að þann 24. október 2025 verða 50 ár liðin frá sögulegum Kvennafrídegi þar sem 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf sín, launuð og ólaunuð til að mótmæla kynbundnum launamun og ólaunaðri vinnu kvenna. Að þessu tilefni hafa á sjötta tug samtaka kvenna, femínista, hinsegin fólks og fatlaðs fólks lýst árið 2025 Kvennaár. Kröfurgerð var send á stjórnvöld þann 24. október í fyrra og má lesa kröfurnar á síðunni Kvennaar.is
Sveitarfélagið er hvatt til að leggja sitt af mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og styðja við þá viðburði sem eru í gangi að þessu tilefni í sveitarfélaginu sem og að gera konum og kvárum sem starfa hjá sveitafélaginu kleift að taka þátt í Kvennaverkfalli þann 24. október 2025.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til Framkvæmdastjórnar og Starfs- og kjaranefndar til skoðunar og útfærslu.

20.Frá Alþingi; Tillaga til þingsályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040.

Málsnúmer 202509151Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsett þann 26. september sl., þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040, 85. mál.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 10. október nk
Lagt fram til kynningar.

21.Frá SSNE; Haustþing SSNE

Málsnúmer 202509157Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 29. september sl.,þar sem meðfylgjandi er boð á haustþing SSNE. Þingið verður rafrænt miðvikudaginn 29. október nl. Boðið hefur einnig verið sérstaklega sent á þingfulltrúa sveitarfélaganna, sveitarstóra og þingmenn kjördæmisins sem og á aðra gesti í samræmi við samþykktir SSNE.
Lagt fram til kynningar.

22.Frá Byggðastofnun; Endurskoðun byggðaáætlunar - opið samráð

Málsnúmer 202510004Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Byggðastofnun, rafpóstur dagsettur þann 1. október sl., þar sem fram kemur að opnað hefur verið fyrir rafrænt samráð á vef Byggðastofnunar vegna endurskoðunar á byggðaáætlun. Hægt verður að taka þátt í þessum hluta samráðsins fram til 31. otkóber nk.
Lagt fram til kynningar.

23.Frá SSNE, fundargerð stjórnar nr. 76.

Málsnúmer 202503117Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE, nr. 76 frá 25. september sl.
Lagt fram til kynningar.

24.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; fundargerð stjórnar nr. 985.

Málsnúmer 202502019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, nr. 985 frá 26. september sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs