Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer
Á 1156. fundi byggðaráðs þann 4. september sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1145. fundi byggðaráðs þann 30. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 284. fundi félagsmálaráðs þann 10. desember 2024 var eftifarandi bókað:
Lagt fram til upplýsingar staðan á samningi við Akureyrarbæ vegna Barnaverndarþjónustu. Akureyrarbær hefur sagt upp samningi við Dalvíkurbyggð mun sú uppsögn taka gildi 30.nóvember 2025.
Með fundarboði fylgdi tillaga sveitarstjóra að erindi til Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir þvi við Barnaverndarþjónustu Norðurlands að hefja samningaviðræður þess efnis að Dalvíkurbyggð gangi inn í Barnaverndarþjónustu Norðurlands eystra.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra að erindi til Akureyrarbæjar."
Á 287. fundi félagsmálaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
Lagt fram til kynningar erindi Dalvíkurbyggðar til Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir eftir þvi við Barnaverndarþjónustu Norðurlands að hefja samningaviðræður þess efnis að Dalvíkurbyggð gangi inn í Barnaverndarþjónustu Norðurlands eystra.
Niðurstaða : Lagt fram til kynning
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn frá Akureyrarbæ:
Drög að samningi um Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra á milli sveitarfélaganna Akureyrarbæjar, Dalvíkurbyggðar, Eyjafjarðarsveitar, Fjallabyggðar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar, Langanesbyggðar, Norðurþings, Svalbarðsstrandarhrepps, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveita, móttekið 21. ágúst sl.
Frumuppkast vegna kostnaðar Barnaverndar, móttekið 22.08.2025.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi við Akureyrarbær um Barnaverndaþjónustu og vísar samningi til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi jafnframt fylgiskjal með samningi um barnaverndarþjónustuna á Norðurlandi eystra; Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustunni á Norðurlandi eystra samkvæmt 3. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Í upphafi fundar óskaði forseti eftir heimild til að bæta einu máli við á dagskrá, mál 202506045, og var það samþykkt.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar hafði ekki tök á að mæta.