Sveitarstjórn

382. fundur 16. september 2025 kl. 16:15 - 17:57 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir við fundarboð eða fundarboðun.

Í upphafi fundar óskaði forseti eftir heimild til að bæta einu máli við á dagskrá, mál 202506045, og var það samþykkt.

Sigríður Jódís Gunnarsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar hafði ekki tök á að mæta.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1156; frá 04.09.2025

Málsnúmer 2509001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202501059.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202505046.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202509007.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202212124.
Liður 7 a) er sér mál á dagskrá; mál 202505063.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202508111.
Liður 9 er sér mál á dagskrá: mál 202509002.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1157; frá 11.09.2025

Málsnúmer 2509008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202509070.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202509062.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202505063, fjárhagsrammi.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202509055.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202509061.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202503032.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Félagsmálaráð - 288; frá 09.09.2025

Málsnúmer 2509004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202506035.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202212053.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202509004.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fræðsluráð - 307; frá 20.08.2025.

Málsnúmer 2508005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fræðsluráð - 308; frá 10.09.2025

Málsnúmer 2509003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; tillaga um vinnuhóp, mál 202508043.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 176; frá 26.08.2025

Málsnúmer 2508008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Íþrótta- og æskulýðsráð - 177; frá 09.09.2025

Málsnúmer 2509005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Skipulagsráð - 37; frá 10.09.2025

Málsnúmer 2509006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 23 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202410032.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202302121.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202409136.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202404098.
Liður 15 er sér mál á dagskrá; mál 202508006.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 35; frá 05.09.2025

Málsnúmer 2509002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 149; frá 03.09.2025

Málsnúmer 2508009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 18 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá;mál 202501110.
Liður 11 er sér mál á dagskrá; mál 202506144.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Frá 1156. og 1157. fundi byggðaráðs þann 04.09.2025 og 11.09.2025; Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029; a) Forsendur með fjárhagsáætlun b) Fjárhagsrammi 2026

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

a) Á 1156. fundi byggðaráðs þann 4. september sl. samþykkti byggðaráð fyrirliggjandi tillögu að forsendum með fjárhagsáætlun 2026.


b) Á 1157. fundi byggðaráðs þann 11. september sl. samþykkti byggðaráð fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026.

Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að forsendum með fjárhagsáætlun 2026.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2026.

12.Frá 1156. fundi byggðaráðs þann 04.09.2025; Beiðni um viðauka; viðauki #38.

Málsnúmer 202505046Vakta málsnúmer

Á 1156. fundi byggðaráðs þann 4. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 38 við fjárhagsáætlun 2025, launaviðauka að
upphæð kr. 902.426, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 38 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 902.426 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

13.Frá 1157. fundi byggðaráðs þann 11.09.2025; Beiðni um viðauka 2025; nr. 39 og nr. 40.

Málsnúmer 202509062Vakta málsnúmer

Á 1157. fundi byggðaráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 11. september sl., en móttekið þann 9. september sl., þar sem óskað er eftir viðaukum við fjárhagsáætlun 2025.
a) Launaviðauki á deild 02150 þannig að laun á deild 02150, heimaþjónusta, lækki um kr. 29.883.987 vegna samnings við Dalbæ um Gott að eldast og á móti hækki liður 02150-9145 um kr. 34.455.504. Liður 21500-0655 verði kr. -9.000.000 og á móti lækki liður 28000-0655 um sömu fjárhæð. Nettóbreytingin er því kr. 7.587.360.
b) Launaviðauki til lækkunar á deild 02560 að upphæð kr. 31.137.127 vegna breyttra forsenda.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 39 við deild 21500, þannig að laun lækki um kr. 29.883.987, liður 02150-9145 hækki um kr. 34.455.504, tekjur á lið 21500-0655 verði kr. -9.000.000 og tekjur á lið 28000-0655 lækki á móti um sömu fjárhæð. Nettó breytingin er kr. 7.587.360 sem er lagt til að mætt verði með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 40 við deild 02560, þannig að launaliðir lækki um kr. 31.137.127 og að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 39 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að laun deildar 02150 lækki um kr. 29.883.987, liður 02150-9145 hækki um kr. 34.455.504, tekjur á lið 02150-0655 verði kr. -9.000.000 og tekjur á lið 02800-0655 lækki á móti um sömu fjárhæð. Nettó breytingin er kr. 7.587.360 sem sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verði mætt með lækkun á handbæru fé.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 40 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að launaliðir deildar 02560 lækki um kr. 31.137.127. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

14.Frá 1157. fundi byggðaráðs þann 11.09.2025; Erindi til samstarfssveitarfélaga vegna drónaverkefnis LSNE

Málsnúmer 202509055Vakta málsnúmer

Á 1157. fundi byggðaráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 5. september sl., er varðar tilraunaverkefni embættis Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um að taka upp fjarstýrða flugdróna til að auka viðbragð lögreglu þar sem löggæsla er ekki mönnuð allan sólarhringinn. Erindið er sent á Akureyrarbæ,
Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Langanesbyggð, Norðurþing og Þingeyjarsveit. Óskað er eftir fjárframlagi ofangreindra sex sveitarfélaga annars vegar og hverju um sig sem þátttöku í stofnkostnaði að upphæð kr. 2, 5 m.kr. og hins vegar fyrir þann kostnað sem fellur til ef koma þarf rafmagni og netsambandi að staðsetningu dokkanna ef staðarval er utan fasteigna er lögreglan hefur umráð yfir.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað um ofangreint erindi til viðbótar.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka þátt í stofnkostnaði að fjárhæð 2,5 m.kr. ásamt kostnaði sem fellur til við uppsetningu á búnaðinum og felur sveitarstjóra að útbúa viðauka og leggja fyrir sveitarstjórn."

Með fundarboði fylgdi viðaukabeiðni frá sveitarstjóra, samanber ofangreint.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og þátttöku Dalvíkurbyggðar í verkefninu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum viðauka nr. 41 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 3.000.000, þar af kr. 2.500.000 vegna dróna og þar af kr. 500.000 í áætlaða uppsetningu á lið 07810-9145. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

15.Frá 1157. fundi byggðaráðs þann 11.09.2025; Nám í tónlistarskóla fyrir utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 202509070Vakta málsnúmer

Á 1157. fundi byggðaráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 11. september 2025, er varðar erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dagsett þann 5. september 2025, um að Dalvíkurbyggð, sem lögheimilissveitarfélag, greiði kennslukostnað að fullu vegna 2 nemenda við skólann.
Gísli vék af fundi kl. 14:09
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa málinu áfram til afgreiðslu sveitarstjórnar, þar sem erindin komu með stuttum fyrirvara til byggðaráðs. Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs er falið að afla frekari
upplýsinga fyrir fund sveitarstjórnar."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til stuðnings tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda ásamt samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir framlög til Dalvíkurbyggðar úr Jöfnunarsjóði skv. reglum yfir árin 2014-2025 og greiðslur Dalvíkurbyggðar til Tónlistarskóla utan Dalvíkurbyggðar fyrir sama tímabil.
Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að sveitarfélagið samþykki að gangast undir þá ábyrgð sem lögheimilissveitarfélag að greiða kennslukostnað að fullu fyrir einn nemenda byggt á sérstöðu nemandans og mati frá tónlistarkennara við TÁT.
Forseti leggur einnig til að sveitarstjórn ítreki bókuna sína frá 371. fundi þann 17. september 2024 þar sem fræðslu- og menningarsviði var falið að endurskoða reglur Dalvíkurbyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreindar tillögur forseta sveitarstjórnar.

16.Frá 288. fundi félagsmálaráðs þann 09.09.2025; Beiðni til sveitarfélags um fjárstuðning við starfsemi Stígamóta

Málsnúmer 202509004Vakta málsnúmer

Á 288. fundi félagsmálaráðs þann 9. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Stígamótum dags. 01.09.2025 um beiðni um framlag til starfsmeni Stígamóta fyrir árið 2026.
Niðurstaða : Félagsmálaráð hafnar erindinu með fjórum greiddum atkvæðum og vill halda áfram að styrkja sambærileg úrræði í nærumhverfinu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs um að hafna erindinu frá Stígamótum um framlag fyrir árið 2026.

17.Frá 1156. fundi byggðaráðs þann 04.09.2025; Breyting á stöðuhlutföllum

Málsnúmer 202509007Vakta málsnúmer

Á 1156. fundi byggðaráðs þann 4. september sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni safna og Menningarhúss, dagsett þann 1. september sl., þar sem óskað er eftir stöðuhlutalli sem nemur þeirri styrkupphæð sem hlaust frá Safnasjóði vegna skráningar fyrir Byggðasafnið.
Stöðuhlutfallið myndi alltaf miðast við styrkupphæðina svo að ekki er verið að óska eftir að sveitafélagið leggi til aukinn kostnað við þetta verkefni. Stöðuhlutfallið myndi að auki aðeins vera fram að áramótum þar sem ætlast er tilað verkefnið sem er styrkt vinnist innan ársins 2025.
Hins vegar óskar forstöðumaður eftir að nýta hluta af því stöðuhlutfalli sem samþykkt var sem sumarstarf í fjárhagsáætlun 2025 fyrir Byggðasafnið (90% starf í 3 mánuði sem ekki var nýtt að upphæð kr. 2.094.762). Ekki er óskað eftir því að nýta full 90% í þrjá mánuði heldur frekar því sem jafngildir ca 40% starfi frá október - desember.
Ekki er því um kostnaðarauka að ræða.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni Forstöðumanns um heimild til að nýta styrk frá Safnasjóði til að ráða starfsmann í skráningu og sem og að nota hluta af stöðugildi sumarstarfsmanns í skráningu 2025."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og veitir forstöðumanni Safna og Menningarhúss heimild til að nýta styrk frá Safnasjóði til að ráða starfsmann í skráningu sem og að nota hluta af stöðugildi sumarstarfsmanns í skráningu 2025.

18.Frá 1156. fundi byggðaráðs þann 04.09.2025; Vatnstankur Upsa - Nýr tankur

Málsnúmer 202501059Vakta málsnúmer

Á 1156. fundi byggðaráðs þann 4. september sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1153. fundi byggðaráðs þann 31. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1152.fundi byggðaráðs þann 17.júlí sl., var bókað eftirfarandi:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til vinnuhópsins að koma saman sem fyrst, rýna útboðsgögnin og auglýsa útboðið.
Með fundarboði byggðaráðs voru eftirfarandi fylgiskjöl:
a) Erindisbréf fyrir vinnuhóp um nýjan vatnstank við Upsa.
b) Útboðsgögn vegna vatnstanksins við Upsa, auglýsa á útboð strax að lokinni Verslunarmannahelgi eða þann 5.ágúst nk.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrir liggjandi erindisbréf vinnuhóps um nýjan vatnstank við Upsa.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi útboðsgögn og að útboð verði auglýst strax eftir Verslunarmannahelgi og frestur til þess að skila tilboðum verði til kl. 11:00 föstudaginn 22.ágúst nk."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtalin vinnugögn:
Frá Faglausnum; Fundargerð frá 26.08.2025 vegna opnunar á tilboðum.
Frá Faglausnum; Yfiferð innsendra tilboða.
Til umræðu ofangreint.
Almar og Knútur viku af fundi kl. 14:30.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að þeim tveimur tilboðum sem bárust samkvæmt ofangreindu útboði verði hafnað þar sem tilboðin eru langt yfir kostnaðaráætlun.
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að verkefnið verði boðið út að nýju og felur vinnuhópnum að yfirfara útboðslýsingu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir þá tillögu að þeim tveimur tilboðum sem bárust vegna útboðs á vatnstanki Upsa verði hafnað þar sem tilboðin eru langt yfir kostnaðaráætlun.
Einnig samþykkir sveitarstjórn samhljóða að verkefnið verði boðið út að nýju og að vinnuhópurinn yfirfari útboðslýsinguna.

19.Frá 1156. fundi byggðaráðs þann 04.09.2025; Barnaverndarþjónusta. Fyrri umræða.

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Á 1156. fundi byggðaráðs þann 4. september sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1145. fundi byggðaráðs þann 30. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 284. fundi félagsmálaráðs þann 10. desember 2024 var eftifarandi bókað:
Lagt fram til upplýsingar staðan á samningi við Akureyrarbæ vegna Barnaverndarþjónustu. Akureyrarbær hefur sagt upp samningi við Dalvíkurbyggð mun sú uppsögn taka gildi 30.nóvember 2025.
Með fundarboði fylgdi tillaga sveitarstjóra að erindi til Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir þvi við Barnaverndarþjónustu Norðurlands að hefja samningaviðræður þess efnis að Dalvíkurbyggð gangi inn í Barnaverndarþjónustu Norðurlands eystra.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra að erindi til Akureyrarbæjar."
Á 287. fundi félagsmálaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
Lagt fram til kynningar erindi Dalvíkurbyggðar til Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir eftir þvi við Barnaverndarþjónustu Norðurlands að hefja samningaviðræður þess efnis að Dalvíkurbyggð gangi inn í Barnaverndarþjónustu Norðurlands eystra.
Niðurstaða : Lagt fram til kynning
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn frá Akureyrarbæ:
Drög að samningi um Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra á milli sveitarfélaganna Akureyrarbæjar, Dalvíkurbyggðar, Eyjafjarðarsveitar, Fjallabyggðar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar, Langanesbyggðar, Norðurþings, Svalbarðsstrandarhrepps, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveita, móttekið 21. ágúst sl.
Frumuppkast vegna kostnaðar Barnaverndar, móttekið 22.08.2025.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi við Akureyrarbær um Barnaverndaþjónustu og vísar samningi til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi jafnframt fylgiskjal með samningi um barnaverndarþjónustuna á Norðurlandi eystra; Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustunni á Norðurlandi eystra samkvæmt 3. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að vísa ofangreindum samningi um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi ásamt fylgiskjali með Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu til síðari umræðu í sveitarstjórn.

20.Frá 288. fundi Félagsmálaráð; Drög að samningi - Handavinnustarfið

Málsnúmer 202506035Vakta málsnúmer

Á 288. fundi félagsmálaráðs þann 9. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir drög af samningi við Dalbæ um tómstundaþjónustu fyrir eldri borgara í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir með fjórum greiddum atkvæðum drög að samningi við Dalbæ um tómstundaþjónustu fyrir eldri borgara í Dalvíkurbyggð."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins og kallar eftir endanlegum drögum samkvæmt tillögu forseta sveitarstjórnar.

21.Frá 288. fundi Félagsmálaráðs þann 09.09.2025; Styrktarsamningur

Málsnúmer 202212053Vakta málsnúmer

Á 288. fundi félagsmálaráðs þann 9. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir styrktarsamningur við félag eldri borgara tímabilið 2025-2027
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir með fjórum greiddum atkvæðum styrktarsamning við félag eldri borgara á tímabilinu 2025-2028."
Enginn tók til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins og kallar eftir endanlegum drögum að samningi samkvæmt tillögu forseta sveitarstjórnar.

22.Frá 308. fundi fræðsluráðs þann 10.09.2025; Framtíðarsýn skólahúsnæðis í Dalvíkurbyggð - tillaga um vinnuhóp.

Málsnúmer 202508043Vakta málsnúmer

Á 308. fundi fræðsluráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Málið tekið áfram til umræðu í Fræðsluráði.
Á 307. fundi fræðsluráðs þann 20. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir framtíðarhorfur er varðar skóla - og frístundarmál í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir inn í Byggðaráð Dalvíkurbyggð.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra frá 19. ágúst sl., þar sem fram kemur að huga það húsnæðismálum vegna fjölgunar barna/nemenda í Dalvíkurbyggð á leikskólaaldri sem og huga þarf að húsnæðismálum Frístundar. Í minnisblaðinu eru nokkrum hugmyndum velt upp til að mæta þessari áætlaðri þörf. Jafnframt fylgja með fundarboði upplýsingar um fjölda barna á leikskólaaldri eftir árgöngum skipt niður á skólahverfi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til gerðar fjárhagáætlunar.
Niðurstaða : Fræðsluráð leggur áherslu á að gott samráð verði við alla hagsmunaaðila þegar farið verður í áframhaldandi vinnu.
Fræðsluráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur samhliða skipulagsáformum."
Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að ofangreind tillaga fræðsluráðs um stofnun vinnuhóps verði samþykkt og skipan vinnuhópsins verði eftirfarandi:

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Benedikt Snær Magnússon
Katrín Sif Ingvarsdóttir
Monika Margrét Stefánsdóttir.

Sviðsstjóra er falið að útbúa erindisbréf og leggja fyrir Byggðaráð og Fræðsluráð.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta um vinnuhóp vegna framtíðarsýnar skólahúsnæðis í Dalvíkurbyggð og skipan hans.

23.Frá 1157. fundi byggðaráðs þann 11.09.2025; Vinnuhópur um húsnæði byggðasafnsins - tillaga

Málsnúmer 202503032Vakta málsnúmer

Á 1157. fundi byggðaráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 109. fundi menningarráðs þann 5. júní sl. var eftirfarandi bókað:
Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhúsins Berg, fór yfir helstu atriði er varða vinnu vinnuhóps um nýtt byggðasafn.
Niðurstaða : Menningarráð þakkar Björk fyrir góða kynningu á stöðu málsins.
Með fundarboði fylgdi:
a) Greinargerð vinnuhópsins hvað varðar framtíðarheimili fyrir Byggðasafnið með þarfa- og valkostagreiningu.
b) Matrixa yfir helstu matsþætti og vægi þeirra fyrir hvern valkost fyrir sig.
Niðurstaða vinnuhópsins er að leggja til við byggðaráð og sveitarstjórn að valkostur B-Nýbygging/ viðbygging við Berg verði fyrir valinu.
Niðurstaða : Byggðaráð þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnin störf og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa greinargerð og matrixu vinnuhópsins til sveitarstjórnar til umræðu og afgreiðslu."
Til máls tóku:

Forseti sveitarstjórnar sem leggur til eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu vinnuhópsins að stefnt skuli að viðbyggingu við Berg sem hýsi byggðasafnið.
Forstöðumanni safna er falið ásamt vinnuhópi að útfæra og koma með tillögur að útliti, staðsetningu og hönnun safnsins. Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar er falið að sækja um viðauka fyrir þeim kostnaði sem til fellur á þessu ári.
Stefnt skuli að því að kynna hugmyndir og hönnun fyrir íbúum þegar þær liggja fyrir."

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

24.Frá 37. fundi Skipulagsráðs þann 10.09.2025; Nýtt íbúðasvæði við Böggvisbraut - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202410032Vakta málsnúmer

Á 37. fundi skipulagsráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna nýrrar íbúðabyggðar við Böggvisbraut lauk þann 18.júní sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Norðurorku og Minjastofnun Íslands.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 12.ágúst sl. og var skipulagsfulltrúa falið að vinna að endanlegri tillögu m.t.t. ábendinga sem komu fram í umsögnum.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

25.Frá 37. fundi Skipulagsráðs þann 10.09.2025; Böggvisbraut - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202302121Vakta málsnúmer

Á 37. fundi skipulagsráðs þann 10. september sl. var eftirarandi bókað:
"Kynningu tillögu á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð við Böggvisbraut lauk þann 18.júní sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Minjastofnun Íslands.
Tillagan sem lögð er fram nú hefur verið uppfærð frá fyrri tillögu m.t.t. ábendinga sem fram komu í umsögn Rarik varðandi legu jarðstrengs.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Böggvisbraut og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Böggvisbraut og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.

26.Frá 37. fundi Skipulagsráðs þann 10.09.2025; Hafnarsvæði Dalvík - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202409136Vakta málsnúmer

Á 37. fundi skipulagsráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík lauk þann 7.september sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Landsneti, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Rarik, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Mílu.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

27.Frá 37. fundi Skipulagsráðs þann 10.09.2025; Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg

Málsnúmer 202404098Vakta málsnúmer

Á 37. fundi skipulagsráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Auglýsingu tillögu að deiliskipulagi fyrir Dalbæ og Karlsrauðatorg á Dalvík lauk þann 9.september sl.
Þrettán athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Mílu, Minjastofnun Íslands, Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra , veitum Dalvíkurbyggðar og Leikskólanum Krílakoti.
Niðurstaða : Í ljósi athugasemda sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að eftirfarandi breytingar verði gerðar á tillögunni:
- lóð Kirkjuvegar 25-27 verði snúið í austur-vestur.
- lóð Dalbæjar verði stækkuð í 8.000 m2 og fallið frá áformum um íbúðarlóð á milli Dalbæjar og leikskólalóðar.
Jafnframt að fallið verði frá áformum um þriðju hæðina ofan á Dalbæ.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu 4 athugasemdir til viðbótar sem bárust á tilskyldum tíma en náðu ekki inn á fund skipulagsráðs. Fjöldi athugasemda voru því 17.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir þá tillögu að gerðar verði eftirfarandi breytingar á tillögunni:
- lóð Kirkjuvegar 25-27 verði snúið í austur-vestur.
- lóð Dalbæjar verði stækkuð í 8.000 m2 og fallið frá áformum um íbúðarlóð á milli Dalbæjar og leikskólalóðar.
- Jafnframt að fallið verði frá áformum um þriðju hæðina ofan á Dalbæ.

28.Frá 149. fundi Veitu- og hafnaráðs þann 03.09.2025; Varðar hitastig á vatni í Lækjarkoti-Hreiðarsstöðum 2

Málsnúmer 202501110Vakta málsnúmer

Á 149. fundi veitu- og hafnaráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sögu Jónsdóttur, sem varðar hitastig á vatni hitaveitu inn í hús hennar í Svarfaðardal, Hreiðarstaðarkot II.
Á 144.fundi veitu- og hafnaráðs þann 5.febrúar sl., var veitustjóra falið að vinna frekar að þessu máli. Málið var aftur tekið fyrir á 148.fundi veitu- og hafnaráðs þar sem veitustjóri lagði fram tillögu til umræðu og afgreiðslu og lagði til árlega niðurgreiðslu vegna lágs hitastigs á vatni til notanda. Niðurstaða fundarins var að veitu- og hafnaráð samþykkti samhljóða með 4 atkvæðum að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Sveitarstjóri og veitustjóri upplýstu um þær upplýsingar sem fram hafa komið.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að hafna fyrirliggjandi erindi þar sem hitastig á vatni í Hreiðarkoti II, skv. orkumæli, hefur alltaf verið yfir viðmiðunarhitastig gjaldskrár sem er 25°C. Orkugjald fyrir árið 2025 er samkvæmt gjaldskrá 3,31kr/kWst. Í 26.gr. í V.kafla Reglugerðar nr. 1090/019 fyrir hitaveitu Dalvíkur segir m.a.: "Hitaveitunni er ekki skylt að greiða bætur eða veita afslátt vegna takmörkunar á afhendingu heita vatnsins og/eða lækkunar á hitastigi."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og samþykkir samhljóða að hafna fyrirliggjandi erindi með þeim rökum sem tilgreind eru í bókun veitu- og hafnaráðs.

29.Frá 149. fundi Veitu- og hafnaráðs þann 03.09.2025; Viðræður um inngöngu í Hafnasamlag Norðurlands

Málsnúmer 202506144Vakta málsnúmer

Á 149. fundi veitu- og hafnaráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir máli nr. 202211096 var eftifarandi bókað:
Á 1062. fundi byggaráðs þann 16. mars 2023 var eftirfarandi bókað: "Á 1061. fundi byggðaráðs þann 9. mars 2023 var til umfjöllunar viðræður við Hafnasamlag Norðurlands um inngöngu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í samlagið, SVÓT greining og fundur þann 15. mars 2023 með stjórn og framkvæmdastjóra Hafnasamlagsins. Á fundinum frá Dalvíkurbyggð var byggðaráð, sveitarstjóri, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og fulltrúar úr veitu- og hafnaráði. Á fundi byggðaráðs var farið yfir fundinn í gær, 15. mars.
Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að viðræðum við Hafnasamlag Norðurlands verði frestað um óákveðinn tíma.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að taka aftur upp viðræður við Hafnasamlag Norðurlands um inngöngu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í samlagið."
Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir.

Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að sveitarstjórn samþykki að taka aftur upp viðræður við Hafnasamlag Norðurlands um inngöngu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í samlagið og að viðræðuhópinn skipi Byggðarráð, formaður og varaformaður veitu-og hafnaráðs ásamt hafnarstjóra.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

30.Frá 1156. fundi byggðaráðs þann 04.09.2025; Fyrirhugað sjókvíaeldi í Eyjafirði

Málsnúmer 202509002Vakta málsnúmer

Á 1156. fundi byggðaráðs þann 4. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi, dagsett þann 29. ágúst sl., þar sem biðlað er til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar að standa með samtökunum í að friða Eyjafjörðinn frá umdeildri og mengandi sjókvíaeldi og styðja þannig þær fjölbreyttu atvinnugreinar sem þrífast hér á grunni heilbrigðs lífríkis.
Niðurstaða : Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar.".
Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:
"Dalvíkurbyggð og Laxós ehf. hafa gert með sér viljayfirlýsingu varðandi uppbyggingu stórseiðastöðvar og 20 þúsund tonna landeldisstöð við Hauganes í Dalvíkurbyggð. Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar telur að þar séu framtíðarmöguleikar í fiskeldi í Eyjafirði. Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar er mótfallin opnu sjókvíaeldi í Eyjafirði. "


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar að bókun.

31.Frá 1156. fundi byggðaráðs þann 04.09.2025; Umsagnarbeiðni - tækifærisleyfi dansleikur í Höfða

Málsnúmer 202508111Vakta málsnúmer

Á 1156. fundi byggðaráðs þann 4. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 26. ágúst sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ungmennafélagsins Atla um tækifærisleyfi vegna dansleiks í samkomuhúsinu Höfða 14. september nk.
Meðfylgjandi eru umsagnir frá skipulagsfulltrúa og slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar sem eru báðar jákvæðar.
Niðurstaða : Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreint leyfi sé veitt."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

32.Frá 37. fundi Skipulagsráðs þan 10.09.2025; Árbakki, Árskógssandi - umsagnarbeiðni gistileyfi

Málsnúmer 202508006Vakta málsnúmer

Á 37. fundi skipulagsráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 31.júlí sl., þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II á lóðinni Árbakka á Árskógsandi.
Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið en vinna við aðalskipulagsbreytingu stendur yfir þar sem lóðin verður innan íbúðarsvæðis 707-ÍB.
Niðurstaða : Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki skipulagi svæðisins.
Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við lóðarhafa um næstu skref.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Helgi Einarsson.


Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki skipulagi svæðisins.

33.Frá 361. fundi Sveitarstjórnar þann 19.09.2023; Mál nr. 2023-045088 Beiðni um umsögn um umsókn um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað

Málsnúmer 202309042Vakta málsnúmer

Á 361. fundi sveitarstjórnar þann 19. september 2023 var eftirfarandi bókað:
"Á 1080. fundi byggðaráðs þann 14. september sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett þann 6. september 2023, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Öldugötu 22.. Um er að ræða umsókn Bruggsmiðjunar Kalda ehf. um leyfi til sölu áfengis sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda. Umsögn sveitarstjórnar skal vera skýr og rökstudd og í henni koma fram hvort skilyrði sem talin eru upp í 5 liðum séu uppfyllt.
Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofanreindu máli til skoðunar og umsagnar hjá byggingafulltrúa, slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra fyrir fund sveitarstjórnar þann 19. september nk. "
Niðurstaða : Forseti gerði grein fyrir að ekki liggja fyrir frekari gögn eða umsagnir.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu umsagnir skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og endurnýjuð umsögn slökkviliðsstjóra í september 2025. Erindið er endurupptekið að beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að ofangreint leyfi verði veitt fyrir sitt leyti og eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
1. Starfsemin er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála, sbr. umsögn byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa.
2. Lokaúttekt hefur farið fram í húsnæðinu.
3. Staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa. Leyfið er veitt með eftirfarandi skilyrðum hvað varðar afgreiðslutíma:
Leyfishafa er einungis heimilt að selja áfengi sem framleitt er á viðkomandi framleiðslustað
Afgreiðslutími áfengis í smásölu á framleiðslustað skal aldrei vera lengri en frá klukkan 8.00 til klukkan 23.00.
Sala áfengis í smásölu á framleiðslustað er óheimil á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17.
júní og fyrsta mánudag í ágúst.
4. Vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.
5. Kröfum um brunavarnir, miðað við þá starfsemi sem fyrirhuguð er, er fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs, sbr. umsögn slökkviliðsstjóra.

34.Frá 1157. fundi byggðaráðs þann 11.09.2025; Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar; breytingar á nefndaskipan; tillaga

Málsnúmer 202509061Vakta málsnúmer

Á 1157. fundi byggðaráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga frá formanni byggðaráðs um breytingar á nefndaskipan sveitarfélagsins í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026. Markmiðið er að ný nefndaskipan geti tekið gildi frá og með 1.1.2026, sem kallar þá á breytingar á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum fagráða.
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/PDF/Fjarmala-stjornsyslu/2022/samthykktdb-auglysing-nr_408_2022.pdf
https://island.is/stjornartidindi/nr/f6266374-9283-4fd9-836e-2e25adc1743f
https://island.is/stjornartidindi/nr/21eba871-69f4-4dce-a592-8151442062d9
https://island.is/stjornartidindi/nr/147b81eb-3dd3-46b0-86be-6e11f573be98
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.".
Til máls tóku:

Monika Margrét Stefánsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi bókun:
"Monika, fulltrúi B lista, lýst vel á breytingu nefndaskipana að öllu leyti nema því að setja Félagsmálaráð undir Fræðsluráð. Megin ástæðan er að innan Félagsmálaráðs er oftar en ekki verið að ræða viðkvæm málefni einstakling sem við teljum ekki eiga erindi með öðrum málum eða ráðum. Einnig tel ég að það sé nóg að setja Íþrótta- og æskulýðsráð og Fræðsluráð saman þar sem af nægum verkefnum er að taka á fundum hverju sinni innan þeirra ráða.
Ég samþykki sameiningu á öðrum ráðum sem hefur verið lagt til en vil halda Félagsmálaráði til hliðar þar til komin er betri lýsing á hvernig sameining þess inn í fjölskylduráð yrði gert."


Helgi Einarsson.
Lilja Guðnadóttir.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.

Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs verði falið að gera tillögu að breytingum á Samþykktum um stjórn Dalvíkurbyggðar í samræmi við meðfylgjandi tillögu ásamt tilheyrandi breytingum á erindisbréfum fagráða. Jafnframt er lagt til að gerð verði breytingartillaga á Samþykktinni í heild sinni og tekið verði tillit til breytinga samkvæmt lið 19 hér að ofan vegna samnings um barnavernd.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar, Monika Margrét Stefánsdóttir situr hjá.

35.Frá Auði Olgu Arnarsdóttur; Ósk um lausn frá störfum úr félagsmálaráði

Málsnúmer 202509077Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Auði Olgu Arnarsdóttur, dagsett þann 12. september sl., þar sem hún óskar lausnar sem aðalmaður í félagsmálaráði vegna fæðingarorlofs.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að veita Auði Olgu lausn frá störfum úr félagsmálaráði út kjörtímabilið og þakkar henni fyrir störf í þágu sveitarfélagsins.

36.Kosningar skv. samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202509075Vakta málsnúmer

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur eftirfarandi til samkvæmt meðfylgjandi gögnum:

a) Í stað Auði Olgu Arnarsdóttur sem aðalmaður í félagsmálaráði.
Að Bessi Ragúels Víðisson taki sæti Auðar Olgu í félagsmálaráði.

b) Í stað Jolanta Krystyna Brandt sem varaformaður í fræðsluráði
Að Emil Júlíus Einarsson taki sæti Jolanta sem varaformðaur í fræðsluráði.
Varamaður í stað Emils Júlíusar verði Helgi Einarsson.

c) Í stað Snæþórs Arnþórssonar sem aðalmaður í fræðsluráði.
Að Snævar Örn Ólafsson taki sæti sem aðalmaður í fræðsluráði í stað Snæþórs Arnþórssonar.
Varamaður í stað Snævars Arnar verði Gunnar Kristinn Guðmundsson.

d) Í stað Snæþórs Arnþórssonar sem varamaður í íþrótta- og æskulýðsráði.
Að Gunnar Kristinn Guðmundsson taki sæti Snæþórs Arnþórssonar sem varamaður í íþrótta- og æskulýðsráði.

e) Í stað Snæþórs Arnþórssonar sem varamaður í veitu- og hafnaráði.
Að Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson takið sæti Snæþórs Arnþórssonar sem varamaður í veitu- og hafnaráði.

Fleiri tóku ekki til máls.

Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreint skv. liðum a) - e) réttkjörin.
Sveitarstjórn þakkar Jolanta Krystyna Brandt og Snæþóri Arnþórssyni fyrir störf þeirra í þágu sveitarfélagsins.

37.Frá stjórn Dalbæjar; Fundargerðir stjórnar í ágúst og september 2025.

Málsnúmer 202502107Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Dalbæjar frá 18. ágúst sl. og 8. september sl.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

38.Frá 1151. fundi byggðaráðs þann 3. júlí sl.; Tillaga um sölu á verbúðum

Málsnúmer 202506045Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Freyr Antonsson af fundi sveitarstjórnar kl. 17:23 og 1. varaforseti tók við fundarstjórn.


Á 1151. fundi byggðaráðs þann 3. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 148.fundi veitu- og hafnaráðs þann 12.júní sl., var eftirfarandi bókað:
a) Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela yfirhafnaverði að koma stórnotendum rafmagns í verbúðum á sérmæli.
b) Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til við byggðaráð að verbúðirnar fari úr eigu og rekstri Hafnasjóðs/sveitarfélagsins.
Tekin fyrir b) liður bókunar veitu- og hafnaráðs.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa b) lið um sölu verbúða til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn í september."
Til máls tók:

Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs um að verbúðirnar fari úr eigu og rekstri Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.
Freyr Antonsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju að þessum lið loknum kl. 17:26 og tók við fundarstjórn.

Fundi slitið - kl. 17:57.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs