Sveitarstjórn

383. fundur 04. nóvember 2025 kl. 16:15 - 17:57 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kristinn Bogi Antonsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir við fundarboð eða fundarboðun.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1158; frá 25.09.2025

Málsnúmer 2509014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 19 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202509121.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202509117.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202509070.
Liður 12 er sér mál á dagskrá; mál 202509084.
Liður 17 er sér mál á dagskrá; mál 202509098 (liðið).
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1160 (leiðrétt númeraröð), frá 09.10.2025.

Málsnúmer 2510005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 24 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202501104.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202510020.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202510019.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202510018.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202509154.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202510010.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202509055.
Liður 11 er sér mál á dagskrá; mál 202508043.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1161; frá 14.10.2025.

Málsnúmer 2510010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er einn liður.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1162; frá 16.10.2025

Málsnúmer 2510012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202510049.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202507007.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202510053.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1163; frá 21.10.2025

Málsnúmer 2510013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1164; frá 22.10.2025

Málsnúmer 2510014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202510086.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202501027.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1165; frá 30.10.2025

Málsnúmer 2510016FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 22 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202505046.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202503032.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202509081.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202510125.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202505063.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202505031.
Liður 10 a) er sér mál á dagskrá; mál 202508069.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur.Fyrri umræða.
Liður 11 er sér mál á dagskrá; mál 202212124. Barnaverndarþjónusta.Síðari umræða.
Liður 13 er sér mál á dagskrá; mál 202506144.Viðaukabeiðni.
Liður 22 er sér mál á dagskrá; mál 202012002.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Félagsmálaráð - 289; frá 23.09.2025.

Málsnúmer 2509013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er 1 liður.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Félagsmálaráð - 290; frá 14.10.2025

Málsnúmer 2510007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202212053.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fræðsluráð - 309; frá 26.09.2025

Málsnúmer 2509015FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202405081.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fræðsluráð - 310; frá 08.10.2025

Málsnúmer 2510002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202410026.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202508043.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202405081.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Íþrótta- og æskulýðsráð - 178; frá 30.09.2025

Málsnúmer 2509017FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202503110.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Íþrótta- og æskulýðsráð - 179; frá 14.10.2025

Málsnúmer 2510009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Menningarráð - 110; frá 12.09.2025

Málsnúmer 2509007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Menningarráð - 111; frá 30.09.2025

Málsnúmer 2509019FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Skipulagsráð - 38; frá 29.09.2025

Málsnúmer 2509018FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Skipulagsráð - 39; frá 15.10.2025

Málsnúmer 2510008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 15 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202302116.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202507025.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202406092.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202205033.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202404098.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 36; frá 23.09.2025

Málsnúmer 2509010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 37; frá 03.10.2025.

Málsnúmer 2510001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 47; frá 28.10.2025

Málsnúmer 2510015FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202508069 - gjaldskrá TÁT 2026.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 150; frá 19.09.2025.

Málsnúmer 2509011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202504090.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Frá 1158. fundi byggðaráðs þann 25.09.2025; Beiðni um viðauka vegna framkvæmda ársins 2025; viðauki #44

Málsnúmer 202509117Vakta málsnúmer

Á 1158. fundi byggðaráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett 22.september sl., þar sem er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025.
Í viðaukabeiðninni eru tekin út verkefni, ný slökkvistöð og loftræstikerfi á skrifstofum Dalvíkurbyggðar, sem ekki munu nást í framkvæmd á árinu. Óskað er eftir viðbótarfjármagni í þrjú verk sem munu verða dýrari en lagt var upp með í fjárhagsáætlun. Þessi verk eru Skógarhólar - malbikun, Svæði - heimreið, Lágin - endurbætur.
Viðauki í heild mun leiða til lækkunar á deild 32200 um kr. 97.500.000 og verður honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 44 við deild 32200. Þannig að liður 32200 - 11605 lækki um kr. 98.000.000, liður 32200 - 11900 hækki um kr.
500.000. Nettóbreytingin er kr. 97.500.000 sem lagt er til að verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 44 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 32200-11605 lækki um kr. 98.000.000 og liður 32200-11900 hækki um kr. 500.000, niður á verk skv. meðfylgjandi sundurliðun. Nettóbreytingin er kr. 97.500.000 sem er samþykkt samhljóða að verði mætt með hækkun á handbæru fé.

23.Frá 1160. fundi byggðaráðs þann 09.10.2025; Viðaukabeiðni vegna skólaaksturs; viðauki #45

Málsnúmer 202510020Vakta málsnúmer

Á 1160. fundi byggðaráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, dagsett þann 11. septmber sl. - móttekið 06.10.2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 1.520.000 vegna skólaaksturs vegna hækkunar á visitölu og vegna auka fimm ferðum á milli Árskógarskóla og Dalvíkurskóla vegna samskipta nemenda í samræmi við ósk fræðsluráðs.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiði, viðauki nr. 45 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 1.520.000 þannig að liður 04240-4113 hækki úr kr. 8.683.228 og verði kr. 10.203.228.
Bókfærð staða er kr. 5.955.875. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 45 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 04210-4396 hækki um kr. 1.520.000.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

24.Frá 1160. fundi byggðaráðs þann 09.10.2025; Viðaukabeiðni vegna sérfræðiþjónustu; viðauki #46.

Málsnúmer 202510019Vakta málsnúmer

Á 1160. fundi byggðaráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, dagsett þann 8. október 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 1.000.000 vegna þjónustu sérfræðinga við Dalvíkurskóla.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, viðauki nr. 46 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 04210-4396 hækki úr kr. 1.948.424 og verðir kr. 2.948.424. Bókfærð staða er kr. 3.832.168.
Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 46 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 04210-4396 hækki um kr. 1.000.000.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

25.Frá 1160. fundi byggðaráðs þann 09.10.2025; Viðaukabeiðni vegna mötuneytisþjónustu; viðauki #47.

Málsnúmer 202510018Vakta málsnúmer

Á 1160. fundi byggðaráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
Helgi Einarsson vék af fundi undir þessum lið við umfjöllun og afgreiðslu kl. 14:32 og varamaður tók við fundarstjórn.
Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla- og Árskógarskóla, dagsett þann 11. september sl. - móttekið 6. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna mötuneytisþjónustu við Dalvíkurskóla.
Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 5.600.000.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 47 við fjárhagsáætlun 2025. þannig að liður 04210-4966 hækki úr kr. 35.080.426 og verði kr. 40.680.426. Bókfærð staða er kr. 29.132.025.
Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjölluanr og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tók:
Helgi Einarsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:22.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda viðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauka nr. 47, þannig að liður 04210-4966 hækki um kr. 5.600.000.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

26.Frá 1160. fundi byggðaráðs þann 09.10.2025; Beiðni um viðauka vegna endurnýjunar á barnarennibraut í Sundlaug Dalvíkur; viðauki #48.

Málsnúmer 202510010Vakta málsnúmer

Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 16:23.

Á 1160. fundi byggðaráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 2. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna endurnýjunar á barnarennibraut í vaðlaug Sundlaugar Dalvíkur. Fram kemur að rennibrautin er 8 ára en talin vera ónýt og hana þurfi að fjarlægja. Vegna þessa er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 1.900.000 á deild 31240 og lykil 4610.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 48 við fjárhagsáætlun 2025,þannig að liður 31240-4610 hækki um kr. 1.900.000.
Byggðaráð samþykkir jafnfram að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 48 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 31240-4610 hækki um kr. 1.900.000.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

27.Frá 1160. fundi byggðaráðs þann 09.10.2025; Viðaukabeiðni vegna hækkunar á áætlun staðgreiðslu; viðauki #49.

Málsnúmer 202507007Vakta málsnúmer

Á 1160. fundi byggðaráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að í tillögunni er lagður til viðauki nr. 49 vegna hækkunar á áætlaðri staðgreiðslu 2025, eða kr. - 46.000.000 á lið 00100-0021."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka nr. 49 þannig að liður 00100- 0021 hækki um kr. -46.000.000 og að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Byggðaráð vísar viðaukanum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 49 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 00100-0021 hækki um kr.-46.000.000.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

28.Frá 1162. fundi byggðaráðs þann 16.10.2025; Viðaukabeiðni vegna fjárfestinga og framkvæmda veitna 2025; Viðauki #50

Málsnúmer 202510049Vakta málsnúmer

Á 1162. fundi byggðaráðs þann 16. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 14. október sl. þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna framkvæmda og fjárfestinga Vatnsveitu, Hitaveitu og Fráveitu.
Alls er lagt til að áætlunin lækki um kr. 190.200.000.
Liður 44200-11606 lækki um kr. 105.100.000 vegna vatnstanks, rafmagns við vatnstank og nýlagna samkvæmt deiliskipulagi.
Liður 44200-11860 lækki um kr. 3.500.000 vegna aðkeyptrar þjónustu vegna framtíðarsýnar vatnsveitu og hönnunar vatnsveitu á Hauganesi.
Liður 48200-11605 lækki um kr. 12.000.000 vegna endurnýjunar og borholuhúsi.
Liður 48200-11607 lækki um kr. 60.400.000 vegna hönnunar, nýlagna og endurnýjun, þak á takna á Hamar, endurnýjunar á dælum og mælinga vegna Birnunesborgir
Liður 48200-11860 lækki um kr. 3.200.000 vegna hönnunar á hitaveitu Hauganesi og aðkeyptrar þjónustu.
Liður 74200-11860 lækki um kr. 6.000.000 vegna aðkeyptrar þjónustu vegna hönnunar á fráveitu og tvöföldunar.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka, viðauka nr. 50 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 190.200.000 til lækkunar samkvæmt ofangreindri sundurliðun, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 50 við fjárhagsáætlun 2025 til lækkunar að upphæð kr. 190.200.000 vegna fjárfestinga veitna samkvæmt ofangreindri sundurliðun og meðfylgjandi sundurliðun niður á verknúmer. Sveitarstjórn samþykkir að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

29.Frá 1162. fundi byggðaráðs þann 16.10.2025; Heildarviðauki I við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 202507007Vakta málsnúmer

Á 1162. fundi byggðaráðs þann 16. október sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2025 þar sem búið er að taka tillit til allra viðauka sem gerðir hafa verið á árinu, viðaukar 1 - 50. Ekki er þörf á kr. 80.000.000 lántöku Hitaveitu Dalvíkur og því tekið út úr áætlun.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum meðfylgjandi tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2025, með áorðnum breytingum samkvæmt viðauka nr. 50, og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem gert er grein fyrir tveimur viðaukum sem eru í ofangreindum heildarviðauka I, en hafa ekki verið teknir fyrir í byggðaráði.
Annars vegar er um að ræða viðauka nr. 42 vegna launa við deild 02030 til lækkunar um kr. 794.828. Lagt er til að viðaukanum sé mætt með hækkun á handbæru fé.
Hins vegar er um að ræða viðauka nr. 43 vegna deildar 04140, Krílakot, til lækkunar um kr. 1.040.178. Lagt er til að viðaukanum sé mætt með hækkun á handbæru fé.

Helstu niðurstöður heildarviðauka I:
Áætluð rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er kr. 298.673.000.
Áætluð rekstrarniðurstaða A-hluta er kr. 106.173.000.
Áætlaðar fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta eru kr. 659.151.000.
Engar lántökur eru áætlaðar.
Veltufé frá rekstri fyrir samstæðuna er kr. 438.680.000.

Stærstu breytingar frá upprunalegri áætlun eru:
Lækkun á málaflokki 02, félagsþjónusta, um 24,4 m.kr.
Hækkun á málaflokki 04, fræðslu- og uppeldismál, um 60 m.kr.
Betri afkoma málaflokks 57 um 156 m.kr. vegna sölu á 9 íbúðum.
Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun samstæðunnar lækkar um 163,6 .kr. frá upprunalegri áætlun.
Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er því áætlun um 126 m.kr. betri en upprunaleg áætlun.


Til máls tók:

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2025 eins og hann liggur fyrir.

30.Frá 1165. fundi byggðaráðs þann 30.10.2025; Trúnaðarmál - Viðauki # 51

Málsnúmer 202505046Vakta málsnúmer

Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Bókað í trúnaðarmálabók.

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, vék af fundi kl. 14:24.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauka nr. 51, að upphæð kr. 896.000 á lið 04290-4990, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 51 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 04290-4990 hækki um kr. 896.000.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

31.Frá 1165. fundi byggðaráðs þann 30.10.2025; Vinnuhópur um húsnæði byggðasafnsins; viðauki #52.

Málsnúmer 202503032Vakta málsnúmer

Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi um viðauka frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, en á fundi sveitarstjórnar þann 16. september sl., var henni falið að sækju um viðauka fyrir þeim kostnaði sem fellur til á þessu ári vegna tillagna vinnuhóps um viðbyggingu við Berg vegna húsnæði fyrir byggðasafn.
Samkvæmt meðfylgjandi rökstuðningi deildarstjóra kemur fram að óskað er eftir kr. 2.000.000 viðauka á lið 32200-11860 vegna vinnu við undirbúning og frumkostnaðaráætlunar fyrir nýtt Byggðasafn. Fram kemur að deildarstjóri og forstöðumaður safna og Menningarhúss hafa leitað til hönnuðs Menningarhússins Bergs varðandi frumhönnun að nýju Byggðasafni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 52 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 32200-11860 hækki um kr. 2.000.000. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 52 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 32200-11860 hækki um kr. 2.000.000.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

32.Frá 1165. fundi byggðaráðs þann 30.10.2025; Endurbætur á aðstöðu fyrir netþjóna Dalvíkurbyggðar; Viðauki #53.

Málsnúmer 202509081Vakta málsnúmer

Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 22. október sl., þar sem óskað er viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna endurbóta á aðstöðu fyrir netþjóna sveitarfélagsins. Gert var ráð fyrir þessu verkefni í fjárhagsáætlun ársins 2024 en ekki varð úr því þá.

Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 5.400.000 á deild 48200-11605.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 53 við fjárhagsáætlun 2025, á lið 48200-11605 þannig að hækki um kr. 5.400.000. Byggðaráð samþykkir að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 53 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 48200-11605 hækki um kr. 5.400.000.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

33.Frá 1165. fundi byggðaráðs þann 30.10.2025; Framlög Jöfnunarsjóðs 2025; viðauki #54

Málsnúmer 202510125Vakta málsnúmer

Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 28. október sl., þar sem lagður er til viðauki við fjárhagsáætlun 2025 vegna breytinga á framlögum úr Jöfnunarsjóði skv. nýjustu upplýsingum, en nettó hækkunin er kr. -19.844.393. Fram kemur að Dalvíkurbyggð er úthlutað tekjujöfnunarframlagi að upphæð kr. -16.526.133, liður 00100-0111.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 54 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að deild 00100 hækki um kr. -19.844.393 og dreifist á lykla í samræmi við meðfylgjandi sundurliðun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofnagreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 54 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að deild 00100 hækki um kr. -19.844.393 og dreifingin sé í samræmi við meðfylgjandi sundurliðun niður á lykla innan deildar 00100.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að viðaukanum sé mætt með hækkun á handbæru fé.

34.Frá 1165. fundi byggðaráðs þann 30.10.2025; Viðræður um inngöngu í Hafnasamlag Norðurlands; viðauki #55.

Málsnúmer 202506144Vakta málsnúmer

Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 382. fundi sveitarstjórnar þann 16. september sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að sveitarstjórn samþykki að taka aftur upp viðræður við Hafnasamlag Norðurlands um inngöngu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í samlagið og að viðræðuhópinn skipi Byggðarráð, formaður og varaformaður veitu-og hafnaráðs ásamt hafnarstjóra.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilboð frá HLH ráðgjöf, dagsett þann 24. október sl., í vinnu vegna greiningar á sameiningu Hafnasamlags Norðurlands og Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint tilboð fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að leggja fyrir sveitarstjórn viðaukabeiðni vegna þessa verkefnis."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi viðaukabeiðni sveitarstjóra, dagsett þann 31. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.991.000 á lið 41210-4391 vegna 50% hlutdeildar Dalvíkurbyggðar í aðkeyptri þjónustu vegna viðræðna um inngöngu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í Hafnasamlag Norðurlands. Um er að ræða kostnað vegna tilboðs frá HLH ráðgjöf, vinnu frá Siglingasviði Vegagerðarinnar og 10% ófyrirséður kostnaður.

Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum tilboð frá HLH ráðgjöf fyrir sitt leyti; Kristinn Bogi Antonsson og Monika Margrét Stefánsdóttir sitja hjá.
b) Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 55, að upphæð kr. 1.991.000 á lið 41210-4391 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Kristinn Bogi Antonsson og Monika Margrét Stefánsdóttir sitja hjá.

35.Frá 1160. fundi byggðaráðs þann 09.10.2025; Gervigrasvöllur - endurnýjun og viðhaldsmál

Málsnúmer 202509154Vakta málsnúmer

Á 1160. fundi byggðaráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 29. september sl., þar sem íþróttafulltrúi leggur til að knattspyrnudeild UMFS verði veittur styrkur að upphæð kr. 508.400 vegna dæluskipta á gervigrasvelli með tilvísun í samning UMFS og Dalvíkurbyggðar um rekstur vallarins. Áætlun á kostnaði vegna dæluskiptanna kemur frá knattspyrnudeildinni.
Fram kemur í gögnum frá íþróttafulltrúa að ekki sé metið svigrúm innan fjárhagsramma að bregðast við beiðninni.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og veitir íþróttafulltrúa heimild til að veita ofangreindan styrk innan fjárhagsramma deildar 06800."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir styrk til knattspyrnudeildar UMFS að upphæð kr. 508.400 vegna dæluskipta á gervigrasvelli.
Kostnaði vísað á deild 06800.

36.Frá 1158. fundi byggðaráðs þann 25.09.2025; Nám í tónlistarskóla fyrir utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 202509070Vakta málsnúmer

Á 1158. fundi byggðaráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs dagsett þann 29.september 2025, er varðar erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri dagsett 19.september sl., um að Dalvíkurbyggð, sem lögheimilissveitarfélag, greiði kennslukostnað að fullu vegna nemanda við skólann. Sviðsstjóri leggur til að erindið verði samþykkt.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gangast undir þá ábyrgð sem lögheimilissveitarfélag að greiða kennslukostnað að fullu fyrir nemandann."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að sveitarfélagið gangist undir þá ábyrgð sem lögheimilissveitarfélag að greiða kennslukostnað að fullu fyrir viðkomandi nemanda.

37.Frá 150. fundi veitu- og hafnaráðs þann 19.09.2025; Niðurrif á vigtarskúr

Málsnúmer 202504090Vakta málsnúmer

Á 150. fundi veitu- og hafnaráðs þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggja tvö verðtilboð í niðurrif ásamt förgun og að fjarlægja allt efni. Eitt verðtilboð í niðurrif.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að taka tilboði Dalverks sem hljóðar upp á kr. 980.000.- án vsk. í niðurrif, förgun og allt efni verði fjarlægt, fært á lið 41210 - 4650.
Verkinu skal vera lokið fyrir 1.desember."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og samþykkir að taka tilboði Dalverks að upphæð kr. 980.000 án vsk.
Kostnaði vísað á lið 41210-4650.

38.Frá 178. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 30.09.2025; Gjaldskrárbreytingar íþróttamiðstöðvar 2025.

Málsnúmer 202503110Vakta málsnúmer

Á 178. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 30. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Iþróttafulltrúi leggur til umræður og breytingar um gildissvið gjaldskrár íþróttamiðstöðvar 2025 og framvegis.
1. Litli salurinn og málefni honum tengdum. Gildissvið korta í líkamsrækt.
2. Umræða um umönnunarkort og fylgdarmenn.
3. Umræða um gildissvið korta er varða börn sem eiga lögheimili utan Dalvíkurbyggðar en eiga foreldri búsett í sveitafélaginu.
4. Uppfærsla á leigu á litla sal fyrir árið 2025 til samrýmis við áætlaða breytingu á gjaldskrá 2026.
5. Gildissvið ÍB-korta.
Niðurstaða : Iþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með þremur atkvæðum uppfærða gjaldskrá fyrir fjárhagsárið 2025.
1. Líkamsræktarkort gilda ekki í litla sal í íþróttahúsi.
2. Fylgdarmenn öryrkja, sem vegna líkamlegrar eða andlegrar getu eru ekki færir um að sækja sundlaugina einir, fá frían aðgang að sundlaug.
3. Tekið til umræðu.
4. Íþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með þremur atkvæðum uppfærða gjaldskrá fyrir fjárhagsárið 2025.
5. Tekið til umræðu."
Til máls tóku:

Freyr Antonsson, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

39.Frumvarp að starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Fyrri umræða.

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 ásamt fylgigögnum og ítarefni.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður og forsendur.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 til fyrri umræðu í sveitarstjórn 4. nóvember nk."
Til máls tóku:

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum.

Freyr Antonsson, sem leggur til að byggðaráði verði falið að stilla fjárhagsáætlun af þannig að ekki verði gert ráð fyrir lántöku 2026 og í þriggja ára áætlun ef því er viðkomið.

Fleiri tóku ekki til máls

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

40.Frá 1165. fundi byggðaráðs þann 30.10.2025; Þjónustustefna skv. sveitarstjórnarlögum. Fyrri umræða.

Málsnúmer 202505031Vakta málsnúmer

Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fyrstu drög að Þjónustustefnu Dalvíkurbyggðar í samræmi við sveitarstjórnarlög. Þjónustustefnan er hluti af fjárhagsáætlun. Drögin eru unnin af hverju fagsviði fyrir sig og sett saman í eina heildarstefnu.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum að Þjónustustefnu til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leitað verði umsagna íbúa sveitarfélagsins við Þjónustustefnuna á milli umræða með því að auglýsa hana á vefmiðlum sveitarfélagsins og íbúum þannig gefinn kostur á að koma með ábendingar."
Enginn tók til máls.

a)Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að leitað verði umsagna íbúa sveitarfélagsins við Þjónustustefnuna á milli umræðna með því að auglýsa hana á vefmiðlum sveitarfélagsins og íbúum þannig gefinn kostur á að koma með ábendingar.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa Þjónustustefnu Dalvíkurbyggðar til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

41.Frá 1165. fundi byggðaráðs þann 30.10.2025; Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2026. Fyrri umræða.

Málsnúmer 202508069Vakta málsnúmer

Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var samþykkt að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2026 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Á 150. fundi veitu- og hafnaráðs þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
"c) Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur helst óbreytt á milli ára en veitustjóra er falið að samræma taxta fyrir útkall á milli annarra gjaldskráa, þannig að það standi undir raunkostnaði.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til síðari umræðu í sveitarstjórn.

42.Frá Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 28.10.2025; Gjaldskrá TÁT 2026

Málsnúmer 202508069Vakta málsnúmer

Á 47. fundi Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 28. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2026.
Niðurstaða : Skólanefnd TÁT samþykkir með þremur atkvæðum gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2026."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá TÁT fyrir árið 2026 fyrir sitt leyti.

43.Frá 290. fundi félagsmálaráðs þann 14.10.2025; Styrktarsamningur - Félag eldri borgara.

Málsnúmer 202212053Vakta málsnúmer

Á 290. fundi félagsmálaráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 288. fundi félagsmálaráðs var samningur við félag eldri borgara samþykktur og vísað til sveitarstjórnar. Á 382.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins og kallar eftir endanlegum drögum af samningi samkvæmt tillögu forseta sveitarstjórnar.
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum samning við félag eldri borgara og vísar honum til afgreiðslu í sveitastjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs og fyrirliggjandi tillögu að styrktarsamningi fyrir árin 2025-2028, samtals kr. 3.849.551, með þeirri breytingu að ártal síðustu málsgreinar er leiðrétt úr 2024 í 2029. Jafnframt er dagssetning undirritunar leiðrétt úr september 2024 í nóvember 2025. Auk þessa eru einskiptisgreiðslur árið 2025 og 2026, alls krónur 1.000.000 hvort ár til að nýta í aukið félagsstarf og endurnýjun á húsbúnaði í Mímisbrunni. Alls styrkir á samningstímanum kr. 5.849.551.

44.Frá 1158. fundi byggðaráðs þann 25.09.2025; Ósk um leyfi til framlengingar á verksamningi um snjómokstur og hálkuvarnir á Hauganesi og Árskógssandi

Málsnúmer 202509121Vakta málsnúmer

Á 1158. fundi byggðaráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar þar sem fram kemur að vegna tafa sem orðið hafa á vinnu við gerð útboðsgagna fyrir snjómokstur og hálkuvarnir á Hauganesi og Árskógssandi óski hún eftir því að fá að semja við verktaka tímabundið á grundvelli eldri þjónustusamnings.
Niðurstaða : Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri kom til fundar kl. 13:55
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leitað verði samninga við G.Hjálmarsson hf., tímabundið veturinn 2025 - 2026 eða til 15.maí nk., á grundvelli eldri þjónustusamnings um áframhaldandi þjónustukaup við snjómokstur og hálkuvarnir á Hauganesi og Árskógssandi."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að leitað verði samninga við G. Hjálmarsson hf. tímabundið veturinn 2025-2026 eða til 15. maí nk. á grundvelli eldri þjónustusamnings.
Sveitarstjórn felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmadeildar að leggja sem fyrst samningsdrög fyrir byggðaráð í samræmi við ofangreint.

45.Frá 1158. fundi byggðaráðs þann 25.09.2025; Erindi til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar um þátttöku í Farsældarráði Norðurlands eystra og tilnefning í farsældarráð.

Málsnúmer 202509084Vakta málsnúmer

Á 1158. fundi byggðaráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi SSNE þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni einn aðalmann og einn varamann í Farsældarráð Norðurlands eystra. Æskilegt er að fulltrúar séu stjórnendur sem eru með góða tengingu við stjórnsýslu og nefndir sveitarfélagsins ásamt því að þeir komi frá sviði velferðar- og/eða fræðslumála, enda gegnir ráðið lykilhlutverki í stefnumótun, samhæfingu og forgangsröðun aðgerða um farsæld barna í landshlutanum.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að skipa Eyrúnu Rafnsdóttur, sviðsstjóra félagsmálasviðs, sem aðalmann og Gísla Bjarnason, sviðsstjóra fræðslu- og menningarmála, sem varamann í Farsældarráð Norðurlands eystra."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi erindi frá SSNE, dagsett þann 10. september sl., þar sem eru til umfjöllunar og samþykktar í sveitarstjórn samstarfssamningur um svæðisbundið Farsældarráð á Norðurlandi eystra ásamt skipuriti og starfsreglum.
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu byggðaráðs að Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, verði aðalmaður Dalvíkurbyggðar í Farsældarráði Norðurlands eystra, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, verði til vara.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að samstarfssamningi um svæðisbundið Farsældarráð ásamt skipuriti og starfsreglum.

46.Frá 382. fundi sveitarstjórnar þann 16.09.2025 og 1165. fundi byggðaráðs þann 30.10.2025. Frá Akureyrarbæ; Barnaverndarþjónusta. Síðari umræða.

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Á 382. fundi sveitarstjórnar þann 16. september sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi jafnframt fylgiskjal með samningi um barnaverndarþjónustuna á Norðurlandi eystra; Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustunni á Norðurlandi eystra samkvæmt 3. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að vísa ofangreindum samningi um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi ásamt fylgiskjali með Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu til síðari umræðu í sveitarstjórn."

Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærð drög að ofangreindum samningi. Engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar annað en af því að samningurinn gildir einnig fyrir desember á þessu ári var settur inn texti í samninginn þar
sem fram kemur að þeir sem voru aðilar samningar greiða eins og þeir hafa gert ráð fyrir en sérstaklega er tekið fram hvað Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð eiga að greiða. Upphæðin sem Dalvíkurbyggð á að greiða í desember 2025 er kr. 1.674.358.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samningsdrög um Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra. Samningurinn tekur gildi 1.12.2025 og er ótímabundinn með uppsagnarákvæði.Samkvæmt kostnaðarskiptingu er gert ráð fyrir að greiðsla Dalvíkurbyggðar verði á árinu 2026 kr. 20.092.301.-

47.Frá 1165. fundi byggðaráðs þann 30.10.2025; Veitur Dalvikurbyggðar, mögulegt samstarf við Norðurorku.

Málsnúmer 202510053Vakta málsnúmer

Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október 2025 var eftirfarandi bókað:
"Á 1162. fundi byggðaráðs þann 16. október sl. var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjóri kynnti hugmyndir um tímabundið samstarf á milla veitna Dalvíkurbyggðar og Norðurorku um að Norðurorka komi að rekstri og veiti jafnvel einhverja aðstoð við verkefni á vettvangi veitna. Fram kom að Norðurorka er tilbúin að taka að sér verkefni fyrir Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að ofangreindu í formi tímabundinnar úrlausna."
Sveitarstjóri lagði fram til kynningar drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Norðurorku um ráðgjöf og þjónustu við rekstur vatns-, hita-, og fráveitu í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Afgreiðslu frestað."
Til máls tóku:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sem gerði grein fyrir stöðu mála.
Kristinn Bogi Antonsson.
Freyr Antonsson, sem leggur til að þessu máli verði vísað til byggðaráðs til frekari úrvinnslu.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

48.Frá 1160. fundi byggðaráðs þann 09.10.2025; Erindi til samstarfssveitarfélaga vegna drónaverkefnis LSNE - staðsetning.

Málsnúmer 202509055Vakta málsnúmer

Á 1160. fundi byggðaráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 382. fundi sveitarstjórnar þann 16. september sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og þátttöku Dalvíkurbyggðar í verkefninu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum viðauka nr. 41 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 3.000.000, þar af kr. 2.500.000 vegna dróna og þar af kr. 500.000 í áætlaða uppsetningu á lið 07810-9145. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 3. október sl, er varðar heimild fyrir staðsetningu heimastöðvar undir dróna og dróna. Erindinu var vísað áfram innanhúss til umsagnar viðkomandi stjórnanda sem gera ekki athugasemdir við staðsetninguna.
Niðurstaða : Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða staðsetningu og veitir heimild fyrir henni með fyrirvara um þau atriði sem deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar nefnir í umsögn sinni um frekari upplýsingar."
Til máls tóku:
Kristinn Bogi Antonsson.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við áformaða staðsetningu og veitir heimild fyrir henni með fyrirvara um þau atriði sem deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar nefnir í umsögn sinni og önnur atriði, ef svo ber að skipta.

49.Frá 1164. fundi byggðaráðs þann 22.10.2025; Erindi frá Dalbæ, umsókn um styrk

Málsnúmer 202510086Vakta málsnúmer

Á 1164. fundi byggðaráðs þann 22. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá hjúkrunarframkvæmdastjórar Dalbæjar fyrir hönd stjórnar Dalbæjar, dagsett þann 16. október sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð vegna endurbóta í matsal að upphæð kr. 23.928.960. 40% framlag fékkst frá Framkvæmdasjóði aldraða en Dalbær þarf að fjármagna 60% en ekki er svigrúm fyrir því að fjármagna það sem upp á vantar í rekstri Dalbæjar.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi."
Til máls tóku:

Freyr Antonsson, sem leggur til að byggðaráði sé falið að koma umsókn inn í fjárhagsáætlun 2026. Hjúkrunarframkvæmdastjóra verði boðið á fund byggðarráðs til þess að fara yfir rekstur og möguleika Dalbæjar til að auka tekjur og hvort hægt sé að nýta húsnæðið betur.

Kristinn Bogi Antonsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:09.

Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
Kristinn Bogi Antonsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

50.Frá 1164. fundi byggðaráðs þann 22.10.2025; Starfs- og kjaranefnd 2025 -kvennafrí 24.10.2025

Málsnúmer 202501027Vakta málsnúmer

Kristinn Bogi Antonsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 17:10.

Á 1164. fundi byggðaráðs þann 22. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 17. október sl.
Varðandi Kvennafrídaginn 24. október nk. þá leggur starfs- og kjaranefnd eftirfarandi til:
Starfs- og kjaranefnd leggur til að sveitarfélagið útvegi vettvang fyrir konur og kvár til þess að koma saman í Menningahúsinu Bergi til þess að horfa á beina útsendingu frá Arnarhól í Reykjavík, sem hefst kl. 14 föstudaginn 24.október. Sveitarstjóri sendi upplýsingar til stjórnenda sveitarfélagsins og beina því til þeirra stjórnenda á þeim vinnustöðum sem konur og kvár hafa ekki möguleika að taka þátt að gera eitthvað fyrir það starfsfólk. Jafnframt ræðir sveitarstjóri við forstöðukonu Menningarhússins Bergs um aðstöðuna.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu nefndarinnar um Kvennafrídaginn og 50 ára afmæli hans."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

51.Frá 309. fundi og 310. fundi fræðsluráðs þann 26.09.2025 og 08.10.2025; Árskógarskóli

Málsnúmer 202405081Vakta málsnúmer

a) Á 309. fundi fræðsluráðs þann 26. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin umræða um Árskógarskóla
Niðurstaða : Gott starf hefur verið unnið í Árskógarskóla, bæði á leikskóla og grunnskólastigi undanfarin ár. Í ljósi fækkunar barna á grunnskólastigi í Árskógarskóla og með hagsmuni barna að leiðarljósi, bæði félagslega og námslega leggur fræðsluráð til að frá og með haustinu 2026 verði grunnskólastig Árskógarskóla fært til Dalvíkurskóla. Með þessum breytingum telur fræðsluráð að verið sé að koma betur til móts við þarfir barnanna. Fræðsluráð leggur ríka áherslu á
að leikskóli verði áfram starfræktur í Árskógarskóla en fastráðnu starfsfólki á grunnskólastigi verði boðin tilfærsla á störfum innan fræðslustofnanna Dalvíkurbyggðar. Í ljósi þessara breytinga leggur fræðsluráð til að ekki verði ráðið í stöðu deildastjóra Árskógarskóla og er sviðstjóra og stjórnendum skólanna falið að koma með tillögu að útfærslu á deildastjórastöðu skólaárið 2025-2026.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

b) Á 310. fundi fræðsluráðs 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fara yfir tillögu varðandi stjórnun á Árskógarskóla fram að grunnskólalokun á skólanum 2026.
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að breytingum að stjórnun Árskógarskóla."

Samkvæmt minnisblaði skólastjóra og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 1. október sl., er lagt til að frá og með 1. nóvember sl., þá verði leikskóladeildin Kötlukot í Árskógarskóla færð undir stjórn leikskólans á Krílakoti. Einnig munu stjórnendur leikskólans á Krílakoti taka yfir stjórn grunnskólans í samráði við deildarstjóra yngsta stigs í Dalvíkurskóla frá 1. nóvember til lok grunnskóla í Árskógarskóla. Skólastjóri Dalvíkurskóla sér um fjármál Árskógarskóla til 31. desember 2025.
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að frá og með haustinu 2026 verði grunnskólastig Árskógarskóla fært til Dalvíkurskóla. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að ekki verði ráðið í stöðu deildarstjóra Árskógarskóla í ljósi þessara breytinga.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og fyrirliggjandi tillögu að breytingum að stjórnun Árskógarskóla.

52.Frá 310. fundi fræðsluráðs þann 08.10.2025; Forgangur á leikskólaplássi fyrir kennaramenntaða starfsmenn eftir fæðingarorlof

Málsnúmer 202410026Vakta málsnúmer

Á 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 298. fundi fræðsluráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra á Krílakoti dags. 04.10.2024.
Niðurstaða : Fræðsluráð fagnar umræðunni um leiðir til að auka fagmenntun í leikskólum en getur ekki samþykkt erindið vegna mismununnar."
Niðurstaða : Til máls tóku:
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Freyr Antonsson.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs."


Á 310. fundi fræðsluráðs þann 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið til umræðu
Niðurstaða : Afstaða fræðsluráðs hefur ekki breyst og vísar í bókun fræðsluráðs frá 09. október 2024:
Fræðsluráð fagnar umræðunni um leiðir til að auka fagmenntun í leikskólum en getur ekki samþykkt erindið vegna mismununnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun og afgreiðslu fræðsluráðs og ítrekar að afstaða sveitarstjórnar hefur ekki breyst, sbr. bókun og afgreiðsla frá 372. fundi sveitarstjórnar.

53.Frá 39. fundi skipulagsráðs þann 15.10.2025; Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Á 39. fundi skipulagsráðs þann 15. október sl. var eftirfarandi bókað:
Gunnar Ágústsson frá Yrki arkitektum lagði fram og kynnti tillögu á vinnslustigi að Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2025-2045.
Gunnar sat fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Íbúafundur verður haldinn á kynningartíma tillögunnar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."


Til máls tók:

Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun sveitarstjórnar:
"Dalvíkurbyggð vekur athygli á að auglýsing um vinnslutillögu að nýju aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2025-2045 stendur nú yfir. Aðalskipulagið inniheldur þá framtíðarsýn sem móta á fyrir byggðina næstu áratugi.
Markmið kynningarinnar er:
#Að kynna nýjar hugmyndir og áherslur sem lagt er til að verði hluti af nýju aðalskipulagi.
#Að tryggja að rétt sé farið með staðreyndir, forsendur og áætlanir.
#Að veita íbúum, landeigendum og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að koma með ábendingar, athugasemdir og nýjar hugmyndir áður en tillagan fer í formlegt ferli. Þetta er mikilvægur áfangi í heildarendurskoðun aðalskipulagsins og markar tækifæri fyrir íbúa, landeigendur og aðra hagsmunaaðila til að hafa áhrif á hvernig endanleg tillaga lítur út.
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hvetur íbúa og landeigendur sérstaklega til að nýta þetta tækifæri til að koma sínum hugmyndum um framtíðaruppbyggingu á framfæri.
Þegar endanleg tillaga að aðalskipulagi hefur verið samþykkt verður erfiðara og dýrara að koma að breytingum.
Öll gögn til kynningar eru aðgengileg á vef Dalvíkurbyggðar og á Skipulagsgátt (mál nr. 1264/2024). Þar er einnig hægt að skila inn ábendingum og hugmyndum.
Athugasemdafrestur er til 11. nóvember 2025."

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar að bókun.

54.Frá 39. fundi skipulagsráðs þann 15.10.2025; Nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202406092Vakta málsnúmer

Á 39. fundi skipulagsráðs þann 15. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Kynningu vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæði 405-ÍB sunnan Dalvíkur lauk þann 5.júní sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Mílu, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 með breytingu á mörkum íbúðabyggðar til samræmis við tillögu að deiliskipulagi svæðisins.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum"
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 með breytingu á mörkum íbúðabyggðar til samræmis við tillögu að deiliskipulagi svæðisins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

55.Frá 39. fundi skipulagsráðs þann 15.10.2025; Íbúðahverfi sunnan Dalvíkur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Á 39. fundi skipulagsráðs þan 15. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð sunnan Dalvíkur, unnin af Cowi verkfræðistofu.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir að efnt verði til hugmyndasamkeppni um nafn á hverfið og götum innan þess á auglýsingatíma skipulagstillögunnar.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytinga.

56.Frá 39. fundi skipulagsráðs þann 15.10.2025; Birnunes - umsókn um skipulag fyrir frístundabyggð

Málsnúmer 202507025Vakta málsnúmer

Á 39. fundi skipulagsráðs þann 15. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 9.júlí 2025 þar sem Kjartan Gústafsson sækir um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir frístundabyggð í landi Birnuness. Fyrirhugað er að skipuleggja 8 lóðir sem hver um sig verður 1 ha að stærð. Áformin kalla á
breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 12.ágúst sl. og var afgreiðslu frestað þar til fyrir lægju gögn um áformin.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, til samræmis við erindið.
Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún heimili umsækjanda að leggja fram skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag frístundabyggðar skv. 2.mgr. 38.gr. skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og þá tillögu að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, til samræmis við erindið.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt þá tillögu skipulagsráðs að heimila umsækjanda að leggja fram skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag frístundabyggðar skv. 2.mgr. 38.gr. skipulagslaga.

57.Frá 39. fundi skipulagsráðs þann 15.10.2025; Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg

Málsnúmer 202404098Vakta málsnúmer

Á 39. fundi skipulagsráðs þann 15. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að svörum við athugasemdum sem bárust við auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Dalbæ og Karlsrauðatorg.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlögð drög að svörum við efni athugasemda, skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsráð samþykkir að A-gata fá heitið Melastígur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga á þann veg að íbúðarsvæði ofan við Dalbæ verði breytt til baka í þjónustusvæði.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tók:
Kristinn Bogi Antonsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið og vék af fundi kl. 17:20.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tillögu að svörum við efni athugasemda, skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða þá tillögu skipulagsráðs að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga á þann veg að íbúðarsvæði ofan við Dalbæ verði breytt til baka í þjónustusvæði.
Kristinn Bogi Antonsson tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

58.Frá 1160. fundi byggðaráðs þann 09.10.2025; Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 2024-2025 Dalvíkurbyggð; kæra til Innviðaráðuneytis og kvörtun til UA.

Málsnúmer 202501104Vakta málsnúmer

Kristinn Bogi Antonsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 17:22.


Á 1160. fundi byggðaráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson, bæjarlögmaður, sat fundinn undir þessum lið.
Á 1154. fundi byggðaráðs þann 14. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
Á 377. fundi sveitarstjórnar þann 18. febrúar sl. var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga eftir svörum og rökstuðningi fyrir úthlutun til byggðalaga innan Dalvíkurbyggðar. Ef ekki berast svör eða óásættanleg röksemdafærsla ber sveitarstjóra að undirbúa kvörtun til Umboðsmanns Alþingis.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svar frá Atvinnuvegaráðuneytinu, dagsett þann 12. ágúst 2025. Fram kemur m.a. að samdráttur í ráðstöfun á milli ára til viðbótar við þær reiknireglur sem stuðst er við skv. 2. gr. reglugerðar nr. 818/2024, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2024/2025, veldur því að úthlutun til Dalvíkur lækkar um 44 t og til Árskógssands um 107 t en úthlutun til Hauganess er óbreytt frá fiskveiðiárinu 2023/2024. Í svarinu er frekari gert grein fyrir forsendum að baki úthlutuninni.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni að undirbúa kvörtun til Umboðsmanns Alþingis og leggja fyrir byggðaráð í næstu viku."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög bæjarlögmanns varðandi kæru Dalvíkurbyggðar til Innviðaráðuneytisins
vegna ákvörðunar Atvinnuvegaráðuneytisins (Matvælaráðuneytisins) um úthlutun byggðakvóta, fiskveiðiárið 2024/2025.
Til umræðu ofangreint.
Ásgeir Örn vék af fundi kl. 14:30.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að kæru Dalvíkurbyggðar vegna byggðakvóta."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi kæru til Innviðaráðuneytisins og kvörtun til Umboðsmanns Alþingis.

59.Frá 1158. fundi byggðaráðs þann 25.09.2025; Aðalfundur BHS ehf

Málsnúmer 202509098Vakta málsnúmer

Á 1158. fundi byggðaráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir aðalfundarboð frá BHS ehf. móttekið þann 17. september sl. Fundurinn verður 25. september nk. kl. 20 að Fossbrún 2.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggða, ef hún hefur tök á, og fara með umboð sveitarfélagsins."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

60.Frá 1160. fundi byggðaráðs þann 09.10.2025; Framtíðarsýn skólahúsnæðis í Dalvíkurbyggð. Erindisbréf.

Málsnúmer 202508043Vakta málsnúmer

Á 1160. fundi byggðaráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 310. fundi fræðsluráðs þann 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, leggur fram drög að erindisbréfi vinnuhóps um framtíðarsýn á skólahúsnæði í Dalvíkurbyggð og einnig er fundagerð fyrsta fundar lögð fram til kynningar.
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum erindisbréf vinnuhóps um framtíðarsýn skólahúsnæðis í Dalvíkurbyggð."
Í meðfylgjandi erindisbréfi kemur fram að ákvörðun um fundarþóknun vinnuhópsins sé byggðaráðs.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur, með smá lagfæringu á orðalagi í punkti #2 undir tilgangi/hlutverki, og samþykkir að vinnuhópurinn verði ekki launaður, sbr. það sem almennt gildimeð vinnuhópa sveitarfélagsins."
Til máls tók:
Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að erindisbéfi vinnuhóps um framtíðarsýn skólahúsnæðis í Dalvíkurbyggð.

61.Frá 1165. fundi byggðaráðs þann 30.10.2025; Húsnæðisáætlun - vinnuhópur- erindisbréf

Málsnúmer 202012002Vakta málsnúmer

Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga að erindisbréfi fyrir vinnuhóp starfsmanna um húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi vinnuhópsins og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi vinnuhóps starfsmanna um húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar.

62.Frá Lilju Ósmann Guðnadóttur; Ósk um lausn frá störfum úr sveitarstjórn

Málsnúmer 202510139Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Lilju Ósmann Guðnadóttur, dagsett þann 31. október sl., þar sem Lilja óskar lausnar úr sveitarstjórn og frá öllum störfum sem kjörinn fulltrúi Dalvíkurbyggðar, af persónulegum ástæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Lilju Ósmann Guðnadóttur lausn frá störfum og þakkar henni fyrir störf hennar í þágu sveitarfélagsins.

63.Kosningar skv. samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202510150Vakta málsnúmer

Til máls tók:

Monika Margrét Stefánsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi tillögu um kjör í stað Lilju Ósmann Guðnadóttur.

a)
Byggðaráð; Aðalmaður Monika Margrét Stefánsdóttir og til vara Kristinn Bogi Antonsson.
Aðalmaður á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga; Monika Margrét Stefánsdóttir og til vara Kristinn Bogi Antonsson.
Þingfulltrúi á aðalfund SSNE; aðalmaður Monika Margrét Stefánsdóttir og til vara Kristinn Bogi Antonsson.


b) Sveitarstjórn;
Kristinn Bogi Antonsson tekur sæti sem aðalmaður í sveitarstjórn og Þórhalla Franklín Karlsdóttir sem varamaður í sveitarstjórn í stað Kristins Boga.


Fleiri tóku ekki til máls.
a) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin.
b) Lagt fram til kynningar.

64.Fundargerðir stjórnar Dalbæjar 2025; fundargerð frá 15.10.2025.

Málsnúmer 202502107Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 15.10.2025.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:57.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kristinn Bogi Antonsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs