Málsnúmer 202507007Vakta málsnúmer
Á 1162. fundi byggðaráðs þann 16. október sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2025 þar sem búið er að taka tillit til allra viðauka sem gerðir hafa verið á árinu, viðaukar 1 - 50. Ekki er þörf á kr. 80.000.000 lántöku Hitaveitu Dalvíkur og því tekið út úr áætlun.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum meðfylgjandi tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2025, með áorðnum breytingum samkvæmt viðauka nr. 50, og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem gert er grein fyrir tveimur viðaukum sem eru í ofangreindum heildarviðauka I, en hafa ekki verið teknir fyrir í byggðaráði.
Annars vegar er um að ræða viðauka nr. 42 vegna launa við deild 02030 til lækkunar um kr. 794.828. Lagt er til að viðaukanum sé mætt með hækkun á handbæru fé.
Hins vegar er um að ræða viðauka nr. 43 vegna deildar 04140, Krílakot, til lækkunar um kr. 1.040.178. Lagt er til að viðaukanum sé mætt með hækkun á handbæru fé.
Helstu niðurstöður heildarviðauka I:
Áætluð rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er kr. 298.673.000.
Áætluð rekstrarniðurstaða A-hluta er kr. 106.173.000.
Áætlaðar fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta eru kr. 659.151.000.
Engar lántökur eru áætlaðar.
Veltufé frá rekstri fyrir samstæðuna er kr. 438.680.000.
Stærstu breytingar frá upprunalegri áætlun eru:
Lækkun á málaflokki 02, félagsþjónusta, um 24,4 m.kr.
Hækkun á málaflokki 04, fræðslu- og uppeldismál, um 60 m.kr.
Betri afkoma málaflokks 57 um 156 m.kr. vegna sölu á 9 íbúðum.
Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun samstæðunnar lækkar um 163,6 .kr. frá upprunalegri áætlun.
Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er því áætlun um 126 m.kr. betri en upprunaleg áætlun.