Menningarráð

111. fundur 30. september 2025 kl. 10:30 - 11:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Heiða Hilmarsdóttir boðaði forföll og í hennar stað kom Sigvaldi Gunnlaugsson.

Jóhann Már Kristinsson, boðaði forföll og varamaður komst ekki á fund.


Aðrir sem sitja fund: Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhúsins Bergs.

1.Vinnuhópur um húsnæði byggðasafnsins

Málsnúmer 202503032Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, fer yfir stöðuna á verkefninu.
Menningarráð fagnar niðurstöðu sveitastjórnar Dalvíkurbyggðar.

"Sveitarstjórn samþykkir tillögu vinnuhópsins að stefnt skuli að viðbyggingu við Berg sem hýsi byggðasafnið.
Forstöðumanni safna er falið ásamt vinnuhópi að útfæra og koma með tillögur að útliti, staðsetningu og hönnun safnsins. Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar er falið að sækja um viðauka fyrir þeim kostnaði sem til fellur á þessu ári.
Stefnt skuli að því að kynna hugmyndir og hönnun fyrir íbúum þegar þær liggja fyrir."

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, fer yfir tengda þætti er varða fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2026.
Menningarráð samþykkir með tveimur atkvæðum starfsáætlun safna og Menningarhússins Bergs fyrir fjárhagsárið 2026.

Menningarráð gerir ekki athugasemdir við aðra þætti sem tengjast fjárhagsáætlun 2026. Forstöðumanni falið að gera minnisblað til að útskýra þörfina á búnaðarkaupum.

Menningaráð leggur mikla áherslu á að 25% stöðuhlutfall við Héraðsskjalasafn verði samþykkt.

3.Starfsmannamál á söfnum og Menningarhúsi Berg

Málsnúmer 202005069Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, fer yfir breytingar á starfsmannahaldi á hjá söfnum.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 11:40.

Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs