Byggðaráð

1156. fundur 04. september 2025 kl. 13:15 - 16:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóri.
Dagskrá
Í upphafi fundar bar formaður það upp að máli 202404098 Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg verði bætt við dagskrá og var það samþykkt samhljóða.

1.Vinnuhópur um brunamál; tillöguteikningar að nýrri Slökkvistöð

Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Faglausnum Almar Eggertsson, byggingafræðingur og Knútur Emil Jónasson, byggingafræðingur, kl. 13:15. Almar tók þátt í fundinum í gegnum TEAMS.

Á 1150. fundi byggðaráðs þann 26. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 379. fundi sveitarstjórnar þann 15. apríl sl. voru húsnæðismál slökkvistöðvar til umfjöllunar og samþykkti sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og hafnaði tilboði EGÓ húsa ehf. í heild sinni, það er í lóðina Gunnarsbraut 10B og óbyggt hús á lóðinni.
Á 35. fundi skipulagsráðs þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Vinnuhópur um nýja slökkvistöð Dalvíkurbyggðar óskar eftir tillögum frá skipulagsráði að staðsetningu lóðar undir stöðina.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 12.mars sl. og var þar lögð fram tilaga vinnuhóps að staðsetningu lóðar sem skipulagsráð hafnaði.
Niðurstaða : Skipulagsráð vísar til niðurstöðu sameiginlegs fundar skipulagsráðs og vinnuhóps dags. 25.mars 2025.
Auk þess leggur skipulagsráð til að eftirfarandi staðsetningar verði skoðaðar nánar:
- Baldurshagareitur
- Skíðabraut 12".
Sveitarstjóri fór yfir tillöguteikningar frá fundi vinnuhópsins þann 2. júní sl. sem liggja fyrir af nýrri slökkvistöð.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtalin vinnugögn:
Byggingalýsing, dags.18.07.2025
Teikningar - tillaga 01., dags.30.05.2025.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

2.Vatnstankur Upsa - útboð og tilboð

Málsnúmer 202501059Vakta málsnúmer

Á 1153. fundi byggðaráðs þann 31. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1152.fundi byggðaráðs þann 17.júlí sl., var bókað eftirfarandi:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til vinnuhópsins að koma saman sem fyrst, rýna útboðsgögnin og auglýsa útboðið.
Með fundarboði byggðaráðs voru eftirfarandi fylgiskjöl:
a) Erindisbréf fyrir vinnuhóp um nýjan vatnstank við Upsa.
b) Útboðsgögn vegna vatnstanksins við Upsa, auglýsa á útboð strax að lokinni Verslunarmannahelgi eða þann 5.ágúst nk.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrir liggjandi erindisbréf vinnuhóps um nýjan vatnstank við Upsa.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi útboðsgögn og að útboð verði auglýst strax eftir Verslunarmannahelgi og frestur til þess að skila tilboðum verði til kl. 11:00 föstudaginn 22.ágúst nk."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtalin vinnugögn:
Frá Faglausnum; Fundargerð frá 26.08.2025 vegna opnunar á tilboðum.
Frá Faglausnum; Yfiferð innsendra tilboða.

Til umræðu ofangreint.

Almar og Knútur viku af fundi kl. 14:30.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að þeim tveimur tilboðum sem bárust samkvæmt ofangreindu útboði verði hafnað þar sem tilboðin eru langt yfir kostnaðaráætlun.
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að verkefnið verði boðið út að nýju og felur vinnuhópnum að yfirfara útboðslýsingu.

3.Frá 307. fundi fræðsluráðs þann 20.08.2025; Framtíðarsýn skólahúsnæðis í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202508043Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:31.

Á 307. fundi fræðsluráðs þann 20. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir framtíðarhorfur er varðar skóla - og frístundarmál í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir inn í Byggðaráð Dalvíkurbyggð"

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra frá 19. ágúst sl., þar sem fram kemur að huga það húsnæðismálum vegna fjölgunar barna/nemenda í Dalvíkurbyggð á leikskólaaldri sem og huga þarf að húsnæðismálum Frístundar. Í minnisblaðinu eru nokkrum hugmyndum velt upp til að mæta þessari áætlaðri þörf. Jafnframt fylgja með fundarboði upplýsingar um fjölda barna á leikskólaaldri eftir árgöngum skipt niður á skólahverfi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til gerðar fjárhagáætlunar.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202505046Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.


Gísli vék af fundi kl. 15:03
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 38 við fjárhagsáætlun 2025, launaviðauka að upphæð kr. 902.426, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

5.Frá Forstöðumanni safna og Menningarhúss; Breyting á stöðuhlutföllum

Málsnúmer 202509007Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni safna og Menningarhúss, dagsett þann 1. september sl., þar sem óskað er eftir stöðuhlutalli sem nemur þeirri styrkupphæð sem hlaust frá Safnasjóði vegna skráningar fyrir Byggðasafnið. Stöðuhlutfallið myndi alltaf miðast við styrkupphæðina svo að ekki er verið að óska eftir að sveitafélagið leggi til aukinn kostnað við þetta verkefni. Stöðuhlutfallið myndi að auki aðeins vera fram að áramótum þar sem ætlast er til að verkefnið sem er styrkt vinnist innan ársins 2025.
Hins vegar óskar forstöðumaður eftir að nýta hluta af því stöðuhlutfalli sem samþykkt var sem sumarstarf í fjárhagsáætlun 2025 fyrir Byggðasafnið (90% starf í 3 mánuði sem ekki var nýtt að upphæð kr. 2.094.762). Ekki er óskað eftir því að nýta full 90% í þrjá mánuði heldur frekar því sem jafngildir ca 40% starfi frá október - desember. Ekki er því um kostnaðarauka að ræða.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni Forstöðumanns um heimild til að nýta styrk frá Safnasjóði til að ráða starfsmann í skráningu og sem og að nota hluta af stöðugildi sumarstarfsmanns í skráningu 2025.

6.Barnaverndarþjónusta - drög að samningi og kostnaðaráætlun.

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Á 1145. fundi byggðaráðs þann 30. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 284. fundi félagsmálaráðs þann 10. desember 2024 var eftifarandi bókað:
Lagt fram til upplýsingar staðan á samningi við Akureyrarbæ vegna Barnaverndarþjónustu. Akureyrarbær hefur sagt upp samningi við Dalvíkurbyggð mun sú uppsögn taka gildi 30.nóvember 2025.
Með fundarboði fylgdi tillaga sveitarstjóra að erindi til Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir þvi við Barnaverndarþjónustu Norðurlands að hefja samningaviðræður þess efnis að Dalvíkurbyggð gangi inn í Barnaverndarþjónustu Norðurlands eystra.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra að erindi til Akureyrarbæjar."

Á 287. fundi félagsmálaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram til kynningar erindi Dalvíkurbyggðar til Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir eftir þvi við Barnaverndarþjónustu Norðurlands að hefja samningaviðræður þess efnis að Dalvíkurbyggð gangi inn í Barnaverndarþjónustu Norðurlands eystra.
Niðurstaða : Lagt fram til kynning"

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn frá Akureyrarbæ:
Drög að samningi um Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra á milli sveitarfélaganna Akureyrarbæjar, Dalvíkurbyggðar, Eyjafjarðarsveitar, Fjallabyggðar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar, Langanesbyggðar, Norðurþings, Svalbarðsstrandarhrepps, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveita, móttekið 21. ágúst sl.
Frumuppkast vegna kostnaðar Barnaverndar, móttekið 22.08.2025.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi við Akureyrarbær um Barnaverndaþjónustu og vísar samningi til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Á 1155. fundi byggðaráðs þann 21. ágúst sl. samþykkti byggðaráð að útgjaldaramminn hækki almennt um 2% vegna ársins 2026. Forsendum að öðru leiti var vísað til umfjöllunar á næsta fundi byggðaráðs.
Drög #1 að fjárhagsramma 2026 ásamt fylgigögnum voru til umfjöllunar og var þeim vísað til umfjöllunar byggðaráðs á næsta fundi. Með fundarboði byggðara´ðs fylgdu eftirfaraindi gögn.

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2026
b) Uppfærð drög að ramma; drög #2, þar sem búið er að gera ráð fyrir hækkun á útgjaldaramma um 2%.
c) Fundur með kjörnum fulltrúum- samantekt.
d) Annað ?
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur að forsendum eins og þær liggja fyrir nú.
b) Til umræðu og tillaga að fjárhagsramma verður tekin fyrir á næsta fundi byggðaráðs til afgreiðslu.
c) Til kynningar.
d) Rætt um næstu skref og tímaramma.

8.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni - tækifærisleyfi dansleikur í Höfða

Málsnúmer 202508111Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 26. ágúst sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ungmennafélagsins Atla um tækifærisleyfi vegna dansleiks í samkomuhúsinu Höfða 14. september nk.

Meðfylgjandi eru umsagnir frá skipulagsfulltrúa og slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar sem eru báðar jákvæðar.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreint leyfi sé veitt.

9.Frá Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi; Fyrirhugað sjókvíaeldi í Eyjafirði

Málsnúmer 202509002Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi, dagsett þann 29. ágúst sl., þar sem biðlað er til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar að standa með samtökunum í að friða Eyjafjörðinn frá umdeildri og mengandi sjókvíaeldi og styðja þannig þær fjölbreyttu atvinnugreinar sem þrífast hér á grunni heilbrigðs lífríkis.
Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs vék af fundi kl. 16:15

10.UNICEF á Íslandi hefur opnað fyrir umsóknir um þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög

Málsnúmer 202509009Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Unicef á Íslandi, dagsett þann 14. ágúst sl., þar sem fram kemur að Dalvíkurbyggð hafi tækifæri að verða Barnvænt sveitarfélag með stuðningi UNICEF. Sveitarfélagið er hvatt að skoða alvarlega möguleikann á þátttöku í verkefninu, https://barnvaensveitarfelog.is/
Með fundarboði fylgdi einnig minnisblað Frístundafulltrúa, dagsett þann 4. september sl., þar sem Frístundafulltrúi lýsir yfir ánægju með erindi UNICEF og telur að Dalvíkurbyggð ætti að óska eftir kynningu á verkefninu fyrir starfsfólk, kjörna fulltrúa og Ungmennaráð. Sé vilji meðal kjörinna fulltrúa að taka þátt í verkefninu, leggja fjármagn í það og stuðning þá telur Frístundafulltrúið að Dalvíkurbyggð ætti að hefja innleiðingarferlið.
Byggðaráð vísar ofangreindu erindi til umfjöllunar Ungmennaráðs og samþykkir að sveitarfélagið fái kynningu á verkefninu.

11.Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg

Málsnúmer 202404098Vakta málsnúmer

Á 379. fundi sveitarstjórnar þann 15. apríl sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 33.fundi skipulagsráðs þann 9.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis við Kirkjuveg lauk þann 10.mars sl. Umsagnir bárust frá slökkviliði Dalvíkurbyggðar, Rarik, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni. Sex athugasemdir bárust og eru þær lagðar fram ásamt tillögu að svari við efni athugasemda. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 12.mars sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með eftirfarandi breytingum eftir auglýsingu: - Á lóð nr. 17 við Karlsrauðatorg
verður heimilt að reisa 4-6 íbúðir á 1-2 hæðum. - Lóð nr. 1,3,5,7 við A-götu verður felld út af deiliskipulagsuppdrætti.
- Lóð Dalbæjar verður skipt í tvær lóðir. - A-gata lengist niður að lóð Dalbæjar. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að tillagan verði auglýst skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga. Samþykkt samhljóða með
fimm atkvæðum.
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með eftirfarandi breytingum eftir auglýsingu: Á lóð nr. 17 við Karlsrauðatorg verður heimilt að reisa 4-6 íbúðir á 1-2 hæðum. Lóð nr. 1,3,5,7 við A-götu verður felld út af deiliskipulagsuppdrætti. Lóð Dalbæjar verður skipt í tvær lóðir. A-gata lengist niður að lóð Dalbæjar.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga.

https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1024
https://skipulagsgatt.is/issues/2024/456
https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1012
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að íbúafundur verður haldinn mánudaginn 8.september kl. 17:00 um deiliskipulagið og athugasemdarfrestur verði framlengdur til miðnættis þriðjudaginn 9.september.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóri.