Fræðsluráð

308. fundur 10. september 2025 kl. 08:15 - 11:05 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Jolanta Krystyna Brandt boðaði forföll og í hennar stað kemur Emil Einarsson.

Benedikt Snær Magnússon og Snæþór Arnþórsson mættu ekki og boðuðu ekki forföll og engin kom í þeirra stað.

Aðrir sem sitja fund: Friðrik Arnarson,skólastjóra árskóga - og Dalvíkurskóla, Ágústa Kristín Bjarnadóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, Elvý Guðríður Hreinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Matthildur Matthíasdóttir, grunnskólakennari, fulltrúi starfsfólks í Dalvíkurskóla. Helga Lind Sigmundsdóttir, deildastjóri í Árskógarskóla og staðgengill skólastjóra. Una Dan Pálmadóttir, fulltrúi starfsfólks á Krílakoti.

1.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508069Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram drög að nýrri gjaldskrá fyrir skólaárið 2025 - 2026.
Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum gjaldskrá fræðslusviðs.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri og stjórnendur skólanna lögðu fram starfsáætlanir stofnanna fræðslusviðs tengda fjárhasáætlunum fjárhagsárið 2026.
Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum starfsáætlun Árskógarskóla fyrir fjárhagsárið 2026
Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum starfsáætlun Dalvíkurskóla fyrir fjárhagsárið 2026
Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum starfsáætlun Krílakots fyrir fjárhagsárið 2026
Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum starfsáætlun Skólaskrifstofu Dalvíkurbyggðar fyrir fjárhagsárið 2026

Sviðsstjóra falið að yfirfara starfsáætlanir.

3.Framtíðarsýn skólahúsnæðis í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202508043Vakta málsnúmer

Málið tekið áfram til umræðu í Fræðsluráði.

Á 307. fundi fræðsluráðs þann 20. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir framtíðarhorfur er varðar skóla - og frístundarmál í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir inn í Byggðaráð Dalvíkurbyggð"

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra frá 19. ágúst sl., þar sem fram kemur að huga það húsnæðismálum vegna fjölgunar barna/nemenda í Dalvíkurbyggð á leikskólaaldri sem og huga þarf að húsnæðismálum Frístundar. Í minnisblaðinu eru nokkrum hugmyndum velt upp til að mæta þessari áætlaðri þörf. Jafnframt fylgja með fundarboði upplýsingar um fjölda barna á leikskólaaldri eftir árgöngum skipt niður á skólahverfi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til gerðar fjárhagáætlunar.
Fræðsluráð leggur áherslu á að gott samráð verði við alla hagsmunaaðila þegar farið verður í áframhaldandi vinnu. Fræðsluráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur samhliða skipulagsáformum.

4.Mælaborð hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202509032Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, kynnir mælaborð Samband íslenskra sveitarfélaga sem snýr að rekstrarkostnaði leik - og grunnskóla.
Lagt fram til kynningar

5.MEMM - Menntun,móttaka,menning

Málsnúmer 202509047Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir MEMM verkefnið og hvaða þjónustu þau ætla að bjóða út á land.
Fræðsluráð fagnar því að verið sé að veita stuðning í þessum málum á landsbyggðinni.

6.Viðhald skólahúsnæðis

Málsnúmer 202509048Vakta málsnúmer

Stjórnendur skólanna fara yfir þær framkvæmdir sem hafa verið á skólahúsnæði í sumar.
Lagt fram til kynningar
Leikskólafólk fór af fundi kl. 10:15.

7.Námsmat í grunnskóla

Málsnúmer 202509033Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla fer yfir Námsmatsáætlun grunnskólanna og kynnir ný leiðrétt lög um námsmat.
Fræðsluráð þakkar Friðriki fyrir góða kynningu á námsmati í grunnskóla.

8.Fjárhagsáætlunargerð 2026

Málsnúmer 202508051Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur dags. 18.08.2025, tengt fjárhagsáætlunargerð fyrir fjárhagsárið 2026
Fræðsluráð vísar málinu inn í vinnuhóp um skólalóðir grunnskóla í Dalvíkurbyggð.

Fundi slitið - kl. 11:05.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs