Málsnúmer 202508043Vakta málsnúmer
Málið tekið áfram til umræðu í Fræðsluráði.
Á 307. fundi fræðsluráðs þann 20. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir framtíðarhorfur er varðar skóla - og frístundarmál í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir inn í Byggðaráð Dalvíkurbyggð"
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra frá 19. ágúst sl., þar sem fram kemur að huga það húsnæðismálum vegna fjölgunar barna/nemenda í Dalvíkurbyggð á leikskólaaldri sem og huga þarf að húsnæðismálum Frístundar. Í minnisblaðinu eru nokkrum hugmyndum velt upp til að mæta þessari áætlaðri þörf. Jafnframt fylgja með fundarboði upplýsingar um fjölda barna á leikskólaaldri eftir árgöngum skipt niður á skólahverfi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til gerðar fjárhagáætlunar.
Benedikt Snær Magnússon og Snæþór Arnþórsson mættu ekki og boðuðu ekki forföll og engin kom í þeirra stað.
Aðrir sem sitja fund: Friðrik Arnarson,skólastjóra árskóga - og Dalvíkurskóla, Ágústa Kristín Bjarnadóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, Elvý Guðríður Hreinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Matthildur Matthíasdóttir, grunnskólakennari, fulltrúi starfsfólks í Dalvíkurskóla. Helga Lind Sigmundsdóttir, deildastjóri í Árskógarskóla og staðgengill skólastjóra. Una Dan Pálmadóttir, fulltrúi starfsfólks á Krílakoti.