Byggðaráð

1157. fundur 11. september 2025 kl. 13:15 - 16:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir/Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs/Sveitarstjóri
Dagskrá
Formaður óskar eftir því að bæta tveim málum á dagskrá fundarins, máli nr. 202503032, Vinnuhópur um húsnæði byggðasafnsins, og máli nr. 202509070 vegna erindis frá Tónlistarskólanum á Akureyri.
Var það samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að bæta þessum tveimur málum við dagskrá.

1.Frá 176. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 26.08.2025; Breytingar á rekstrarformi litla sals íþróttamiðstöðvar

Málsnúmer 202411142Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.
Formaður byggðaráðs, Helgi Einarsson, vék ef fundi undir þessum lið kl. 13:15 vegna vanhæfis og varaformaður, Freyr Antonsson, tók við fundarstjórn.

Á 176. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 26. ágúst sl., var eftirfarandi bókað:
"Umræður um stöðu sem upp hefur komið vegna hugsanlegra árekstra á rekstri litla sals íþróttamiðstöðvar við starfsemi CDalvíkur. Upphaflega var málið hugsað sem samstarf milli CDalvíkur og Dalvíkurbyggðar en komið hefur í ljós að slíkt gæti verið vandkvæðum háð vegna ýmissa atriða.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."

Í framhaldi af fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þá kom tilkynning frá íþróttafulltrúa þann 1. september sl. á vefmiðla Dalvíkurbyggðar um að sveitarfélagið muni hætta að bjóða upp á opna tíma í litla sal Íþróttamiðstöðvar en opið fyrir aðra að leigja salinn og bjóða áfram upp á tíma; https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/category/1/tilkynning-fra-ithrottamidstod-dalvikurbyggdar-2

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt íþróttafulltrúa og tímalína um ofangreint mál þar sem tekin er saman framvinda málsins frá því í október 2024, sem íþróttafulltrúi og sviðsstjóri gerðu grein fyrir.

Jón Stefán vék af fundi kl. 13:32
Byggðaráð þakkar íþróttafulltrúa og sviðsstjóra fyrir greinargerðina.
Lagt fram til kynningar.

2.Nám í tónlistarskóla fyrir utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 202509070Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom formaður byggðaráðs inn á fundinn að nýju kl. 13:45 og tók við fundarstjórn.

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 11. september 2025, er varðar erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dagsett þann 5. september 2025, um að Dalvíkurbyggð, sem lögheimilissveitarfélag, greiði kennslukostnað að fullu vegna 2 nemenda við skólann.

Gísli vék af fundi kl. 14:09
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa málinu áfram til afgreiðslu sveitarstjórnar, þar sem erindin komu með stuttum fyrirvara til byggðaráðs. Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs er falið að afla frekari upplýsinga fyrir fund sveitarstjórnar.

3.Frá Framkvæmdasviði; Göngustígur meðfram Dalvíkurlínu - E2209

Málsnúmer 202303150Vakta málsnúmer

Undr þessum lið kom inn á fundinn María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 14:10


Á 1151. fundi byggðaráðs þann 3. júlí sl. var eftirfarandi bókað (mál 202501021):
"Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri EF deildar mætti til fundar kl. 14:15
Á 32.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16.maí sl., var bókað meðal annars um uppbyggingu hjólastígs í sveitarfélaginu þannig að að gert verði ráð fyrir bættum stígatengingum niður á Hauganes og Árskógssand núna í ár. Þá leggur ráðið áherslu á að hönnun stígsins verði kláruð sem fyrst.

Á 381.fundi sveitarstjórnar þann 19.júní sl. var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum og tekur undir með umhverfis og dreifbýlisráði að: Göngu- og hjólastígur meðfram Dalvíkurlínu verði með stígatengingum niður á Hauganes og Árskógssand núna í ár. Að fela deildarstjóra Eigna og framkvæmdadeildar að ræða við landeiganda um uppbyggingu á gamla Hauganesveginum ofan Áss. Einnig að samtal verði við íbúa um bestu leið varðandi tengingar Árskógssands og Hauganess við stíginn. Að hönnun stígsins verði kláruð sem fyrst og kynnt kjörnum fulltrúum og íbúum.
Deildarstjóri EF deildar er falið að ræða við hönnuð hjóla- og göngustígs og sveitarstjóri á fund með Vegagerðinni þann 16.júlí nk. þar sem farið verður m.a. farið yfir þetta mál.
Helga Íris vék af fundi kl. 14:45."

Með fundarboði byggðaráðs er minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 3. júlí sl., sem var jafnframt lagt fyrir á fundi byggðaráðs sama dag, þar sem gert er grein fyrir stöðu á hönnun hjóla- og göngustígs eftir vinnuslóða Landsnet.
Einnig fylgdi með upplýsingar um gróft kostnaðarmat, dagsett þann 8. ágúst sl. unnið af Verkís, varðandi 4,7 km löngum stíg frá Syðri_Haga að afleggjara við Árskógssand.

María vék af fundi kl. 14:35
Sveitarstjóra falið að finna fundartíma, sem fyrst, með byggðaráði, deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og skipulagsfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

4.Mánaðarlegar skýrslur 2025; janúar - júlí

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandiskýrslur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs :

Staða bókhalds janúar - júlí í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun. Rekstur.
Staða bókhalds þann 8. septmber sl. í samanburði við heimildir ársins vegna fjárfestinga og framkvæmda Eignasjóðs, Vatnsveitu, Hitaveitu, Fráveitu og Hafnasjóðs.
Staða launakostnaðar jamúar - júlí í samanburði við heimildir í áætlun og staða stöðugilda í samanburði við heimildir í áætlun fyrir sama tímabil.

Sveitarstjóri fór yfir helstu niðurstöður í ofangreindum skýrslum.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá sviðsstjóra félagsmálasviðs; Beiðni um viðauka 2025

Málsnúmer 202509062Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 11. september sl., en móttekið þann 9. september sl., þar sem óskað er eftir viðaukum við fjárhagsáætlun 2025.

a) Launaviðauki á deild 02150 þannig að laun á deild 02150, heimaþjónusta, lækki um kr. 29.883.987 vegna samnings við Dalbæ um Gott að eldast og á móti hækki liður 02150-9145 um kr. 34.455.504. Liður 21500-0655 verði kr. -9.000.000 og á móti lækki liður 28000-0655 um sömu fjárhæð. Nettóbreytingin er því kr. 7.587.360.
b) Launaviðauki til lækkunar á deild 02560 að upphæð kr. 31.137.127 vegna breyttra forsenda.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 39 við deild 21500, þannig að laun lækki um kr. 29.883.987, liður 02150-9145 hækki um kr. 34.455.504, tekjur á lið 21500-0655 verði kr. -9.000.000 og tekjur á lið 28000-0655 lækki á móti um sömu fjárhæð. Nettó breytingin er kr. 7.587.360 sem er lagt til að mætt verði með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 40 við deild 02560, þannig að launaliðir lækki um kr. 31.137.127 og að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

6.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029; tillaga að fjárhagsramma 2026

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Á 1156. fundi byggðaráðs þann 4. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1155. fundi byggðaráðs þann 21. ágúst sl. samþykkti byggðaráð að útgjaldaramminn hækki almennt um 2% vegna ársins 2026. Forsendum að öðru leiti var vísað til umfjöllunar á næsta fundi byggðaráðs.
Drög #1 að fjárhagsramma 2026 ásamt fylgigögnum voru til umfjöllunar og var þeim vísað til umfjöllunar byggðaráðs á næsta fundi. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfaraindi gögn.
a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2026
b) Uppfærð drög að ramma; drög #2, þar sem búið er að gera ráð fyrir hækkun á útgjaldaramma um 2%.
c) Fundur með kjörnum fulltrúum- samantekt.
d) Annað ?
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur að forsendum eins og þær liggja fyrir nú.
b) Til umræðu og tillaga að fjárhagsramma verður tekin fyrir á næsta fundi byggðaráðs til afgreiðslu.
c) Til kynningar.
d) Rætt um næstu skref og tímaramma."

Með fundarboði fylgdi óbreytt tillaga að fjárhagsramma 2026, útgáfa #2, vegna vinnu við fjárhagsáætlun til umfjöllunar og afgreiðslu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2026 vegna vinnu við fjárhagsáætlun.

7.Frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra; Erindi til samstarfssveitarfélaga vegna drónaverkefnis LSNE

Málsnúmer 202509055Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 5. september sl., er varðar tilraunaverkefni embættis Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um að taka upp fjarstýrða flugdróna til að auka viðbragð lögreglu þar sem löggæsla er ekki mönnuð allan sólarhringinn. Erindið er sent á Akureyrarbæ, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Langanesbyggð, Norðurþing og Þingeyjarsveit. Óskað er eftir fjárframlagi ofangreindra sex sveitarfélaga annars vegar og hverju um sig sem þátttöku í stofnkostnaði að upphæð kr. 2, 5 m.kr. og hins vegar fyrir þann kostnað sem fellur til ef koma þarf rafmagni og netsambandi að staðsetningu dokkanna ef staðarval er utan fasteigna er lögreglan hefur umráð yfir.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað um ofangreint erindi til viðbótar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka þátt í stofnkostnaði að fjárhæð 2,5 m.kr. ásamt kostnaði sem fellur til við uppsetningu á búnaðinum og felur sveitarstjóra að útbúa viðauka og leggja fyrir sveitarstjórn.

8.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar; tillaga um breytingar á nefndaskipan

Málsnúmer 202509061Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga frá formanni byggðaráðs um breytingar á nefndaskipan sveitarfélagsins í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026. Markmiðið er að ný nefndaskipan geti tekið gildi frá og með 1.1.2026, sem kallar þá á breytingar á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum fagráða.

https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/PDF/Fjarmala-stjornsyslu/2022/samthykktdb-auglysing-nr_408_2022.pdf
https://island.is/stjornartidindi/nr/f6266374-9283-4fd9-836e-2e25adc1743f
https://island.is/stjornartidindi/nr/21eba871-69f4-4dce-a592-8151442062d9
https://island.is/stjornartidindi/nr/147b81eb-3dd3-46b0-86be-6e11f573be98
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

9.Vinnuhópur um húsnæði byggðasafnsins

Málsnúmer 202503032Vakta málsnúmer

Á 109. fundi menningarráðs þann 5. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhúsins Berg, fór yfir helstu atriði er varða vinnu vinnuhóps um nýtt byggðasafn.
Niðurstaða : Menningarráð þakkar Björk fyrir góða kynningu á stöðu málsins."

Með fundarboði fylgdi:
a) Greinargerð vinnuhópsins hvað varðar framtíðarheimili fyrir Byggðasafnið með þarfa- og valkostagreiningu.
b) Matrixa yfir helstu matsþætti og vægi þeirra fyrir hvern valkost fyrir sig.

Niðurstaða vinnuhópsins er að leggja til við byggðaráð og sveitarstjórn að valkostur B-Nýbygging/ viðbygging við Berg verði fyrir valinu.
Byggðaráð þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnin störf og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa greinargerð og matrixu vinnuhópsins til sveitarstjórnar til umræðu og afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir/Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs/Sveitarstjóri