Málsnúmer 202508069Vakta málsnúmer
Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. voru tillögur fagráða að gjaldskrám 2026 til umfjöllunar og var afgreiðslu frestað nema að tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2026 fór til fyrri umræðu í sveitarstjórn sl. þriðjudag. Einnig var gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir árið 2026 samþykkt á fundi sveitarstjórnar 4. nóvember sl.
Til umræðu tillögur að gjaldskrám 2026. Um er að ræða eftirtaldar gjaldskrár:
Hunda- og kattahald í Dalvíkurbyggð.
Ýmis gjöld á Framkvæmdasviði; Böggvisstaðaskáli- leiga, upprekstur á búfé, leiguland, fjallskiladeildir, lausaganga búfjár, rafaveiðar, minkaveiðar, efnistaka.
Gjaldskrá Vatnsveitu.
Gjaldskrá Fráveitu.
Gjaldskrá sorphirðu.
Gjaldskrá Slökkviliðs.
Gjaldskrá Hafnasjóðs.
Gjaldskrá verbúða.
Gjaldskrá Félagsmálasvið; framfærslukvarði, akstursþjónusta stoðþjónustu, Lengd viðvera, Matarsendingar, heimilisþjónustua, stuðningsfjölskyldur, NPA.
Gjaldskrá fyrir söfn og Menningarhúsið Berg; Bókasafn Dalvíkurbyggðar, Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggð, Menningarhúsið Berg.
Gjaldskrá fræðslumála; Dalvíkurskóli, Árskógarskóli, Félagsheimilið Árskógur, Frístund, Krílakot og Kötlukot.
Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar og Félagsmiðstöðvar; Félagsmiðstöð, íþróttasalir, Sundlaug, Líkamsrækt, stærri viðburðir.
Gjaldskrár vegna skipulagsmála eiga efir að fara aftur fyrir fund Skipulagsráðs.