Byggðaráð

1166. fundur 06. nóvember 2025 kl. 13:15 - 17:21 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá 383. fundi sveitarstjórnar 04.11.2025; Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029; á milli umræðan í sveitarstjórn.

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Á 383. fundi sveitarstjórnar þann 4. nóvember sl. var frumvarp að fjárhagáætlun Dalvíkurbyggðar 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 tekin til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna og byggðaráði jafnframt falið að stilla fjárhagsáætlun af þannig að ekki verði gert ráð fyrir lántöku 2026 og í þriggja ára áætlun ef því er viðkomið.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
Tillaga að breytingum á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2026-2029.
Fréttatilkynning Jöfnunarsjóðs um áætluð framlög vegna málaflokks fatlaðs fólks 2026.
Vinnupunktar um fræðslumál vegna tilfærslu á grunnskólahluta Árskógarskóla í Dalvíkurskóla frá hausti 2026.

Einnig var samþykkt á fundi sveitartjórnar undir máli 202510086 að fela byggðaráði að koma umsókn Dalbæjar um styrk að upphæð kr. 23.928.960 inn í fjárhagsáætlun 2026. Hjúkrunarframkvæmdastjóra verði boðið á fund byggðarráðs til þess að fara yfir rekstur og möguleika Dalbæjar til að auka tekjur og hvort hægt sé að nýta húsnæðið betur.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa til gerðar fjárhagsáætlunar 2026 og þriggja ááætlunar þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Á næsta fundi byggðaráðs verði lagt fram fjárhagsáætlunarlíkan með breytingum sem gerðar eru á milli umræðna í sveitarstjórn.

2.Álagning fasteignagjalda 2026

Málsnúmer 202509052Vakta málsnúmer

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, vék af fundi undir þessum lið kl. 15:05 til annarra starfa.

Álagning fasteignagjalda var til umfjöllunar á fundi byggðaráðs þann 16. október sl. þar sem óskað var eftir útreikningum á fasteignaskatti og fasteignagjöldum 2026 í samræmi við vinnslutillögur.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að tillögu um álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2026 þar sem gert er ráð fyrir að álagningarprósenta fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði lækki úr 0,5% í 0,44%. sbr. frumvarp að fjárhagsáætlun 2026. Aðrar álagningarprósentur eru óbreyttar. Önnur fasteignagjöld og þjónustugjöld fasteigna eru samkvæmt tillögum að gjaldskrám sorphirðugjalda, vatnsveitu og fráveitu 2026.

Til umræðu ofangreint.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að nokkur atriði i samantektinni þarfnist frekari skoðunar innanhúss.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu.

3.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508069Vakta málsnúmer

Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. voru tillögur fagráða að gjaldskrám 2026 til umfjöllunar og var afgreiðslu frestað nema að tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2026 fór til fyrri umræðu í sveitarstjórn sl. þriðjudag. Einnig var gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir árið 2026 samþykkt á fundi sveitarstjórnar 4. nóvember sl.


Til umræðu tillögur að gjaldskrám 2026. Um er að ræða eftirtaldar gjaldskrár:
Hunda- og kattahald í Dalvíkurbyggð.
Ýmis gjöld á Framkvæmdasviði; Böggvisstaðaskáli- leiga, upprekstur á búfé, leiguland, fjallskiladeildir, lausaganga búfjár, rafaveiðar, minkaveiðar, efnistaka.
Gjaldskrá Vatnsveitu.
Gjaldskrá Fráveitu.
Gjaldskrá sorphirðu.
Gjaldskrá Slökkviliðs.
Gjaldskrá Hafnasjóðs.
Gjaldskrá verbúða.
Gjaldskrá Félagsmálasvið; framfærslukvarði, akstursþjónusta stoðþjónustu, Lengd viðvera, Matarsendingar, heimilisþjónustua, stuðningsfjölskyldur, NPA.
Gjaldskrá fyrir söfn og Menningarhúsið Berg; Bókasafn Dalvíkurbyggðar, Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggð, Menningarhúsið Berg.
Gjaldskrá fræðslumála; Dalvíkurskóli, Árskógarskóli, Félagsheimilið Árskógur, Frístund, Krílakot og Kötlukot.
Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar og Félagsmiðstöðvar; Félagsmiðstöð, íþróttasalir, Sundlaug, Líkamsrækt, stærri viðburðir.

Gjaldskrár vegna skipulagsmála eiga efir að fara aftur fyrir fund Skipulagsráðs.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að leiga á verbúðum Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar hækki um 15% á milli ára í stað 3,2%.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum breytingar á gjaldskrá Félagsmiðstöðvar og Íþróttamiðstöðvar sem gerðar voru á fundinum á einstaka liðum.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám með ofangreindum breytingartillögum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Varðandi gjaldskrá fræðslumála vegna leikskólagjalda þá samþykkir Monika Margrét Stefánsdóttir ekki liðinn "Skráningadagar/Ekki er veittur afsláttur af skráningadögum" og leggur fram eftirfarandi bókun:
"Þar sem ákveðið var frá upphafi vinnunnar um gjaldfrjálsa leikskóla í Dalvíkurbyggð, að ekki yrði aukinn kostnaður fyrir þá foreldra/forráðamenn sem ekki gætu nýtt sér þessa gjaldfrjálsu tíma er ég mótfallin því að þeir sem þurfa að greiða leikskólagjöld þurfi einnig að greiða fyrir skráningardaga sem leikskólinn setur. Ef hins vegar foreldrar/forráðamenn sem greiða leikskólagjöld skrá barn/börn sín á skráningardag en þau mæta EKKI þá ætti gjald samkvæmt gjaldskrá að leggjast á leikskólagjöld næsta mánuð á eftir."

4.Ákvörðun um álagningu útsvars 2026

Málsnúmer 202510151Vakta málsnúmer

Í frumvarpi að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að útsvarsprósenta sveitarfélagsins verði óbreytt á milli ára.

Með fundarboði byggðaráðs fylgi tillaga um að álagningarprósenta útsvars til Dalvíkurbyggðar verði áfram heimilað hámark eða 14,97%.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að útsvarsprósenta Dalvíkurbyggðar verði óbreytt á milli ára og verði 14,97% fyrir árið 2026.

5.Árbakki, Árskógssandi - umsagnarbeiðni gistileyfi

Málsnúmer 202508006Vakta málsnúmer

Á 382. fundi sveitarstjórnar þann 16. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 37. fundi skipulagsráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 31.júlí sl., þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II á lóðinni Árbakka á Árskógsandi.
Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið en vinna við aðalskipulagsbreytingu stendur yfir þar sem lóðin verður innan íbúðarsvæðis 707-ÍB.
Niðurstaða : Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki skipulagi svæðisins.
Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við lóðarhafa um næstu skref.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Helgi Einarsson.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki skipulagi svæðisins."


Á 1154. fundi byggðaráðs þann 14. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 31. júlí sl, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II frá Fjúkandi hjólbörum ehf vegna Árbakka. í gildi var rekstrarleyfi frá 2020 vegna "Íglúshússins" á Árbakka sem nýir eigendur eru nú að taka við.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Slökkviliðsstjóra, dagsett þann 11. ágúst sl.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir ábendingum skipulagsfulltrúa um ofangreint og er umsögn skipulagsfulltrúa í vinnslu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta málinu þar til umsagnir frá skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa liggja fyrir."

Í umsögn skipulagsfulltrúa dagsettri þann 28. október sl. til Sýslumannsins á Norðurlandi eystra kemur fram að Skipulagsfulltrúi bendir á að fyrirhuguð starfsemi samræmist ekki fyrirliggjandi skipulagi og skipulagsskilmálum svæðisins. Ekki hefur verið tekin endanleg afstaða til þess hvort leyfa skuli gististarfsemi á svæðinu en stefnt er að því að skilmálar um slíkt verði settir í nýtt aðalskipulag.
Á grundvelli þess gefur skipulagsfulltrúi jákvæða umsögn, sbr. 1.tl. 4.mgr. 10.gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.


Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreint leyfi sé veitt, með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

6.Til umsagnar 136. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis. Frumvarp til laga um flýtiframkvæmd vatnsaflsvirkjana

Málsnúmer 202510142Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsettur þann 30. október sl., þar sem Atvinnuveganefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um flýtiframkvæmd vatnsaflsvirkjana, 136. mál. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 13. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:21.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs