Byggðaráð

1164. fundur 22. október 2025 kl. 13:15 - 17:41 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Á 1163. fundi byggðaráðs þann 21. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Framhald umfjöllunar um tillögur stjórnenda og fagráða vegan vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029:

1) Minnisblöð.
Farið yfir minnisblöð stjórnenda með tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun þar sem fram kemur rökstuðningur stjórnenda vegna hækkana á fjárhagsrömmum, lýsing á nýjum og/eða veigamiklum verkefnum, beiðnir um breytingar á fjárhagsrömmum vinnubóka sem færðar eru í vinnuskjal.

2) Beiðnir um búnaðarkaup.
Farið yfir beiðnir og heildarlista sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslusviðs yfir búnaðarkaup og gerðar breytingar sem færðar eru í vinnuskjal.

3) Viðhaldsáætlun.
Farið yfir tillögur að viðhaldsáætlun Eignasjóðs, málaflokkur 31 og gerðar breytingar sem færðar eru í vinnuskjal.

4) Framkvæmdir og fjárfestingaáætlun.
Farið yfir tillögur stjórnenda og fagráða í heildarskjali sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og gerðar breytingar sem færðar eru í vinnuskjal.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun 2026 - 2029 til áframhaldandi vinnslu í fjárhagsáætlunarlíkani, með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á fundum byggðaráðs."


Á fundinum var farið yfir eftirfarandi gögn ásamt ítargögnum eftir því sem við á:
Niðurstöður vinnubóka í samanburði við ramma.
Niðurstöður launaáætlunar 2026 í samanburði við launaramma.
Niðurstöður stöðugilda í samanburði við 2025.
Samantektn tillagna að framkvæmdum og fjárfestingum.
Heildarskjal yfir búnaðarkaup.
Yfirlit erinda sem bárust vegna auglýsingar um fjárhagsáætlun.
Byggðaráð vísar ofangreindu til gerðar fjárhagsáætlunar 2026 og þriggja ára áætlunar 2027-2029 og vinnu við fjárhagsáætlunarlíkans.

2.Erindi frá Dalbæ, umsókn um styrk

Málsnúmer 202510086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá hjúkrunarframkvæmdastjórar Dalbæjar fyrir hönd stjórnar Dalbæjar, dagsett þann 16. október sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð vegna endurbóta í matsal að upphæð kr. 23.928.960. 40% framlag fékkst frá Framkvæmdasjóði aldraða en Dalbær þarf að fjármagna 60% en ekki er svigrúm fyrir því að fjármagna það sem upp á vantar í rekstri Dalbæjar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi.

3.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 968 frá 10. október sl.
Lagt fram til kynningar.

4.Starfs- og kjaranefnd 2025 - fundargerðir, erindi og samskipti

Málsnúmer 202501027Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 17. október sl.

Varðandi Kvennafrídaginn 24. október nk. þá leggur starfs- og kjaranefnd eftirfarandi til:
Starfs- og kjaranefnd leggur til að sveitarfélagið útvegi vettvang fyrir konur og kvár til þess að koma saman í Menningahúsinu Bergi til þess að horfa á beina útsendingu frá Arnarhól í Reykjavík, sem hefst kl. 14 föstudaginn 24.október. Sveitarstjóri sendi upplýsingar til stjórnenda sveitarfélagsins og beina því til þeirra stjórnenda á þeim vinnustöðum sem konur og kvár hafa ekki möguleika að taka þátt að gera eitthvað fyrir það starfsfólk. Jafnframt ræðir sveitarstjóri við forstöðukonu Menningarhússins Bergs um aðstöðuna.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu nefndarinnar um Kvennafrídaginn og 50 ára afmæli hans.

Fundi slitið - kl. 17:41.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs