Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer
Á 1163. fundi byggðaráðs þann 21. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Framhald umfjöllunar um tillögur stjórnenda og fagráða vegan vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029:
1) Minnisblöð.
Farið yfir minnisblöð stjórnenda með tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun þar sem fram kemur rökstuðningur stjórnenda vegna hækkana á fjárhagsrömmum, lýsing á nýjum og/eða veigamiklum verkefnum, beiðnir um breytingar á fjárhagsrömmum vinnubóka sem færðar eru í vinnuskjal.
2) Beiðnir um búnaðarkaup.
Farið yfir beiðnir og heildarlista sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslusviðs yfir búnaðarkaup og gerðar breytingar sem færðar eru í vinnuskjal.
3) Viðhaldsáætlun.
Farið yfir tillögur að viðhaldsáætlun Eignasjóðs, málaflokkur 31 og gerðar breytingar sem færðar eru í vinnuskjal.
4) Framkvæmdir og fjárfestingaáætlun.
Farið yfir tillögur stjórnenda og fagráða í heildarskjali sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og gerðar breytingar sem færðar eru í vinnuskjal.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun 2026 - 2029 til áframhaldandi vinnslu í fjárhagsáætlunarlíkani, með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á fundum byggðaráðs."
Á fundinum var farið yfir eftirfarandi gögn ásamt ítargögnum eftir því sem við á:
Niðurstöður vinnubóka í samanburði við ramma.
Niðurstöður launaáætlunar 2026 í samanburði við launaramma.
Niðurstöður stöðugilda í samanburði við 2025.
Samantektn tillagna að framkvæmdum og fjárfestingum.
Heildarskjal yfir búnaðarkaup.
Yfirlit erinda sem bárust vegna auglýsingar um fjárhagsáætlun.