Menningarráð

110. fundur 12. september 2025 kl. 08:15 - 10:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs.
Dagskrá
Heiða Hilmarsdóttir, situr fund á Teams.

Aðrir sem sitja fund: Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg situr undir liðum 1. - 4.

1.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508069Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, fer yfir drög að gjaldskrá fyrir söfn og Menningarhús.
Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum gjaldskrá safna - og Menningarhússins Bergs.

2.Fjárhagslegt stöðumat 2025 fyrir málaflokk 05 , Menningarmál.

Málsnúmer 202503033Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, fer yfir fjárhagslega stöðu á söfnum og Menningarhúsinu Berg.
Lagt fram til kynningar

3.Vinnuhópur um húsnæði byggðasafnsins

Málsnúmer 202503032Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, fer yfir hvernig staðan á málinu er.
Málið fer til umfjöllunar í sveitarstjórn.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, lagði fram drög að starfsáætlun fyrir söfn og Menningarhúið Berg fyrir fjárhagsárið 2026.
Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum starfsáætlun safna og Menningarhússins Berg fyrir fjárhagsári 2026.
Björk Hólm fór af fundi kl. 09:30

5.Ársreikningar Dalvíkursóknar og kirkjugarða 2024

Málsnúmer 202506069Vakta málsnúmer

Ársreikningar Dalvíkursóknar og Kirkjugarða fyrir árið 2024 lagðir fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

6.Ósk um niðurfellingu fasteignagjalda á kirkjur í Dalvíkurbygggð

Málsnúmer 202507029Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gunnsteini Þorgilssyni, formanni sóknarnefndar dags. 12.07.2025. Þar sem óskað er eftir styrk til niðurfellingar á fasteignagjöldum fyrir fjárhagsárið 2026.
Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum greiða niður fasteignagjöld um 190.000 kr.

7.Fjárhagsáætlun 2026; ábendingar varðandi umhverfi og náttúru

Málsnúmer 202508048Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ferðafélagi Svarfdæla dags. 17.08.2026.
Menningarráð þakkar fyrir erindið og vísar málinu inn í vinnu við fjárhagsáætlun 2026.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs.