Skipulagsráð

37. fundur 10. september 2025 kl. 14:00 - 17:27 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Íbúðahverfi sunnan Dalvíkur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Steinþór Traustason og Bjarki Þórir Valberg hjá Cowi verkfræðistofu kynntu tillögur að deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði sunnan Dalvíkur þar sem búið er að aðlaga legu gatna og lóða að jarðstreng Rarik sem liggur í gegnum svæðið.
Steinþór og Bjarki sátu fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum fundarlið.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna að endanlegri skipulagstillögu í samvinnu við skipulagshönnuði til samræmis við tillögu 3.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Nýtt íbúðasvæði við Böggvisbraut - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202410032Vakta málsnúmer

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna nýrrar íbúðabyggðar við Böggvisbraut lauk þann 18.júní sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Norðurorku og Minjastofnun Íslands.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 12.ágúst sl. og var skipulagsfulltrúa falið að vinna að endanlegri tillögu m.t.t. ábendinga sem komu fram í umsögnum.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Böggvisbraut - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202302121Vakta málsnúmer

Kynningu tillögu á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð við Böggvisbraut lauk þann 18.júní sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Minjastofnun Íslands.
Tillagan sem lögð er fram nú hefur verið uppfærð frá fyrri tillögu m.t.t. ábendinga sem fram komu í umsögn Rarik varðandi legu jarðstrengs.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Böggvisbraut og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að deiliskipulagi þjóðvegarins í gegnum Dalvík lauk þann 7.september sl.
Þrjár athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Landsneti og Mílu.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að skoða möguleika á hliðrun Gunnarsbrautar til austurs og endurskoðun á staðsetningu umferðareyja í Sunnutúni/Hafnarbraut og Sjávarbraut/Gunnarsbraut m.t.t. þungaflutninga og lengri ökutækja.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Hafnarsvæði Dalvík - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202409136Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík lauk þann 7.september sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Landsneti, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Rarik, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Mílu.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.


6.Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg

Málsnúmer 202404098Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að deiliskipulagi fyrir Dalbæ og Karlsrauðatorg á Dalvík lauk þann 9.september sl.
Þrettán athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Mílu, Minjastofnun Íslands, Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra , veitum Dalvíkurbyggðar og Leikskólanum Krílakoti.
Í ljósi athugasemda sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að eftirfarandi breytingar verði gerðar á tillögunni:
- lóð Kirkjuvegar 25-27 verði snúið í austur-vestur.
- lóð Dalbæjar verði stækkuð í 8.000 m2 og fallið frá áformum um íbúðarlóð á milli Dalbæjar og leikskólalóðar. Jafnframt að fallið verði frá áformum um þriðju hæðina ofan á Dalbæ.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Hesthúsasvæði Ytra-Holti - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202409139Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar verk- og kostnaðaráætlun Landslags ehf. fyrir vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir hesthúsasvæði Ytra-Holti.
Lagt fram til kynningar.

8.Hafnarsvæði Dalvík - endurskoðun deiliskipulags

Málsnúmer 202509029Vakta málsnúmer

Rætt um áframhald vinnu í tengslum við endurskoðun á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík.
Lagt fram til kynningar.

9.Hamarkot 2 - umsókn um skiptingu frístundalóðar

Málsnúmer 202405085Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu áforma um skiptingu frístundalóðar nr. 4 í landi Hamars (Hamarkot 2) lauk þann 9.september sl.
Engar athugasemdir bárust.
Lagt fram til kynningar.

10.Framlenging á útrás fráveitu við Hauganes - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202509024Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2.september 2025 þar sem Halla Dögg Káradóttir f.h. Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lengingu útrásar við Hauganes.
Fyrirhuguð lenging er 70 m.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Gilvegur - heiti á vegi upp að lokahúsi við Brimnesá

Málsnúmer 202508039Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 6.maí sl. var samþykkt að stofnuð yrði lóð undir lokahús vatnsveitu Dalvíkur við Brimnesá.
Framkvæmdasvið hefur lagt til að vegur að umræddri lóð fái heitið Gilvegur.
Skipulagsráð samþykkir að vegur upp að umræddri lóð fái heitið Gilvegur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Álfhólströð 8 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202508037Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13.ágúst 2025 þar sem Christof Wenker sækir um frístundalóð nr. 8 við Álfhólströð.
Lóðinni var áður úthlutað til umsækjanda árið 2023 og hún innkölluð til sveitarfélagsins í lok árs 2024.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og vísar til vinnu við gerð gjaldskrár fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð. Við samþykkt gjaldskrár verða frístundalóðir auglýstar lausar til úthlutunar og umsóknin tekin fyrir á nýjan leik.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Umsókn um lóð á Hauganesi

Málsnúmer 202508120Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27.ágúst 2025 þar sem Alexander Reynir Tryggvason sækir um 10.000 m2 lóð í búgarðabyggð 821-L norðan Hauganess.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og vísar til yfirstandandi vinnu við gerð Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2020-2045.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Aðalskipulag Skagafjarðar - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 202508038Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23.júlí 2025 þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um tillögu að nýju Aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040.
Umsagnarfrestur er veittur til 15.september nk.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

15.Árbakki, Árskógssandi - umsagnarbeiðni gistileyfi

Málsnúmer 202508006Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 31.júlí sl., þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II á lóðinni Árbakka á Árskógsandi.
Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið en vinna við aðalskipulagsbreytingu stendur yfir þar sem lóðin verður innan íbúðarsvæðis 707-ÍB.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki skipulagi svæðisins.
Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við lóðarhafa um næstu skref.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

16.Gjaldskrá fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202504019Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Eflu verkfræðistofu um kostnaðargreiningu fyrir innviðauppbyggingu og viðhaldi á frístundasvæðum í landi Dalvíkurbyggðar.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

17.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Farið yfir helstu áherslur og markmið vegna fjárhagsáætunargerðar fyrir árið 2026 og markmið næstu þriggja ára.
Lagt fram til kynningar.

18.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508069Vakta málsnúmer

Lagðar fram til umræðu gjaldskrár fyrir gatnagerðargjöld, skipulags- og byggingarmál og frístundalóðir í Dalvíkurbyggð.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna drög að gjaldskrám og leggja fram á næsta fundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

19.Fjárhagsáætlun 2026; ábendingar varðandi umhverfi og náttúru

Málsnúmer 202508048Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ferðafélags Svarfdæla, dags. 11.ágúst 2025, þar sem lagðar eru fram tillögur að verkefnum í tengslum við umhverfi og náttúru í Dalvíkurbyggð og bent á mikilvægi þess að hafa slík verkefni í huga við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2026-2029.
Lagt fram til kynningar.

20.Fjárhagsáætlunargerð 2026

Málsnúmer 202508051Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur, dagsett þann 18. ágúst sl. þar sem fram koma hugmyndir að ýmsum verkefnum er varðar leiksvæði, strandlengjuna, útsýnispall og útsýnissvæði, Lágina, umhverfi ærslabelga, búnað í Sundlaug Dalvíkur og skólalóð Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar.
Verkefnum varðandi strandlengju Dalvíkur er vísað til deiliskipulagsvinnu fyrir Sandskeið og hafnarsvæði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

21.Fjárhagsáætlun 2026; hjólastígur

Málsnúmer 202508065Vakta málsnúmer

Á fundi byggðaráðs þann 21.ágúst sl. var tekið fyrir erindi frá Gittu Unn Ármannsdóttur, Guðmundi Geir Jónssyni, Freydísi Ingu Bóasdóttur, Jónasi Þór Leifssyni og Lindu Andersson, þar sem komið er á framfæri þeirri hugmynd að með því að setja fínna yfirlag yfir fyrirhugaðan göngu- og hjólastíg meðfram Dalvíkurlínu 2 verði hægt að hjóla á stígnum strax á þessu ári, þó svo að hann verði fullkláraður síðar samkvæmt áætlun.
Byggðaráð vísaði erindinu til skipulagsráðs í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.
Lagt fram til kynningar.

22.Mánaðarlegar skýrslur 2025

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla fyrir málaflokk 09 fyrir mars - júlí 2025 varðandi stöðu bókhalds í samanburði við heimildir.
Lagt fram til kynningar.

23.Fundargerðir byggingarfulltrúa 2025

Málsnúmer 202501031Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar dags. 18. ágúst 2025, með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 17:27.

Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi