Fræðsluráð

306. fundur 18. júní 2025 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Jolanta K. Brandt mætti ekki á fund og boðaði ekki forföll. Engin kom í hennar stað.

Snæþór kom inn á fund kl. 08:45. Undir öðru máli.

Aðrir sem sitja fund: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla,Elvý Guðríður Hreinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir, leikskólastjóri á Krílakoti.

1.Gjaldfrjáls leikskóli

Málsnúmer 202311016Vakta málsnúmer

Mál sem tengist gjaldfrjálsum leikskóla tekið til umræðu.
Vistunartími barna undir 18 mánaða tekinn til umræðu og verður hann óbreyttur.

2.Innra mat skóla

Málsnúmer 201806041Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Ágústa Kristín Bjarnadóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, leggja fram innramatsskýrslur skólanna fyrir skólaárið 2024 - 2025.
Fræðsluráð vill hrósa stjórnendum og starfsfólki fyrir vinnu við innra mat og greinilega er sú vinna á réttri leið.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir vinnu og tímaramma varðandi fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2026 og þriggja ára áætlun.
Fundur með kjörnum fulltrúum og sviðsstjórum vegna fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2026 verður í Menningarhúsinu Bergi 26. júní kl. 16:15

4.Fjárhagslegt stöðumat fyrir (04) fræðslumál. 2025

Málsnúmer 202403058Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, Ágústa Kristín Bjarnadóttir, leikskólastjóri á Krílakoti og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fara yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 04 fyrir tímabilið jan - apríl.
Lagt fram til kynningar
Snæþór fór af fundi kl. 09:28

5.Ósk um framlengingu á Verksamningi um hádegisverð fyrir Árskógar - og Dalvíkurskóla og leikskólann á Krílakoti

Málsnúmer 201911111Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Blágrýti dags. 04. júní 2025.Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs dags. 04. júní 2025.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að framlengja samning við Blágrýti skólaárið 2025 - 2026. Sviðsstjóra falið að ræða við Blágrýti um það hvort hægt væri að hafa létta máltíð í miðri viku í stað föstudags.
Snæþór kom inn á fund kl. 09:35

6.Starfsmannamál í leik - og grunnskóla

Málsnúmer 201912084Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Ágústa Kristín Bjarnadóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, fara yfir helstu breytingar á starfsmannamálum fyrir næsta skólaár.
Komandi skólaár lítur vel út í starfsmannamálum hjá öllum skólum í sveitarfélaginu.
Ágústa og Elvý fóru af fundi kl. 09:46

7.Skólalóð Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202005032Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir stöðuna á verkefninu.
Máli frestað til næsta fundar.

8.Íslenska æskulýðsrannsóknin. Niðurstöður grunnskólakönnunar.

Málsnúmer 202309109Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Gísli Bjarnason, sviððstjóri fræðslu og menningarsviðs, fara yfir helstu niðurstöður úr grunnskólakönnun úr Íslensku æskulýðsrannsókninni.
Fróðlegar niðurstöður og fræðsluráð leggur til að skýrslan verði tekin fyrir í íþrótta - og æskulýðsráði og félagsmálaráði.

9.Skólapúlsinn - niðurstöður úr Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201901018Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fer yfir nýjustu niðurstöður úr nemenda - og starfsmannakönnun frá Skólapúlsinum.
Lagt fram til kynningar

10.Samstarf grunnskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202506059Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla fara yfir hvernig samstarfi skólanna verði á næsta skólaári.
Ákveðið var að skoða frekara samstarf milli leik - og grunnskóla í Sveitarfélaginu. Unnið verði að nánari útfærslum og lagt fyrir ráðið í september.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs