Fræðsluráð

309. fundur 26. september 2025 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Emil Júlíus Einarsson varaformaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs.
Dagskrá
Aðrir sem sitja fund: Friðrik Arnarson,skólastjóra árskóga - og Dalvíkurskóla, Ágústa Kristín Bjarnadóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, Elvý Guðríður Hreinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Matthildur Matthíasdóttir, grunnskólakennari, fulltrúi starfsfólks í Dalvíkurskóla. Una Dan Pálmadóttir, fulltrúi starfsfólks á Krílakoti.

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri og stjórnendur skólanna fara yfir helstu áherslur í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2026.

Sviðsstjóri og stjórnendur skólanna fara yfir þau búnaðarkaup sem áætluð eru á fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2026.

Sviðsstjóri og stjórnendur skólanna fara yfir það viðhald sem lagt er hjá hverri stofnun fyrir fjárhagsárið 2026.

Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi, fór yfir starfsáætlun Frístundar.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum starfsáætlun Frístundar. Aðrir þættir lagðir fram til kynningar þ.a.s. búnaðarkaup og viðhald.
Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi, fór af fundi kl. 08:35

2.Framtíðarsýn skólahúsnæðis í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202508043Vakta málsnúmer

Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að ofangreind tillaga fræðsluráðs um stofnun vinnuhóps verði samþykkt og skipan vinnuhópsins verði eftirfarandi:

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Benedikt Snær Magnússon
Katrín Sif Ingvarsdóttir
Monika Margrét Stefánsdóttir.

Sviðsstjóri leggur til drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um framtíðarsýn skólahúsnæðis í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að drög að erindisbréfi fari til frekari vinnslu inn í vinnuhópnum áður en það fer inn til umfjöllunar í Byggðaráði.

3.Árskógarskóli

Málsnúmer 202405081Vakta málsnúmer

Tekin umræða um Árskógarskóla
Gott starf hefur verið unnið í Árskógarskóla, bæði á leikskóla og grunnskólastigi undanfarin ár. Í ljósi fækkunar barna á grunnskólastigi í Árskógarskóla og með hagsmuni barna að leiðarljósi, bæði félagslega og námslega leggur fræðsluráð til að frá og með haustinu 2026 verði grunnskólastig Árskógarskóla fært til Dalvíkurskóla. Með þessum breytingum telur fræðsluráð að verið sé að koma betur til móts við þarfir barnanna. Fræðsluráð leggur ríka áherslu á að leikskóli verði áfram starfræktur í Árskógarskóla en fastráðnu starfsfólki á grunnskólastigi verði boðin tilfærsla á störfum innan fræðslustofnanna Dalvíkurbyggðar. Í ljósi þessara breytinga leggur fræðsluráð til að ekki verði ráðið í stöðu deildastjóra Árskógarskóla og er sviðstjóra og stjórnendum skólanna falið að koma með tillögu að útfærslu á deildastjórastöðu skólaárið 2025-2026.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Starfsmannamál í leik - og grunnskóla

Málsnúmer 201912084Vakta málsnúmer

Stjórnendur skólanna fara yfir þær breytingar sem hafa verið í upphafi skólaárs.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Emil Júlíus Einarsson varaformaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs.