Félagsmálaráð

287. fundur 10. júní 2025 kl. 08:15 - 10:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Auður Olga Arnarsdóttir aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir varamaður
  • Benedikt Snær Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Ráðgjafaþroskaþjálfi
Dagskrá
Júlíus Magnússon formaður boðaði forföll, í hans stað kom Silja Pálsdóttir. Magni Þór Óskarsson varaformaður boðaði forföll, í hans stað kom Benedikt Snær Magnússon. Nimnual Khaklong aðalmaður boðaði ekki forföll og enginn mætti í hennar stað. Monika Margrét Stefánsdóttir kom til fundar kl 8:30.
Þar sem hvorki formaður né varaformaður voru á fundi þurfti að kjósa til fundarstjóra fundar. Fundarmenn kusu Benedikt Snæ Magnússon til fundarstjóra þessar fundar.

1.Framlög til úrbóta á aðgengismálum fatlaðs fólks 2023-2024

Málsnúmer 202309039Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 09.04.2025 frá Stjórnarráði Íslands. Þar kemur fram að Innviðaráðherra hafi samþykkt breytingu á reglugerð 280/2021 um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem heimilar sjóðnum að úthluta allt að 464 m.kr. til úrbóta á aðgegnismálum fatlaðs fólks á árunum 2025 og 2026.
Lagt fram til kynningar.

2.Gagnaöflun um breytingar á skipun í nefndir og ráð sveitarfélaga

Málsnúmer 202505153Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Jafnréttisstofu dags. 21.05.2025 þar sem óskað er eftir uppfærðri tölfræði á skipun í ráð og nefndir svetiarfélagsins. Uppfylli sveitarfélög ekki kröfur 28.gr.laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna skal færa fyrir því rök í svarpóstinum.
Félagsmálaráð fór yfir lista nefndarmanna í nefndum og ráðum Dalvíkurbyggðar. Í heildina er kynjahlutfallið ásættanlegt, mætti vera betra í einstaka ráðum. Í upphafi kjörtímabils var kynjahlutfall í lagi en með brottfalli einstakra kjörinna fulltrúa hefur hlutfallið aðeins raskast og má rekja það til þess að erfitt hefur verið að manna í nefndir og ráð. Vísað til staðfestingar í sveitastjórn.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Byggðaráði 1147 fundi. Þar var til umræðu vinna við starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2026-2029. Samþykkt var fjárhagsáætlunaferli Dalvíkurbyggðar.
Fyrstu skref eru:
a) Umræður um hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu.
b) Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat og tímaramma.
c) Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett.
d) Tillaga að auglýsingu vegna erinda.
e) Rafrænar kannanir.
f) Tímarammi fjárhagsáætlunar.
g) Fundur sveitarstjóra og stjórnenda fagsviða með kjörnum fulltrúum til að fara yfir verkefni, stefnu og áherslur í fjárhagsáætlunarvinnunni.
h) Þjónustustefnan.
Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

4.Barnaverndarþjónusta

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Dalvíkurbyggðar til Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir eftir þvi við Barnaverndarþjónustu Norðurlands að hefja samningaviðræður þess efnis að Dalvíkurbyggð gangi inn í Barnaverndarþjónustu Norðurlands eystra.
Lagt fram til kynningar.

5.Handavinnustarfið

Málsnúmer 202506035Vakta málsnúmer

Tekið til umræðu samantekt á handavinnustarfi á Dalbæ fyrir árið 2024 - 2025, framtíðaráætlanir og skipulag. Stjórn Dalbæjar hefur einnig óskað eftir fundi til að ræða framtíðaráætlanir
Monika Margrét Stefánsdóttir vék af fundi kl 9:03 vegna vanhæfis.

Félagsmálaráð felur starfsmönnum að óska eftir fundi með stjórn félags eldri borgara og stjórn Dalbæjar. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.

Monika Margrét Stefánsdóttir kom aftur inn á fund kl 9:35.

6.Fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 202406048Vakta málsnúmer

Farið var yfir fjárhagsstöðu sviðsins 2025 auk stöðumats janúar - apríl 2025
Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn frá sveitarfélögum um styrki í þágu farsældar barna

Málsnúmer 202506039Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar að Mennta- og barnamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum frá sveitarfélögum um styrki til verkefna sem miða að því að efla farsæld barna. Styrkirnir eru hluti af aðgerðum stjórnvalda í áætlun vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum. Því er sérstök áhersla lögð á verkefni sem er ætlað að sporni gegn ofbeldi meðal barna. Starfsmenn félagsmálasviðs og starfsmenn Fræðslu- og menningarsviðs eru að vinna að umsókn í sameiningu.
Lagt fram til kynningar.

8.Raunkostnaður við málefni fatlaðs fólks 2023 og 2024

Málsnúmer 202506040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar skjal um raunkostnað sveitarfélagsins vegna málefna fatlaðs fólks árið 2023 og 2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:20.

Nefndarmenn
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Auður Olga Arnarsdóttir aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir varamaður
  • Benedikt Snær Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Ráðgjafaþroskaþjálfi