Málsnúmer 202505067Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 7.júlí sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025, deild 21400, vegna innleiðingar á nýju launa- og mannauðskerfi ásamt tengdum lausnum. UT-teymi sveitarfélagsins ásamt lykilstarfsmönnum sem vinna með launa- og mannauðskerfi hafa fengið, sem og setið, nokkrar kynningar frá Advania vegna H3 launa og Origo vegna Kjarna. Einnig hefur hópurinn kynnt sér hvaða lausnir önnur sveitarfélög eru með og þá af hverju. Flest sveitarfélögin eru með H3 og Kjarna. Niðurstaða UT-teymis eftir ítarlega skoðun og samanburð á þessum kerfum er að gengið verði til samninga við Origo um Kjarna, rökin fyrir vali þeirrar lausnar eru rakin í rökstuðningi með beiðni þessari. Ef heimild fæst þá er gert ráð fyrir að innleiðing hefjist um miðjan ágúst.
b) Byggðaráð hrósar ungmennaráði fyrir góðar tillögur og vísar þeim til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun. Lagt fram til kynningar