Sveitarstjórn

384. fundur 18. nóvember 2025 kl. 16:15 - 18:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir komu fram um fundarboð eða fundarboðun.

Í upphafi fundar upplýsti forseti sveitarstjórnar um viðbótargögn undir máli 202510050, liður 16, sem er viðaukabeiðni frá íþróttafulltrúa. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka viðaukabeiðnina fyrir undir málinu.

Jafnframt upplýsti forseti að liður 30 og 26 eru sama málið og því samþykkt samhljóða að taka lið nr. 30 af dagskrá.

Forseti óskaði heimildar að bæta við máli 202401062 á dagskrá, liður 36, og var það samþykkt samhljóða.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1166; frá 06.11.2025

Málsnúmer 2511001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202508069.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202510151.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202508006.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1167; frá 13.11.2025

Málsnúmer 2511006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202505063.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202505031.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202509052.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202503110.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202510053.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; mál 202509061.
Liður 10 er sér liður á dagskrá; mál 202508097.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Félagsmálaráð - 291; frá 11.11.2025

Málsnúmer 2511005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202506035.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202510051.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Íþrótta- og æskulýðsráð - 180; frá 04.11.2025

Málsnúmer 2510017FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202510050.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202509144.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Skipulagsráð - 40; frá 12.11.2025

Málsnúmer 2511003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 19 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202409139.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202409138.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202501016.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202501017.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202011010.
Liður 15 er sér mál á dagskrá; mál 202510048.
Liður 17 er sér mál á dagskrá; mál 202508069.
Liður 18 er sér mál á dagskrá; mál 202504019.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 38; frá 07.11.2025

Málsnúmer 2511002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202508097.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202510024.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202510059.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202510128.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 151; frá 05.11.2025

Málsnúmer 2510019FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202501060.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202510062 - tilboð.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Frá 1167. fundi byggðaráðs þann 13.11.2025; Gjaldskrárbreytingar íþróttamiðstöðvar 2025

Málsnúmer 202503110Vakta málsnúmer

Á 1167. fundi byggðaráðs þann 13. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Í gjaldskránni er lagt til eftirfarandi breytingar:
Leiga á þreksal (litla sal) ein klst lækki úr kr. 5.900 í kr. 4.500.
Viðbót í Afslættir/fríðindi: "Fylgdarmenn öryrkja, sem vegna líkamlegrar eða andlegrar getu eru ekki færir um að sækja sundlaugina einir, fá frían aðgang að sundlaug.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi jafnframt minnisblað íþróttafulltrúa, dagsett þann 13. nóvember 2025, þar sem gert er grein fyrir forsendum lækkunar á leigu í þreksal.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar breytingartillögur á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar fyrir árið 2025 og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að breytingum á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar vegna ársins 2025.

9.Frá 1166. fundi byggðaráðs þann 06.11.2025 og 40. fundi skipulagsráðs þann 12.11.2025; Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508069Vakta málsnúmer

a) Á 1166. fundi byggðaráðs þann 6. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. voru tillögur fagráða að gjaldskrám 2026 til umfjöllunar og var afgreiðslu frestað nema að tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2026 fór til fyrri umræðu í sveitarstjórn sl.
þriðjudag. Einnig var gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir árið 2026 samþykkt á fundi sveitarstjórnar 4. nóvember sl.
Til umræðu tillögur að gjaldskrám 2026. Um er að ræða eftirtaldar gjaldskrár:
Hunda- og kattahald í Dalvíkurbyggð.
Ýmis gjöld á Framkvæmdasviði; Böggvisstaðaskáli- leiga, upprekstur á búfé, leiguland, fjallskiladeildir, lausaganga búfjár, rafaveiðar, minkaveiðar, efnistaka.
Gjaldskrá Vatnsveitu.
Gjaldskrá Fráveitu.
Gjaldskrá sorphirðu.
Gjaldskrá Slökkviliðs.
Gjaldskrá Hafnasjóðs.
Gjaldskrá verbúða.
Gjaldskrá Félagsmálasvið; framfærslukvarði, akstursþjónusta stoðþjónustu, Lengd viðvera, Matarsendingar, heimilisþjónustua, stuðningsfjölskyldur, NPA.
Gjaldskrá fyrir söfn og Menningarhúsið Berg; Bókasafn Dalvíkurbyggðar, Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggð, Menningarhúsið Berg.
Gjaldskrá fræðslumála; Dalvíkurskóli, Árskógarskóli, Félagsheimilið Árskógur, Frístund, Krílakot og Kötlukot.
Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar og Félagsmiðstöðvar; Félagsmiðstöð, íþróttasalir, Sundlaug, Líkamsrækt, stærri viðburðir.
Gjaldskrár vegna skipulagsmála eiga efir að fara aftur fyrir fund Skipulagsráðs.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að leiga á verbúðum Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar hækki um 15% á milli ára í stað 3,2%.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum breytingar á gjaldskrá Félagsmiðstöðvar og Íþróttamiðstöðvar sem gerðar voru á fundinum á einstaka liðum.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám með ofangreindum breytingartillögum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Varðandi gjaldskrá fræðslumála vegna leikskólagjalda þá samþykkir Monika Margrét Stefánsdóttir ekki liðinn "Skráningadagar/Ekki er veittur afsláttur af skráningadögum" og leggur fram eftirfarandi bókun:
"Þar sem ákveðið var frá upphafi vinnunnar um gjaldfrjálsa leikskóla í Dalvíkurbyggð, að ekki yrði aukinn kostnaður fyrir þá foreldra/forráðamenn sem ekki gætu nýtt sér þessa gjaldfrjálsu tíma er ég mótfallin því að þeir sem þurfa að greiða leikskólagjöld þurfi einnig að greiða fyrir skráningardaga sem leikskólinn setur. Ef hins vegar foreldrar/forráðamenn sem greiða leikskólagjöld skrá barn/börn sín á skráningardag en þau mæta EKKI þá ætti gjald samkvæmt gjaldskrá að leggjast á leikskólagjöld næsta mánuð á eftir."

b) Á 40. fundi skipulagsráðs þann 12. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál í Dalvíkurbyggð og innheimtu gatnagerðargjalda.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir framlagðar tillögur að gjaldskrám.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi gjaldskrár vegna ársins 2026 sem tilgreindar eru í bókun byggðaráðs.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál 2026 og gatnagerðargjald 2026.

10.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2026. Síðari umræða.

Málsnúmer 202508069Vakta málsnúmer

Á 383. fundi sveitarstjórnar þann 4. nóvember sl. var gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur tekin til fyrri umræðu og samþykkti sveitarstjórn samhljóða að vísa henni til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2026 og vísar henni til staðfestingar ráðuneytisins og auglýsingu í stjórnartíðindum.

11.Frá 40. fundi skipulagsráðs þann 12.11.2025; Gjaldskrá fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202504019Vakta málsnúmer

Á 40. fundi skipulagsráðs þann 12. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram til áframhaldandi umræðu drög að gjaldskrá fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir að gjaldskrá fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð verði hluti af gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs, og sbr. liður 9 hér að ofan.

12.Frá 1167. fundi byggðaráðs þann 13.11.2025; Álagning fasteignagjalda 2026

Málsnúmer 202509052Vakta málsnúmer

Á 1167. fundi byggðaráðs þann 13. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1162. fundi byggðaráðs þann 16. október sl. var til umfjöllunar álagning fasteignaskatts og fasteignagjalda 2026. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi heildartillaga vegna álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda 2026. Helsta breytingin er að álagning fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,50% í 0,44%. sbr. frumvarp að fjárhagsáætlun 2026.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri heildartillögu til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórnar."

Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis: A- skattflokkur.
Fasteignaskattur A verði 0,44% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald og fráveitugjald verði skv. sérstakri gjaldskrá, sbr. liður 9 hér að ofan.
Sorphirðugjald verði kr. 76.190 á íbúð og kr. 36.281 fast gjald á frístundahús, sjá nánar í sérstakri gjaldskrá sorphirðugjalda, sbr. liður 9 hér að ofan.

Fasteignagjöld stofnana: B- skattflokkur.
Fasteignaskattur B verði 1,32% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald og fráveitugjald verði innheimt skv.sérstakri gjaldskrá, sbr. liður 9 hér að ofan.

Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis; C-skattflokkur.
Fasteignaskattur C verði 1,65% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald og fráveitugjald verði innheimt skv. sérstakri gjaldskrá, sbr. liður 9 hér að ofan.

Lóðarleiga íbúðahúsalóða verði 1% af fasteignagmati lóðar, 2,9% af fasteignamati atvinnulóða og 3,0% af fasteignamati ræktarlands.

Lagt er til að gjalddagar verði áfram 10 og sá fyrsti 5. febrúar nk. Í þeim tilvikum sem heildarupphæð fasteignagjalda er kr. 40.000 eða lægri þá verði öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 5. febrúar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2026 og sbr. ofangreint.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum jafnframt að fjöldi gjalddaga verði óbreyttur eða 10, sá fyrsti 5. febrúar nk. Ef heildarupphæð fasteignagjalda er kr. 40.000 eða lægri þá verði öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga.

13.Frá 1166. fundi byggðaráðs þann 06.11.2025; Ákvörðun um álagningu útsvars 2026

Málsnúmer 202510151Vakta málsnúmer

Á 1166. fundi byggðaráðs þann 6. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Í frumvarpi að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að útsvarsprósenta sveitarfélagsins verði óbreytt á milli ára.
Með fundarboði byggðaráðs fylgi tillaga um að álagningarprósenta útsvars til Dalvíkurbyggðar verði áfram heimilað hámark eða 14,97%.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að útsvarsprósenta Dalvíkurbyggðar verði óbreytt á milli ára og verði 14,97% fyrir árið 2026."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að útsvarsprósenta Dalvíkurbyggðar árið 2026 verði óbreytt á milli ára og verði 14,97%. sbr. heimilað hámark.

14.Starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Síðari umræða.

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Á 383. fundi sveitarstjórnar þann 4. nóvember sl. var frumvarp að starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 tekin til fyrri umræðu og var samþykkt samhljóða að vísa frumvarpinu til byggðaráðs á milli umræðna.

Á 1167. fundi byggðaráðs þann 13. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1166. fundi byggðaráðs þann 6. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað: Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa til gerðar fjárhagsáætlunar 2026 og þriggja ááætlunar þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Á næsta fundi byggðaráðs verði lagt fram fjárhagsáætlunarlíkan með breytingum sem gerðar eru á milli umræðna í sveitarstjórn.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu skýrslur úr fjárhagsáætlunarlíkani þar sem búið er að gera setja inn þær breytingar sem gerðar hafa verið á milli umræðna, bæði hvað varðar rekstur og fjárfestingar.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir ofangreint og helstu niðurstöður ásamt ítarefni sem fylgdi með.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 ti síðari umræðua í sveitarstjórn eins og það liggur fyrir."

Helstu niður fjárhagsáætlunar 2026 eru eftirfarandi:
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs er jákvæð um kr. 60.726.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 202.270.
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 227.810.000.

Rekstrarniðurstaða áranna 2027-2029 er áætluð áfram jákvæð.

Veltufé frá rekstri árið 2026 er áætlað um 600 m.kr. og handbært fé frá rekstri um 567 m.kr.
Afborganir lána fyrir árin 2026-2029 eru áætlaðar um 303,3 m.kr. fyrir Samstæðu A- og B- hluta.


Áætluð lántaka er kr. 0. Í þriggja ára áætlun er áætluð lántaka Eignasjóðs árið 2027 kr. 140.000.000.
Áætlaðar fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta árið 2026 eru kr. 709.470.000 og áætlaðar fjárfestingar fyrir árin 2027-2029 eru kr. 2.087.715.000.

Búnaðarkaup eru áætluð um 48,8 m.kr. fyrir árið 2026.
Áætlað viðhald Eignasjóðs er áætlað um 99,6 m.kr. fyrir árið 2026.






Til máls tóku:

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu breytingum á milli umræðna.

Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum frumvarp að starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 eins og það liggur fyrir.
Sveitarstjórn þakkar stjórnendum og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir vinnuna við áætlunina sem og þakkar kjörnum fulltrúum fyrir þeirra framlag.

15.Þjónustustefna skv. sveitarstjórnarlögum. Síðari umræða.

Málsnúmer 202505031Vakta málsnúmer

Á 383. fundi sveitarstjórnar þann 4. nóvember sl. var Þjónustustefna Dalvíkurbyggðar, sem er hluti af starfs- og fjárhagsáætlun 2026, tekin til fyrri umræðu og samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að vísa henni til byggðaráðs á milli umræðna.

Á 1167. fundi byggðaráðs þann 13. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að Þjónustustefnunni.
Þjónustustefnan er til kynningar og umsagnar til og með 17. nóvember nk. á heimasíðu sveitarfélagsins; https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/category/1/thjonustustefna-dalvikurbyggdar-2
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa Þjónustustefnunni til síðari umræðu í sveitarstjórn."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu upplýsingar um að engar umsagnir bárust frá íbúum um Þjónustustefnuna.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi Þjónustustefnu Dalvíkurbyggðar.

16.Frá 180. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 04.11.2025; Styrkur til snjóframleiðslu

Málsnúmer 202510050Vakta málsnúmer

Á 180. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4.nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Skíðafélag Dalvíkur óskar eftir 3.000.000 kr styrk til snjóframleiðslu. Ítarleg kostnaðaráætlun við framleiðsluna hefur verið lögð fram.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum, styrk um eina milljón króna til snjóframleiðslu með það að markmiði að skapa aðstæður fyrir æfingar barna- og ungmenna."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi viðaukabeiðni frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 17. nóvember sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 1.000.000 á lið 06800-9145 vegna ofangreinds styrks skv. bókun íþrótta- og æskulýðsráðs.
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 57 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 1.000.000 á lið 06800-9145.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

17.Frá 180. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 04.11.2025; Samningur um byggingu reiðhallar

Málsnúmer 202509144Vakta málsnúmer

Á 180. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Kostnaðaráætlun við uppbyggingu í Hringsholti hefur verið lögð fram ásamt því að ljúka þarf formlegri samningagerð um uppbygginguna.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samning Dalvíkurbyggðar og Hestamannafélagsins Hrings ásamt kostnaðaráætlun fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum. Samningi er vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók:
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs og fyrirliggjandi tillögu að fjárfestingasamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Hestamannafélagsins Hrings vegna byggingu reiðhallar í Hringsholti.

18.Frá 291. fundi félagsmálaráðs þann 11.11.2025; Tómstundastarf eldri borgara í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202506035Vakta málsnúmer

Á 291. fundi félagsmálaráðs þann 11. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir aftur drög að samningi við Dalbæ um tómstundastarf eldri bogara og öryrkja í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir samninginn við Dalbæ um tómstundastarf eldri borgara og öryrkja í Dalvíkurbyggð með fimm greiddum atkvæðum og vísar samningnum til sveitarstjórnar."
Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessum lið verði visað til byggðaráðs.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar og vísar samningnum til byggðaráðs.

19.Frá 1167. fundi byggðaráðs þann 13.11.2025; Veitur Dalvikurbyggðar, mögulegt samstarf

Málsnúmer 202510053Vakta málsnúmer

Á 1167. fundi byggðaráðs þann 13. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærð drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Norðurorku um samstarf og þjónustu vegna veitureksturs í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Norðurorku og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Monika Margrét Stefánsdóttir greiðir atkvæði á móti."
Til máls tóku:

Monika Margrét Stefánsdóttir, sem leggur fram svohljóðandi bókun B-lista og óháðra:
"B listinn og óháðir leggja til að frekar en að gera samning við Norðurorku verði gerður tímabundinn samningur við fyrirtæki innan sveitarfélagsins ef/þegar starfsmenn veitna þurfa aðstoð við verk í vettvangsvinnu ásamt því að gera tímabundinn samning við verkfræðistofu til að vinna þau störf sem tengjast rekstri veitnanna og tæknilegri ráðgjöf. Það getur ekki talist skynsamlegt að gera samning við samkeppnisaðila sem Norðurorka er sannanlega."

Freyr Antonsson, sem leggur fram svohljóðandi bókun fyrir hönd meirihlutans:
"Samningurinn milli Dalvíkurbyggðar og Norðurorku hf. snýr að veitingu þjónustu, ráðgjöf og aðstoð á vettvangi. Markmið samningsins er að tryggja öruggan og faglegan rekstur veitna í Dalvíkurbyggð með því að nýta sérþekkingu, tækni og mannauð Norðurorku hf.

Dalvíkurbyggð ber áfram fulla og óskoraða ábyrgð á stjórnun og rekstri vatns-, hita- og fráveitu eins og áður. Veitur Dalvíkurbyggðar eru öryggiskerfi samfélagsins og mikilvægar fyrir daglegt líf íbúa, atvinnulíf, íbúaþróun og atvinnutækifæri.

Norðurorka er nú þegar með starfsemi í Dalvíkurbyggð að Ytri Haga og í samstarfi við Hitaveitu Dalvíkur um jarðhitarannsóknir í Þorvaldsdal."

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Norðurorku um samstarf og þjónustu vegna veitureksturs í Dalvíkurbyggð.
Monika Margrét Stefánsdóttir og Kristinn Bogi Antonsson greiða atkvæði á móti.

20.Frá 291. fundi félagsmálaráðs þann 11.11.2025; Styrkbeiðni Fjölskylduþjónustu Norðurlands eystra

Málsnúmer 202510051Vakta málsnúmer

Á 291. fundi félagsmálaráðs þann 11. nóvember sl. var eftirfarndi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Fjölskylduþjónustu Norðurlands eystra dags. 31.10.2025. Málið var einnig tekið fyrir á fundi Byggðaráðs fundi nr. 1165. Þar var bókað að Byggðaráð samþykki samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í félagsmálaráði og fræðsluráði.
Forsaga málsins er sú að sveitarfélögum á landinu gátu sótt um styrki frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu í þágu farsældar barna. Sveitarfélög á Norðurlandi eystra sendu frá þér umsóknir en einnig eina sameiginlega sem er meðferðarúrræði með vinnuheitið Fjölskylduþjónusta Norðurlands eystri. Það verkefni fékk veglegan styrk eða alls 70.000.000 kr. En í áætlun með verkefninu er gert ráð fyrir kostnaði upp á 90.000.000. Þar af leiðandi er hlutur Dalvíkurbyggðar 995.000 kr. Markmið verkefnisins er aða efla farsæld barna og fjölskyldna þeirra með samþættum og snemmtækum stuðningi.
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum og hlutur Dalvíkurbyggðar verði greiddur af 02-80-9145."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs hvað varðar þátttöku í verkefninu og kostnaður vegna þess verði fjármagnaður af deild 02800-9145.

21.Frá 38. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 07.11.2025; Gagnaslóð

Málsnúmer 202510024Vakta málsnúmer

Á 38. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur dags. 6. október 2025, þar sem Valur Benediktsson, fyrir hönd nokkurra bænda í Hörgársveit, óskar eftir þátttöku Dalvíkurbyggðar í gerð fjórhjólaslóðar upp Mjóadal frá Hrafnagili á Þorvaldsdal til að auðvelda notkun fjórhjóla og dróna við smölun og fjárleitir. Með erindinu fylgdu uppdrættir og myndir auk grófrar kostnaðaráætlunar.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð bendir á að slóði á þessu svæði er ekki á skipulagi auk þess sem svona framkvæmd þarfnast framkvæmdaleyfis. Ráðið hafnar beiðni um fjárstyrk.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og hafnar erindinu.

22.Frá 38. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 07.11.2025; Réttir landsins

Málsnúmer 202510128Vakta málsnúmer

Á 38. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Önnu Fjólu Gísladóttur ljósmyndara og Gísla Björnssyni teiknara þar sem óskað er eftir stuðningi Dalvíkurbyggðar við gerð bókar um réttir á Íslandi.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð hafnar erindinu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og hafnar erindinu.

23.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar; tillaga til fyrri umræðu ásamt erindisbréfum.

Málsnúmer 202509061Vakta málsnúmer

Á 1167. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 13. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn:
Drög að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.
Drög að erindisbréfi fyrir Fjölskylduráð.
Drög að erindisbréfi fyrir Framkvæmdaráð.
Drög að Samþykkt fyrir byggðaráð Dalvíkurbyggðar.
Einnig fylgdi með til upplýsingar drög að vinnureglum frá 2021 vegna áheyrnarfulltrúa í fræðsluráði.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til umfjöllunar og fyrri umræðu í sveitarstjórn, Monika Margrét Stefánsdóttir situr hjá vegna erindisbréfs Fjölskylduráðs.
b) Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum að erindisbréfi byggðaráðs til umfjöllunar og fyrri umræðu í sveitarstjórn.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa drögum að erindisbréfi Framkvæmdaráðs til umfjöllunar og fyrri umræðu í sveitarstjórn.
d) Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa drögum að erindisbréfi fyrir Fjölskylduráð til umfjöllunar og fyrri umræðu í sveitarstjórn, Monika Margrét Stefánsdóttir situr hjá þar sem henni finnst að Félagsmálaráð eigi að vera áfram til eitt og sér."
Til máls tóku:

Monika Margrét Stefánsdóttir, sem leggur til svohljóðandi bókun fyrir hönd B-listans og óháðra:
"B listi og óháðir greiða atkvæði með erindisbréfi Byggðaráðs og erindisbréfi Framkvæmdaráðs en greiðir atkvæði á móti erindisbréfi Fjölskylduráðs þar sem við teljum að Félagsmálaráð eigi enn að vera sér ráð. Einnig leggjum við til að gildistöku á þessum breytingum verði frestað þar til á nýju kjörtímabili."

Helgi Einarsson.
Kristinn Bogi Antonsson.
Freyr Antonsson.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi drögum að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn ásamt erindisbréfum byggðaráðs, Fjölskylduráðs og Framkvæmdaráðs. Monika Margrét Stefánsdóttir og Kristinn Bogi Antonsson greiða atkvæði á móti.

24.Frá 38. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 07.11.2025; Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 202510059Vakta málsnúmer

Á 38. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum lá umsókn Berglindar Aspar Viðarsdóttur um búfjárleyfi fyrir hross í Hringsholti.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir umsókn um búfjárleyfi. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs í samræmi við umsókn um búfjárleyfi.

25.Frá 40. fundi skipulagsráðs þann 12.11.2025; Hesthúsasvæði Ytra-Holti - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202409139Vakta málsnúmer

Á 40. fundi skipulagsráðs þann 12. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Anna Kristín Guðmundsdóttir hjá Landslagi ehf. kynnti skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag hesthúsasvæðis í Hringsholti.
Anna Kristín sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Auk hennar sátu fundinn í fjarfundabúnaði Atli Steinn Sveinbjörnsson og Ómar Ívarsson hjá Landslagi ehf.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða lýsingu að nýju deiliskipulagi hesthúsasvæðis í Hringsholti. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að lýsingin verði kynnti skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

26.Frá 40. fundi skipulagsráðs þann 12.11.2025; Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Á 40. fundi skipulagsráðs þann 12. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram minnisblað frá Eflu verkfræðistofu, dags. 30.október 2025, þar sem gerð er tillaga að hliðrun Gunnarsbrautar til austurs og útfærslu umferðareyja í Sunnutúni/Hafnarbraut og Sjávarbraut/Gunnarsbraut til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 10.september sl.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting eftir auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi þjóðvegar í gegnum Dalvík til samræmis við framlögð gögn.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting eftir auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi þjóðvegar í gegnum Dalvík til samræmis við framlögð gögn.

27.Frá 40. fundi skipulagsráðs þann 12.11.2025; Athafnasvæði við Sandskeið - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202409138Vakta málsnúmer

Á 40. fundi skipulagsráðs þann 12. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Anna Kristín Guðmundsdóttir hjá Landslagi ehf. kynnti lýsingu fyrir nýtt deiliskipulag athafnsvæðis við Sandskeið á Dalvík.
Anna Kristín sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Auk hennar sátu fundinn í fjarfundabúnaði Atli Steinn Sveinbjörnsson og Ómar Ívarsson hjá Landslagi ehf.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og framlagða lýsingu fyrir nýtt deiliskipulag athafnasvæðis við Sandskeið á Dalvík. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

28.Frá 40. fundi skipulagsráðs þann 12.11.2025; Árskógsvirkjun Þorvaldsdal - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202501016Vakta málsnúmer

Á 40. fundi skipulagsráðs þann 12. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, unnin af Eflu verkfræðistofu. Tilagan gerir ráð fyrir nýju iðnaðarsvæði og efnistökusvæði í Þorvaldsdal í tengslum við áform um vatnsaflsvirkjun.
Kynningu vinnslutillögu fyrir breytinguna lauk þann 23.júlí sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Mílu, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Rarik, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands, slökkviliði Dalvíkur, Fjallabyggð, Náttúrufræðistofnun, Fiskistofu, Hörgársveit og Landsneti.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

29.Frá 40. fundi skipulagsráðs þann 12.11.2025; Árskógsvirkjun Þorvaldsdal - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202501017Vakta málsnúmer

Á 40. fundi skipulagsráðs þann 12. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal, unnin af Eflu verkfræðistofu. Tilagan gerir ráð fyrir byggingu allt að 5 MW vatnsaflsvirkjunar, stíflu og stöðvarhúss, ásamt lagingu vegslóða og 3,7 km langrar aðrennslispípu auk efnistökusvæðis.
Kynningu vinnslutillögu fyrir skipulagsáformin lauk þann 23.júlí sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Mílu, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Rarik, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun,
Náttúruverndarstofnun, Fiskistofu, Ferðafélagi Svarfdæla og Landsneti.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.

30.Frá 40. fundi skipulagsráðs þann 12.11.2025; Hafnargata 4 - umsókn um endurnýjun sjólagnar

Málsnúmer 202510048Vakta málsnúmer

Á 40. fundi skipulagsráðs þann 12. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi skipulagsráðs þann 15.október sl. var tekin fyrir umsókn Ocean EcoFarm ehf. um endurnýjun sjólagnar sem liggur um 750 m út frá Hafnargötu 4 á Hauganesi og samþykkti skipulagsráð að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir áformunum.
Gera þarf breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við fyrirhugaða framkvæmd.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir samhljóða að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið.
Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

31.Frá 38. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 07.11.2025 og 1167. fundi byggðaráðs þann 13.11.2025; Breytingar á stoppistöð landsbyggðarstrætó á Dalvík

Málsnúmer 202508097Vakta málsnúmer

Á 30. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram kynning Vegagerðarinnar á breytingum sem fyrirhugaðar eru á leiðakerfi landsbyggðastrætó áramótin 2025/2026.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð bendir á að með því að strætó gangi ekki niður á Árskógssand nái nýtt leiðarkerfi ekki að uppfylla hlutverk landsbyggðastrætó um að tengja saman ferðamáta á landi, lofti og á sjó. Einnig þarf að flýta vinnu við flutning á stoppistöð strætó á Dalvík meira miðsvæðis til að bæta tengingu við Grímseyjarferju eins og lagt er til í deiliskipulagsdrögum.Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."

Á 1167. fundi byggðaráðs þann 13. nóvember sl. var samþykkt samhljóða að taka undir ofangreinda bókun umhverfis- og dreifbýlisráðs og jafnframt bókað að byggðaráð harmi að tíðni ferða var ekki aukin til og frá Dalvíkurbyggð.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn tekur undir bókanir Umhverfis- og dreifbýlisráðs og byggðaráðs og bendir á að með því að strætó gangi ekki niður á Árskógssand nái nýtt leiðarkerfi ekki að uppfylla hlutverk landsbyggðastrætó um að tengja saman ferðamáta á landi, lofti og á sjó. Einnig þarf að flýta vinnu við flutning á stoppistöð strætó á Dalvík meira miðsvæðis til að bæta tengingu við Grímseyjarferju eins og lagt er til í deiliskipulagsdrögum. Þá harmar sveitarstjórn að ekki var aukin tíðni ferða til og frá Dalvíkurbyggð.

32.Frá 151. fundi veitu- og hafnaráðs þann 05.11.2025; Hitastigulsrannsóknir Þorvaldsdal - umboð

Málsnúmer 202501060Vakta málsnúmer

Á 151. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá Norðurorku um stöðu jarðhitarannsókna í Þorvaldsdal í lok september sl., dags. 8.október 2025.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð minnir á bókun ráðsins frá 6.febrúar sl., þar sem óskað var eftir því að fá drög að samningi við Norðurorku vegna þessa verkefnis og leggur áherslu á að ljúka þarf samningi sem fyrst. Jafnframt samþykkir veitu- og hafnaráð samhljóða með 5 atkvæðum að veita Auði Öglu Óladóttur, hjá ÍSOR, formlegt umboð til þess að gæta hagsmuna sveitarfélagsins í þessu verkefni."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að veita Auði Öglu Óladóttur hjá ÍSOR formlegt umboð til þess að gæta hagsmuna Dalvíkurbyggðar í þessu verkefni hvað varðar jarðhitarannsóknir í Þorvaldsdal.

33.Frá 151. fundi veitu- og hafnaráðs þann 05.11.2025; Djúpdælur HA-11 og ÁRS-32; tilboð í niðursetningu

Málsnúmer 202510062Vakta málsnúmer

Á 151. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5.nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir kaup á djúpdælu til þess að setja niður í holu á Brimnesborgum ÁRS-32 og kostnaðaráætlun fyrir niðursetningu á henni sem og kostnaði við niðursetningu á djúpdælu í HA-11. Setja á báðar djúpdælur niður næsta vor/sumar.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að taka tilboði í niðursetningu á djúpdælu á Hamri en vísar ákvörðun um kaup á djúpdælu ásamt kostnaði við niðursetningu á Birnunesborgum til byggðaráðs. Veitu- og hafnaráð felur sveitarstjóra að kanna hvort gert er ráð fyrir kostnaði við að taka upp dælu á Birnunesborgum ásamt því að setja niður djúpdælu."
Til máls tók:
Freyr Antonsson, sem leggur til að sveitarstjórn samþykki einnig að taka tilboði í djúpdælu og niðursetningu hennar í ÁRS-32 á sama tíma.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að taka tilboði frá HD ehf. hvað varðar niðursetningu á djúpdælu á Hamri og að taka tilboði í djúpdælu og niðursetningu hennar í ÁRS-32 á sama tíma.

34.Frá 1166. fundi byggðaráðs þann 06.11.2025; Árbakki, Árskógssandi - umsagnarbeiðni gistileyfi

Málsnúmer 202508006Vakta málsnúmer

Á 1166. fundi byggðaráðs þann 6. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Í umsögn skipulagsfulltrúa dagsettri þann 28. október sl. til Sýslumannsins á Norðurlandi eystra kemur fram að Skipulagsfulltrúi bendir á að fyrirhuguð starfsemi samræmist ekki fyrirliggjandi skipulagi og skipulagsskilmálum svæðisins. Ekki hefur verið tekin endanleg afstaða til þess hvort leyfa skuli gististarfsemi á svæðinu en stefnt er að því að skilmálar um slíkt verði settir í nýtt aðalskipulag.
Á grundvelli þess gefur skipulagsfulltrúi jákvæða umsögn, sbr. 1.tl. 4.mgr. 10.gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Niðurstaða : Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreint leyfi sé veitt, með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfi sé veitt vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II frá Fjúkandi hjólbörum ehf vegna Árbakka. í gildi var rekstrarleyfi
frá 2020 vegna "Íglúshússins" á Árbakka sem nýir eigendur eru nú að taka við. Afgreiðslan er með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

35.Kosningar skv. samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar; 1. varaforseti.

Málsnúmer 202510150Vakta málsnúmer

Á 383. fundi sveitarstjórnar þann 4. nóvember sl. var Lilju Ósmann Guðnadóttur, 1. varaforseta, veitt lausn frá störfum úr sveitarstjórn.
Til máls tók:
Feyr Antonsson, sem leggur til að Monika Margrét Stefánsdóttir taki sæti Lilju Ósmann Guðnadóttur sem 1. varaforseti.

Fleiri tóku ekki til máls.

Ekki komu fram aðrar tillögur og er því Monika Margrét Stefánsdóttir 1. varaforseti sveitarstjórnar.

36.Frá skipulagsfulltrúa; Miðsvæði Dalvíkur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202401062Vakta málsnúmer

Á 381. fundi sveitarstjórnar þann 19. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi sveitarstjórnar þann 15.apríl sl. var samþykkt að lóð hjúkrunarheimilisins Dalbæjar yrði skipt í tvær lóðir. Gera þarf breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna þessa, þar sem ný lóð verður skilgreind sem íbúðarsvæði í stað svæðis fyrir þjónustustofnanir.
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008- 2020 til samræmis við erindið. Að mati sveitarstjórnar er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr.123/2010."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi rafpóstur skipulagsfulltrúa, dagsettur þann 18.nóvember 2025,þar sem fram kemur að bóka þarf að fallið verði frá fyrri ákvörðun um að gera breytingu á aðalskipulagi þar sem lóð Dalbæjar er skipt í tvær lóðir, sbr. mál 202404098.

Til máls tók:
Kristinn Bogi Antonsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:35.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að falla frá bókun sem gerð var þann 16.júní sl. varðandi breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, þar sem samþykkt var að breyta landnotkun á hluta af lóð Dalbæjar úr svæði fyrir þjónustustofnanir í íbúðarsvæði og að lóð Dalbæjar verði skipt í tvær lóðir.
Kristinn Bogi Antonsson tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.


Kristinn Bogi kom inn á fundinn að nýju kl. 17:36.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs