Íþrótta- og æskulýðsráð

178. fundur 30. september 2025 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir formaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
  • Jón Stefán Jónsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir boðaði forföll en enginn kom í hennar stað. Kristinn Bogi Antonsson, boðaði ekki forföll og enginn kom í hans stað.

1.Gjaldskrárbreytingar íþróttamiðstöðvar 2025

Málsnúmer 202503110Vakta málsnúmer

Íþróttafulltrúi leggur til umræður og breytingar um gildissvið gjaldskrár íþróttamiðstöðvar 2025 og framvegis.
1. Litli salurinn og málefni honum tengdum. Gildissvið korta í líkamsrækt.
2. Umræða um umönnunarkort og fylgdarmenn.
3. Umræða um gildissvið korta er varða börn sem eiga lögheimili utan Dalvíkurbyggðar en eiga foreldri búsett í sveitafélaginu.
4. Uppfærsla á leigu á litla sal fyrir árið 2025 til samrýmis við áætlaða breytingu á gjaldskrá 2026.
5. Gildissvið ÍB-korta.
Iþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með þremur atkvæðum uppfærða gjaldskrá fyrir fjárhagsárið 2025.

1. Líkamsræktarkort gilda ekki í litla sal í íþróttahúsi.

2. Fylgdarmenn öryrkja, sem vegna líkamlegrar eða andlegrar getu eru ekki færir um að sækja sundlaugina einir, fá frían aðgang að sundlaug.

3. Tekið til umræðu.

4. Íþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með þremur atkvæðum uppfærða gjaldskrá fyrir fjárhagsárið 2025.

5. Tekið til umræðu.

2.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508069Vakta málsnúmer

Íþróttafulltrúi leggur fram uppfærða gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar fyrir árið 2026 til samræmingar við umræður um gjaldskrá fyrir árið 2025.
Íþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með þremur atkvæðum gjaldskrá Íþróttamannvirkja og félagsmiðstöðvar fyrir fjárhagsárið 2026.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Íþróttafulltrúi leggur fram starfsáætlun íþróttamiðstöðvar árið 2026. Einnig kynnir íþróttafulltrúi helstu áherslur í tengslum við áætlað viðhald, búnaðarkaup og þess háttar tengt íþróttamiðstöðinni.

Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi, fer yfir starfs - og fjárhagsáætlun Félagsmiðstöðina Dallas og Víkurröst.
Íþrótta - og æskulýðsráð samþykkir starfsáætlun íþróttamiðstöðvar með þremur atkvæðum. Íþrótta - og æskulýðsráð gera ekki athugasemdir við þá þætti sem tengjast fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2026.

Íþrótta - og æskulýðsráð samþykkir starfsáætlun Félagsmiðstöðvar og Víkurröst með þremur atkvæðum fyrir fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2026.

4.Fjárhagsáætlun 2026; fjármögnun starfsmanns

Málsnúmer 202508068Vakta málsnúmer

Umræður um ósk UMFS um styrk til ráðningar starfsmanns fyrir félagið. Ljóst er að ekkert verður af því að UMSE og UMFS verði með sameiginlegan starfsmann og því þarf að endurmeta möguleikana.
Íþrótta - og æskulýðsráð er fylgjandi því að starfsmaður verði ráðinn og vísar málinu til Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar í vinnu við fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2026. Íþrótta - og æskulýðsráð óskar eftir að íþróttafulltrúi fylgir málinu eftir inn í Byggðaráð.

5.Framkvæmdir íþróttamannvirkja Heildaráætlun 2024-2031

Málsnúmer 202509069Vakta málsnúmer

Íþróttafulltrúi leggur fyrir hugmyndir um breytingar á heildaráætlun framkvæmda íþróttamannvirkja fyrir árin 2025-2031.
Íþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með þremur atkvæðum heildaráætlun um styrki til framkvæmda á íþróttamannvirkjum 2026 - 2031.

6.Þróun á þátttöku í skipulögðu íþrótta og tómstundastarfi

Málsnúmer 202509145Vakta málsnúmer

Rætt um þróun iðkendafjölda í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi í Dalvíkurbyggð.
Íþrótta - og æskulýðsráð felur íþróttafulltrúa að taka saman iðkendatölur og koma með þær upplýsingar inn á fund hjá ráðinu.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir formaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
  • Jón Stefán Jónsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs