Veitu- og hafnaráð

148. fundur 12. júní 2025 kl. 08:15 - 11:19 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Benedikt Snær Magnússon formaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson varaformaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Björgvin Páll Hauksson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir/ Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sveitarstjóri/sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Gunnlaugur Svansson boðaði forföll og varamaður gat ekki mætt í hans stað.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn kl. 10 sem starfsmaður í stað sveitarstjóra undir lið 11.

1.Hitastigulsrannsóknir Þorvaldsdal

Málsnúmer 202501060Vakta málsnúmer

Sigurveig Árnadóttir og Stefán H. Steindórsson frá Norðurorku sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað, á Teams og kynntu næstu skref varðandi ÁRS-41 í Þorvaldsdal.
Veitu- og hafnaráð þakkar Sigurveigu og Stefáni fyrir góða kynningu.
Lagt fram til kynningar.

2.Dreifibréf í hús, fráveita

Málsnúmer 202403050Vakta málsnúmer

Tillögur af dreifibréfi lagðar fram.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela veitustjóra að óska eftir leyfi Norðurorku til þess að nota dreifibréf þeirra um óleyfilegt niðurhal.

3.Varðar hitastig á vatni í Lækjarkoti-Hreiðarsstöðum 2

Málsnúmer 202501110Vakta málsnúmer

Veitustjóri leggur fram tillögu til um umræðu og afgreiðslu, um árlega niðurgreiðslu vegna lágs hitastigs á vatni til notanda.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

4.Verksamningur um þjónustu og ráðgjöf 2025

Málsnúmer 202505023Vakta málsnúmer

Lagður fram fram verksamningur um þjónustu og ráðgjöf frá ISOR, sem hefur það að markmiði að halda utan um ýmis tilfallandi verkefni og verkefnastjórnun sem ÍSOR hafa með höndum fyrir Hitaveitu Dalvíkur.
Veitu- og hafnaráðs samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum fyrirliggjandi samning við ÍSOR.

5.Birnunesborgir - mælingar

Málsnúmer 202505014Vakta málsnúmer

Lagður fram verksamningur við ISOR, þar sem verkefnið er að rannsaka jarðhitasvæðið á Birnunesborgum og staðsetja næstu vinnsluholu á svæðinu fyrir Hitaveitu Dalvíkur.
Veitu- og hafnaráðs samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum fyrirliggjandi samning við ÍSOR.

6.Samningur um mælaleigu, þjónustu og notkunarmælingar orkusölumæla

Málsnúmer 201303116Vakta málsnúmer

Formaður upplýsti fundarmenn um stöðu mála.
Lagt fram til kynningar

7.Vatnstankur Upsa - Nýr tankur

Málsnúmer 202501059Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tillöguteikning og afstöðumynd, auk þess verður lögð fram á fundinum frumkostnaðaráætlun.
Veitu- og hafnaráðs samþykkir með 4 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að skipaður verði vinnuhópur til að halda utan um þetta verkefni og í honum eigi sæti:
Benedikt Snær Magnússon, formaður veitu- og hafnaráðs.
Gunnar Kristinn Guðmundsson, varaformaður.
Veitustjóri.
Fulltrúi úr byggðaráði.

8.Tengingar veitna vegna nýrra hverfa skv skipulagi

Málsnúmer 202506044Vakta málsnúmer

Nýtt mál sett á dagskrá vegna komandi áætlunargerðar við fjárhags- og framkvæmdaáætlun.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að setja þetta verkefni á fjárhagsáætlun næsta árs, sjá mál 202505063 og felur veitustjóra hefja skoðun á tengimöguleikum inn á kerfið.

9.Bréf frá Fiskistofu vegna strandveiða

Málsnúmer 202505006Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Fiskistofu er varðar skráningu aflaupplýsinga og strandveiða, þar sem vakin er athygli á að með reglugerð nr. 385/2025, um breytingu á reglugerð 460/2024, um strandveiðar er hafnarstarfsmönnum gert að tengja saman aflaskráningu við það auðkenni sem kemur þegar afladagbók er skilað.
Lagt fram til kynningar.

10.Endurbygging Norðurgarðs, fjárveiting 2022-2025 - HD017

Málsnúmer 202110045Vakta málsnúmer

Snjóbræðsla undir þekju við endurbyggingu Norðurgarðs er ekki styrkhæf af Hafnabótasjóði, taka þarf ákvörðun um hvort fara eigi í verkið.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að setja snjóbræðslu undir 5,6 metra af nýju þekjunni á Norðurgarði. Verkefnið rúmast innan fjárhagsáætlunar og er vísað á lið 11551 - 42200.

11.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Byggðaráði 1147 fundi. Þar var til umræðu vinna við starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2026-2029. Samþykkt var fjárhagsáætlunaferli Dalvíkurbyggðar.
Fyrstu skref eru:
a) Umræður um hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu.
b) Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat og tímaramma.
c) Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett.
d) Tillaga að auglýsingu vegna erinda.
e) Rafrænar kannanir.
f) Tímarammi fjárhagsáætlunar.
g) Fundur sveitarstjóra og stjórnenda fagsviða með kjörnum fulltrúum til að fara yfir verkefni, stefnu og áherslur í fjárhagsáætlunarvinnunni. h) Þjónustustefnan.
Til umræðu ofangreint.

Á 1148.fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að tímaramma með þeirri breytingu að seinni fundur með kjörnum fulltrúum verði fimmtudaginn 28.8.2025.
c) Á fundinum var unnið áfram í vinnuskjali byggðaráðs.
Lagt fram til kynningar.

12.Mánaðarlegar skýrslur 2025

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Með fundarboði veitu- og hafnaráðs fylgdi skýrsla janúar - maí 2025 sem sýnir stöðu bókhalds í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun.
Á fundinum var farið yfir ofangreint og lagt fram til kynningar.

13.Fjárfestingar, framkvæmdir, viðhald og skipulagsmál 2025 skv. fjárhagsáætlun

Málsnúmer 202501021Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárfestingar og framkvæmdir á árinu og stöðu þeirra.
Ofangreint til umræðu á fundinum og lagt fram til kynningar.

14.Samgönguáætlun 2026-2030, endurskoðun áætlunar - Hafnaframkvæmdir og sjóvarnir.

Málsnúmer 202505027Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi sem var á dagskrá síðasta fundar, búið er að framlengja umsóknarfrest til 1.ágúst nk.

Vegagerðin skal samkvæmt hafnalögum nr. 61/2003 og lögum um sjóvarnir nr.28/1997 vinna tillögu að áætlun um hafnarframkvæmdir og sjóvarnir með kostnaðarþátttöku ríkissjóðs sbr. lög nr. 33/2008 um samgönguáætlun. Nú er komið að því að hefja undirbúning að næstu fimm ára áætlun, þ.e.samgönguáætlun 2026 - 2030.


Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um eftirfarandi verkefni í samgönguáætlun:
a) Dýpkun í Dalvíkurhöfn niður í 9 metra - við Austurgarð.
b) Landfylling með því að lengja Austurgarð í norður.

15.Hafnarskúr, könnun á húsnæði

Málsnúmer 202406129Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður fer yfir stöðu máls.

Fram kom að leyfi liggur fyrir frá Heilbrigðiseftirlitinu til niðurrifs og framkvæmdaleyfi frá Skipulagsráði. Næsta skref er að fá tilboð í niðurrif á skúrnum.
Lagt fram til kynningar.

16.10 feta gámur fyrir togaralandanir

Málsnúmer 202506046Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður leggur málið fram til kynningar.

Til umræðu ofangreint og þeir möguleikar sem eru í stöðunni.
Vísað áfram til skoðunar við vinnu við fjárhagsáætlun 2026-2029.

17.Rafmagn í verbúðum

Málsnúmer 202506045Vakta málsnúmer

Nýtt mál sett á dagskrá vegna komandi áætlunargerðar við fjárhags- og framkvæmdaáætlun.

Yfirhafnavörður gerði grein fyrir ástæðu þess að rafmagnskostnaður vegna verbúða er hærri en ætti að vera.
a) Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela yfirhafnaverði að koma stórnotendum rafmagns í verbúðum á sérmæli.
b) Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til við byggðaráð að verbúðirnar fari úr eigu og rekstri Hafnasjóðs/sveitarfélagsins.

18.Niðurstaða útboða; Vegagerðin

Málsnúmer 202506043Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar niðurstaða útboða, annarsvegar Hauganes, hækkun grjótvarnar 2025 og hins vegar Norðurgarður, steypt þekja og lagnir.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:19.

Nefndarmenn
  • Benedikt Snær Magnússon formaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson varaformaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Björgvin Páll Hauksson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir/ Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sveitarstjóri/sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs