Veitu- og hafnaráð

150. fundur 19. september 2025 kl. 08:15 - 11:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Benedikt Snær Magnússon formaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson varaformaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Halla Dögg Káradóttir veitustjóri
  • Björgvin Páll Hauksson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Formaður óskar eftir því að bæta einu máli á dagskrá fundarins, máli nr. 202504090.

Var það samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum að bæta þessu máli við dagskrá.
Gunnlaugur Svansson mætti ekki til fundar og ekki varamaður hans.

1.Vatnstankur Upsa - Nýr tankur

Málsnúmer 202501059Vakta málsnúmer

Á 1156.fundi byggðaráðs þann 4.september sl. var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að þeim tveimur tilboðum sem bárust samkvæmt ofangreindu útboði verði hafnað þar sem tilboðin eru langt yfir kostnaðaráætlun. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að verkefnið verði boðið út að nýju og felur vinnuhópnum að yfirfara útboðslýsingu.

Á 382.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir þá tillögu að þeim tveimur tilboðum sem bárust vegna útboðs á vatnstanki Upsa verði hafnað þar sem tilboðin eru langt yfir kostnaðaráætlun.
Einnig samþykkir sveitarstjórn samhljóða að verkefnið verði boðið út að nýju og að vinnuhópurinn yfirfari útboðslýsinguna.
Vinnuhópurinn mun funda í næstu viku og yfirfara útboðslýsinguna.
Lagt fram til kynningar.

2.Fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040

Málsnúmer 202509089Vakta málsnúmer

Tekin fyrir skýrsla Hafnasambands Íslands sem unnin hefur verið fyrir hafnasambandið og fjallar um fjárfestingar og framtíðaráætlanir hafna á Íslandi. Skýrslan greinir nýlegar fjárfestingar og áætlanir hafnasjóða sem standa saman að um 92% af heildarveltu hafna á landinu og gefur heildstæða mynd af fjárfestingarþörf og þróun hafnarmála um allt land.
Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2025

Málsnúmer 202502012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands, af 474 fundi þann 22.ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

4.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508069Vakta málsnúmer

Teknar fyrir eftirfarandi gjaldskrár:
a) Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar
b) Gjaldskrá Verbúða
c) Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur
d) Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar
e) Gjaldskrá fráveitu Dalvíkurbyggðar.
a) Eftirfarandi breytingar voru gerðar á Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar. Gjaldskrá hækkar almennt um 3,2% en breytingar voru gerðar á bryggjugjöldum og bætt við gjaldskrá eftirfarandi: Heimilt er að leggja á allt að fimmföld bryggjugjöld á skip og báta sem liggja lengur en þrjá mánuði við bryggju og hafa verið án haffærisskírteinis í a.m.k. 6 mánuði.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum þessar breytingar á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.

b) Eftirfarandi breyting var gerð á Gjaldskrá Verbúða, bætt verði við texta þess efnis að rafmagn er innheimt skv. mæli af þeim leigjendum sem eru á sér mæli.

c) Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur helst óbreytt á milli ára en veitustjóra er falið að samræma taxta fyrir útkall á milli annarra gjaldskráa, þannig að það standi undir raunkostnaði.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur.

d) Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar er hækkuð um 3,2% í ljósi fyrirhugaðra fjárfestinga hjá vatnsveitunni.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða 4 atkvæðum gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar.

e) Gjaldskrá fráveitu Dalvíkurbyggðar helst óbreytt á milli ára. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum gjaldskrá fráveitu Dalvikurbyggðar.

5.Niðurrif á vigtarskúr

Málsnúmer 202504090Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja tvö verðtilboð í niðurrif ásamt förgun og að fjarlægja allt efni. Eitt verðtilboð í niðurrif.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að taka tilboði Dalverks sem hljóðar upp á kr. 980.000.- án vsk. í niðurrif, förgun og allt efni verði fjarlægt, fært á lið 41210 - 4650.
Verkinu skal vera lokið fyrir 1.desember.

6.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að starfs- og fjárhagsáætlun ásamt fjárfestingaráætlun fyrir árið 2026 og árin 2027-2029.
Veitu- og hafnaráð fór yfir framlögð drög og lagði fram breytingar. Sveitarstjóra og veitustjóra er falið að uppfæra áætlanir í samræmi við þau verkefni sem sett voru niður á fundinum. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.
Björgvin Páll vék af fundi kl. 9:42
Silja vék af fundi kl. 10:28
Eyrún Ingibjörg vék af fundi kl. 10:42

Fundi slitið - kl. 11:40.

Nefndarmenn
  • Benedikt Snær Magnússon formaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson varaformaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Halla Dögg Káradóttir veitustjóri
  • Björgvin Páll Hauksson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri