Málsnúmer 202501059Vakta málsnúmer
Á 1156.fundi byggðaráðs þann 4.september sl. var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að þeim tveimur tilboðum sem bárust samkvæmt ofangreindu útboði verði hafnað þar sem tilboðin eru langt yfir kostnaðaráætlun. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að verkefnið verði boðið út að nýju og felur vinnuhópnum að yfirfara útboðslýsingu.
Á 382.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir þá tillögu að þeim tveimur tilboðum sem bárust vegna útboðs á vatnstanki Upsa verði hafnað þar sem tilboðin eru langt yfir kostnaðaráætlun.
Einnig samþykkir sveitarstjórn samhljóða að verkefnið verði boðið út að nýju og að vinnuhópurinn yfirfari útboðslýsinguna.
Var það samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum að bæta þessu máli við dagskrá.