Málsnúmer 202505031Vakta málsnúmer
Á 383. fundi sveitarstjórnar þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fyrstu drög að Þjónustustefnu Dalvíkurbyggðar í samræmi við sveitarstjórnarlög.
Þjónustustefnan er hluti af fjárhagsáætlun. Drögin eru unnin af hverju fagsviði fyrir sig og sett saman í eina heildarstefnu.
Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum að Þjónustustefnu til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leitað verði umsagna íbúa sveitarfélagsins við Þjónustustefnuna á milli umræða með því að auglýsa hana á vefmiðlum sveitarfélagsins og íbúum þannig gefinn kostur á að koma með ábendingar."
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
a)Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að leitað verði umsagna íbúa sveitarfélagsins við Þjónustustefnuna á milli umræðna með því að auglýsa hana á vefmiðlum sveitarfélagsins og íbúum þannig gefinn kostur á að koma með ábendingar.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa Þjónustustefnu Dalvíkurbyggðar til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að Þjónustustefnunni.
Þjónustustefnan er til kynningar og umsagnar til og með 17. nóvember nk. á heimasíðu sveitarfélagsins;
https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/category/1/thjonustustefna-dalvikurbyggdar-2Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.