Byggðaráð

1167. fundur 13. nóvember 2025 kl. 13:15 - 17:24 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá 383. fundi sveitarstjórnar þann 04.11.2025; Erindi frá Dalbæ, umsókn um styrk

Málsnúmer 202510086Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri Dalbæjar, kl. 13:15.

Á 383. fundi sveitarstjórnar þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1164. fundi byggðaráðs þann 22. október sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá hjúkrunarframkvæmdastjórar Dalbæjar fyrir hönd stjórnar Dalbæjar, dagsett þann 16. október sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð vegna endurbóta í matsal að upphæð kr. 23.928.960. 40% framlag
fékkst frá Framkvæmdasjóði aldraða en Dalbær þarf að fjármagna 60% en ekki er svigrúm fyrir því að fjármagna það sem upp á vantar í rekstri Dalbæjar.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi."
Niðurstaða : Til máls tóku:
Freyr Antonsson, sem leggur til að byggðaráði sé falið að koma umsókn inn í fjárhagsáætlun 2026.
Hjúkrunarframkvæmdastjóra verði boðið á fund byggðarráðs til þess að fara yfir rekstur og möguleika Dalbæjar til aðauka tekjur og hvort hægt sé að nýta húsnæðið betur.
Kristinn Bogi Antonsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og
afgreiðslu kl. 17:09.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
Kristinn Bogi Antonsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis."

Til umræðu ofangreint.

Elísa Rán vék af fundi kl. 14:06.
Byggðaráð þakkar Elísu Rán fyrir komuna.
Lagt fram til kynningar.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029; fjárhagsáætlunarlíkan með breytingum á milli umræðna.

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Á 1166. fundi byggðaráðs þann 6. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa til gerðar fjárhagsáætlunar 2026 og þriggja ááætlunar þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Á næsta fundi byggðaráðs verði lagt fram fjárhagsáætlunarlíkan með breytingum sem gerðar eru á milli umræðna í sveitarstjórn."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu skýrslur úr fjárhagsáætlunarlíkani þar sem búið er að gera setja inn þær breytingar sem gerðar hafa verið á milli umræðna, bæði hvað varðar rekstur og fjárfestingar.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir ofangreint og helstu niðurstöður ásamt ítarefni sem fylgdi með.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 ti síðari umræðua í sveitarstjórn eins og það liggur fyrir.

3.Frá 383. fundi sveitarstjornar þann 04.11.2025; Þjónustustefna skv. sveitarstjórnarlögum

Málsnúmer 202505031Vakta málsnúmer

Á 383. fundi sveitarstjórnar þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fyrstu drög að Þjónustustefnu Dalvíkurbyggðar í samræmi við sveitarstjórnarlög.
Þjónustustefnan er hluti af fjárhagsáætlun. Drögin eru unnin af hverju fagsviði fyrir sig og sett saman í eina heildarstefnu.
Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum að Þjónustustefnu til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leitað verði umsagna íbúa sveitarfélagsins við Þjónustustefnuna á milli umræða með því að auglýsa hana á vefmiðlum sveitarfélagsins og íbúum þannig gefinn kostur á að koma með ábendingar."
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
a)Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að leitað verði umsagna íbúa sveitarfélagsins við Þjónustustefnuna á milli umræðna með því að auglýsa hana á vefmiðlum sveitarfélagsins og íbúum þannig gefinn kostur á að koma með ábendingar.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa Þjónustustefnu Dalvíkurbyggðar til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að Þjónustustefnunni.
Þjónustustefnan er til kynningar og umsagnar til og með 17. nóvember nk. á heimasíðu sveitarfélagsins; https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/category/1/thjonustustefna-dalvikurbyggdar-2

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa Þjónustustefnunni til síðari umræðu í sveitarstjórn.

4.Álagning fasteignagjalda 2026

Málsnúmer 202509052Vakta málsnúmer

Á 1162. fundi byggðaráðs þann 16. október sl. var til umfjöllunar álagning fasteignaskatts og fasteignagjalda 2026. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi heildartillaga vegna álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda 2026. Helsta breytingin er að álagning fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,50% í 0,44%. sbr. frumvarp að fjárhagsáætlun 2026.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri heildartillögu til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórnar.

5.Mánaðarlegar skýrslur 2025; janúar - september

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi skýrslur:
Samanburður bókhalds við fjárhagsáætlun janúar - september 2025.
Staða fjárfestinga og framkvæmda samkvæmt bókhaldi 12.11.2025 í samanburði við ársáætlun.
Samanburður launakostnaðar janúar - septmeber 2025 við heimildir í launaáætlun fyrir sama tímabil.

Á fundinum var einnig tekið til skoðunar greiðslur útsvars til Dalvíkurbyggðar fyrir tímabilið janúar -október 2025 í samanburði við sama tímabil 2024 og önnur sveitarfélög. Breytingin á milli ára fyrir Dalvíkurbyggð er 8,6%. Meðaltalin yfir landið er 9,2%. Breytingin er 103 m.kr.
Sjá nánar; https://www.samband.is/maelabord
Lagt fram til kynningar.

6.Frá 383. fundi sveitarstjórnar þann 04.11.2025; Gjaldskrárbreytingar íþróttamiðstöðvar 2025

Málsnúmer 202503110Vakta málsnúmer

Á 383. fundi sveitarstjórnar þann 4. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Niðurstaða : Iþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með þremur atkvæðum uppfærða gjaldskrá fyrir fjárhagsárið 2025.
1. Líkamsræktarkort gilda ekki í litla sal í íþróttahúsi.
2. Fylgdarmenn öryrkja, sem vegna líkamlegrar eða andlegrar getu eru ekki færir um að sækja sundlaugina einir, fá frían aðgang að sundlaug.
3. Tekið til umræðu.
4. Íþrótta - og æskulýðsráð samþykkir með þremur atkvæðum uppfærða gjaldskrá fyrir fjárhagsárið 2025.
5. Tekið til umræðu.
Niðurstaða : Til máls tóku:
Freyr Antonsson, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."

Í gjaldskránni er lagt til eftirfarandi breytingar:
Leiga á þreksal (litla sal) ein klst lækki úr kr. 5.900 í kr. 4.500.
Viðbót í Afslættir/fríðindi: "Fylgdarmenn öryrkja, sem vegna líkamlegrar eða andlegrar getu eru ekki færir um að sækja sundlaugina einir, fá frían aðgang að sundlaug."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi jafnframt minnisblað íþróttafulltrúa, dagsett þann 13. nóvember 2025, þar sem gert er grein fyrir forsendum lækkunar á leigu í þreksal.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar breytingartillögur á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar fyrir árið 2025 og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202501026Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

8.Frá 383. fundi sveitarstjórnar þann 04.11.2025; Veitur Dalvikurbyggðar, mögulegt samstarf

Málsnúmer 202510053Vakta málsnúmer

Á 383. fundi sveitarstjórnar þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október 2025 var eftirfarandi bókað:
Á 1162. fundi byggðaráðs þann 16. október sl. var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjóri kynnti hugmyndir um tímabundið samstarf á milla veitna Dalvíkurbyggðar og Norðurorku um að Norðurorka komi að rekstri og veiti jafnvel einhverja aðstoð við verkefni á vettvangi veitna. Fram kom að Norðurorka er tilbúin að taka að sér verkefni fyrir Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að ofangreindu í formi tímabundinnar úrlausna."
Sveitarstjóri lagði fram til kynningar drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Norðurorku um ráðgjöf og þjónustu við rekstur vatns-, hita-, og fráveitu í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Afgreiðslu frestað.
Niðurstaða : Til máls tóku:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sem gerði grein fyrir stöðu mála.
Kristinn Bogi Antonsson.
Freyr Antonsson, sem leggur til að þessu máli verði vísað til byggðaráðs til frekari úrvinnslu.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærð drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Norðurorku um samstarf og þjónustu vegna veitureksturs í Dalvíkurbyggð.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Norðurorku og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Monika Margrét Stefánsdóttir greiðir atkvæði á móti.

9.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar; breytingar á nefndaskipan

Málsnúmer 202509061Vakta málsnúmer

Á 382. fundi sveitarstjórnar þann 16. septemver sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi bókun:
"Monika, fulltrúi B lista, lýst vel á breytingu nefndaskipana að öllu leyti nema því að setja Félagsmálaráð undir Fræðsluráð. Megin ástæðan er að innan Félagsmálaráðs er oftar en ekki verið að ræða viðkvæm málefni einstakling sem við teljum ekki eiga erindi með öðrum málum eða ráðum. Einnig tel ég að það sé nóg að setja Íþrótta- og æskulýðsráð og Fræðsluráð saman þar sem af nægum verkefnum er að taka á fundum hverju sinni innan þeirra ráða.
Ég samþykki sameiningu á öðrum ráðum sem hefur verið lagt til en vil halda Félagsmálaráði til hliðar þar til komin er betri lýsing á hvernig sameining þess inn í fjölskylduráð yrði gert."

Helgi Einarsson.
Lilja Guðnadóttir.
Katrín Sif Ingvarsdóttir

Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs verði falið að gera
tillögu að breytingum á Samþykktum um stjórn Dalvíkurbyggðar í samræmi við meðfylgjandi tillögu ásamt tilheyrandi
breytingum á erindisbréfum fagráða. Jafnframt er lagt til að gerð verði breytingartillaga á Samþykktinni í heild sinni
og tekið verði tillit til breytinga samkvæmt lið 19 hér að ofan vegna samnings um barnavernd

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar, Monika Margrét Stefánsdóttir situr hjá."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn:
Drög að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.
Drög að erindisbréfi fyrir Fjölskylduráð.
Drög að erindisbréfi fyrir Framkvæmdaráð.
Drög að Samþykkt fyrir byggðaráð Dalvíkurbyggðar.

Einnig fylgdi með til upplýsingar drög að vinnureglum frá 2021 vegna áheyrnarfulltrúa í fræðsluráði.

Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til umfjöllunar og fyrri umræðu í sveitarstjórn, Monika Margrét Stefánsdóttir situr hjá vegna erindisbréfs Fjölskylduráðs.
b) Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum að erindisbréfi byggðaráðs til umfjöllunar og fyrri umræðu í sveitarstjórn.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa drögum að erindisbréfi Framkvæmdaráðs til umfjöllunar og fyrri umræðu í sveitarstjórn.
d) Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa drögum að erindisbréfi fyrir Fjölskylduráð til umfjöllunar og fyrri umræðu í sveitarstjórn, Monika Margrét Stefánsdóttir situr hjá þar sem henni finnst að Félagsmálaráð eigi að vera áfram til eitt og sér.

10.Frá Vegagerðinni; Breytingar á stoppistöð landsbyggðarstrætó á Dalvík

Málsnúmer 202508097Vakta málsnúmer

Á 38. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram kynning Vegagerðarinnar á breytingum sem fyrirhugaðar eru á leiðakerfi landsbyggðastrætó áramótin
2025/2026.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð bendir á að með því að strætó gangi ekki niður á Árskógssand nái nýtt leiðarkerfi ekki að uppfylla hlutverk landsbyggðastrætó um að tengja saman ferðamáta á landi, lofti og á sjó. Einnig þarf að flýta vinnu við flutning á stoppistöð strætó á Dalvík meira miðsvæðis til að bæta tengingu við Grímseyjarferju eins og lagt er til í deiliskipulagsdrögum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun umhverfis- og dreifbýlisráðs. Byggðaráð harmar að tíðni ferða var ekki aukin til og frá Dalvíkurbyggð.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Lýðræðisleg þátttaka innflytjenda - kynning og boð um þátttöku í verkefninu

Málsnúmer 202511006Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 28. október sl., þar sem kynnt er verkefni Freyju Sigurgeirsdóttur um lýðræðisþátttöku innflytjenda. Þátttaka eða samstarf sveitarfélagsins í verkefninu kallar á að finna tíma fyrir vinnustofurnar, gera auglýsingar fyrir þær og skráningarblað. Síðan kallar samstarfið á framlag sveitarfélgsins til verkefnsins, sem er helst að útvega húsnæði fyrir vinnustofurnar, ná til markhópsins og sjá um veitingar og efniskostnað. Ef Dalvíkurbyggð hefur áhuga á samstarfi þá þarf að taka þátt í forkönnun sem er meðfylgjandi og svara i síðasta lagi mánudaginn 10. nóvember sl.

Lagt fram til kynningar.

12.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; fundargerð stjórnar nr. 988.

Málsnúmer 202502019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 988 frá 31. október sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:24.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs