Umhverfis- og dreifbýlisráð

37. fundur 03. október 2025 kl. 08:15 - 09:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson varamaður
  • Emil Júlíus Einarsson varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar
Dagskrá
Eiður Smári Árnason boðaði forföll og mætti Þorsteinn Ingi Ragnarsson í hans stað. Júlíus Magnússon boðaði forföll og mætti Emil Júlíus Einarsson í hans stað. Gunnþór Sveinbjörnsson komst ekki og enginnn kom í hans stað.
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að fá að bæta máli 202510001 á dagskrá fundarins. Samþykkt samljóða með fjórum atkvæðum.

1.Mánaðarlegar skýrslur 2025

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu þeirra málaflokka sem heyra undir ráðið.

2.Framkvæmdir 2025

Málsnúmer 202501021Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu helstu framkvæmda ársins.

3.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508069Vakta málsnúmer

Tekin til umræðu galdskrá Sorphirðu árið 2026.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til 3,2% hækkun á gjaldskrá sorphirðu. Gjaldskrá er einnig breytt þannig að gjaldliðir er varða klippikort og úrvinnslugjald vegna úrgangs frá búrekstri verða felldir út.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Farið yfir Starfsáætlun Framkvæmdasvið fyrir árið 2026.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlagða starfsáætlun Framkvæmdasviðs og fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2026. Ráðið vísar hvoru tveggja til afgreiðslu í Byggðaráði.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

5.Fundargerðir HNE 2025

Málsnúmer 202502085Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 243. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 17. september sl.

6.Fjárhagsáætlun HNE 2026

Málsnúmer 202509118Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðulads eystra fyrir árið 2026 auk yfirlits yfir framlög sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

7.Ályktun samþykkt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands

Málsnúmer 202509124Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá bréf frá Skógræktarfélagi Íslands, dagsett 22. september, þar sem athygli sveitarfélaga er vakin á ályktun frá nýafstöðnum aðalfundi félagsins sem jhaldinn var 29.-31 ágúst sl.
Í ályktuninni eru sveitarfélög landsins hvött til að setja fram með skýrum hætti í aðalskipulagi hvar megi stunda landbúnað með nýskógrækt og hvar ekki. Jafnframt eru sveitarfélög hvött til að vera á varðbergi gagnvart rangfærslum í umsögnum um framkvæmdaleyfi til nýskógræktar.
Nú er vinna við nýtt Aðalskipulag á lokametrunum og verður samþykkt á fyrri hluta árs 2026 þar sem fjallað er um landnotkun og þar á meðal skógræktarsvæði.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

8.Slysahætta við Mímisveg - börn á leikskóla- og grunnskólaaldri

Málsnúmer 202510001Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórn Slysavarnarfélag Dalvíkur, dagsett 30. september 2025, þar sem komið er á framfæri alvarlegum áhyggjum af slysahættu sem skapast hefur við neðanverðan Mímisveg, í kring um leiksvæði við Dalvíkurskóla og Víkurröst.
Í erindinu kemur fram að óskað sé eftir því að komið verði upp grindverki á svæðinu til að minnka slysahættu því svæðið sé mikið sótt af börnum á bæði leikskóla- og skólaaldri.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar erindinu til vinnuhóps um skólalóðir Dalvíkurskóla og Árskógarskóla sem er að hefja störf.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson varamaður
  • Emil Júlíus Einarsson varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar