Byggðaráð

1148. fundur 05. júní 2025 kl. 13:15 - 16:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202504026Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Öldungaráð; fundir og samskipti 2025

Málsnúmer 202502027Vakta málsnúmer

Frestað.

3.Frá sviðsstjóra félagsmálasviðs og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Sumarvinna ungmenna

Málsnúmer 202505028Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmadeildar, og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:15. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs hafði ekki tök á að sitja fundinn.

a) Starfsemi Vinnuskóla sumarið 2025.
Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar fór yfir starfsemi Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar 2025 en Vinnuskólinn hefst 10. júní nk. Ráðnir hafa verið 3 flokkstjórar og verkstjóri Vinnuskólans er starfsmaður Eigna- og framkvæmdadeildar. Umsóknir um vinnu við Vinnuskólann eru nú 32. Gert er ráð fyrir að Vinnuskólinn starfi fram yfir miðjan júlí. Skoðað verður hvort mögulegt verði að bjóða elstu nemendum áframhaldandi vinnu.


b) Á 380. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 173. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
Staða 17 ára ungmenna er varðar sumarvinnu á vegum sveitarfélagsins rædd. En sem stendur virðist ekki vera sem að sveitarfélagið bjóði upp á vinnu fyrir 17 ára ungmenni.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum að boðið verði upp á sumarvinnu fyrir 17 ára börn í sveitarfélaginu. Ráðið felur Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að skila tillögu um málið til sveitastjórnar. Vísað áfram. Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 8. maí sl., þar sem lagt er til að ungmenni sem ekki fá sumarvinnu hjá fyrirtækjum í Dalvíkurbyggð fái tækifæri að vinna í Vinnuskóla hjá Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að ofangreindu máli verði vísað til umfjöllunar í umhverfis- og dreifbýlisráði.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."

Á 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16. maí sl. var ofangreint erindi til umfjöllunar og lagði ráðið til að ungmenni 14 - 17 ára verði boðin vinna í Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar, sbr. auglýsing af heimasíðu Dalvíkurbyggðar https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/category/1/vinnuskoli-dalvikurbyggdar-2025-fyrir-ungmenni-faedd-arid-2008. Í auglýsingunni er jafnframt kynning frá Vinnuskólanum um fyrirhugað starf hans í sumar.
Á fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs var jafnframt deildarstjóra Eigna- og framkvæmadeildar falið að endurskoða Reglur um sérstök sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð sem eru síðan 2015.

c) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi sviðsstjóra félagsmálasviðs og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 2. júní sl. er varðar almennt sumarstörf ungmenna í Dalvíkurbyggð sumarið 2025 og aðgengi þeirra að vinnu, möguleikar þeirra til tekjuöflunar vegna framhaldsnáms og forvarnargildi þess að hafa vinnu yfir sumarið.

Helga Íris vék af fundi kl. 14:45.
Byggðaráð þakkar deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og sviðsstjóra félagsmálasviðs fyrir yfirferðina .

a) Lagt fram tilkynningar.
b) Lagt fram tilkynningar.
c) Lagt fram tilkynningar.

4.Frá Saman hópnum; Hvetjum til samveru fjölskyldunnar í sumar

Málsnúmer 202505170Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SAMAN-hópnum, dagsett þann 27. maí sl., þar sem fram kemur að í sumar vill SAMAN-hópurinn minna á mikilvægi samveru foreldra/forráðamanna og unglinga sem lykilþátt í forvörnum. Rannsóknir hafa sýnt að samvera fjölskyldunnar er einn helsti skýringarþátturinn fyrir góðu gengi í forvörnum á undanförnum árum. Sveitarfélagið er hvatt til að deila skilaboðum hópsins miðlum Dalvíkurbyggðar. Efni, myndir, veggspjöld og fleira má finna á https://www.samanhopurinn.is/aherslur.

Eyrún vék af fundi kl. 14:52.
Byggðaráð vísar ofangreindu til félagsmálaráðs og sviðsstjóra félagsmálasviðs.

5.Stöðumat stjórnenda janúar- apríl 2025

Málsnúmer 202505157Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir stöðumati stjórnenda janúar - apríl 2025 hvað varðar stöðu bókhalds í samananburði við fjárheimildir.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá veitustjóra; Birnunesborgir - mælingar; beiðni um viðauka

Málsnúmer 202505014Vakta málsnúmer

Á 380. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 147. fundi veitu- og hafnaráðs þann 7. maí sl. var eftirfarandi bókað:
Veitustjóri óskar eftir niðurstöðu varðandi áframhaldandi skoðun á niðursetningu djúpdælu í ÁRS-32 til að flýta fyrir rannsóknum á niðurdrætti.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að falla frá einhverjum af minni verkefnum ársins 2025 til þess að hægt verði að setja niður djúpdælu í ÁRS-32 á þessu ári."
Niðurstaða : Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að þessum lið verði vísað til veitustjóra og henni falið að sækja um viðauka við fjárhagsáætlun 2025 í samræmi við bókun veitu- og hafnaráðs, með þeim fyrirvara að verkefni sé ekki hafið.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.


Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá veitustjóra, dagsett þann 3. júní sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun árið 2025 þar seme ekki var fyrirhugað að fara í niðursetningu á dælu vegna Birnunesborga en gert var ráð fyrir kaupum á dælunni. Óskað er eftir að fjármagn verði fært á milli verkefna þannig að liður 48200-11607,verknúmer KD031, hækki um kr. 18.500.000 og á móti lækki liður 48200-11605, verknúmer KD027, Hamar- borholuskúr, um kr. 18.500.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofnagreinda beiðni veitustjóra um viðauka, viðauki nr. 27 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að fært verði á milli af lið 48200-11605, verknúmer KD027, kr. 18.500.000 og á lið 48200-11607, verknúmer KD031, kr. 18.500.000.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn þann 19. júní nk.

7.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Á 1147. fundi byggðaráðs þann 22. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu vinna við starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2026-2029, sbr. meðfylgjandi Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.Fyrstu skref eru:
a) Umræður um hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu.
b) Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat og tímaramma.
c) Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett.
d) Tillaga að auglýsingu vegna erinda.
e) Rafrænar kannanir.
f) Tímarammi fjárhagsáætlunar.
g) Fundur sveitarstjóra og stjórnenda fagsviða með kjörnum fulltrúum til að fara yfir verkefni, stefnu og áherslur í fjárhagsáætlunarvinnunni.
h) Þjónustustefnan.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."

a) Auglýsing
Með fundarboði fylgdi tillaga að auglýsingu um gerð fjárhagsáætlunar 2026.
b) Tímarammi
Með fundarboði fylgdi tillaga að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026-2029.
c) Annað skv. fyrstu skrefum og Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli.
Byggðaráð fékk sent til sín vinnuskjal fyrir fund byggðaráðs með samanburði á rekstri málaflokka og deilda fyrir árin 2021-2025 sem og vinnuskjali vegna hugmynda að verkefnum, áherslum, stefnu, forgangsröðum, markmiðum og framkvæmdum.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að tímaramma með þeirri breytingu að fundur með kjörnum fulltrúum verði fimmtudaginn 28.8.2025.
c) Á fundinum var unnið áfram í vinnuskjali byggðaráðs.

8.Fasteignamat 2026; upplýsingar af vef HMS

Málsnúmer 202506008Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar af heimasíðu HMS um fasteignamat sveitarfélaga fyrir árið 2026.
https://hms.is/gogn-og-maelabord/maelabordfasteignaskra/gogn-fyrir-fasteignamat


Í Dalvíkurbyggð er heildarbreytingin á milli ára 12,4%:
Íbúðareignir 14,4%
Sumarhús 9,5%
Atvinnueignir 7,1%
Stofnanir og samkomustaðir 8,9%
Jarðir 9,9%
Óbyggðar lóðir og lönd 13,4%
Aðrar eignir 9,3%


Lagt fram til kynningar.

9.Frá Brák íbúðafélagi hses; Boðun ársfundar 11.06.2025

Málsnúmer 202506007Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Brák Íbúðafélagi hses., dagsett þann 28. maí sl., þar sem boðað er til ársfundar félagsins miðvikudaginn 11. júní nk. kl. 11:30. Um er að ræða staðfund í Reykjavík. Atkvæðisrétt hafa skipaðir fulltrúar stofnaðilasveitarfélaga og atkvæðisrétt verður að nýta á staðfundinum. Boðið verður uppá streymi frá fundinum.
Stjórn og fulltrúaráð hefur seturétt á fundinum og hann er opin öllum samkvæmt samþykktum Brákar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja eða sitja fundinn í streymi ef hún hefur tök á.

10.Frá Rarik; Orkumál sveitarfélaga

Málsnúmer 202505154Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Rarik, dagsett þann 16. maí sl. þar sem fram kemur að Orkumál sveitarfélaga skiptir Rarik höfuðmáli . Rarik hefur kappkostað að eiga gott samtal og samráð við sveitarfélögin á sínu dreifisvæði um þarfir og væntingar sveitarfélaga til Rarik. Rarik vill halda þessu góða samtali áfram og treystir á áframhaldandi samstarf, innsýn og stuðning. Það er því Rarik mikilvægt að heyra frá sveitarfélögunum.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fundargerð stjórnar nr. 979

Málsnúmer 202502019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 979 frá 16. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs