Byggðaráð

1149. fundur 12. júní 2025 kl. 13:15 - 16:12 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Öldungaráð; fundir og samskipti 2025

Málsnúmer 202502027Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs fulltrúar frá Félagi eldri borgara í Öldungaráði; Valdimar Bragason, formaður, Kolbrún Pálsdóttir og Helga Mattína Björnsdóttir og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs. Fulltrúi HSN boðar forföll vegna sumarleyfa.

Á 1139. fundi byggðaráðs þann 6. febrúar sl. fundaði Öldungaráð og með fundarboði byggðaráðs fylgdi síðasta fundargerð.
a) Á fundinum var farið yfir meðfylgjandi fundargerð og þau mál sem þá voru rædd og staða þeirra.
b) Önnur mál:
Handavinnan á Dalbæ.
Verkefnið "Gott að eldast" og samningur við Félag eldri borgara. Drög að samningi liggja fyrir.
Form á Öldungarráði; formleg fastanefnd eða samráðsnefnd eins og nú er?
Sviðsstjóri félagsmálasviðs gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar "Gott að eldast".
Aðgengi að Mimisbrunni fyrir fatlaða.
Næsti fundur áætlaður 11. eða 18. september nk.


Sveitarstjóri ritaði fundargerð Öldungarráðs á fundinum.

Valdimar, Kolbrún, Helga Mattína og Eyrún viku af fundi kl. 14:14.
Lagt fram til kynningar.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202504026Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Frá Framkvæmdastjórn; Ósk um viðauka við kaup á búnaði á Skrifstofur Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202506033Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, fyrir hönd Framkvæmdastjórnar Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 3. júní sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna breytinga innan Skrifstofa Dalvíkurbyggðar hvað varðar skipulag á skrifstofuaðstöðu starfsmanna. Í erindinu er gert grein fyrir þörf á breytingum og tilfærslum á milli vinnurýma sem eru vegna fjölgunar á stöðugildum á fræðslu- og menningarsviði, fjármála- og stjórnsýslusviði og framkvæmdasviði sem kalla á starfsaðstöðu á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar sem og vegna þeirra starfsmanna sem þurfa að vera með aðstöðu á fleiri en einum stað. Um er að ræða tímabundar breytingar þar sem áformað er að fara í endurbætur og breytingar á vinnuaðstöðu starfsmanna á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar, m.a. vegna loftgæða.

Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 953.013 vegna fræðslu- og menningarsviðs , kr. 456.507 á deild 04010 og kr. 496.507 á deild 06020, og kr. 161.560 vegna fjármála- og stjórnsýslusviðsá deild 21400, eða alls kr. 1.114.573. Sjá nánari sundurlið í meðfylgjandi excel skjali.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 28 við fjárhagsáætun 2025, að upphæð kr. 1.114.573 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202506031Vakta málsnúmer

Viðaukabeiðni vegna langtímaveikinda- bókað í trúnaðarmálabók.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 25 að upphæð kr. 1.138.621 vegna launakostnaðar til að mæta veikindum, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

5.Leigufélagið Bríet ehf; sala á 9 íbúðum - viðaukabeiðni

Málsnúmer 202402137Vakta málsnúmer

Á 380. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1145. fundi byggðaráðs þann 30. apríl sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð vinnuskjal yfir íbúðir Dalvíkurbyggðar frá Leigufélaginu Bríeti þar sem fram kemur að með sölu leiguíbúða sveitarfélagsins þá eignast Dalvíkurbyggð kr. 115.958.378 í félaginu sem er nettó verð að teknu tilliti til uppgreiðslu áhvílandi lána og viðhaldsþörf út frá matsvirði eignanna. Matsverðið er byggt á fasteignamati og leiguverði. Kaupverðið samtals er kr. 174.166.772.
Í rafpósti frá fjármálastjóra Leigufélagsins Bríet frá 23. apríl sl. þá er gert ráð fyrir að félagið kaupi eignir af sveitarfélögum og greiði fyrir það með hlutfé.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að umræddar 9 íbúðir verði seldar Leigufélaginu Bríet á þeim forsendum sem koma fram hér að ofan og í meðfylgjandi gögnum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að taka upp viðræður við félagið um að Leigufélagið Bríet fari í uppbyggingu á leiguhúsnæði í sveitarfélaginu."
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir þá tillögur að umræddar 9 íbúðir í eigu Dalvíkurbyggðar verði seldar Leigufélaginu Bríet á þeim forsendum sem koma fram í bókun byggðaráðs og meðfylgjandi gögnum.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 10. júní sl, þar sem lagður er til viðauki við fjárhagsáætlun 2025 á grundvelli útreikninga frá 15. apríl sl.
Liður 58200-13101 lækki um kr. -21.691.297 sem er bókfært virði íbúðanna.
Liður 58500-62102 lækki um kr. 58.208.394 sem er uppgreiðsluvirði áhvílandi lána.
Liður 29200-221** hækki um kr. 115.958.378 sem er hlutafé í Leigufélaginu Bríet sem greiðsla upp í metið söluandvirði íbúðanna.
Liður 57880-0729 hækki um kr. -152.475.475 sem er áætlaður söluhagnaður.

Frekari breytingar á fjárhagsáætlun málaflokka 57 og 58 verða lagðar til þegar yfirfærslan á íbúðunum hefur átt sér sér, til dæmis vegna áætlað viðhalds, fasteignagjalda, trygginga o.s.frv.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 29 við fjárhagáætlun 2025, á deildum 58200, 58500, 29200 og 57880, og vísar viðaukanum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

6.Byggðasafnið Hvoll- Karlsrauðatorg 6 - sala; viðaukabeiðni

Málsnúmer 202403046Vakta málsnúmer

Á 3779. fundi sveitarstjórnar þann 15. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1144. fundi byggðaráðs þann 10.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi kauptilboð í fasteignina við Karlsrauðatorg 6, dagsett þann 6. apríl 2025, frá Sumardalur ehf.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ofangreindu kauptilboði í fasteignina við Karalsrauðatorg 6 verði tekið."
Niðurstaða : Enginn tók til máls
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs að kauptilboði í fasteignina við Karlsrauðatorg 6 verði tekið."

Með fundarboði fylgdi tillaga að viðauka frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 10. júní sl, skv. eftirfarandi:
Liður 32200-13170 lækki um kr. -3.649.243 sem er bókfært virði.
Liður 31800-7996 hækki um kr. -24.350.757 sem er áætlaður söluhagnaður.
Liður 29200-39200 hækki um kr. 27.749.821, þ.e. hækkun á handbæru fé.
Liður 31340-0729 hækki um nettó um kr. 250.179.

Deild 31340 hækki nettó um kr. 5.049.601 skv. þeirri sundurliðun sem fram kemur í viðaukabeiðninni. Um er að ræða rekstur Eignasjóðs á fasteigninni.
Deild 05320 lækki nettó um kr. -3.406.214 skv. þeirri sundurliðun sem fram kemur í viðaukabeiðnni. Um er að ræða rekstur Byggðasafnins á fasteigninni.
Liður 06270-0510 lækki um kr. 101.520 vegna áætlaðra vinnu frá Vinnuskóla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 30 við fjárhagsáætlun 2025, skv. ofangreindri og meðfylgjandi sundurliðun.
Byggðaráð vísar viðaukanum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórnar og leggur til að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé þar sem við á.

7.Staðfesting á stofnframlagi vegna byggingu íbúða við Dalbæ; staða mála

Málsnúmer 202503044Vakta málsnúmer

Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Brák íbúðafélagi hses; dagsett þann 4. mars sl., þar sem fram kemur að HMS hefur borist umsókn frá Brák íbúðafélagi hses. um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Sótt er um vegna byggingar á 12 íbúðum fyrir aldraða.
Með erindi þessu er óskað eftir staðfestingu á stofnframlagi sveitarfélags vegna kaupanna. Í því samhengi er bent á að það er forsenda fyrir veitingu stofnframlags ríkisins að sveitarfélag þar sem almenn íbúð verður staðsett veiti umsækjanda jafnframt stofnframlag sveitarfélags, sbr. 7. mgr. 11. gr. laga nr. 52/2016.
Ef sveitarfélagið hyggst veita stofnframlag sitt til verkefnisins er jafnframt óskað eftir upplýsingum um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess, sbr. viðhengt skjal.
Veittur er frestur til 18. mars nk. til að skila umbeðnum gögnum.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi sveitarstjóra til HMS, dagset þann 11. mars sl., þar sem óskað er eftir framlengingu á frest til að skila umbeðnum gögnum til og með í síðasta lagi 30. apríl nk. m.a. vegna þess að
Páskar slíta aprímánuð vel í sundur og er einnig er starfandi vinnuhópur hjá Dalvíkurbyggð sem vinnur að þessu verkefni en vinnuhópurinn nær ekki að klára þá vinnu sem til þarf fyrir gefinn frest. Sveitarstjóri upplýsti að fyrirliggur samþykki á umbeðnum fresti.
Reglur Dalvíkurbyggðar um stofnframlög eru aðengilegar á heimasiðu sveitarfélagsins; https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Reglugerdir/fjarmala/Eldra/180823.reglur-dalvikurbyggdar-um- stofnframlog_.pdf
Niðurstaða : Afgreiðslu frestað."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að óska eftir formlegri umsókn frá Brák íbúðafélagi hses. um stofnframlag svo hægt verði að taka málið fyrir í sveitarstjórn þann 19. júní nk.

8.Frá verkefnastjóra þvert á svið; Umsókn um skrifstofurými til leigu í Ráðhúsi

Málsnúmer 202506005Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá verkefnastjóra þvert á svið þar sem lagt er til að skrifstofu/þjónustrými á 2. hæð Ráðhúss sem auglýst var laust til umsóknar til og með 8. júní sl. verði leigt Áróru Björk Oliversdóttur. Ein umsókn barst. Lagt er til að gerður verði samningur frá 1. júlí 2025 til eins árs. Umsækjandi áformar að nýta rýmið undir ljósmyndastúdíó.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu verkefnastjóra þvert á svið og að umrætt rými verði leigt til og með 30.06.2026.

9.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029; vinna skv. Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Á 1148. fundi byggðaráðs þann 5. júní sl. var m.a. bókað:
"a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að tímaramma með þeirri breytingu að seinni fundur með kjörnum fulltrúum verði fimmtudaginn 28.8.2025.
c) Á fundinum var unnið áfram í vinnuskjali byggðaráðs."

Á fundinum var áfram unnið að lið c. hér að ofan.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá a) Kennarasambandi Íslands og b) Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Leiðbeiningar lögmanns KÍ-FT vegna dóma Félagsdóms

Málsnúmer 202506019Vakta málsnúmer

a) Tekið fyrir erindi frá Kennarasambandi Íslands, dagsett þann 4. júní sl., þar sem fram kemur að undanfarin ár hefur verið ágreiningur milli Sambands íslenskra sveitarfélaga (sambandsins) og Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) um hvernig viðbótarmenntun tónlistarkennara skuli metin til launa samkvæmt kjarasamningsákvæðum, frá 1. september 2020. Kennarasamband Íslands vegna FT hefur tvívegis leitað til Félagsdóms með ágreininginn og hafa báðir dómarnir fallið kennurum í vil. Þrátt fyrir að niðurstöður dómanna séu afdráttarlausar og seinni dómurinn taki af hvers kyns tvímæli, virðist framkvæmd launaleiðréttinga láta á sér standa. Meðfylgjandi eru leiðbeiningar lögmanns KÍ um þýðingu dóma Félagsdóms og hvernig beri að leiðrétta laun tónlistarkennara afturvirkt (dómarnir fylgja einnig í skjalinu).Þess er óskað að hvert og eitt sveitarfélag lýsi því yfir innan tveggja vikna frá dagsetningu þessa tölvupósts hvort það hyggst fylgja leiðbeiningum lögmanns KÍ eða ekki.
b) Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, 6. júní sl.. þar sem fram kemur að Sambandið er með málið til skoðunar s.s. útfrá þeim gögnum sem KÍ er að senda frá sér þessa dagana s.s. m.t.t. réttmætis krafna félagsins. Fundað verður með lögmönnum eftir miðja næstu viku og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvaða leiðbeiningar fara til sveitarfélaga að þeirri yfirferð lokinni.
Frekari umfjöllun frestað þar til leiðbeiningar koma frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sbr. rafpóstur Sambandsins frá 6. júní sl.

11.Frá Ríkislögreglustjóra; Hvetjum til sumarstarfa fyrir 16-17 ára ungmenni í sveitarfélögum

Málsnúmer 202506048Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ríkislögreglustjóra, dagsett þann 10. júní sl., þar sem fram kemur að nú þegar sumarið nálgast langar Ríkislögreglustjóra að beina athygli sveitarfélaga að einu mikilvægasta verkfærinu sem sveitarfélögin hafa í höndunum að bjóða upp á sumarstörf fyrir 16 -17 ára ungmenni. Slík störf geta skipt sköpum fyrir unga einstaklinga sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og byggja upp tengsl við samfélagið. Rannsóknir sýna að sumarstörf fyrir ungmenni, sérstaklega þau sem eru í viðkvæmri stöðu geta haft verulega jákvæð áhrif. Þau geta dregið úr líkum á áhættuhegðun og félagslegri einangrun, styrkt sjálfsmynd og félagsfærni og aukið líkur á áframhaldandi námi og virkni í samfélaginu. Ávinningurinn er mestur þegar störfin eru útfærð með stuðningi og leiðsögn og markvisst sniðin að aðstæðum ungs fólks. Einnig er minnt á styrki til sveitarfélaga sem miða að farsæld barna, þar sem áhersla er á verkefni sem sporna gegn ofbeldi barna. Heildarúthlutunin er allt að 495 m.kr. og er umsóknarfrestur til 30. júní nk.
Dalvíkurbyggð hefur þegar brugðist við sumarið 2025 með því að bjóða upp á vinnu hjá Vinnuskólanum fyrir börn fædd 2011, 2010, 2009 og 2008.
Vísað til sviðsstjóra félagsmálasviðs, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, deildarstjóra Eigna- og framkvæmadeildar, íþróttafulltrúa og frístundafulltrúa til skoðunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026-2029.

12.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Upplýsingar um stjórn

Málsnúmer 202505104Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 4. júní sl., þar sem fram kemur hverjir skipa stjórn félagsins eftir aðalfund. Ein breyting er á stjórninni.
Stjórn Markaðsstofu Norðurlands 2025-2026 er eftirfarandi:
Viggó Jónsson -Drangeyjarferðir,
Sara Sigmundsdóttir -Akureyri Whale Watching,
Ármann Örn Gunnlaugsson - Geosea,
Örn Arnarson -Hótel Laugarbakki,
Edda Hrund Skagfield Guðmundsdóttir - Berjaya hótel.
Fulltrúi SSNE er Hlynur Jóhannsson og fulltrúi SSNV er Sveinbjörg Rut Pétursdóttir.
Varamenn: Tómas Árdal - Arctic Hotels og Þorbjörg Jóhannsdóttir - Höldur


https://www.northiceland.is/is/mn/frettir/breytingar-a-stjorn-mn-eftir-adalfund
Lagt fram til kynningar.

13.Frá Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar; Vorfundur almannavarnanefndar í umdæmi LSNE - fundargerð

Málsnúmer 202506041Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð vorfundar almannavarnarnefndar í umdæmi LSNE frá 30.05.2025.
Lagt fram til kynningar.

14.Frá Ríkislögreglustjóra; Ráðstefna Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra 16. október 2025. Takið daginn frá

Málsnúmer 202506017Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Ríkislögreglustjóra, dagsettur þann 3. júní sl., þar sem fram kemur árleg ráðstefna Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra verður haldin fimmtudaginn 16. október frá kl. 13:00 til 16:30 á Hilton Reykjavík Nordica. Ráðstefnan, sem fer fram í fjórða sinn, mun - eins og áður - fjalla um almannavarnamál á Íslandi. Sérstök áhersla verður lögð á öryggis- og varnarmálahlutverk Almannavarnadeildarinnar. Öll þau sem hafa áhuga á almannavarnamálum eru hvött til að sækja ráðstefnuna.
Lagt fram til kynningar.

15.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fundargerð stjórnar nr. 980

Málsnúmer 202502019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 27. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:12.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs