Byggðaráð

1155. fundur 21. ágúst 2025 kl. 13:15 - 16:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Ráðning starfsmanna á Eigna- og framkvæmdadeild

Málsnúmer 202507081Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmadeildar, kl. 13:15.

Á 1154. fundi byggðaráðs þann 14. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Rúna Kristín Sigurðardóttir, sérfræðingur í mannauðs - og kjaramálum, kl. 13:15.
Starfs- og kjaranefnd Dalvíkurbyggðar vísaði til byggðaráðs erindi frá deildarstjóra varðandi þarfagreiningu tveggja starfa á deildinni og beiðni um annað starfið verði auglýst með því markmiði að finna starfsmann sem myndi sjá um skipulagningu og utanumhald með starfi Vinnuskólans og koma að viðhaldi opinna svæða auk hefðbundinna starfa á deildinni. Hæfnis- og þekkingarkröfur yrðu því aðrar en fyrir almenna starfið, sbr. meðfylgjandi minnisblað deildarstjóra dagsett þann 28. júlí sl. Um er að ræða annars vegar fast starf sem er laust til umsóknar og hins vegar starf sem var ráðið í tímabundið skv. heimild í fjárhagsáætlun 2025. Einnig eru meðfylgjandi drög að starfslýsingum fyrir störfin.
Deildarstjóri gerði grein fyrir ofangreindri beiðni.
Helga Íris og Rúna Kristín viku af fundi kl. 13:57.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda ósk deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar um að auglýst verði í starf starfsmanns Eigna- og framkvæmdadeildar með breyttum áherslum skv. fyrirliggjandi drögum að starfslýsingu. Á móti verði ekki gert ráð fyrir ráðningu almennra sumarstarfsmanna.
Byggðaráð óskar eftir að fá útreikninga á fjárhagslegum áhrifum á næsta fund byggðaráðs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um fjárhagsleg áhrif. Áætluð niðurstaða er að launakostnaður er um 1,0 m.kr. lægri við þessar breytingar.
a) Fjárhagsleg áhrif á breytingum í starfsmannahaldi er lagt fram til kynningar.
b) Beiðni deilarstjóra um að halda einum sumarstarfsmanni áfram er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2026.

2.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Vinnuskóli 2026 - Skipulag starfsemi og launataxti

Málsnúmer 202508056Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 20. ágúst sl., er varðar undirbúning fyrir starfsemi Vinnuskólans 2026.

Fram kemur að 17 ára ungmennum verður áfram að boðið að sækja um starf í Vinnuskólanum. Varðandi laun 17 ára starfsmanna þá er það samkvæmt samkomulagi við viðkomandi stéttarfélag skv. kjarasamningi.
Lagt er upp með að lengja starfstíma Vinnuskólans þannig að öllum starfsmönnum verði boðið upp á að fá fleiri vinnudaga en ekki eingöngu þeim elstu.
Gert er grein fyrir þeim forsendum sem eru að baki launaáætlun 2026 hvað varðar magntölur - þ.e. áætlaður fjöldi starfsmanna í hverjum árgangi.

Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar leggur til að launataxti starfsmanna Vinnuskólans hækki um 5% frá árinu 2025 en launataxtar hafa ekki verið hækkaðir á milli ára undanfarin tvö ár.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum hækkun launataxta starfsmanna (nemenda) Vinnuskólans 2026 um 4,2% frá árinu 2025.
Að öðru leiti er minnisblaðinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2026.

3.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Fjárfestingar, framkvæmdir, viðhald og skipulagsmál 2025 skv. fjárhagsáætlun

Málsnúmer 202501021Vakta málsnúmer

Á 34. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 15. ágúst sl. var farið yfir stöðu á framkvæmdum ársins 2025.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtalin vinnugögn:
Yfirlit yfir áætlaðar framkvæmdir og fjárfestingar Eignasjóðs 2025 og verkleg staða á þeim.
Yfirlit yfir áætlaðar viðhaldsframkvæmdir Eignasjóðs 2025 og verkleg staða á þeim.
Samantekt á endurbótum á Sundlaug Dalvíkur 2025, dagsett þann 20. ágúst sl, í lok verks.
Gróft kostnaðarmat á 4,7 km löngum stíg frá Syðri-Haga að afleggjara við Árskógssand.

Til umræðu ofangreint.

Helga Íris vék af fundi kl. 14:41.

Lagt fram til kynningar.

4.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna framlaga Jöfnunarsjóðs

Málsnúmer 202508066Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 19. ágúst sl., þar sem lagt er til að lækka áætlun framlög Jöfnunarsjóðs vegna málefna fatlaðra í samræmi við nýjustu upplýsingar á vef Jöfnunarsjóðs. Um er að ræða kr. 45.388.934 vegna Málefna fatlaðra og kr. 862.482 vegna annarra framlaga.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 37 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 46.251.416 þannig að liður 00100-0151 lækki um kr. 45.388.934 og liður 00100-0190 lækki um kr. 862.482. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Á 1154. fundi byggðaráðs þann 14. ágúst sl. var m.a. ftirfarandi bókað:

"a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög sviðsstóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að forsendum Dalvíkurbyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029.
b) Fundur kjörinna fulltrúa með stjórnendum sviða þann 27. ágúst nk. Rætt um fyrirkomulag og undirbúning fundar.
c) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir stöðu fjárhagsáætlunarvinnunnar vs. verkefni skv. tímaramma.
a) Lagt fram og afgreiðslu frestað til næsta fundar.
b) Lagt fram til kynningar.
c) Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi
a) Drög að forsendum Dalvíkurbyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun.
b) Drög #1 að fjárhagsramma 2026 ásamt fylgigögnum.
c) Annað.

a) Forsendur með fjárhagsáætlun
b) Drög að fjárhagsramma.
c) Annað.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að útgjaldaramminn hækki almennt um 2% vegna ársins 2026. Forsendum að öðru leiti til umfjöllunar á næsta fundi.
b) Lagt fram tilkynningar og vísað áfram til umfjöllunar á næsta fundi.

6.Fjárhagsáætlun 2026; Frá Dalvíkurkirkju; Ósk um niðurfellingu fasteignagjalda á kirkjur í Dalvíkurbygggð

Málsnúmer 202507029Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sóknarnefnd Dalvíkurkirkju, dagsett þann 12. júlí sl., þar sem óskað er eftir styrk á móti fasteignagjöldum fyrir árið 2026.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2026-2028. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.

7.Fjárhagsáætlun 2026; Frá Súsönnu Svansdóttur; leikvellir og leiktæki

Málsnúmer 202507073Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindið frá Súsönnu Svansdóttur, dagsett þann 15. júlí sl., er varðar umhverfi hoppubelga, leikvalla og leiktæki í Dalvíkurbyggð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til vinnuhóps sveitarfélagsins um leikvelli og leiksvæði, íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum. Byggðaráð minnir einnig á að móta þarf framtíðarsýn og tillögur að leikvöllum í sveitarfélaginu, bæði hvað varðar við stofnanir sveitarfélagisns og á opnum svæðum sem m.a. innihaldi fjölda, gerð, viðhalds- og endurnýjunaráætlun.

8.Fjárhagsáætlun 2026; Frá Ferðafélagi Svarfdæla; Ábendingar varðandi umhverfi og náttúru

Málsnúmer 202508048Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ferðafélagi Svarfdæla, dagsett þann 11. ágúst og móttekið 17. ágúst sl., þar sem fram koma ýmsar ábendingar stjórnar er varða ýmsa þætti umhverfis og náttúru í Dalvíkurbyggð, ferðaþjónustu, samgöngur, gönguleiðir, stíga, menningarminjar o.fl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi, eftir því sem við á, til umhverfis- og dreifbýlisráðs, íþrótta- og æskulýðsráðs, menningarráðs, skipulagsráðs, byggðaráðs, stjórnenda á Framkvæmdasviði og upplýsingafulltrúa, í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum í samráði við starfsmenn.

9.Fjárhagsáætlun 2026; Frá Gittu Unn Ármannsdóttur; Útrýming á ágengum plöntum

Málsnúmer 202508049Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsett þann 17. ágúst sl., þar sem lagt er til að gerð verði áætlun um eyðingu kerfills meðfram þjóðvegi í sveitarfélaginu sem og gerð áætlun um eyðingu lúpínu á ákveðnum svæðum, s.s. í nánasta umhverfi Árskógarskóla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og dreifbýlisráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.

10.Fjárhagsáætlun 2026; Frá Golfklúbbnum Hamar; Beiðni um stuðning vegna umbótum á velli og aðstöðu

Málsnúmer 202508050Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, dagsett þann 12. ágúst sl., þar sem óskar er eftir áframhaldandi styrk vegna umbóta á golfvellinum og aðstöðu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.

11.Fjárhagsáætlunargerð 2026; Frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur; ýmislegt.

Málsnúmer 202508051Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur, dagsett þann 18. ágúst sl. þar sem fram koma hugmyndir að ýmsum verkefnum er varðar leiksvæði, strandlengjuna, útsýnispall og útsýnissvæði, Lágina, umhverfi ærslabelga, búnað í Sundlaug Dalvíkur og skólalóð Dalvíkurskóla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi, eftir því sem við á, til vinnuhóps sveitarfélagsins um leikvelli og leiksvæði, íþrótta- og æskulýðsráðs, umhverfis- og dreifbýlisráðs, fræðsluráðs, skipulagsráðs og byggðaráðs, í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum. Byggðaráð minnir einnig á að móta þarf framtíðarsýn og tillögur að leikvöllum í sveitarfélaginu, bæði hvað varðar við stofnanir sveitarfélagisns og á opnum svæðum sem m.a. innihaldi fjölda, gerð, viðhalds- og endurnýjunaráætlun.

12.Fjárhagsáætlun 2026; Frá Ungmennafélagi Svarfdæla; Úrbætur og uppbygging á svæði við gervigrasvöllinn

Málsnúmer 202508054Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélagi Svarfdæla, dagsett þann 18. ágúst sl., er varðar uppbyggingu og úrbætur á svæði við gervigrasvöllinn á Dalvík.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum.

13.Fjárhagsáætlun 2026; Frá Ingimari Guðmundssyni; Aðgangur að gervigrasvelli

Málsnúmer 202508055Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ingimari Guðmundssyni, dagsett þann 18. ágúst sl., þar sem lagt er til að gerðar verði upphitaðar tröppur niður að Dalvíkurvelli með vísan í að íbúar í sveitarfélaginu geta nýtt sér upphitaðan stíg í kringum vallarsvæðið sér til heilsueflingar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum.

14.Fjárhagsáætlun 2026; Frá Gittu Unn Ármannsdóttur o.fl.; Hjólastígur

Málsnúmer 202508065Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gittu Unn Ármannsdóttur, Guðmundi Geir Jónssyni, Freydísi Ingu Bóasdóttur, Jónasi Þór Leifssyni og Lindu Andersson, dagsett þann 18. ágúst sl., þar sem fram kemur ánægja með lagningu hjólreiðarstíg. Komið er á framfæri þeirri hugmynd meðal íbúa sunnan Árskógarskóla að með því að annað hvort setja fínni möl ofan á eða fara yfir með grjótmulningsvél væri hægt að hjóla á stígnum strax á þessu ári, þó svo að hann verði fullkláraður síðar samkvæmt áætlun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og dreifbýlisráðs og skipulagsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samdræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum.

15.Fjárhagsáætlun 2026; Frá UMFS; fjármögnun starfsmanns

Málsnúmer 202508068Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá knattspyrnudeild Ungmennafélags Svarfdæla og Barna- og unglingaráði, dagsett þann 19. ágúst sl., þar sem knattspyrnudeildin óskar eftir fjármagni frá Dalvíkurbyggð til að ráða starfsmann sem sinnir daglegu starfi og uppbyggingu innan deildarinnar sem og styðja við starf annarra deilda UMFS.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.

16.Frá 36. fundi skipulagsráðs þann 12. ágúst sl.; Árskógssandur - breyting á aðalskipulagi vegna nýrrar íbúðabyggðar

Málsnúmer 202402088Vakta málsnúmer

Á 36. fundi skipulagsráðs þann 12. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæði 706-ÍB á Árskógssandi lauk þann 5.júní sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Mílu, Hörgársveit og Minjastofnun Íslands.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir að unnin verði endanleg tillaga að aðalskipulagsbreytingu með þeim breytingum sem koma fram í umsögnum. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010

17.Frá 36. fundi skipulagsráðs þann 12. ágúst sl.; Árskógssandur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202303040Vakta málsnúmer

Á 36. fundi skipulagsráðs þann 12. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Kynningu tillögu á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir nýja íbúðabyggð á Árskógssandi lauk þann 5.júní sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Minjastofnun Íslands.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir að unnin verði endanleg tillaga að deiliskipulagi með þeim breytingum sem koma fram í umsögnum. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir nýja ibúðabyggð á Árskógssandi og að tillagan verði auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.

18.Frá 36. fundi skipulagsráðs þann 12. ágúst sl.; Skógarhólar - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202402087Vakta málsnúmer

Á 36. fundi skipulagsráðs þann 12. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar íbúðarbyggðar og nýrrar götu út frá Skógarhólum lauk þann 11.ágúst sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsáðs og samþykkir tillögu að breytingu að Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar íbúðarbyggðar og nýrrar götu út frá Skógarhólum og að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Frá 36. fundi skipulagsráðs þann 12. ágúst sl.; Skógarhólar - breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 202301077Vakta málsnúmer

Á 36. fundi skipulagsráðs þann 12. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis á Dalvík vegna áforma um fjölgun byggingarlóða og lagningu nýrrar götu út frá Skógarhólum lauk þann 11.ágúst sl.
Ein athugasemd barst. Umsagnir bárust frá Rarik, Landsneti, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiðseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi með breytingu skv. umsögn Vegagerðarinnar og jafnframt þeirri breytingu að ný gata til norðurs frá Skógarhólum fái heitið Birkihólar í
samræmi við innkomnar ábendingar. Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis á Dalvík með breytingu skv. umsögn Vegagerðarinnar og jafnframt þeirri breytingu að ný gata til norðurs frá Skógarhólum fái heitið Birkihólar í
samræmi við innkomnar ábendingar. Byggðaráð samþykkir samhljóða að tillagan verði auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.

20.Frá 36. fundi skipulagsráðs þann 12. ágúst sl.; Aðveitustöð Hríshöfða - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202507043Vakta málsnúmer

Á 36. fundi skipulagsráðs þann 12. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Gera þarf breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem iðnaðarlóð undir spennahús Rarik við Hríshöfða er stækkuð úr 0,2 ha í 0,9 ha til samræmis við gildandi lóðarleigusamning.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún hefur ekki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun eða er líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir tillögu um að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið um stækkun iðnaðarlóðar undir spennahús Rarik við Hríshöfða. Að mati byggðaráðs er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún hefur ekki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun eða er líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

21.Frá 36. fundi skipulagsráðs þann 12. ágúst sl.; Skáldalækur ytri - umsókn um deiliskipulag fyrir frístundalóðir

Málsnúmer 202401038Vakta málsnúmer

Byggðaráð þarf að staðfesta bókun skipulagsráðs um að auglýsa tillöguna á nýjan leik.

Á 36. fundi skipulagsráðs þann 12. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 27.júní 2025 þar sem gerð er athugasemd við málsmeðferð deiliskipulags fyrir frístundabyggð í landi Skáldalækjar ytri.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst á nýjan leik skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við tilmæli Skipulagsstofnunar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að deiliskipulagstillagan fyrir frístundabyggð í landi Skáldalækjar ytri verði auglýst á nýjan leik skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við tilmæli Skipulagsstofnunar.

22.Frá 34. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 15. ágúst sl.; Fjallgirðingamál 2025

Málsnúmer 202504028Vakta málsnúmer

Á 34. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 15. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum lá minnisblað verkefnastjóra þvert á svið þar sem fram kemur að Minjastofnun hafi gert athugasemdir við röskun á því svæði þar sem áætlað er að fara með fjallgirðingu neðan við Upsann í Bæjarfjalli. Stofnunin fer fram á að ítarleg fornleifaskráning fari fram 1á 30 metra breiðu svæði eftir fyrirhuguðu girðingarstæði. Framkvæmdir við jöfnun undir girðinguna eru óheimilar fyrr en skráning liggur fyrir. Fyrir liggur kostnaðaráætlun fyrir fornleyiaskráningu meðfram girðingastæðinu.
Einnig lá fyrir fundinum rafpóstur frá Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsettur 7. ágúst 2025, þar sem hún gerir athugasemdir við léleg vinnubrögð við viðhald á fjallgirðingu á Árskógsströnd. Póstinum fylgja myndir sem sýna
ástand fjallgirðingari
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að endurnýjun fjallgirðingar við Upsa verði frestað til næsta árs og að gert verði ráð fyrir fornleyfaskráningu eða breytingu á girðingarstæði í fjárhagsáætlun.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur verkefnastjóra þvert á svið að hafa samband við verktakann sem fór yfir og lagfærði fjallgirðingu á Árskógsströnd í vor og fara fram á tafarlausar úrbætur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu umhverfis- og dreifbýlisráðs að fresta endurnýjun fjallgirðingar við Upsa og vísar tillögu um að gert verði ráð fyrir fornleifaskráningu eða breytingu á girðingarstæði til gerðar fjárhagsáætlunar 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029.

23.Frá 34. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 15. ágúst sl.; Erindi frá fjallskiladeild Árskógsstrandar

Málsnúmer 202508036Vakta málsnúmer

Á 34. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 15. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá fjallskilanefnd Árskógsstrandar þar sem að bent er á að fjallskilanefnd Hörgársveitar hafi samþykkt að gengið verði á Þorvaldsdal laugardaginn 6. september. Í ljósi þeirrar ákvörðunar óskar fjallskilanefndin eftir því að gengið verði á sama tíma norðan Þorvaldsár þannig að fé fari síður að á milli svæða.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlagt erindi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að gengið verði norðan Þorvaldsdalsár laugardaginn 6. september nk.

24.Frá 34. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 15. ágúst sl.; Umsókn um leyfi til að koma upp beitarhólfi fyrir hross við Brimnesá.

Málsnúmer 202508040Vakta málsnúmer

Á 34. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 15. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Með rafpósti, dagsettum 13. ágúst 2025, óskar Arnar Valur Kristinsson eftir leyfi til þess að koma upp tímabundnu beitarhólfi fyrir hross norðan Ægisgötu og ofan Brimnesbrautar.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlagt erindi með fyrirvara um samþykki íbúa í Brimnesbraut 21, 23, 27, 29 og 31.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um leyfi til að koma upp tímabundnu beitarhólfi fyrir hross norðan Ægisgötu og ofan Brimnesbrautar með þeim fyrirvara sem fram kemur um samþykki íbúa í Brimnesbraut.

25.Skipulagsráð - 36; frá 12.08.2025

Málsnúmer 2508003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 36 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202402088.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202303040.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202402087
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202301077.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202507043.
Liður 13 er sér mál á dagskrá; mál 202401038.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna nýrrar íbúðabyggðar við Böggvisbraut lauk þann 18.júní sl.
    Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Norðurorku og Minjastofnun Íslands.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að endanlegri skipulagstillögu í samráði við skipulagshönnuð og leggja fram á næsta fundi ráðsins.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Kynningu tillögu á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð við Böggvisbraut lauk þann 18.júní sl.
    Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Minjastofnun Íslands.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að endanlegri skipulagstillögu í samráði við skipulagshönnuð á næsta fundi ráðsins.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæði 706-ÍB á Árskógssandi lauk þann 5.júní sl.
    Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Mílu, Hörgársveit og Minjastofnun Íslands.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir að unnin verði endanleg tillaga að aðalskipulagsbreytingu með þeim breytingum sem koma fram í umsögnum. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Kynningu tillögu á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir nýja íbúðabyggð á Árskógssandi lauk þann 5.júní sl.
    Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Minjastofnun Íslands.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir að unnin verði endanleg tillaga að deiliskipulagi með þeim breytingum sem koma fram í umsögnum. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar íbúðarbyggðar og nýrrar götu út frá Skógarhólum lauk þann 11.ágúst sl.
    Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis á Dalvík vegna áforma um fjölgun byggingarlóða og lagningu nýrrar götu út frá Skógarhólum lauk þann 11.ágúst sl.
    Ein athugasemd barst. Umsagnir bárust frá Rarik, Landsneti, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiðseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi með breytingu skv. umsögn Vegagerðarinnar og jafnframt þeirri breytingu að ný gata til norðurs frá Skógarhólum fái heitið Birkihólar í samræmi við innkomnar ábendingar. Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Gera þarf breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem iðnaðarlóð undir spennahús Rarik við Hríshöfða er stækkuð úr 0,2 ha í 0,9 ha til samræmis við gildandi lóðarleigusamning. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún hefur ekki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun eða er líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Kynningu á skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um uppbyggingu landeldisstöðvar norðan Hauganess lauk þann 23.júlí sl.
    Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Landsneti, Fjallabyggð, Slökkviliði Dalvíkur, Vegagerðinni, Umhverfis- og orkustofnun, Rarik og Matvælastofnun.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að skipulagstillögu á vinnslustigi í samráði við skipulagshönnuð.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Kynningu á skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir uppbyggingu landeldisstöðvar norðan Hauganess lauk þann 23.júlí sl.
    Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun og Vegagerðinni.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að skipulagstillögu á vinnslustigi í samráði við skipulagshönnuð.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Rætt um næstu skref í vinnu við gerð deiliskipulags fyrir íbúðarhverfis sunnan Dalvíkur. Skipulagsráð - 36 Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að endanlegri deiliskipulagstillögu í samvinnu við skipulagshönnuði.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 9.júlí 2025 þar sem Kjartan Gústafsson sækir um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir frístundabyggð í landi Birnuness. Fyrirhugað er að skipuleggja 8 lóðir sem hver um sig verður 1 ha að stærð. Skipulagsráð - 36 Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja gögn um áformin.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 8.ágúst 2025 þar sem Trausti Þór Sigurðsson sækir um stækkun lóðar nr. 3 við Aðalgötu á Hauganesi. Óskað er eftir því að lóðin verði stækkuð til samræmis við gildandi deiliskipulag.
    Fyrir liggur samþykki framkvæmdasviðs við erindinu.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna breytingu á deiliskipulagi til samræmis við endanlega uppmælingu lóðarinnar.
    Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna.
    Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Mólands og Aðalgötu 1 og 5.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 27.júní 2025 þar sem gerð er athugasemd við málsmeðferð deiliskipulags fyrir frístundabyggð í landi Skáldalækjar ytri. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst á nýjan leik skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við tilmæli Skipulagsstofnunar.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 22.maí 2025 þar sem Jón Örn Pálsson f.h. Ocean Eco Farm ehf. sækir um heimild til þess að nota sprengiefni í borholu undir sjávarbotni á lóð nr. 2 við Sjávarstíg á Hauganesi.
    Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 6.júní sl. og var afgreiðslu frestað þar til fyrir lægi álit óháðs aðila á hugsanlegum áhrifum af norkun sprengiefnis.
    Nú liggur fyrir umsögn Eflu verkfræðistofu og veitustjóra Dalvíkurbyggðar.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
    Lóðarhafar á Hauganesi skulu upplýstir um framkvæmdina.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 8.ágúst 2025 þar sem Bergur Þór Þórðarson f.h. Orkufjarskipta sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara um 370 m leið í landi Stærri Árskógs.
    Meðfylgjandi er afstöðumynd ásamt greinargerð og samþykki landeiganda og Vegagerðarinnar.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 30.apríl 2025 þar sem Ragnar Þór Georgsson sækir um frístundalóð nr. 13 í landi Hamars. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð frestar afgreiðslu og vísar til vinnu við gerð gjaldskrár fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð. Við samþykkt gjaldskrár verða frístundalóðir auglýstar lausar til úthlutunar og umsóknin tekin fyrir á nýjan leik.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 26.maí 2025 þar sem Reynir Lárusson sækir um frístundalóð nr. 9E við Garðatröð. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð frestar afgreiðslu og vísar til vinnu við gerð gjaldskrár fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð. Við samþykkt gjaldskrár verða frístundalóðir auglýstar lausar til úthlutunar og umsóknin tekin fyrir á nýjan leik.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

  • Erindi dagsett 15.júlí 2025 þar sem Jón Þór Arngrímsson sækir um frístundalóð nr. 1D við Garðatröð. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð frestar afgreiðslu og vísar til vinnu við gerð gjaldskrár fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð. Við samþykkt gjaldskrár verða frístundalóðir auglýstar lausar til úthlutunar og umsóknin tekin fyrir á nýjan leik.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 15.júlí 2025 þar sem Arngrímur Jónsson sækir um frístundalóð nr. 1D við Garðatröð. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð frestar afgreiðslu og vísar til vinnu við gerð gjaldskrár fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð. Við samþykkt gjaldskrár verða frístundalóðir auglýstar lausar til úthlutunar og umsóknin tekin fyrir á nýjan leik.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 15.júlí 2025 þar sem Ingi Þór Arngrímsson sækir um frístundalóð nr. 1D við Garðatröð. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð frestar afgreiðslu og vísar til vinnu við gerð gjaldskrár fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð. Við samþykkt gjaldskrár verða frístundalóðir auglýstar lausar til úthlutunar og umsóknin tekin fyrir á nýjan leik.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • 25.21 202508025 Sánuvagn - stöðuleyfi
    Erindi dagsett 1.ágúst 2025 þar sem María Pálsdóttir f.h. Hælisins ehf. sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir sánuvagn dagana 18.-20.ágúst nk.
    Fyrirhuguð staðsetning er í flæðarmálinu við Sandskeið á Dalvík.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 9.júní 2025 þar sem Ívar Örn Vignisson sækir um stöðuleyfi fyrir 20 ft gám við Sandskeið.
    Meðfylgjandi er afstöðumynd.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir erindið.
    Málinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 15.júlí 2025 þar sem Hartmann Kristjánsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám við Sandskeið. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir erindið.
    Málinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 28.júlí 2025 þar sem Hjálmar Randversson sækir um stöðuleyfi fyrir gám við Sandskeið. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir erindið.
    Málinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 20.júlí 2025 þar sem Ingvar Kristinsson sækir um leyfi fyrir byggingu garðskúrs á lóð nr. 13 við Kirkjuveg. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir erindið með vísan í kafla 3.3.3 í greinargerð með deiliskipulagi svæðisins. Þar segir að heimilt sé að reisa óupphitað smáhýsi undir 15 m2 fyrir hverja íbúð innan lóðar og er staðsetning heimil utan byggingarreits.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

    Málinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
  • Erindi dagsett 13.júlí 2025 þar sem Ólafur Sigurðsson sækir um leyfi til byggingar bílgeymslu á lóð nr. 11 við Öldugötu á Árskógssandi.
    Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Öldugötu 6, 7, 8 og 9.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 3.júlí 2025 þar sem Vignir Sveinsson sækir um heimild til byggingar smáhýsis á jörðinni Kvíalæk. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir erindið.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

    Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
  • Lagt fram á nýjan leik erindi hestamannafélagsins Hrings dags. 16.mars 2025 þar sem skorað er á Dalvíkurbyggð að fyrirhugaður göngu- og hjólastígur meðfram Dalvíkurlínu 2 verði jafnframt skilgreindur sem reiðvegur. Afgreiðslu var frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við stígahönnuð og Vegagerðina um erindið. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð hafnar erindinu.
    Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum.

  • Erindi dagsett 15.júlí 2025 þar sem Þorleifur Kristinn Karlsson sækir um að lagður verði reiðstígur meðfram heimreið upp að Svæði. Meðfylgjandi er skýringarmynd. Skipulagsráð - 36 Erindinu er vísað til vinnu við fjárhagsáætlunargerð næsta árs.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Erindi dagsett 7.ágúst 2025 þar sem Sigríður Dóra Friðjónsdóttir sækir um stækkun bílastæðis á lóð nr. 8 við Goðabraut.
    Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
    Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir erindið þar sem það er í samræmi við reglur Dalvíkurbyggðar um bílastæði og úrtök úr kantsteini.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Lagt fram minnisblað, unnið af KPMG, varðandi forsendur fyrir gjaldtöku fyrir frístundalóðir í landi Dalvíkurbyggðar, ásamt drögum að gjaldskrá fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð.
    Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9.apríl sl.
    Skipulagsráð - 36 Lagt fram til kynningar.

  • Erindi dagsett 12.júní 2025 þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2032 vegna Fljótaganga. Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

  • 25.33 202506018 Skipulag skógræktar
    Erindi dagsett 4.júní 2025 þar sem Vinir íslenskrar náttúru vekja athygli sveitarfélaga á Íslandi á áhrifum stórfelldrar skógræktar á landslag og vistkerfi og mikilvægi skipulagsvinnu í tengslum við skógrækt. Skipulagsráð - 36 Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram til kynningar erindi Samgöngufélagsins, dags. 7.júlí 2025, til Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna Skagafjarðar og Húnabyggðar, varðandi Vindheimaleið og Húnavallaleið. Skipulagsráð - 36 Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð 17.fundar, dags. 20.maí 2025. Skipulagsráð - 36 Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar dags. 26. júní 2025, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Skipulagsráð - 36 Lagt fram til kynningar.

26.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34; frá 15.08.2025

Málsnúmer 2508002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202504028 - vegna fjárhagsáætlunar 2025
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202508036,
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202508040.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Farið yfir stöðu þeirra málaflokka sem heyra undir ráðið. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34
  • 26.2 202501021 Framkvæmdir 2025
    Farið yfir stöðu á framkvæmdum ársins 2025. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34
  • Tekið fyrir erindi frá Whales Hauganes ehf. dagsett 13. júní 2025, þar sem óskað er eftir leyfi til gróðursetningar á allt að 4000 trjáplöntum norðan Hauganesvegar og neðan Brimnesvegar til kolefnisjöfnunar á starfsemi fyrirtækisins.
    Plönturnar eru hugsaðar sem gjöf til sveitarfélagsins og verði í umsjá þess.
    Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34 Umhverfis- og dreifbýlisráð setur sig ekki upp á móti framlögðu erindi en vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu í Skipulagsráði.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Fyrir fundinum lágu skógræktaráætlanir fyrir skógreitina Brúarhvammsreit og Bögg unnar af Skógræktarfélagi Eyfirðinga. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34 Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að unnið verði samkvæmt framlögðum áætlunum fyrir skógreitina næstu ár, og vísar til fjárhagsáætlunargerðar.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • 26.5 202504028 Fjallgirðingamál 2025
    Fyrir fundinum lá minnisblað verkefnastjóra þvert á svið þar sem fram kemur að Minjastofnun hafi gert athugasemdir við röskun á því svæði þar sem áætlað er að fara með fjallgirðingu neðan við Upsann í Bæjarfjalli. Stofnunin fer fram á að ítarleg fornleyfaskráning fari fram 1á 30 metra breiðu svæði eftir fyrirhuguðu girðingarstæði. Framkvæmdir við jöfnun undir girðinguna eru óheimilar fyrr en skráning liggur fyrir. Fyrir liggur kostnaðaráætlun fyrir fornleyfaskráningu meðfram girðingastæðinu.

    Einnig lá fyrir fundinum rafpóstur frá Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsettur 7. ágúst 2025, þar sem hún gerir athugasemdir við léleg vinnubrögð við viðhald á fjallgirðingu á Árskógsströnd. Póstinum fylgja myndir sem sýna ástand fjallgirðingar.
    Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34 Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að endurnýjun fjallgirðingar við Upsa verði frestað til næsta árs og að gert verði ráð fyrir fornleyfaskráningu eða breytingu á girðingarstæði í fjárhagsáætlun.
    Umhverfis- og dreifbýlisráð felur verkefnastjóra þvert á svið að hafa samband við verktakann sem fór yfir og lagfærði fjallgirðingu á Árskógsströnd í vor og fara fram á tafarlausar úrbætur.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Hörgársveit, dagsettur 23. júní 2025, þar sem það er tilkynnt að fyrsu göngur í sveitarfélaginu verði 10. - 14. september og seinni göngur viku síðar. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34 Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá fjallskilanefnd Árskógsstrandar þar sem að bent er á að fjallskilanefnd Hörgársveitar hafi samþykkt að gengið verði á Þorvaldsdal laugardaginn 6. september. Í ljósi þeirrar ákvörðunar óskar fjallskilanefndin eftir því að gengið verði á sama tíma norðan Þorvaldsár þannig að fé fari síður að á milli svæða. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34 Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlagt erindi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • 26.9 202502085 Fundargerðir HNE 2025
    Lögð fram til kynningar fundargerð 242. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 11. júní 2025. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34 Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti, dagsettum 13. ágúst 2025, óskar Arnar Valur Kristinsson eftir leyfi til þess að koma upp tímabundnu beitarhólfi fyrir hross norðan Ægisgötu og ofan Brimnesbrautar. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34 Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlagt erindi með fyrirvara um samþykki íbúa í Brimnesbraut 21, 23, 27, 29 og 31.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 16:10.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs