Byggðaráð

1154. fundur 14. ágúst 2025 kl. 13:15 - 15:26 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Ráðning starfsmanna á Eigna- og framkvæmdadeild

Málsnúmer 202507081Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Rúna Kristín Sigurðardóttir, sérfræðingur í mannauðs - og kjaramálum, kl. 13:15.

Starfs- og kjaranefnd Dalvíkurbyggðar vísaði til byggðaráðs erindi frá deildarstjóra varðandi þarfagreiningu tveggja starfa á deildinni og beiðni um annað starfið verði auglýst með því markmiði að finna starfsmann sem myndi sjá um skipulagningu og utanumhald með starfi Vinnuskólans og koma að viðhaldi opinna svæða auk hefðbundinna starfa á deildinni. Hæfnis- og þekkingarkröfur yrðu því aðrar en fyrir almenna starfið, sbr. meðfylgjandi minnisblað deildarstjóra dagsett þann 28. júlí sl. Um er að ræða annars vegar fast starf sem er laust til umsóknar og hins vegar starf sem var ráðið í tímabundið skv. heimild í fjárhagsáætlun 2025.
Einnig eru meðfylgjandi drög að starfslýsingum fyrir störfin.

Deildarstjóri gerði grein fyrir ofangreindri beiðni.

Helga Íris og Rúna Kristín viku af fundi kl. 13:57.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda ósk deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar um að auglýst verði í starf starfsmanns Eigna- og framkvæmdadeildar með breyttum áherslum skv. fyrirliggjandi drögum að starfslýsingu. Á móti verði ekki gert ráð fyrir ráðningu almennra sumarstarfsmanna.
Byggðaráð óskar eftir að fá útreikninga á fjárhagslegum áhrifum á næsta fund byggðaráðs.

2.Mánaðarlegar skýrslur 2025; janúar- júní

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir eftirfarandi skýrslur:
Staða bókhalds (rekstur) í samanburði við heimildir í áætlun; janúar - júní 2025.
Staða fjárfestinga og framkvæmda 2025, bókfærð staða 12. ágúst sl. í samanburði við heimildir ársins 2025.
Staða launakostnaðar janúar- júní 2025 í samanburði við heimildir.
Staða stöðugilda janúar - júní 2025 í samanburði við heimildir.
Lagt fram til kynningar.

3.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 2024-2025 Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202501104Vakta málsnúmer

Á 377. fundi sveitarstjórnar þann 18. febrúar sl. var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga eftir svörum og rökstuðningi fyrir úthlutun til byggðalaga innan
Dalvíkurbyggðar. Ef ekki berast svör eða óásættanleg röksemdafærsla ber sveitarstjóra að undirbúa kvörtun til Umboðsmanns Alþingis.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svar frá Atvinnuvegaráðuneytinu, dagsett þann 12. ágúst 2025. Fram kemur m.a. að samdráttur í ráðstöfun á milli ára til viðbótar við þær reiknireglur sem stuðst er við skv. 2. gr. reglugerðar nr. 818/2024, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2024/2025, veldur því að úthlutun til Dalvíkur lækkar um 44 t og til Árskógssands um 107 t en úthlutun til Hauganess er óbreytt frá fiskveiðiárinu 2023/2024. Í svarinu er frekari gert grein fyrir forsendum að baki úthlutuninni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni að undirbúa kvörtun til Umboðsmanns Alþingis og leggja fyrir byggðaráð í næstu viku.

4.Heildarviðauki I við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 202507007Vakta málsnúmer

Frestað

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202508029Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð samþykkir samljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni, viðauki nr. 35 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 3.128.180 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202508032Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni, viðauki nr. 36 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 6.968.687. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé

7.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029; forsendur o.fl.

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson vék af fundi undir þessum lið til annarra starfa kl. 15:14.

Á 1152. fundi byggðaráðs þann 10. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboð fylgdi:
a) Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, móttekið 4.júlí sl., er varðar forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga árið 2026 og árin 2027-2029.
b) Bókun ungmennaráðs á 47.fundi sínum þann 3.júlí sl.
a) Lagt fram til kynningar
b) Byggðaráð hrósar ungmennaráði fyrir góðar tillögur og vísar þeim til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun. Lagt fram til kynningar."

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög sviðsstóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að forsendum Dalvíkurbyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029.
b) Fundur kjörinna fulltrúa með stjórnendum sviða þann 27. ágúst nk. Rætt um fyrirkomulag og undirbúning fundar.
c) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir stöðu fjárhagsáætlunarvinnunnar vs. verkefni skv. tímaramma.
a) Lagt fram og afgreiðslu frestað til næsta fundar.
b) Lagt fram til kynningar.
c) Lagt fram til kynningar.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202505046Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

9.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsaganrbeiðni gistileyfi - Fjúkandi hjólbörur ehf, Árbakka

Málsnúmer 202508006Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 31. júlí sl, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II frá Fjúkandi hjólbörum ehf vegna Árbakka. í gildi var rekstrarleyfi frá 2020 vegna „Íglúhússins“ á Árbakka sem nýir eigendur eru nú að taka við.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Slökkviliðsstjóra, dagsett þann 11. ágúst sl.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir ábendingum skipulagsfulltrúa um ofangreint og er umsögn skipulagsfulltrúa í vinnslu.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta málinu þar til umsagnir frá skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa liggja fyrir.

10.Fundargerðir stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses 2025

Málsnúmer 202508033Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses nr. 69 7. ágúst lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

11.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 46; frá 08.08.2025

Málsnúmer 2508001FVakta málsnúmer

Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fer yfir drög að starfs - og fjárhagsáætlun fyrir árið 2026. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 46 Skólanefnd TÁT þakkar Magnúsi skólastjóra TÁT fyrir yfirferð að drögum að starfsáætlun. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fer yfir skráningar og væntanlegan nemendafjölda fyrir næsta skólaár. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 46 Skráningar í tónlistarskólann líta vel út fyrir skólaárið 2025-2026 og nemendafjöldi er svipaður og síðustu ár. Komið var inná mikilvægi þess að hafa kynningarfundi um tónlistarskólann fyrir nemendur og foreldra í grunnskólum sveitarfélagana í upphafi skólanna núna í ágúst. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fer yfir starfsmannamál hjá TÁT fyrir næsta skólaár. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 46 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fara yfir fjárhagslegt stöðumat hjá TÁT 2025. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 46 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • 11.5 202402005 Styrktarsjóður TÁT
    Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, kynnti styrktarsjóð fyrir nýjum aðilum. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 46 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fer yfir helstu breytingar á stjórnun hjá TÁT fyrir næsta skólaár Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 46 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fer yfir kostnaðarskiptingu sveitarfélaga vegna samreksturs á tónlistarskóla. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 46 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 15:26.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs