Skipulagsráð

38. fundur 29. september 2025 kl. 14:00 - 17:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Gunnar Ágústsson frá Yrki arkitektum kynnti tillögu á vinnslustigi að nýju Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2025-2045.
Gunnar sat fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að leggja fram endanlega tillögu á vinnslustigi á næsta fundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Íbúðahverfi sunnan Dalvíkur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð sunnan Dalvíkur, unnin af Cowi verkfræðistofu.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að leggja fram endanlega tillögu á vinnslustigi á næsta fundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Hamar lóð A8 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202509111Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5.ágúst 2025 þar sem Örn Eldjárn sækir um heimild til byggingar 220 m2 frístundahúss á lóð nr. A8 í landi Hamars.
Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir hámarks byggingarmagni 150 m2 á lóðinni en í dag standa þar íbúðarhús, hlaða og fjós sem eru samtals 212 m2 að stærð. Til stendur að rífa þau mannvirki og reisa nýtt í staðinn.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi frístundasvæðis í landi Hamars til samræmis við erindið skv. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati skipulagsráðs er ekki talin þörf á grenndarkynningu skv. 3.mgr. 44.gr. laganna.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Sandskeið - umsókn um stöðuleyfi fyrir gámatjald

Málsnúmer 202509126Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22.september 2025 þar sem Vélvirki ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 220 m2 gámatjald í krikanum sunnan Sunnutúns og austan Martraðar.
Meðfylgjandi eru afstöðu- og útlitsmynd.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra að ganga til viðræðna við umsækjanda um gjald fyrir afnot af landi Dalvíkurbyggðar fyrir umrætt gámatjald og leggja erindið fyrir á næsta fundi ráðsins.

5.Verkefni á fjárhagsáætlun - málaflokkur 09

Málsnúmer 202409035Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2026 fyrir málaflokk 09.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og vísar henni til byggðaráðs til fjárhagsáætlunargerðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun á sviði skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2026 og markmið næstu þriggja ára.
Skipulagsráð samþykkir framlögð gögn og vísar þeim til afgreiðslu byggðaráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508069Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrám fyrir skipulags- og byggingarmál fyrir árið 2026.
Frestað til næsta fundar.

8.Gjaldskrá fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202504019Vakta málsnúmer

Lögð fram til áframhaldandi umræðu drög að gjaldskrá fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð.
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi