Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Byggðaráði 1147 fundi. Þar var til umræðu vinna við starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2026-2029. Samþykkt var fjárhagsáætlunaferli Dalvíkurbyggðar.
Fyrstu skref eru:
a) Umræður um hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu.
b) Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat og tímaramma.
c) Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett.
d) Tillaga að auglýsingu vegna erinda.
e) Rafrænar kannanir.
f) Tímarammi fjárhagsáætlunar.
g) Fundur sveitarstjóra og stjórnenda fagsviða með kjörnum fulltrúum til að fara yfir verkefni, stefnu og áherslur í fjárhagsáætlunarvinnunni.
h) Þjónustustefnan.
Til umræðu ofangreint.