Málsnúmer 202409136Vakta málsnúmer
Á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar, unnin af Eflu verkfræðistofu, þar sem afmörkun deiliskipulagssvæðisins er breytt til aðlögunar að nýju deiliskipulagi fyrir þjóðveg í gegnum þéttbýli Dalvíkur. Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur. Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Á 378.fundi sveitarstjórnar þann 18.mars sl. var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela veitustjóra að skoða hvort önnur staðsetning á vatnslögninni henti yfir ánna.