Veitu- og hafnaráð

149. fundur 03. september 2025 kl. 08:15 - 11:03 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Benedikt Snær Magnússon formaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson varaformaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Halla Dögg Káradóttir veitustjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Bakkavörn - vatnslögn í á - Bakki

Málsnúmer 202503019Vakta málsnúmer

Á 147.fundi veitu- og hafnaráðs þann 7.maí sl. kynnti veitustjóri niðurstöður mælinga og óskaði eftir að halda áfram vinnu við þetta verkefni og var eftirfarandi bókað:
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að áfram verði unnið og kostnaðaráætlun fyrir verkinu verður lögð fram þegar hún liggur fyrir.

Með fundargögnum fylgdi minnisblað frá Cowi sem inniheldur tillögur að tveim aðgerðum.
Tillaga A, lágmarks aðgerðir á vesturbakka Svarfaðardalsár.
Tillaga B, lengri rofvörn á vesturbakka Svarfaðardalsár.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að vísa erindinu, hvað varðar rofvarnir, til umhverfis- og dreifbýlisráðs til umræðu og afgreiðslu.

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela veitustjóra að skoða hvort önnur staðsetning á vatnslögninni henti yfir ánna.

2.Varðar hitastig á vatni í Lækjarkoti-Hreiðarsstöðum 2

Málsnúmer 202501110Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sögu Jónsdóttur, sem varðar hitastig á vatni hitaveitu inn í hús hennar í Svarfaðardal, Hreiðarstaðarkot II.

Á 144.fundi veitu- og hafnaráðs þann 5.febrúar sl., var veitustjóra falið að vinna frekar að þessu máli. Málið var aftur tekið fyrir á 148.fundi veitu- og hafnaráðs þar sem veitustjóri lagði fram tillögu til umræðu og afgreiðslu og lagði til árlega niðurgreiðslu vegna lágs hitastigs á vatni til notanda. Niðurstaða fundarins var að veitu- og hafnaráð samþykkti samhljóða með 4 atkvæðum að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

Sveitarstjóri og veitustjóri upplýstu um þær upplýsingar sem fram hafa komið.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að hafna fyrirliggjandi erindi þar sem hitastig á vatni í Hreiðarkoti II, skv. orkumæli, hefur alltaf verið yfir viðmiðunarhitastig gjaldskrár sem er 25°C. Orkugjald fyrir árið 2025 er samkvæmt gjaldskrá
3,31kr/kWst. Í 26.gr. í V.kafla Reglugerðar nr. 1090/019 fyrir hitaveitu Dalvíkur segir m.a.: "Hitaveitunni er ekki skylt að greiða bætur eða veita afslátt vegna takmörkunar á afhendingu heita vatnsins og/eða lækkunar á hitastigi.

3.Vatnstankur Upsa - Nýr tankur

Málsnúmer 202501059Vakta málsnúmer

Yfirferð tilboða, fylgigagna og tilboðsskrár verður lokið á miðvikudag og niðurstaða verður kynnt á fundinum.
Lagt fram til kynningar.

4.Trúnaðarmál

5.Dreifibréf í hús, fráveita

Málsnúmer 202403050Vakta málsnúmer

Á 148.fundi veitu- og hafnaráðs var lögð fram tillögur að dreifibréfi og eftirfarandi var bókað:
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela veitustjóra að óska eftir leyfi Norðurorku til þess að nota dreifibréf þeirra um óleyfilegt niðurhal.

Fyrir fundinum liggur samþykki Norðurorku þar sem veitt er leyfi fyrir því að nota dreifibréf þeirra með áherslubreytingum í samráði við hönnuð Norðurorku.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela veitustjóra að koma með tillögu að uppsettum bæklingi til að dreifa í öll hús í Dalvíkurbyggð.

6.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508069Vakta málsnúmer

Yfirfara þarf gjaldskrár sem má finna á heimasíðu Dalvikurbyggðar. Í fyrra var tekið mið af forsendum Sambands íslenskra sveitarfélaga og voru gjaldskrár hækkaðar að meðaltali um 3,9%, í ár er tillaga Sambandsins 3,2%.
Skoða þarf vel gjaldskrár veitna m.t.t. afkomu og fjárfestinga.
Vinna hafin við gjaldskrár og stefnt er að því að ljúka yfirferð yfir þær á næsta fundi ráðsins.

Vísað áfram til næsta fundar.

7.Mánaðarlegar skýrslur 2025

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Með fundarboði veitu- og hafnaráðs fylgdi skýrsla janúar - júní 2025 sem sýnir stöðu bókhalds í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun.
Á fundinum var farið yfir ofangreint og lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að stórnotendur rafmagns í verðbúðum verði framvegis rukkaðir samkvæmt mæli.

8.Fjárfestingar, framkvæmdir, viðhald og skipulagsmál 2025 skv. fjárhagsáætlun

Málsnúmer 202501021Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárfestingar og framkvæmdir á árinu og stöðu þeirra.
Ofangreint til umræðu á fundinum og lagt fram til kynningar.

9.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Fundarboði fylgdi:
a) Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar, yfirlit yfir fjárfestingar og framkvæmdir á núgildandi áætlun og samanburður á rekstri málaflokka og deilda 2021 - 2025, ásamt vinnuskjali sem farið hefur verið yfir á tveim fundum með kjörnum fulltrúum í lok júní og í lok ágúst.

b) Erindi er varðar beiðni um skábraut/ramp til þess að setja niður smábáta í höfninni á Hauganesi.
a) Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að taka fjárhagsáætlun fyrir á aukafundi fyrir lok september.

b) Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða 5 atkvæðum að hafna innsendu erindi er varðar beiðni um skábraut/ramp til þess að setja niður smábáta.

10.Samgönguáætlun 2026-2030, endurskoðun áætlunar - Hafnaframkvæmdir og sjóvarnir.

Málsnúmer 202505027Vakta málsnúmer

Á 148. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi sem var á dagskrá síðasta fundar, búið er að framlengja umsóknarfrest til 1.ágúst nk. Vegagerðin skal samkvæmt hafnalögum nr. 61/2003 og lögum um sjóvarnir nr.28/1997 vinna tillögu að áætlun um hafnarframkvæmdir og sjóvarnir með kostnaðarþátttöku ríkissjóðs sbr. lög nr. 33/2008 um samgönguáætlun. Nú er komið að því að hefja undirbúning að næstu fimm ára áætlun, þ.e.samgönguáætlun 2026 - 2030. Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um eftirfarandi verkefni í samgönguáætlun:
a) Dýpkun í Dalvíkurhöfn niður í 9 metra - við Austurgarð.
b) Landfylling með því að lengja Austurgarð í norður."

Á 381.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:
Til máls tók: Freyr Antonsson sem leggur til að einnig verði sótt um viðhaldsdýpkun innan Dalvíkurhafnar undir flotbryggjum smábáta og sveitarstjóra verði falið að sækja um tilgreind verkefni í samgönguáætlun. Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun veitu- og hafnaráðs.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um að sótt verði um viðhaldsdýpkun innan Dalvíkurhafnar og að sveitarstjóra verði falið að sækja um verkefnin.
Lagt fram til kynningar.

11.Viðræður um inngöngu í Hafnasamlag Norðurlands

Málsnúmer 202506144Vakta málsnúmer

Undir máli nr. 202211096 var eftifarandi bókað:
Á 1062. fundi byggaráðs þann 16. mars 2023 var eftirfarandi bókað: "Á 1061. fundi byggðaráðs þann 9. mars 2023 var til umfjöllunar viðræður við Hafnasamlag Norðurlands um inngöngu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í samlagið, SVÓT greining og fundur þann 15. mars 2023 með stjórn og framkvæmdastjóra Hafnasamlagsins. Á fundinum frá Dalvíkurbyggð var byggðaráð, sveitarstjóri, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og fulltrúar úr veitu- og hafnaráði. Á fundi byggðaráðs var farið yfir fundinn í gær, 15. mars.
Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að viðræðum við Hafnasamlag Norðurlands verði frestað um óákveðinn tíma.

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að taka aftur upp viðræður við Hafnasamlag Norðurlands um inngöngu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í samlagið.

12.Endurbygging Norðurgarðs, fjárveiting 2022-2025 - HD017

Málsnúmer 202110045Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu á verkinu og lagðar fram fundargerðir verkfunda og verkstöðublað.
Lagt fram til kynningar.

13.Innra eftirlit með öryggi í höfnum

Málsnúmer 202506047Vakta málsnúmer

Í reglugerð nr. 580/2107 um slysavarnir og öryggisbúnað í höfnum segir í 2. mgr. 5.gr. „Hafnaryfirvöld skulu sjá til þess að öryggisbúnaði (sjá 4. gr. reglugerðarinnar) í höfnum sé ætíð vel við haldið og hann nothæfur“.

Ennfremur kveður 15. grein reglugerðarinnar á um að hafnaryfirvöld á hverjum stað skuli skipuleggja innra eftirlit með öllum þáttum reglugerðarinnar í samráði við Samgöngustofu sem ákveði tíðni innra eftirlits miðað við aðstæður. Innra eftirlit með öryggi í höfnum felst í því að starfsmenn hafna fylgist með og geri reglulega úttekt á ástandi öryggisbúnaðar hafna.

Athygli er vakin á því að ekki á að senda Samgöngustofu umrædd eyðublöð útfyllt enda er innra eftirlitið fyrst og fremst í þágu hafnanna sjálfra til að uppfylla skyldur sínar skv. reglugerðinni. Samgöngustofa óskar eftir þeim gögnum um innra eftirlit sem nauðsynlegt kann að þykja til skoðunar á hverjum tíma.

Ofangreint er lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi kom til fundar kl. 10:35

14.Hafnarsvæði Dalvík - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202409136Vakta málsnúmer

Á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar, unnin af Eflu verkfræðistofu, þar sem afmörkun deiliskipulagssvæðisins er breytt til aðlögunar að nýju deiliskipulagi fyrir þjóðveg í gegnum þéttbýli Dalvíkur. Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur. Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Á 378.fundi sveitarstjórnar þann 18.mars sl. var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur.
Lagt fram til kynningar

15.Hafnarsvæði Dalvík - endurskoðun deiliskipulags

Málsnúmer 202509029Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð leggur til að skiplagsfulltrúi byrji vinnuna á því að funda með hagsmunaaðilum við Dalvíkurhöfn. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
María vék af fundi kl. 10:45

16.Hafnarskúr, könnun á húsnæði

Málsnúmer 202406129Vakta málsnúmer

Engin gögn fylgja málinu.
Tilboð í niðurrif á vigtarskúr mun berast fyrir næsta fund ráðsins.
Lagt fram til kynningar.
Benedikt Snær Magnússon vék af fundi undir þessum lið kl. 10:55

17.Reglugerð - vigtun og skráning sjávarafla

Málsnúmer 202506067Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi reglugerð um breytingu á reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla sem hefur verið birt í Stjórnartíðindum og tekið gildi.

Þar kemur fram að "Vigtun strandveiðiafla skal lokið á hafnarvog, vigtarmanni er heimilt að draga allt að 3% frá vegnum afla vegna áætlaðs íss í afla eftir að hafa gengið úr skugga um að aflinn sé ísaður."

Ofangreint er lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Benedikt kom aftur inn á fund kl. 11:00

18.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2025

Málsnúmer 202502012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands, af 473.fundi þann 22.maí sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:03.

Nefndarmenn
  • Benedikt Snær Magnússon formaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson varaformaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Halla Dögg Káradóttir veitustjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri