Byggðaráð

1151. fundur 03. júlí 2025 kl. 13:15 - 15:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Frá Akureyrarbæ; Samtal um framtíð slökkviliða á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202506089Vakta málsnúmer

Á fund byggðaráðs kom Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri á Akureyri með kynningu á mögulegu samstarfi slökkviliða á starfssvæði SSNE. Gunnar Rúnar er að heimsækja sveitarfélögin á svæðinu þessar vikurnar.
Byggðaráð þakkar Gunnari Rúnari fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð á málinu. Málið verður kynnt fyrir öllum sveitarfélögum á svæðinu á næstu vikum og fundað í framhaldi af því.
Gunnar Rúnar vék af fundi kl. 14:15

2.Fjárfestingar, framkvæmdir, viðhald og skipulagsmál 2025 skv. fjárhagsáætlun; hjólastígur - staða - framtíðarsýn

Málsnúmer 202501021Vakta málsnúmer

Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri EF deildar mætti til fundar kl. 14:15

Á 32.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16.maí sl., var bókað meðal annars um uppbyggingu hjólastígs í sveitarfélaginu þannig að að gert verði ráð fyrir bættum stígatengingum niður á Hauganes og Árskógssand núna í ár. Þá leggur ráðið áherslu á að hönnun stígsins verði kláruð sem fyrst.

Á 381.fundi sveitarstjórnar þann 19.júní sl. var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum og tekur undir með umhverfis og dreifbýlisráði að: Göngu- og hjólastígur meðfram Dalvíkurlínu verði með stígatengingum niður á Hauganes og Árskógssand núna í ár. Að fela deildarstjóra Eigna og framkvæmdadeildar að ræða við landeiganda um uppbyggingu á gamla Hauganesveginum ofan Áss. Einnig að samtal verði við íbúa um bestu leið varðandi tengingar Árskógssands og Hauganess við stíginn. Að hönnun stígsins verði kláruð sem fyrst og kynnt kjörnum fulltrúum og íbúum.
Deildarstjóri EF deildar er falið að ræða við hönnuð hjóla- og göngustígs og sveitarstjóri á fund með Vegagerðinni þann 16.júlí nk. þar sem farið verður m.a. farið yfir þetta mál.
Helga Íris vék af fundi kl. 14:45

3.Frá HMS; Staðfesting á stofnframlagi vegna byggingu íbúða við Dalbæ

Málsnúmer 202503044Vakta málsnúmer

Á 381.fundi sveitarstjórnar þann 19.júní sl. var eftirfarandi bókað:
Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum stofnframlag til byggingar á 12 leiguíbúðum í samvinnu við Brák og vísar útfærslu á stofnframlaginu og gerð viðaukabeiðni vegna þessa til byggðaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.

Farið yfir útfærslu á stofnframlagi Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029; vinna skv. tímaramma

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Á fundinum var rætt um fund kjörinna fulltrúa með sveitarstjóra, sviðsstjórum og stjórnendateymi framkvæmdasviðs sem haldinn var fimmtudaginn 26.júní sl. og farið yfir vinnuskjal sem unnið var með á fundinum. Ákveðið hefur verið að halda annan slíkan fund í lok ágúst eða fimmtudaginn 28.ágúst en honum verður að öllum líkindum flýtt til miðvikudagsins 27.ágúst nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að næsti fundur kjörinna fulltrúa með sveitarstjóra, sviðsstjórum og stjórnendateymi framkvæmdasviðs verði haldinn miðvikudaginn 27.ágúst nk.

5.Frá 148. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12.06.2025; Rafmagn í verbúðum - tillaga um sölu á verbúðum

Málsnúmer 202506045Vakta málsnúmer

Á 148.fundi veitu- og hafnaráðs þann 12.júní sl., var eftirfarandi bókað:
a) Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela yfirhafnaverði að koma stórnotendum rafmagns í verbúðum á sérmæli.
b) Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til við byggðaráð að verbúðirnar fari úr eigu og rekstri Hafnasjóðs/sveitarfélagsins.

Tekin fyrir b) liður bókunar veitu- og hafnaráðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa b) lið um sölu verbúða til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn í september.

6.Ársreikningur 2024; Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 202506134Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá Samtökum um áhrif umhverfis; Ályktun frá aðalfundi SUM 2025

Málsnúmer 202506135Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun SUM af aðalfundi sínum dags. 7.maí sl. þar sem samtökin kalla eftir fundi um efni ályktunarinnar ásamt virku samráði og samtali um þau mál sem fram koma í ályktun þeirra. Þar segir meðal annars að ályktun þessari er beint að úrræðum vegna leigu félagslegs húsnæðis. Þá sérstaklega þjónustu og leigu húsnæðis til hópa samfélagsins með fjölbreyttar þarfir, t.d. öryrkja, fatlaða, einstæða foreldra, aldraða, börn og aðra hópa sem glíma við skerðingar eða málleysi. Viðtakendur eru hvattir til þess að koma til móts við þennan hóp, sinna upplýsingaskyldu sinni og leiðbeini, viðhaldi og fyrirbyggi rakaskemmdir og stuðli að heilnæmu húsnæði fyrir öll.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Skráning lögheimilis í frístundabyggð - boð á vinnustofu

Málsnúmer 202507003Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um boð þátttöku í vinnustofu um skráningu lögheimilis í frístundabyggð. Vinnustofan verður haldinn fimmtudaginn 11.september kl. 10:30 - 14:00.
Í upphafi verður stutt erindi frá Grímsnes- og Grafningshreppi en síðan verða þátttakendur leiddir í gegnum æfingar sem ætlað er að greina áskoranir og tækifæri og hugmyndir að lausnum.
Samkvæmt núgildandi lögum ber að skrá einstakling til lögheimilis þar sem hann hefur fasta búsetu. Þá skal lögheimili skráð í tiltekna íbúð eða eftir atvikum hús, við tiltekna götu eða í dreifbýli, sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda fulltrúa á vinnufundinn.

9.Fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegsfyrirtækja 2025

Málsnúmer 202502067Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, nr. 90 frá 19.júní sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri