Málsnúmer 202506135Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar ályktun SUM af aðalfundi sínum dags. 7.maí sl. þar sem samtökin kalla eftir fundi um efni ályktunarinnar ásamt virku samráði og samtali um þau mál sem fram koma í ályktun þeirra. Þar segir meðal annars að ályktun þessari er beint að úrræðum vegna leigu félagslegs húsnæðis. Þá sérstaklega þjónustu og leigu húsnæðis til hópa samfélagsins með fjölbreyttar þarfir, t.d. öryrkja, fatlaða, einstæða foreldra, aldraða, börn og aðra hópa sem glíma við skerðingar eða málleysi. Viðtakendur eru hvattir til þess að koma til móts við þennan hóp, sinna upplýsingaskyldu sinni og leiðbeini, viðhaldi og fyrirbyggi rakaskemmdir og stuðli að heilnæmu húsnæði fyrir öll.