Sveitarstjórn

381. fundur 19. júní 2025 kl. 16:15 - 17:53 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1147; frá 22.05.2025

Málsnúmer 2505009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 14 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202504050.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202503086.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202505065.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202505101.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202505077.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1148; frá 05.06.2025

Málsnúmer 2506002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202505014.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202505063 - tímarammi.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202506007.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1149; frá 12.06.2025

Málsnúmer 2506007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 15 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202506033.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202506031.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202402137.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202403046.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202503044.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202506005.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

4.Félagsmálaráð - 287; frá 10.06.2025.

Málsnúmer 2505007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202505153.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

5.Fræðsluráð - 305; frá 14.05.2025

Málsnúmer 2505006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202501044.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202505044.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 174; frá 10.06.2025

Málsnúmer 2506006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202503092.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

7.Menningarráð - 109; frá 05.06.2025

Málsnúmer 2506001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202505167.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

8.Skipulagsráð - 35; frá 06.06.2025

Málsnúmer 2506003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 22 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202504091.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202501016.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202501017.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202503039.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202503040.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202301077.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

9.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 32; frá 16.05.2025

Málsnúmer 2505005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202501021.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202505032.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202306090.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202504078.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202505028.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202505074.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202505039.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

10.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 33; frá 13.06.2025

Málsnúmer 2506008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202501021.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202504022.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202409086.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202505172.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

11.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 148; frá 12.06.2025.

Málsnúmer 2506005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 18 liðum.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202505023.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202505014.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202501059.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202110045.
Liður 14 er sér mál á dagskrá; mál 202505027.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

12.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029; tímarammi

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Á 1148. fundi byggðaráðs þann 5. júní sl. var tímarammi vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029 til umræðu og afgreiðslu. Byggðaráð samþykkti tillöguna með þeim breytingum að seinni fundur með kjörnum fulltrúum verði 28.8.2025.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs og meðfylgjandi tillögu að tímaramma.

13.Frá 1147. fundi byggðaráðs þann 22.05.2025; Bréf til framkvæmdarstjóra sveitarfélaga frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 202504050Vakta málsnúmer

Á 1147. fundi byggðaráðs þann 22. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1145. fundi byggðaráðs þann 30. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 8. apríl sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um hver heildaráhrif kjarasamnings við Kennarasamband Íslands er í krónum talið eru umfram þær forsendur sem lagðar voru fram í fjárhagsáætlun. Jafnframt óskar nefndin eftir upplýsingum um hvort að sveitarfélögin ætli að bregðst sérstaklega við þessum kostnaðarauka og ef svo er,með hvaða ætti.
Niðurstaða : Heildarviðauki við launáætlun 2025 er í vinnslu og vonast er til að hægt verði að leggja hann fyrir
byggðaráð á næsta fundi. Í þeim útreikningum munu koma fram áætluð heildaráhrif kjarasamnings við Kennarasamband Íslands vegna ársins 2025."
Heildarviðauki við launaáætlun 2025 var tekinn fyrir og samþykktur í sveitarstjórn á 380. fundi þann 13. maí sl. að upphæð kr. 27.946.449 nettó. Hækkunin brúttó vegna málaflokks 04, fræðslu- og uppeldismál, er 38.332.439.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara ofangreindu erindi."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi svarbréf sveitarstjóra.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi svarbréf sveitarstjóra til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga varðandi viðbrögð sveitarfélagsins við kostnaðarauka vegna kjarasamninga við Kennarasamband Íslands.

14.Frá 1149. fundi byggðaráðs þann 12.06.2025; Ósk um viðauka við kaup á búnaði á skrifstofur Dalvíkurbyggðar, - viðauki #28

Málsnúmer 202506033Vakta málsnúmer

Á 1149. fundi byggðaráðs þann 12. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, fyrir hönd Framkvæmdastjórnar Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 3. júní sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun
2025 vegna breytinga innan Skrifstofa Dalvíkurbyggðar hvað varðar skipulag á skrifstofuaðstöðu starfsmanna. Í erindinu er gert grein fyrir þörf á breytingum og tilfærslum á milli vinnurýma sem eru vegna fjölgunar á stöðugildum á fræðslu- og menningarsviði, fjármála- og stjórnsýslusviði og framkvæmdasviði sem kalla á starfsaðstöðu á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar sem og vegna þeirra starfsmanna sem þurfa að vera með aðstöðu á fleiri en einum stað. Um er að ræða tímabundar breytingar þar sem áformað er að fara í endurbætur og breytingar á vinnuaðstöðu starfsmanna á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar, m.a. vegna loftgæða.
Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 953.013 vegna fræðslu- og menningarsviðs , kr. 456.507 á deild 04010 og kr. 496.507 á deild 06020, og kr. 161.560 vegna fjármála- og stjórnsýslusviðsá deild 21400, eða alls kr. 1.114.573. Sjá nánari sundurlið í meðfylgjandi excel skjali.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 28 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 1.114.573 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 28 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 1.114.573 þannig að deild 04010 hækki um kr. 456.507, deild 06020 hækki um kr. 496.507 og deild 21400 hækki um kr. 161.560. Sundurliðun er skv. meðfylgjandi excel skjali. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

15.Frá 1149. fundi byggðaráðs þann 12.06.2025; Viðaukabeiðni vegna langtímaveikinda - viðauki #25

Málsnúmer 202506031Vakta málsnúmer

Á 1149. fundi byggðaráðs þann 12. júní 2025 var eftirfarandi bókað:
"Viðaukabeiðni vegna langtímaveikinda- bókað í trúnaðarmálabók.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 25 að upphæð kr. 1.138.621 vegna launakostnaðar til að mæta veikindum, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðaukabeiðni nr. 25 við fjárhagsáætlun 2025, kr. 1.138.621 vegna launakostnaðar vegna veikinda. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

16.Frá 1149. fundi byggðaráðs þann 12.06.2025; Sala á 9 íbúðum til Leigufélagsins Bríet ehf. - viðauki #29

Málsnúmer 202402137Vakta málsnúmer

Á 1149. fundi byggðaráðs þann 12. júní sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 10. júní sl, þar sem lagður er til viðauki við fjárhagsáætlun 2025 á grundvelli útreikninga frá 15. apríl sl.
Liður 58200-13101 lækki um kr. -21.691.297 sem er bókfært virði íbúðanna.
Liður 58500-62102 lækki um kr. 58.208.394 sem er uppgreiðsluvirði áhvílandi lána.
Liður 29200-221** hækki um kr. 115.958.378 sem er hlutafé í Leigufélaginu Bríet sem greiðsla upp í metið söluandvirði íbúðanna.
Liður 57880-0729 hækki um kr. -152.475.475 sem er áætlaður söluhagnaður.
Frekari breytingar á fjárhagsáætlun málaflokka 57 og 58 verða lagðar til þegar yfirfærslan á íbúðunum hefur átt sér stað, til dæmis vegna áætlað viðhalds, fasteignagjalda, trygginga o.s.frv.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 29 við fjárhagáætlun 2025, á deildum 58200, 58500, 29200 og 57880, og vísar viðaukanum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 29 við fjárhagsáætlun 2025 skv. ofangreindum breytingum á deildir 58200,58500,29200 og 57880, alls nettó áhrif kr. 0, vegna sölu á 9 íbúðum úr Félagslegum íbúðum.

17.Frá 1149. fundi byggðaráðs þann 12.06.2025; Byggðasafnið Hvoll- Karlsrauðatorg 6 - sala; viðaukabeiðni #30.

Málsnúmer 202403046Vakta málsnúmer

Á 1149. fundi byggðaráðs þann 12. júní sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
Með fundarboði fylgdi tillaga að viðauka frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 10. júní sl, skv. eftirfarandi:
Liður 32200-13170 lækki um kr. -3.649.243 sem er bókfært virði.
Liður 31800-7996 hækki um kr. -24.350.757 sem er áætlaður söluhagnaður.
Liður 29200-39200 hækki um kr. 27.749.821, þ.e. hækkun á handbæru fé.
Liður 31340-0729 hækki um nettó um kr. 250.179.
Deild 31340 hækki nettó um kr. 5.049.601 skv. þeirri sundurliðun sem fram kemur í viðaukabeiðninni. Um er að ræða rekstur Eignasjóðs á fasteigninni.
Deild 05320 lækki nettó um kr. -3.406.214 skv. þeirri sundurliðun sem fram kemur í viðaukabeiðnni. Um er að ræða rekstur Byggðasafnins á fasteigninni.
Liður 06270-0510 lækki um kr. 101.520 vegna áætlaðra vinnu frá Vinnuskóla.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 30 við fjárhagsáætlun 2025, skv. ofangreindri og meðfylgjandi sundurliðun.
Byggðaráð vísar viðaukanum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórnar og leggur til að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé þar sem við á."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 30 við fjárhagsáætlun 2025 vegna sölu á Karlasrauðatorgi 6 og samkvæmt þeirri sundurliðun sem kemur fram hér að ofan og í meðfylgjandi excel skjali. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að viðaukanum verði með mætt breytingum á handbæru fé eftir því sem við á.

18.Frá 1148. fundi byggðaráðs þann 05.06.2025 og 148. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12.06.2025; Birnunesborgir - mælingar; viðauki #27 og samningur

Málsnúmer 202505014Vakta málsnúmer

a) Á 1148. fundi byggðaráðs þann 5. júní sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá veitustjóra, dagsett þann 3. júní sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun árið 2025 þar seme ekki var fyrirhugað að fara í niðursetningu á dælu vegna Birnunesborga en gert var ráð fyrir kaupum á dælunni. Óskað er eftir að fjármagn verði fært á milli verkefna þannig að liður 48200- 11607,verknúmer KD031, hækki um kr. 18.500.000 og á móti lækki liður 48200-11605, verknúmer KD027, Hamar- borholuskúr, um kr. 18.500.000.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofnagreinda beiðni veitustjóra um viðauka, viðauki nr. 27 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að fært verði á milli af lið 48200-11605, verknúmer KD027, kr. 18.500.000 og á lið
48200-11607, verknúmer KD031, kr. 18.500.000.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn þann 19. júní nk."

b) Á 148. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagður fram verksamningur við ISOR, þar sem verkefnið er að rannsaka jarðhitasvæðið á Birnunesborgum og staðsetja næstu vinnsluholu á svæðinu fyrir Hitaveitu Dalvíkur.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráðs samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum fyrirliggjandi samning við ÍSOR."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 27 við fjárhagsáætlun 2025 vegna niðursetningar á dælu í því formi að fjármagn verði fært á milli verkefna þannig að liður 48200- 11607,verknúmer KD031, hækki um kr. 18.500.000 og á móti lækki liður 48200-11605, verknúmer KD027, Hamar- borholuskúr, um kr. 18.500.000.

b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og fyrirliggjandi tillögu að verksamningi við ISOR um rannsókn jarðhitasvæðisins á Birnunesborgum og staðsetja næstu vinnsluholu á svæðinu.

19.Frá 1147. fundi byggðaráðs þann 22.05.2025; Samningur um rekstur tjaldsvæðis við Draumablá ehf.

Málsnúmer 202503086Vakta málsnúmer

Á 1147. fundi byggðaráðs þann 22. maí sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi um rekstur og umsjón tjaldsvæðisins á Dalvík við Draumablá ehf.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind og meðfylgjandi samningsdrög um rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu uppfærð samningsdrög með breytingum sem gerðar hafa verið eftir fund byggðaráðs.
Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir breytingum á samningsdrögum á milli funda.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Draumablá ehf. um rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík. Gildistími samningsins er til og með 15. október 2027.

20.Frá 174. fundi íþrótta- og æskuýðsráðs þann 10.06.2025; Samstarf sundlauga Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar

Málsnúmer 202503092Vakta málsnúmer

Á 174. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi frá forstöðumönnum sundlauga í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð lagt fyrir. Í erindinu fellst ótímabundið samstarf sundlauga sveitarfélaganna á þeim grundvelli að korthafar á hvorum stað fyrir sig hafi aðgang að sundlaugum beggja sveitarfélaga í gegnum kort sín.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til við sveitarfélagið að koma þessu máli í framkvæmd og felur íþróttafulltrúa að ganga frá formlegum samningi og leggja fyrir sveitarstjórn."
Til máls tóku:

Freyr Antonsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu og áfram til íþrótta- og æskulýðsráðs.

Lilja Guðnadóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til umfjöllunar og afgreiðslu byggðaráðs og áfram til íþrótta- og æskulýðsráðs.

21.Frá 109. fundi menningarráðs þann 05.06.2025; 17. júní samningur við Leikfélag Dalvíkur

Málsnúmer 202505167Vakta málsnúmer

Á 109. fundi menningarráðs þann 5. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs og Jón stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, fóru yfir drög að samningi við Leikfélag Dalvíkur um að skipuleggja 17. júní í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Menningarráð gerir ekki athugasemd við samningsdrög og samþykkir hann með þremur atkvæðum með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu ofangreind samningsdrög með breytingum sem gerðar hafa verið eftir fund menningarráðs.
Til máls tók:

Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur um 17. júní til þriggja ára, 2025-2027.

22.Frá 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16.05.2025; Samstarfssamningur vegna textíls

Málsnúmer 202505074Vakta málsnúmer

Á 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum lágu drög að samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbæjar um flutning á umframtextíl frá starfsstöð Rauða krossins á Akureyri til meðhöndlunar hjá móttökuaðila. Með samningnum skuldbindur Dalvíkurbyggð sig til að greiða Akureyrarbæ hlutdeild af kostnaði vegna meðhöndlunar og flutnings textíls.
Kostnaðarskiptingin miðast við hlutfall íbúafjölda Dalvíkurbyggðar og heildaríbúafjölda þeirra sveitarfélaga sem taka þátt í samstarfinu. Miða skal við íbúafjölda miðað við áramót, ár hvert
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum samningsdrög eins og þau liggja fyrir."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og fyrirliggjandi samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbæjar um flutning á umfram textíl frá starfsstöð Rauða krossins á Akureyri.

23.Frá 1147. fundi byggðaráðs þann 22.05.2025; Ósk um aðra framlengingu á samningi um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík

Málsnúmer 202505065Vakta málsnúmer

Á 1147. fundi byggðaráðs þann 22. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 12. maí sl., þar sem óskað er eftir að þjónustusamningur um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík verði framlengdur. Lagt er til að samningurinn verði
framlengdur um eitt ár eins og heimilt er, eða til 15. maí 2026. Fram kemur að fyrir liggur beiðni frá Steypustöðinni á Dalvík ehf. um aðra framlengingu.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að samningur við Steypustöðina á Dalvík ehf. um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík verði framlengdur um eitt ár. Um er að ræða seinni framlengingu skv. samningi þannig að áformað er að bjóða þjónustuna út á næsta ári.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að samningur við Steypustöðina á Dalvík ehf. um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík verði framlengdur um eitt ár.

24.Frá 148. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12.06.2025; Verksamningur um þjónustu og ráðgjöf 2025

Málsnúmer 202505023Vakta málsnúmer

Á 148. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagður fram fram verksamningur um þjónustu og ráðgjöf frá ISOR, sem hefur það að markmiði að halda utan um ýmis tilfallandi verkefni og verkefnastjórnun sem ÍSOR hafa með höndum fyrir Hitaveitu Dalvíkur.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráðs samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum fyrirliggjandi samning við ÍSOR."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og fyrirliggjandi tillögu að samningi við ÍSOR um þjónustu og ráðgjöf.

25.Frá 287. fundi félagsmálaráðs þann 10.06.2025; Gagnaöflun um breytingar á skipun í nefndir og ráð sveitarfélaga

Málsnúmer 202505153Vakta málsnúmer

Á 287. fundi félagsmálaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Jafnréttisstofu dags. 21.05.2025 þar sem óskað er eftir uppfærðri tölfræði á skipun í ráð og nefndir svetiarfélagsins. Uppfylli sveitarfélög ekki kröfur 28.gr.laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna skal færa fyrir því rök í svarpóstinum.
Niðurstaða : Félagsmálaráð fór yfir lista nefndarmanna í nefndum og ráðum Dalvíkurbyggðar. Í heildina er kynjahlutfallið ásættanlegt, mætti vera betra í einstaka ráðum. Í upphafi kjörtímabils var kynjahlutfall í lagi en með brottfalli einstakra kjörinna fulltrúa hefur hlutfallið aðeins raskast og má rekja það til þess að erfitt hefur verið að manna í nefndir og ráð. Vísað til staðfestingar í sveitastjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir bókun félagsmálaráðs.

26.Frá 33. umhverfis- og dreifbýlisráði þann 13.06.2025; Náttúruverndarnefnd Þingeyinga ósk um samstarf

Málsnúmer 202504022Vakta málsnúmer

Á 33. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Norðurþingi, rafpóstur dagsettur þann 2. apríl sl., þar sem fram kemur að byggðaráð Norðurþings samþykkir að leita eftir samstarfi við sveitarfélögin á starfssvæði SSNE um stofnun og rekstur náttúruverndarnefndar. Norðurþing lýsir sig reiðubúið til að vera leiðandi sveitarfélag í starfi nefndarinnar.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð álítur náttúrvernd mikilvæga. Eðlilegast væri að slík nefnd væri leidd undir forystu SSNE. Því ætti að beina þessari fyrirspurn um tilvistarrétt náttúruverndarnefndar á starfsvæði SSNE til stjórnar samtakanna.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun umhverfis- og dreifbýlisráðs.

27.Frá 305. fundi fræðsluráðs þann 14.05.2025; Skóladagatal skólanna 2025 - 2026

Málsnúmer 202501044Vakta málsnúmer

Á 305. fundi fræðsluráðs þann 14. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir skóladagatal leikskólans á Krílakoti fyrir skólaárið 2025 - 2026.
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum skóladagatal Krílakots, með þeirri breytingu að Þorláksmessudagur verði ekki skráningadagur þar sem að hann er reiknaður sem venjulegur leikskóladagur."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem leggur til að sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og skólastjóra Dalvíkurskóla og Krílakots verði falið að leggja fyrir byggðaráð dagsetningar á heimsóknum milli leik- og grunnnskóla á Dalvík og Árskógsströnd sem fyrst.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali leikskólans Krílakots fyrir skólaárið 2025-2026.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um dagsetningar á heimsóknum.

28.Frá 305. fundi fræðsluráðs þann 14.05.2025; Skráningadagar í leikskóla

Málsnúmer 202505044Vakta málsnúmer

Á 305. fundi fræðsluráðs þann 14. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá stjórnendum leikskólans á Krílakoti er varða skráningadaga í leikskóla.
Niðurstaða : Fræðsluráð leggur til að skráningagjald verði reiknað sem hlutfall af vistunartíma barna. Stjórnendum falið að upplýsa foreldra."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og þá tillögu að skráningargjald verði reiknað sem hlutfall af vistunartíma barna.

29.Frá 32. fundi og 33. fundi umhverfis- og deifýlisráðs þann 16.05.2025 og 13.06.2025; Fjárfestingar, framkvæmdir, viðhald og skipulagsmál 2025 skv. fjárhagsáætlun

Málsnúmer 202501021Vakta málsnúmer

a) Á 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir stöðu á helstu framkvæmdum ársins 2025.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að áætlunum varðandi göngu- og hjólastíg meðfram Dalvíkurlínu verði breytt þannig að líka verði gert ráð fyrir bættum stígatengingum niður á Hauganes og Árskógssand núna í ár. Deildarstjóra er falið að ræða við landeiganda um uppbyggingu á gamla Hauganesveginum ofan Áss. Ráðið leggur áherslu á að hönnun stígsins verði kláruð sem fyrst.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur deildarstjóra að leggja til breytingar á legu gatnamóta Grundargötu og Sandskeiðs og leggja fyrir Skipulagsráð.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að farið verði í gatnahönnun á Stórholti, nýrri götu á Hauganesi, og framkvæmdir þegar hönnun og lóðarblöð liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."

b) Á 33. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir stöðu á framkvæmdum ársins.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð felur deildarstjóra að finna hönnuð til að vinna að forhönnun fyrir strandlengju Dalvíkur."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum og tekur undir með umhverfis og dreifbýlisráði að:
Göngu- og hjólastígur meðfram Dalvíkurlínu verði með stígatengingum niður á Hauganes og Árskógssand núna í ár
Að fela deildarstjóra eigna og framkvæmdadeildar að ræða við landeiganda um uppbyggingu á gamla Hauganesveginum ofan Áss. Einnig að samtal verði við íbúa um bestu leið varðandi tengingar Árskógssands og Hauganess við stíginn.
Að hönnun stígsins verði kláruð sem fyrst og kynnt kjörnum fulltrúum og íbúum.
Að fela deildarstjóra eigna og framkvæmdadeildar að leggja fram tillögu að breyttri legu gatnamóta Grundargötu og Sandskeiðs fyrir Skipulagsráð.
Að farið verði í gatnahönnun á Stórholti, nýrri götu á Hauganesi, og framkvæmdir þegar hönnun og lóðarblöð liggja fyrir.
Að fela deildarstjóra eigna og framkvæmdadeildar að finna hönnuð til að vinna að forhönnun fyrir strandlengju Dalvíkur.

30.Frá 1149. fundi byggðaráðs þann 12.06.2025; Staðfesting á stofnframlagi vegna byggingu íbúða við Dalbæ - umsókn

Málsnúmer 202503044Vakta málsnúmer

Á 1149. fundi byggðaráðs þann 12. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Brák íbúðafélagi hses; dagsett þann 4. mars sl., þar sem fram kemur að HMS hefur borist umsókn frá Brák íbúðafélagi hses. um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Sótt er um vegna byggingar á 12 íbúðum fyrir aldraða.
Með erindi þessu er óskað eftir staðfestingu á stofnframlagi sveitarfélags vegna kaupanna. Í því samhengi er bent á að það er forsenda fyrir veitingu stofnframlags ríkisins að sveitarfélag þar sem almenn íbúð verður staðsett veiti umsækjanda jafnframt stofnframlag sveitarfélags, sbr. 7. mgr. 11. gr. laga nr. 52/2016.
Ef sveitarfélagið hyggst veita stofnframlag sitt til verkefnisins er jafnframt óskað eftir upplýsingum um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess, sbr. viðhengt skjal. Veittur er frestur til 18. mars nk. til að skila umbeðnum gögnum.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi sveitarstjóra til HMS, dagset þann 11. mars sl., þar sem óskað er eftir framlengingu á frest til að skila umbeðnum gögnum til og með í síðasta lagi 30. apríl nk. m.a. vegna þess að Páskar slíta aprímánuð vel í sundur og er einnig er starfandi vinnuhópur hjá Dalvíkurbyggð sem vinnur að þessu verkefni en vinnuhópurinn nær ekki að klára þá vinnu sem til þarf fyrir gefinn frest. Sveitarstjóri upplýsti að fyrirliggur samþykki á umbeðnum fresti.
Reglur Dalvíkurbyggðar um stofnframlög eru aðengilegar á heimasiðu sveitarfélagsins;
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Reglugerdir/fjarmala/Eldra/180823.reglur-dalvikurbyggdar-um- stofnframlog_.pdf
Niðurstaða : Afgreiðslu frestað.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að óska eftir formlegri umsókn frá Brák íbúðafélagi hses. um stofnframlag svo hægt verði að taka málið fyrir í sveitarstjórn þann 19. júní nk."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu eftirfarandi gögn:
Umsókn frá Brák ibúðarfélagi, dagsett þann 16. júní sl. um samstarf um byggingu á allt að 12 ibúða fjölbýlishúsi á Dalvík. Áætlað stofnframlag frá Dalvíkurbyggð er kr. 72.478.925 og óskað er eftir samþykki Dalvíkurbyggðar á stofnframlagi í þetta verkefni.
Með umsókninni fylgir ársreikningur Brákar frá 2024 og rekstraráætlun fyrir verkefnið.



Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum stofnframlag til byggingar á 12 leiguíbúðum í samvinnu við Brák og vísar útfærslu á stofnframlaginu og gerð viðaukabeiðni vegna þessa til byggðaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.

31.Frá 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16.05.2025; Umsókn um grenndargáma

Málsnúmer 202504078Vakta málsnúmer

Á 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn dagsettri 18. apríl 2025 óskar Guðlaug Kristbjörg Jónsdóttir eftir því að komið verði upp grenndargámum á Hauganesi og Árskógssandi. Vísar hún í það hversu langt er á móttökustöð á Dalvík og að fordæmi séu fyrir grenndargámum í öðrum sveitarfélögum.
Niðurstaða : Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar er falið að finna hentugar staðsetningar fyrir grenndarstöðvar á Árskógssandi og á Hauganesi fyrir gjaldfrjálsa úrgangsflokka.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tóku:

Freyr Antonsson, sem leggur til að sveitarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og feli deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að finna hentugar staðsetningar á Árskógssandi, Hauganesi og Dalvík. Deildarstjóra falið að sækja um viðauka ef kostnaður fellur ekki innan ramma fjárhagsáætlunar. Útfærsla verði kynnt varðandi opna grenndargáma fyrir gjaldfrjálsa úrgangsflokka fyrir byggðaráði og umhverfis-og dreifbýlisráði.

Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar að afgreiðslu og bókun.

32.Frá 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13.05.2025; Sumarvinna ungmenna

Málsnúmer 202505028Vakta málsnúmer

Á 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi mál vísað var til ráðsins á 380. fundi sveitarstjórnar.
Á 173. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
Staða 17 ára ungmenna er varðar sumarvinnu á vegum sveitarfélagsins rædd. En sem stendur virðist ekki vera sem að sveitarfélagið bjóði upp á vinnu fyrir 17 ára ungmenni.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkti að boðið yrði upp á sumarvinnu fyrir 17 ára börn í sveitarfélaginu og fól Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að skila tillögu um málið til sveitastjórnar.
Í minnisblaði sviðsstjóra dags. 8. maí 2025 leggur hann til að ungmenni sem ekki fái sumarvinnu hjá fyrirtækjum í Dalvíkurbyggð fái tækifæri til að vinna í Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar og vísar í reglur um sérstök sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð frá árinu 2015.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að ungmennum 14-17 ára verði boðin vinna í vinnuskóla Dalvíkurbyggðar.
Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar er jafnframt falið að endurskoða Reglur um sérstök sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð, sem eru síðan 2015.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tóku:

Freyr Antonsson, sem leggur til að sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar verði falið að skoða möguleika unglinga á leið eða í framhaldsskóla til vinnu eftir að hefðbundnum vinnuskóla lýkur og leggja tillögur fyrir Byggðaráð.


Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að ungmennum 14-17 ára verði boðin vinna í Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.

33.Frá 1147. fundi byggðaráðs þann 22.05.2025; Til umsagnar 351. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis. Frumvarp til laga um veiðigjald; Umsögn Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 202505077Vakta málsnúmer

Á 1147. fundi byggðaráðs þann 22. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsett þann 13. maí sl., þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðigjald (aflaverðmæti í reiknistofni), 351.mál.
Frestur til að senda inn umsögn ertil og með 26. maí nk. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gögn frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga varðandi ofangreint.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi umsögn sveitarstjóra.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

34.Frá 1149. fundi byggðaráðs þann 12.06.2025; Umsókn um skrifstofurými til leigu í Ráðhúsi

Málsnúmer 202506005Vakta málsnúmer

Á 1149. fundi byggðaráðs þann 12.júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá verkefnastjóra þvert á svið þar sem lagt er til að skrifstofu/þjónustrými á 2. hæð Ráðhúss sem auglýst var laust til umsóknar til og með 8. júní sl. verði leigt Áróru Björk Oliversdóttur. Ein umsókn barst. Lagt er til að gerður verði samningur frá 1. júlí 2025 til eins árs. Umsækjandi áformar að nýta rýmið undir ljósmyndastúdíó.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu verkefnastjóra þvert á svið og að umrætt rými verði leigt til og með 30.06.2026."
Til máls tóku:

Feyr Antonsson sem leggur til að sveitarstjóra og eða sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs verði falið að kanna hvort aðilar sem sem leigja rými af Dalvíkurbyggð hafi gild starfsleyfi ef starfsleyfisskyld starfssemi fer fram innan veggja húsnæðis í eigu sveitarfélagssins.
Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og útleigu á rými á 2. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.

35.Frá 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16.05.2025; Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2025

Málsnúmer 202505032Vakta málsnúmer

Á 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2025.
Niðurstaða : Samkvæmt fyrri samþykktum er gert ráð fyrir að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði aðra helgi í september sem er 12.-13.september og seinni göngur í öllum deildum viku síðar sem er 19.-20. september.
Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum sem er Holárafrétt, Sveinsstaðarafrétt og Kóngsstaðardalur verði 4. október.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis-og dreifbýlisráðs um fjallskil og göngur haustið 2025.

36.Frá 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16.05.2025; Umsókn um búfjárhald - hænur í þéttbýli.

Málsnúmer 202505039Vakta málsnúmer

Á 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16. mai sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn Valgerðar Sifjar Hauksdóttur um leyfi til þess að halda 5 hænur í garði sínum að Böggvisbraut 2 á Dalvík.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir umsóknina samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og veitir leyfi fyrir 5 hænum í garði að Böggvisbraut 2.

37.Frá 33. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13.06.2025; Árskógssandur - fyrirspurn um afgirt hundasvæði

Málsnúmer 202409086Vakta málsnúmer

Á 33. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá 34. fundi Skipulagsráðs sem vísað var til Umhverfis- og dreifbýlisráðs til samþykktar.
Skipulagsráð samþykkti tillögu Framkvæmdasviðs að afgirtu svæði fyrir lausagöngu hunda við Árskógarskóla á
svæði sem skilgreint er sem opið svæði til sérstakra nota (829-O) í gildandi aðalskipulagi.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð hafnar erindinu með þeim rökum að ekki hefur farið fram mat á þörf fyrir svona svæði og að ekki hafi verið haft samráð við Ungmennafélagið Reyni, en þessi tillaga gerir ráð fyrir hundasvæði á starfssvæði félagsins.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Engin tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og hafnar erindinu.

38.Frá 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16.05.2025; Losun úrgangs í Friðlandi Svarfdæla - tillaga um nýja staðsetningu.

Málsnúmer 202306090Vakta málsnúmer

Á 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir liggur erindi frá Umhverfisstofnun, nú Náttúruverndarstofnun, dags. 15. júní 2023, þar sem tilkynnt er um að rekstur losunarstaðar fyrir úrgang í Friðlandi Svarfdæla stangist á við reglur um svæðið. Stofnunin fer fram á að umræddum losunarstað verði lokað og starfseminni fundin önnur staðsetning. Á 33. fundi Skipulagsráðs, þann 9. apríl sl. var lagt til að starfseminni yrði fundin tímabundin staðsetning í aflagðri námu neðan við Hringsholt. Framtíðarstaðsetningu á losunarstað er vísað til yfirstandandi vinnu við gerð nýs aðalskipulags.
Nú liggur fyrir samþykki Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um tímabundið leyfi til að losa garðaúrgang og óvirkan úrgang í námunni við Hringsholt.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur áherslu á að þessar breytingar á losun garðaúrgangs og óvirks úrgangs verði auglýstar og kynntar mjög vel fyrir íbúum og fyrirtækjum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi rafpóstur frá stjórn Hestamannafélagsins Hrings, og stjórn Hesthúseigendafélags Hringsholts, dagsett þann 26. maí sl, þar sem fram koma athugasemdir við ofangreinda ákvörðun umhverfis- og dreifbýlisráðs.
Til máls tóku:
Lilja Guðnadóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:53.

Monika Margrét Stefánsdóttir.

Helgi Einarsson.

Freyr Antonsson sem leggur til að Framkvæmdasvið vinni áfram að málinu og ræði við Hestamannafélagið og UST um lausnir og leggi fram fyrir Byggðaráð.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.
Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

39.Frá 33. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13.06.2025; Umsókn um að fara með snjótroðara uppá Grímudal

Málsnúmer 202505172Vakta málsnúmer

Lilja Guðnadóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 17:02.

Á 33. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi þar sem Guðni Berg Einarsson fyrir hönd óstofnaðs skíðafélags óskar eftir leyfi til að fara með snjótroðara upp á Grímudal ofan Dalvíkur veturinn 2025 til 2026 og kanna þar aðstæður til að stunda alpagreinar.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð setur sig ekki upp á móti þessu erindi þar sem ekki verður neitt jarðrask af þessari athugun og Grímudalur ekki innan vatnsverndarsvæðis.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum."
Til máls tók:
Lilja Guðnadóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:03.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs með þeim skilyrðum sem sett eru í bókun ráðsins.
Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

40.Frá 148. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12.05.2025; Vatnstankur Upsa - Nýr tankur; tillaga að vinnuhópi

Málsnúmer 202501059Vakta málsnúmer

Lilja Guðnadóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 17:04.

Á 148. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur tillöguteikning og afstöðumynd, auk þess verður lögð fram á fundinum frumkostnaðaráætlun.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráðs samþykkir með 4 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að skipaður verði vinnuhópur til að halda utan um þetta verkefni og í honum eigi sæti:
Benedikt Snær Magnússon, formaður veitu- og hafnaráðs.
Gunnar Kristinn Guðmundsson, varaformaður.
Veitustjóri.
Fulltrúi úr byggðaráði."
Til máls tók:

Freyr Antonsson sem leggur til að Lilja Guðnadóttir verði fulltrúi byggðaráðs í vinnuhópnum.

Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs um að stofnaður verði vinnuhópur um nýjan vatnstank í Upsa með þeirri skipan sem lögð er til.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um að Lilja Guðnadóttir taki sæti í vinnuhópnum og felur veitustjóra að útbúa erindisbréf fyrir vinnuhópinn og leggja fyrir byggðaráð. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að veitustjóri boði til fundar og haldi utan um störf vinnuhópsins.

41.Frá 148. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12.06.2025; Endurbygging Norðurgarðs, fjárveiting 2022-2025 - HD017

Málsnúmer 202110045Vakta málsnúmer

Á 148. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Snjóbræðsla undir þekju við endurbyggingu Norðurgarðs er ekki styrkhæf af Hafnabótasjóði, taka þarf ákvörðun um hvort fara eigi í verkið.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að setja snjóbræðslu undir 5,6 metra af nýju þekjunni áNorðurgarði. Verkefnið rúmast innan fjárhagsáætlunar og er vísað á lið 11551 - 42200."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og breytingu á framkvæmdaáætlun 2025. Vísað á lið 42200-11551.

42.Frá 148. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12.06.2025; Samgönguáætlun 2026-2030, endurskoðun áætlunar - Hafnaframkvæmdir og sjóvarnir.

Málsnúmer 202505027Vakta málsnúmer

Á 148. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi sem var á dagskrá síðasta fundar, búið er að framlengja umsóknarfrest til 1.ágúst nk. Vegagerðin skal samkvæmt hafnalögum nr. 61/2003 og lögum um sjóvarnir nr.28/1997 vinna tillögu að áætlun um hafnarframkvæmdir og sjóvarnir með kostnaðarþátttöku ríkissjóðs sbr. lög nr. 33/2008 um samgönguáætlun. Nú er komið að því að hefja undirbúning að næstu fimm ára áætlun, þ.e.samgönguáætlun 2026 - 2030.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um eftirfarandi verkefni í samgönguáætlun:
a) Dýpkun í Dalvíkurhöfn niður í 9 metra - við Austurgarð.
b) Landfylling með því að lengja Austurgarð í norður."
Til máls tók:

Freyr Antonsson sem leggur til að einnig verði sótt um viðhaldsdýpkun innan Dalvíkurhafnar undir flotbryggjum smábáta og sveitarstjóra verði falið að sækja um tilgreind verkefni í samgönguáætlun.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun veitu- og hafnaráðs.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um að sótt verði um viðhaldsdýpkun innan Dalvíkurhafnar og að sveitarstjóra verði falið að sækja um verkefnin.

43.Frá 35. fundi skipulagsráðs þann 06.06.2025; Árskógsvirkjun Þorvaldsdal - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202501016Vakta málsnúmer

Á 35. fundi skipulagsráðs þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnslustigi, unnin af Eflu verkfræðistofu, að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008- 2020 vegna áforma um allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdalsá í Þorvaldsdal.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008- 2020 vegna áforma um allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdalsá í Þorvaldsdal og að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

44.Frá 35. fundi skipulagsráðs þann 06.06.2025; Árskógsvirkjun Þorvaldsdal - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202501017Vakta málsnúmer

Á 35. fundi skipulagsráðs þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnslustigi, unnin af Eflu verkfræðistofu, að nýju deiliskipulagi fyrir allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdalsá í Þorvaldsdal.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi fyrir allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdalsá í Þorvaldsdal og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytinga

45.Frá 35. fundi skipulagsráðs þann 06.06.2025; Landeldi og vinnsla norðan Hauganess - breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202504091Vakta málsnúmer

Á 35. fundi skipulagsráðs þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram uppfærð skipulagslýsing, unnin af Teikna - teiknistofu arkitekta, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði landeldisstöðvar norðan Hauganess. Uppfærð tillaga gerir ráð fyrir stækkun landfyllingar og breytingum á legu bygginga, auk þess sem gert er ráð fyrir vatnslögn og viðlegumannvirki fyrir skip.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. og 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða lýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði landeldisstöðvar norðan Hauganess. Uppfærð tillaga gerir ráð fyrir stækkun landfyllingar og breytingum á legu bygginga, auk þess sem gert er ráð fyrir vatnslögn og viðlegumannvirki fyrir skip. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. og 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

46.Frá 35. fundi skipulagsráðs þann 06.06.2025; Selárland - breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202503039Vakta málsnúmer

Á 35. fundi skipulagsráðs þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnsustigi, unnin af Teikna - teiknistofu arkitekta, að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um uppbyggingu afþreyingar- og ferðamannasvæðis í landi Selár við Hauganes.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um uppbyggingu afþreyingar- og ferðamannasvæðis í landi Selár við Hauganes og að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

47.Frá 35. fundi skipulagsráðs þann 06.06.2025; Selárland - nýtt deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu og frístundabyggð

Málsnúmer 202503040Vakta málsnúmer

Á 35. fundi skipulagsráðs þann 6. júní sk. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnslustigi, unnin af teiknistofunni NordicArch, að deiliskipulagi fyrir ferðamanna- og þjónustusvæði í Selárlandi við Hauganes.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir ferðamanna- og þjónustusvæði í Selárlandi við Hauganes og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Framkvæmdasviði er falið að skoða skipulagsmörk gildandi deiliskipulags Dalvíkurbyggðar fyrir Hauganes og þessari tillögu á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir ferðamanna- og þjónustusvæði í Selárlandi við Hauganes.

48.Frá 35. fundi skipulagsráðs þann 06.06.2025; Skógarhólar - breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 202301077Vakta málsnúmer

Á 35. fundi skipulagsráðs þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, unnin af Form ráðgjöf ehf.
Tillagan gerir ráð fyrir stækkun deiliskipulagssvæðisins, fjölgun byggingarlóða, landmótun og lagningu nýrrar götu út frá Skógarhólum.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 10.apríl 2024 og var þar samþykkt að kynna tillögu á vinnslustigi samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir að ný gata til norðurs út frá Skógarhólum fái heitið Berjahólar.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu og að tillagan verði kynnt skv. 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir frammlagða tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, unnin af Form ráðgjöf ehf.
Tillagan gerir ráð fyrir stækkun deiliskipulagssvæðisins, fjölgun byggingarlóða, landmótun og lagningu nýrrar götu út frá Skógarhólum. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að tillagan verði kynnt skv. 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.

49.Frá skipulagsfulltrúa; Miðsvæði Dalvíkur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202401062Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar þann 15.apríl sl. var samþykkt að lóð hjúkrunarheimilisins Dalbæjar yrði skipt í tvær lóðir.
Gera þarf breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna þessa, þar sem ný lóð verður skilgreind sem íbúðarsvæði í stað svæðis fyrir þjónustustofnanir.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið. Að mati sveitarstjórnar er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

50.Frá 1147. fundi byggðaráðs þann 22.05.2025; 2025039050 - umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi vegna Sjómannadagshátíðar.

Málsnúmer 202505101Vakta málsnúmer

Á 1147. fundi byggðaráðs þann 22. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 19. maí sl., þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi frá K6 veitingum ehf. vegna Sjómannadagshátíðar á Dalvik í Íþróttamiðstöðinni 31. maí nk.
Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar.
Niðurstaða : Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra."
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

51.Frá 1148. fundi byggðaráðs þann 05.06.2025; Boðun ársfundar 11.06.2025

Málsnúmer 202506007Vakta málsnúmer

Á 1148. fundi byggðaráðs þann 5. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Brák Íbúðafélagi hses., dagsett þann 28. maí sl., þar sem boðað er til ársfundar félagsins miðvikudaginn 11. júní nk. kl. 11:30. Um er að ræða staðfund í Reykjavík. Atkvæðisrétt hafa skipaðir fulltrúar stofnaðilasveitarfélaga og atkvæðisrétt verður að nýta á staðfundinum. Boðið verður uppá streymi frá fundinum. Stjórn og fulltrúaráð hefur seturétt á fundinum og hann er opin öllum samkvæmt samþykktum Brákar.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja eða sitja fundinn í streymi ef hún hefur tök á.".
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að sækja ársfund Brákar Íbúðafélags hses, eða sitja fundinn í streymi, ef hún hefur tök á.

52.Frá stjórn Dalbæjar; a) fundargerðir stjórnar og b) ársreikningur 2024.

Málsnúmer 202502107Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 4. júní sl. og ársreikningur Dalbæjar fyrir árið 2024.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

53.Kosningar skv. samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar; byggðaráð til eins árs.

Málsnúmer 202506075Vakta málsnúmer

Til máls tók Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu um kjör byggðaráðs til eins árs:

Helgi Einarsson, formaður (K)
Freyr Antonsson, varaformaður.(D)
Lilja Guðnadóttir, aðalmaður. (B)

Varamenn:
Katrín Sif Ingvarsdóttir. (K)
Sigríður Jódis Gunnarsdóttir. (D)
Monika Margrét Stefánsdóttir. (B)

Fleiri tóku ekki til máls.
Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin sem aðalmenn og varamenn í byggðaráði.

54.Tillaga um sumarleyfi sveitarstjórnar

Málsnúmer 202506074Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi eftirfarandi tillaga um frestun funda sveitarstjórnar:
"Með vísan til 8. gr. í Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar, með síðari breytingum, samþykkir sveitarstjórn að fresta fundum sínum í júlí og ágúst 2025.
Jafnframt er byggðarráði Dalvíkurbyggðar falin fullnaðarafgreiðsla þeirra mála, sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu, sbr. 32. gr. V. kafla Samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar, frá og með 20. júní 2025 til og með 31. ágúst 2025."
Til máls tók:
Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda og meðfylgjandi tillögu um sumarleyfi sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:53.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs