Málsnúmer 202306090Vakta málsnúmer
Á 381. fundi sveitarstjórnar þann 19. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16. maí sl. var eftirfarandi bókað:
Fyrir liggur erindi frá Umhverfisstofnun, nú Náttúruverndarstofnun, dags. 15. júní 2023, þar sem tilkynnt er um að rekstur losunarstaðar fyrir úrgang í Friðlandi Svarfdæla stangist á við reglur um svæðið. Stofnunin fer fram á að umræddum losunarstað verði lokað og starfseminni fundin önnur staðsetning. Á 33. fundi Skipulagsráðs, þann 9. apríl sl. var lagt til að starfseminni yrði fundin tímabundin staðsetning í aflagðri námu neðan við Hringsholt.
Framtíðarstaðsetningu á losunarstað er vísað til yfirstandandi vinnu við gerð nýs aðalskipulags.
Nú liggur fyrir samþykki Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um tímabundið leyfi til að losa garðaúrgang og óvirkan úrgang í námunni við Hringsholt.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur áherslu á að þessar breytingar á losun garðaúrgangs og óvirks úrgangs verði auglýstar og kynntar mjög vel fyrir íbúum og fyrirtækjum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi rafpóstur frá stjórn Hestamannafélagsins Hrings, og stjórn Hesthúseigendafélags Hringsholts, dagsett þann 26. maí sl, þar sem fram koma athugasemdir við ofangreinda ákvörðun umhverfis- og dreifbýlisráðs.
Niðurstaða : Til máls tóku:
Lilja Guðnadóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:53.
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson sem leggur til að Framkvæmdasvið vinni áfram að málinu og ræði við Hestamannafélagið og UST um lausnir og leggi fram fyrir Byggðaráð.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.
Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dagsettur þann 25. júní sl, þar sem fram kemur að HNE gerir ekki athugasemdir við að nýr losunarstaður fyrir garðúrgang og óvirkan úrgang í Dalvíkurbyggð verði í námunni við Hálsá/Hrísamóa, þ.e. í austurhelmingi hennar.
Helgi Einarsson tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis og kom inn á fundinn undir næsta lið.