Byggðaráð

1150. fundur 26. júní 2025 kl. 13:15 - 15:52 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá 306. fundi fræðsluráðs þann 18.06.2025; Ósk um framlengingu á Verksamningi um hádegisverð fyrir Árskógar - og Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201911111Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:20.

Á 306. fundi fræðsluráðs þann 18. júní sl, var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Blágrýti dags. 04. júní 2025.Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs dags. 04. júní 2025.
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að framlengja samning við Blágrýti skólaárið 2025 - 2026.
Sviðsstjóra falið að ræða við Blágrýti um það hvort hægt væri að hafa létta máltíð í miðri viku í stað föstudags."

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu fræðsluráðs um að framlengja samning við Blágrýti skólaárið 2025 og 2026 fyrir Árskógarskóla og Dalvíkurskóla.
Helgi Einarsson tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis og kom inn á fundinn undir næsta lið.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202505046Vakta málsnúmer

Helgi Einarsson kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 13:25 og tók við fundarstjórn af varaformanni.
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, vék af fundi kl. 13:49.
Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Vinnuhópur um brunamál

Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer

Á 379. fundi sveitarstjórnar þann 15. apríl sl. voru húsnæðismál slökkvistöðvar til umfjöllunar og samþykkti sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og hafnaði tilboði EGÓ húsa ehf. í heild sinni, það er í lóðina Gunnarsbraut 10B og óbyggt hús á lóðinni.

Á 35. fundi skipulagsráðs þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Vinnuhópur um nýja slökkvistöð Dalvíkurbyggðar óskar eftir tillögum frá skipulagsráði að staðsetningu lóðar undir stöðina.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 12.mars sl. og var þar lögð fram tilaga vinnuhóps að staðsetningu lóðar sem skipulagsráð hafnaði.
Niðurstaða : Skipulagsráð vísar til niðurstöðu sameiginlegs fundar skipulagsráðs og vinnuhóps dags. 25.mars 2025. Auk þess leggur skipulagsráð til að eftirfarandi staðsetningar verði skoðaðar nánar:
- Baldurshagareitur
- Skíðabraut 12".

Sveitarstjóri fór yfir tillöguteikningar frá fundi vinnuhópsins þann 2. júní sl. sem liggja fyrir af nýrri slökkvistöð.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá Akureyrarbæ; Samtal um framtíð slökkviliða á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202506089Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Akureyrarbæ, rafpóstur dagsettur þann 19.júní sl., þar sem vísað er í fund þar sem til umræðu var framtíð slökkviliða á svæðinu þar sem uppi eru hugmyndir um stofnun byggðasamlags um rekstur slökkviliðs. Niðurstaðan var að byrja á samtali á hverjum stað fyrir sig. Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar mun koma á fund byggðaráðs 3.júlí nk.

Lagt fram til kynningar.

5.Frá skipulagsfulltrúa; Víðihólmi Svarfaðardalsá - framtíð svæðis

Málsnúmer 202506085Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Orra Kristni Jóhannssyni, dagsett þann 16. júní sl., er varðar fyrirspurn f.h. dánarbús Jóhanns Tryggvasonar um hvort Dalvíkurbyggð hafi áhuga á að eignast landspilduna Víðihólma í Svarfaðardalsá, en landeigendur hafa hug á að selja umrætt svæði.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsingar um ofangreint erindi.

6.Frá skipulagsfulltrúa; Syðra Holt - umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 202506053Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eiríki Knúti Gunnarssyni, dagsett 10.júní 2025, þar sem hann f.h. Syðra Holts ehf. sækir um stofnun lóðar úr landi Syðra Holts í Svarfaðardal.
Lóðin verður stofnuð fyrir byggingu íbúðarhúss sem samþykkt var í sveitarstjórn þann 20.febrúar 2024.

Með fundargögnum fylgdi umsókn til skipulagsfulltrúa, afstöðumynd, undirritað samþykki eiganda jarðarinnar Syðra-Holt, og umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og heimilar að stofnun verði lóð úr landi Syðra Holts í Svarfaðardal fyrir byggingu íbúðarhúss á grundvelli meðfylgjandi gagna.

7.Frá 381. fundi sveitarstjóranr þann 19.06.2025; Sumarvinna ungmenna

Málsnúmer 202505028Vakta málsnúmer

Á 381. fundi sveitarstjórnar þann 19. júní sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Til máls tóku:
Freyr Antonsson, sem leggur til að sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar verði falið að skoða möguleika unglinga á leið eða í framhaldsskóla til vinnu eftir að hefðbundnum vinnuskóla lýkur og leggja tillögur fyrir Byggðaráð.
Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að ungmennum 14-17 ára verði boðin vinna í Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þan 25. júní sl, þar sem farið er yfir sögu málsins. Sveitarstjóri og deildarstjóri EF-deildar leggja til að ungmennum fæddum 2008-2010 verði veitt vinna til 31. júlí 2025. Um er að ræða 9 ungmenni. Ástæða þess að ekki er lagt til að ungmenni fái vinnu lengur er vegna þess að einn af þremur flokkstjórum hættir í lok júlí sem og verkstjóri Vinnuskólans lætur einnig af störfum þá. Fram kemur einnig að mjög mikilvægt er að í lok sumars verði sest yfir framtíðarskipulag Vinnuskólans þar sem skólinn hefur snertiflöt á þremur fagsviðum innan sveitarfélagsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, kostnaði vísað á deild 06270 - Vinnuskóli.

8.Frá 381. fundi sveitarstjórnar þann 19.06.2025; Losun úrgangs í Friðlandi Svarfdæla

Málsnúmer 202306090Vakta málsnúmer

Á 381. fundi sveitarstjórnar þann 19. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16. maí sl. var eftirfarandi bókað:
Fyrir liggur erindi frá Umhverfisstofnun, nú Náttúruverndarstofnun, dags. 15. júní 2023, þar sem tilkynnt er um að rekstur losunarstaðar fyrir úrgang í Friðlandi Svarfdæla stangist á við reglur um svæðið. Stofnunin fer fram á að umræddum losunarstað verði lokað og starfseminni fundin önnur staðsetning. Á 33. fundi Skipulagsráðs, þann 9. apríl sl. var lagt til að starfseminni yrði fundin tímabundin staðsetning í aflagðri námu neðan við Hringsholt.
Framtíðarstaðsetningu á losunarstað er vísað til yfirstandandi vinnu við gerð nýs aðalskipulags.
Nú liggur fyrir samþykki Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um tímabundið leyfi til að losa garðaúrgang og óvirkan úrgang í námunni við Hringsholt.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur áherslu á að þessar breytingar á losun garðaúrgangs og óvirks úrgangs verði auglýstar og kynntar mjög vel fyrir íbúum og fyrirtækjum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi rafpóstur frá stjórn Hestamannafélagsins Hrings, og stjórn Hesthúseigendafélags Hringsholts, dagsett þann 26. maí sl, þar sem fram koma athugasemdir við ofangreinda ákvörðun umhverfis- og dreifbýlisráðs.
Niðurstaða : Til máls tóku:
Lilja Guðnadóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:53.
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson sem leggur til að Framkvæmdasvið vinni áfram að málinu og ræði við Hestamannafélagið og UST um lausnir og leggi fram fyrir Byggðaráð.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.
Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dagsettur þann 25. júní sl, þar sem fram kemur að HNE gerir ekki athugasemdir við að nýr losunarstaður fyrir garðúrgang og óvirkan úrgang í Dalvíkurbyggð verði í námunni við Hálsá/Hrísamóa, þ.e. í austurhelmingi hennar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu Framkvæmdasviðs að staðsetningu fyrir garðúrgang og óvirkan úrgang í námunni við Hálsá/Hrísamóa. Byggðaráð felur Framkvæmdasviði að auglýsa breytingarnar vel og kynna fyrir íbúum. Einnig að Framkvæmdasviðið merki svæðið vel og fylgi því eftir að þau tæki og úrgangur sem er nú til staðar í námunni verði fjarlægður.
Fallið er alfarið frá hugmyndum um staðsetningu í aflagðri námu neðan við Hringsholt.

9.Frá forstöðumanni safna; Viðaukabeiðni vegna launa

Málsnúmer 202506049Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni safna, móttekið 24. júní sl, þar sem óskað er eftir viðauka vegna launa á Bókasafni Dalvíkurbyggðar vegna flutnings á starfi á milli stofnana sveitarfélagsins. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 609.075 vegna launa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, viðauki nr.24 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 609.075, þannig að launakostnaður deildar 05210 hækki um þá fjárhæð og á móti lækki launakostnaður á deild 06500 um sömu upphæð.

10.Frá Frístundafullrúa; Launaviðauki vegna sumarnámskeiðs

Málsnúmer 202506086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Frístundafulltrúa, dagsett þann 19. júní sl., þar sem óskað er eftir launaviðauka vegna sumarnámskeiða með tilfærslu á milli deilda. Óskað er eftir að launakostnaður á deild 04280 Frístund verði lækkaður og upphæðin færð á deild 06260 þar sem starfmaður Frístundar starfar við sumarnámskeið 2025.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, viðauki nr. 26 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að launakostnaður deildar 04280 lækki um kr. 298.304 og launakostnaður deildar 06260 hækki um kr. 298.053. Mismunurinn, kr. 251, er mætt með hækkun á handbæru fé.

11.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202506119Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni, viðauki nr. 23 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að launakostnaður vegna veikinda hækki um kr. 2.566.289, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

12.Starfs- og kjaranefnd 2025 - fundargerðir, erindi og samskipti; fundargerð frá 13.06.2025

Málsnúmer 202501027Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 13. júní sl.

Lagt fram til kynningar.

13.Mánaðarlegar skýrslur 2025; janúar - maí

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir eftirfarandi skýrslur:
Samanburður á bókhaldi janúar - maí 2025 vs. heimildir í fjárhagsáætlun. Rekstur.
Samanburður á bókfærðum fjárfestingum og framkvæmdum þann 25. júní sl vs. heimildir í fjárhagsáætlun ársins.
Samanburður á bókfærðum launakostnaði janúar - maí í samanburði við heimildir í áætlun.
Samanburður á bókfærðum stöðugildum janúar - maí í samanburði við heimildir í áætlun.
Lagt fram til kynningar.

14.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029; áframhaldandi vinna skv. tímaramma

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Á 381. fundi sveitarstjórnar þann 19. júní sl. var staðfestur tímarammi vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2026-2029.

Á fundinum var rætt um fund kjörinna fulltrúa með sveitarstjóra, sviðsstjórum og stjórnendateymi Framkvæmdasviðs seinni partinn í dag.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýst um stjórnendafund sl. þriðjudag þar sem aðalumfjöllunarefnið var fjárhagsáætlunarvinnan og verkferlar.
Lagt fram til kynningar.

15.Erindi Félags atvinnurekenda til sveitarstjórna

Málsnúmer 202506054Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Félagi atvinnurekenda til sveitarstjórna, dagsett þann 10. júní sl., þar sem Félag atvinnurekenda vísar til fasteignamats fyrir árið 2026, sem birt var í lok síðasta mánaðar. Fasteignamat hækkar um 9,2% milli ára. Mat atvinnuhúsnæðis hækkar um 4,8%. Á höfuðborgarsvæðinu nemur hækkunin 3,8% en á landsbyggðinni um 9,1%. FA hvetur sveitarfélögin eindregið til að lækka álagningarprósentu fasteignaskatta og halda þannig sköttum á atvinnuhúsnæði óbreyttum á milli ára.
Lagt fram til kynningar.

16.Frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi; Tvöföldun á veiðigjaldi staðfest - brögð í tafli hjá atvinnuvegaráðuneytinu.

Málsnúmer 202506079Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, dagsettur þann 13. júní sl., þar sem veiðigjaldafrumvarpið er til umfjöllunar.
Lagt fram til kynningar.

17.Frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu; Samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda sem vistuð eru utan heimilis.

Málsnúmer 202506113Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu, dagsettur þann 23. júní sl, þar sem fram kemur að þann 19. mars sl. var undirritað samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda sem vistuð eru utan heimilis.Á grundvelli samkomulagsins mun ríkið eigi síðar en 1. janúar 2026 taka ábyrgð á þriðja stigs þjónustu við börn með flóknar og fjölþættar þjónustuþarfir sem búsett eru utan heimilis. Á móti skuldbinda sveitarfélög sig til að tryggja að viðunandi úrræði séu í boði fyrir þennan hóp barna á fyrsta og öðru stigi þjónustu. Í samkomulaginu kemur fram eftirfarandi skilgreining á því hvaða börn er um að ræða.Eingöngu verður greitt framlag vegna barna sem sérfræðingateymi vegna barna með fjölþættan vanda hefur staðfest að þurfi vegna fötlunar sinnar annars konar og meiri þjónustu en unnt er að veita á heimili fjölskyldna þeirra.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til félagsmálasviðs og félagsmálaráðs til umfjöllunar og skoðunar.

18.Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. 2025

Málsnúmer 202506057Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Greiðri leið ehf., dagsettur þann 10. júní sl, þar sem boðað er til aðalfundar miðvikudaginn 25. júní kl. 13:00. Fundurinn er fjarfundur á TEAMS.
Lagt fram til kynningar.

19.Frá Innviðaráðuneytinu; Innviðaþing 28. ágúst - taktu daginn frá!

Málsnúmer 202506114Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Innviðaráðuneytinu, dagsettur þann 23. júní nk., þar sem boðað er til Innviðaþings fimmtudaginn 28. júni nk. í Reykjavík.Innviðaráðuneytið stendur að þinginu og verður sjónum beint að uppbyggingu og öryggi innviða í samgöngum og fjarskiptum, þ.á m. fjárfestingum í innviðum og samfélagslegum ávinningi þeirra.
Lagt fram til kynningar.

20.Frá SSNE; Fundargerð stjórnar nr. 74.

Málsnúmer 202503117Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE nr. 74 frá 4. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

21.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; fundargerðir stjórnar nr. 981. og nr. 982.

Málsnúmer 202502019Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerði stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 981 og nr. 982 frá 13. júní sl. og 16. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

22.Fræðsluráð - 306; frá 18.06.2025

Málsnúmer 2506009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 1 þarfnast afgreiðslu.
Liður 5 þarfnast afgreiðslu og er sér mál á dagskrá.

  • 22.1 202311016 Gjaldfrjáls leikskóli
    Mál sem tengist gjaldfrjálsum leikskóla tekið til umræðu. Fræðsluráð - 306 Vistunartími barna undir 18 mánaða tekinn til umræðu og verður hann óbreyttur. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu fræðsluráðs.
  • 22.2 201806041 Innra mat skóla
    Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Ágústa Kristín Bjarnadóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, leggja fram innramatsskýrslur skólanna fyrir skólaárið 2024 - 2025. Fræðsluráð - 306 Fræðsluráð vill hrósa stjórnendum og starfsfólki fyrir vinnu við innra mat og greinilega er sú vinna á réttri leið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir vinnu og tímaramma varðandi fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2026 og þriggja ára áætlun. Fræðsluráð - 306 Fundur með kjörnum fulltrúum og sviðsstjórum vegna fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2026 verður í Menningarhúsinu Bergi 26. júní kl. 16:15 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, Ágústa Kristín Bjarnadóttir, leikskólastjóri á Krílakoti og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fara yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 04 fyrir tímabilið jan - apríl. Fræðsluráð - 306 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • Tekið fyrir erindi frá Blágrýti dags. 04. júní 2025.Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs dags. 04. júní 2025. Fræðsluráð - 306 Fræðsluráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að framlengja samning við Blágrýti skólaárið 2025 - 2026. Sviðsstjóra falið að ræða við Blágrýti um það hvort hægt væri að hafa létta máltíð í miðri viku í stað föstudags. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Ágústa Kristín Bjarnadóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, fara yfir helstu breytingar á starfsmannamálum fyrir næsta skólaár. Fræðsluráð - 306 Komandi skólaár lítur vel út í starfsmannamálum hjá öllum skólum í sveitarfélaginu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir stöðuna á verkefninu. Fræðsluráð - 306 Máli frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Gísli Bjarnason, sviððstjóri fræðslu og menningarsviðs, fara yfir helstu niðurstöður úr grunnskólakönnun úr Íslensku æskulýðsrannsókninni. Fræðsluráð - 306 Fróðlegar niðurstöður og fræðsluráð leggur til að skýrslan verði tekin fyrir í íþrótta - og æskulýðsráði og félagsmálaráði. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fer yfir nýjustu niðurstöður úr nemenda - og starfsmannakönnun frá Skólapúlsinum. Fræðsluráð - 306 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla fara yfir hvernig samstarfi skólanna verði á næsta skólaári. Fræðsluráð - 306 Ákveðið var að skoða frekara samstarf milli leik - og grunnskóla í Sveitarfélaginu. Unnið verði að nánari útfærslum og lagt fyrir ráðið í september. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 15:52.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs