Ungmennaráð

47. fundur 03. júlí 2025 kl. 17:00 - 18:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Íris Björk Magnúsdóttir aðalmaður
  • Fannar Nataphum Sigurbjörnsson, aðalmaður boðaði forföll og Hákon Daði Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurður Ágúst Jónsson, aðalmaður boðaði forföll og Michal Oleszko varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Jóna Guðbjörg Ágústsdóttor Frístundafulltrúi Dalvíkurbyggðar
Dagskrá

1.Vinabæjarmót í Hamri 2025

Málsnúmer 202502022Vakta málsnúmer

Jóna Guðbjörg og Michal Oleszko kynntu helstu niðurstöður og lærdóm vagna þátttöku á Vinabæjarmótsi í Hamri Noregi 2.- 4. júní.
Farið yfir dagskrá vinabæjarmótsins og fyrirkomulag, fulltrúar ungmenna Dalvíkurbyggðar voru ánægð með ferðina og fannst ferðin vel heppnuð. Helstu niðurstöður varðandi ungmennasamstarfið var að ungmennaráðin leggja til að efla samstarfið þeirra á milli. Ákveðið var að stofna sameiginlegt hópspjall, ákveðið var að einn úr hverju ráði hafi það hlutverk að fylgja eftir samstarfinu auk þess að skoðað verður að hafa ungmennaskipti með stykjum frá ERASMUS þar sem ungmennaráðunum gefst kostur á að heimsækja hvort annað.

Fulltrúar ungmennaráðsins telja hægt sé að innleiða margar af aðgerðunum sem voru ræddar á vinabæjarmótinu þegar kemur að því að efla raddir ungmenna. Til dæmis með óformlegri samtölum milli ungmenna og kjörinna fulltrúa og oftar boð á fundi hjá ráðum.

2.Verkefni ungmennaráðs 2024 - 2025

Málsnúmer 202411127Vakta málsnúmer

Undirbúningur vegna kosningar í Ungmennaráð í haust
Samkvæmt erindisbréfi skulu kosningar vera haldnar fyrir 1. okt 2025, stefnt er á að halda ungmennaráðskosningar í félagsmiðstöðinni Dallas um miðjan september, þar sem ungmennaráð býður öllum gestum pizzur. Þð er vilji ungmennráðs að kosningarnar verði gerðar með rafrænum hætti.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029

Málsnúmer 202505063Vakta málsnúmer

Umræða skapaðist um bæjarhátíðir og að það vanti viðburð sambærilegan sjómannadeginum nema síðar um sumarið. Hvort að sveitarfélagið sjái sér fært að endurvekja fiskisúpukvöldið og jafnvel halda útitónleika í samstarfi við fyrirtæki á svæðinu.
Ungmennaráð vill aukið fjármagn til ráðsins sem myndi nýtast við viðburðahald og að bjóða upp á námskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni t.d. fjármálafræðsla og fleira.
Það von núverandi ungmennaráðs að næsti hópur vilji endurverkja sundlaugarpartýið sem var alltaf haldið í samstarfi við félagsmiðstöðina.
Vonast er til þess að hægt sé að halda oftar sameiginlega viðburði með nemendaráði Dalvíkurskóla og Félagsmiðstöðvarinnar Dallas.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Nefndarmenn
  • Íris Björk Magnúsdóttir aðalmaður
  • Fannar Nataphum Sigurbjörnsson, aðalmaður boðaði forföll og Hákon Daði Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurður Ágúst Jónsson, aðalmaður boðaði forföll og Michal Oleszko varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Jóna Guðbjörg Ágústsdóttor Frístundafulltrúi Dalvíkurbyggðar