Á 1149. fundi byggðaráðs þann 12. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, fyrir hönd Framkvæmdastjórnar Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 3. júní sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun
2025 vegna breytinga innan Skrifstofa Dalvíkurbyggðar hvað varðar skipulag á skrifstofuaðstöðu starfsmanna. Í erindinu er gert grein fyrir þörf á breytingum og tilfærslum á milli vinnurýma sem eru vegna fjölgunar á stöðugildum á fræðslu- og menningarsviði, fjármála- og stjórnsýslusviði og framkvæmdasviði sem kalla á starfsaðstöðu á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar sem og vegna þeirra starfsmanna sem þurfa að vera með aðstöðu á fleiri en einum stað. Um er að ræða tímabundar breytingar þar sem áformað er að fara í endurbætur og breytingar á vinnuaðstöðu starfsmanna á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar, m.a. vegna loftgæða.
Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 953.013 vegna fræðslu- og menningarsviðs , kr. 456.507 á deild 04010 og kr. 496.507 á deild 06020, og kr. 161.560 vegna fjármála- og stjórnsýslusviðsá deild 21400, eða alls kr. 1.114.573. Sjá nánari sundurlið í meðfylgjandi excel skjali.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 28 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 1.114.573 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.