Frá verkefnastjóra þvert á svið; Umsókn um skrifstofurými til leigu í Ráðhúsi

Málsnúmer 202506005

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1149. fundur - 12.06.2025

Tekið fyrir erindi frá verkefnastjóra þvert á svið þar sem lagt er til að skrifstofu/þjónustrými á 2. hæð Ráðhúss sem auglýst var laust til umsóknar til og með 8. júní sl. verði leigt Áróru Björk Oliversdóttur. Ein umsókn barst. Lagt er til að gerður verði samningur frá 1. júlí 2025 til eins árs. Umsækjandi áformar að nýta rýmið undir ljósmyndastúdíó.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu verkefnastjóra þvert á svið og að umrætt rými verði leigt til og með 30.06.2026.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Á 1149. fundi byggðaráðs þann 12.júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá verkefnastjóra þvert á svið þar sem lagt er til að skrifstofu/þjónustrými á 2. hæð Ráðhúss sem auglýst var laust til umsóknar til og með 8. júní sl. verði leigt Áróru Björk Oliversdóttur. Ein umsókn barst. Lagt er til að gerður verði samningur frá 1. júlí 2025 til eins árs. Umsækjandi áformar að nýta rýmið undir ljósmyndastúdíó.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu verkefnastjóra þvert á svið og að umrætt rými verði leigt til og með 30.06.2026."
Til máls tóku:

Feyr Antonsson sem leggur til að sveitarstjóra og eða sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs verði falið að kanna hvort aðilar sem sem leigja rými af Dalvíkurbyggð hafi gild starfsleyfi ef starfsleyfisskyld starfssemi fer fram innan veggja húsnæðis í eigu sveitarfélagssins.
Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og útleigu á rými á 2. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.