Landeldi og vinnsla norðan Hauganess - breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202504091

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 34. fundur - 06.05.2025

Lögð fram skipulagslýsing, unnin af Teikna - teiknistofu arkitekta, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði landeldisstöðvar norðan Hauganess.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. og 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 380. fundur - 13.05.2025

Á 34. fundi skipulagsráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram skipulagslýsing, unnin af Teikna - teiknistofu arkitekta, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði landeldisstöðvar norðan Hauganess.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. og 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu skipulagsráðs og samþykkir að lýsingin fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði landeldisstöðvar norðan Hauganess verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. og 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 35. fundur - 06.06.2025

Lögð fram uppfærð skipulagslýsing, unnin af Teikna - teiknistofu arkitekta, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði landeldisstöðvar norðan Hauganess. Uppfærð tillaga gerir ráð fyrir stækkun landfyllingar og breytingum á legu bygginga, auk þess sem gert er ráð fyrir vatnslögn og viðlegumannvirki fyrir skip.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. og 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Á 35. fundi skipulagsráðs þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram uppfærð skipulagslýsing, unnin af Teikna - teiknistofu arkitekta, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði landeldisstöðvar norðan Hauganess. Uppfærð tillaga gerir ráð fyrir stækkun landfyllingar og breytingum á legu bygginga, auk þess sem gert er ráð fyrir vatnslögn og viðlegumannvirki fyrir skip.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. og 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða lýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði landeldisstöðvar norðan Hauganess. Uppfærð tillaga gerir ráð fyrir stækkun landfyllingar og breytingum á legu bygginga, auk þess sem gert er ráð fyrir vatnslögn og viðlegumannvirki fyrir skip. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. og 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 36. fundur - 12.08.2025

Kynningu á skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um uppbyggingu landeldisstöðvar norðan Hauganess lauk þann 23.júlí sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Landsneti, Fjallabyggð, Slökkviliði Dalvíkur, Vegagerðinni, Umhverfis- og orkustofnun, Rarik og Matvælastofnun.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að skipulagstillögu á vinnslustigi í samráði við skipulagshönnuð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.