Umsókn um að fara með snjótroðara uppá Grímudal

Málsnúmer 202505172

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 33. fundur - 13.06.2025

Gunnþór vék af fundi vegna vanhæfis kl 9:13.
Tekið fyrir erindi þar sem Guðni Berg Einarsson fyrir hönd óstofnaðs skíðafélags óskar eftir leyfi til að fara með snjótroðara upp á Grímudal ofan Dalvíkur veturinn 2025 til 2026 og kanna þar aðstæður til að stunda alpagreinar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð setur sig ekki upp á móti þessu erindi þar sem ekki verður neitt jarðrask af þessari athugun og Grímudalur ekki innan vatnsverndarsvæðis.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
Gunnþór kom aftur inn á fundinn kl 9:23.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Lilja Guðnadóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 17:02.

Á 33. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi þar sem Guðni Berg Einarsson fyrir hönd óstofnaðs skíðafélags óskar eftir leyfi til að fara með snjótroðara upp á Grímudal ofan Dalvíkur veturinn 2025 til 2026 og kanna þar aðstæður til að stunda alpagreinar.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð setur sig ekki upp á móti þessu erindi þar sem ekki verður neitt jarðrask af þessari athugun og Grímudalur ekki innan vatnsverndarsvæðis.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum."
Til máls tók:
Lilja Guðnadóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:03.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs með þeim skilyrðum sem sett eru í bókun ráðsins.
Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.