Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; Til umsagnar 351. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis. Frumvarp til laga um veiðigjald

Málsnúmer 202505077

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1147. fundur - 22.05.2025

Tekið fyrir erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsett þann 13. maí sl., þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðigjald (aflaverðmæti í reiknistofni), 351.mál.
Frestur til að senda inn umsögn ertil og með 26. maí nk.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gögn frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga varðandi ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Á 1147. fundi byggðaráðs þann 22. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsett þann 13. maí sl., þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðigjald (aflaverðmæti í reiknistofni), 351.mál.
Frestur til að senda inn umsögn ertil og með 26. maí nk. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gögn frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga varðandi ofangreint.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi umsögn sveitarstjóra.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.