Frá Norðurþingi; Náttúruverndarnefnd Þingeyinga ósk um samstarf

Málsnúmer 202504022

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1144. fundur - 10.04.2025

Tekið fyrir erindi frá Norðurþingi, rafpóstur dagsettur þann 2. apríl sl., þar sem fram kemur að byggðaráð Norðurþings samþykkir að leita eftir samstarfi við sveitarfélögin á starfssvæði SSNE um stofnun og rekstur náttúruverndarnefndar. Norðurþing lýsir sig reiðubúið til að vera leiðandi sveitarfélag í starfi nefndarinnar

Umhverfis- og dreifbýlisráð fer með lögundið verkefni náttúruverndar.https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Erindisbref/erindisbref-umhverfis-og-dreifbylisrad.pdf-uppfaert.pdf

Til umræðu ofangreint.

Helga Íris vék af fundi kl. 15:50.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir umsögn frá umhverfis- og dreifbýlisráði um ofangreint erindi Norðurþings.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 32. fundur - 16.05.2025

Tekið fyrir erindi frá Norðurþingi, rafpóstur dagsettur þann 2. apríl sl., þar sem fram kemur að byggðaráð Norðurþings samþykkir að leita eftir samstarfi við sveitarfélögin á starfssvæði SSNE um stofnun og rekstur náttúruverndarnefndar. Norðurþing lýsir sig reiðubúið til að vera leiðandi sveitarfélag í starfi nefndarinnar
Afgreiðslu er frestað til næsta fundar og deildarstjóra falið að afla upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 33. fundur - 13.06.2025

Tekið fyrir erindi frá Norðurþingi, rafpóstur dagsettur þann 2. apríl sl., þar sem fram kemur að byggðaráð Norðurþings samþykkir að leita eftir samstarfi við sveitarfélögin á starfssvæði SSNE um stofnun og rekstur náttúruverndarnefndar. Norðurþing lýsir sig reiðubúið til að vera leiðandi sveitarfélag í starfi nefndarinnar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð álítur náttúrvernd mikilvæga. Eðlilegast væri að slík nefnd væri leidd undir forystu SSNE. Því ætti að beina þessari fyrirspurn um tilvistarrétt náttúruverndarnefndar á starfsvæði SSNE til stjórnar samtakanna.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Á 33. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Norðurþingi, rafpóstur dagsettur þann 2. apríl sl., þar sem fram kemur að byggðaráð Norðurþings samþykkir að leita eftir samstarfi við sveitarfélögin á starfssvæði SSNE um stofnun og rekstur náttúruverndarnefndar. Norðurþing lýsir sig reiðubúið til að vera leiðandi sveitarfélag í starfi nefndarinnar.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð álítur náttúrvernd mikilvæga. Eðlilegast væri að slík nefnd væri leidd undir forystu SSNE. Því ætti að beina þessari fyrirspurn um tilvistarrétt náttúruverndarnefndar á starfsvæði SSNE til stjórnar samtakanna.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun umhverfis- og dreifbýlisráðs.