Ósk um afgirt hundasvæði

Málsnúmer 202409086

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 24. fundur - 23.09.2024

Með tölvupósti, dagsettum 16. september 2024, óskar Sigrun Ásta Erlingsdóttir eftir því að komið verði upp afgirtu hundasvæði á Árskógssandi.
Umhverfis- og dreifbýlisráð óskar eftir samráði við Skipulagsráð um staðsetningu á afgirtum hundasvæðum í Dalvíkurbyggð. Ráðið vísar erindinu til gerðar þriggja ára áætlunar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 33. fundur - 09.04.2025

Erindi dagsett 16.september 2024 þar sem Sigrún Ágústa Erlingsdóttir leggur fram fyrirspurn um afgirt hundasvæði á Árskógssandi. Erindið var lagt fyrir umhverfis- og dreifbýlisráð þann 23.september 2024 og óskaði ráðið eftir samvinnu við skipulagsráð um mögulega staðsetningu á afgirtu svæði fyrir hunda.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að leggja fram tillögur að svæði fyrir lausagöngu hunda á Árskógssandi í samvinnu við verkefnastjóra þvert á svið stjórnsýslu- og framkvæmda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 34. fundur - 06.05.2025

Lögð fram tillaga framkvæmdasviðs að staðsetningu afgirts hundasvæðis, skv. bókun skipulagsráðs frá 9.apríl sl.
Tillagan gerir ráð fyrir afgirtu svæði fyrir lausagöngu hunda við Árskógsskóla á svæði sem skilgreint er sem opið svæði til sérstakra nota (829-O) í gildandi aðalskipulagi.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að hundasvæði og vísar málinu til afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 33. fundur - 13.06.2025

Tekið fyrir erindi frá 34. fundi Skipulagsráðs sem vísað var til Umhverfis- og dreifbýlisráðs til samþykktar. Skipulagsráð samþykkti tillögu Framkvæmdasviðs að afgirtu svæði fyrir lausagöngu hunda við Árskógarskóla á svæði sem skilgreint er sem opið svæði til sérstakra nota (829-O) í gildandi aðalskipulagi.
Umhverfis- og dreifbýlisráð hafnar erindinu með þeim rökum að ekki hefur farið fram mat á þörf fyrir svona svæði og að ekki hafi verið haft samráð við Ungmennafélagið Reyni, en þessi tillaga gerir ráð fyrir hundasvæði á starfssvæði félagsins.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Á 33. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá 34. fundi Skipulagsráðs sem vísað var til Umhverfis- og dreifbýlisráðs til samþykktar.
Skipulagsráð samþykkti tillögu Framkvæmdasviðs að afgirtu svæði fyrir lausagöngu hunda við Árskógarskóla á
svæði sem skilgreint er sem opið svæði til sérstakra nota (829-O) í gildandi aðalskipulagi.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð hafnar erindinu með þeim rökum að ekki hefur farið fram mat á þörf fyrir svona svæði og að ekki hafi verið haft samráð við Ungmennafélagið Reyni, en þessi tillaga gerir ráð fyrir hundasvæði á starfssvæði félagsins.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Engin tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og hafnar erindinu.