Á 33. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá 34. fundi Skipulagsráðs sem vísað var til Umhverfis- og dreifbýlisráðs til samþykktar.
Skipulagsráð samþykkti tillögu Framkvæmdasviðs að afgirtu svæði fyrir lausagöngu hunda við Árskógarskóla á
svæði sem skilgreint er sem opið svæði til sérstakra nota (829-O) í gildandi aðalskipulagi.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð hafnar erindinu með þeim rökum að ekki hefur farið fram mat á þörf fyrir svona svæði og að ekki hafi verið haft samráð við Ungmennafélagið Reyni, en þessi tillaga gerir ráð fyrir hundasvæði á starfssvæði félagsins.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.