Frá Frey Antonssyni; forseta sveitarstjórnar; Tillaga varðandi skipulag; Skógarhólar 8 og 10.

Málsnúmer 202301077

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 354. fundur - 17.01.2023

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi eftirfarandi tillaga frá Frey Antonssyni, dagsett þann 13. janúar 2023, varðandi Skógarhóla 8 og Skógarhóla 10:
"Í fyrsta lagi að óúthlutaðar lóðir við Skógarhóla 8 og 10 verði teknar úr auglýsingu.
Í öðru lagi að beina því til skipulagsráðs að vinna nú þegar að breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi á þann veg að til verði ný gata út frá Skógarhólum til norðurs. Fyrirmyndin verði göturnar Lynghólar og Reynihólar og þarna verði lóðir fyrir raðhús og eða parhús. Eftirspurnin síðustu ár hefur verið í lóðir af þessu tagi. Í stað tveggja lóða gætu komið á sama reit lóðir fyrir 10-12 íbúðir. "
Til máls tóku:

Lilja Guðnadóttir.
Freyr Antonsson.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar með þeirri breytingu að jarðvegur verði skoðaður áður en mikil vinna fer fram.

Skipulagsráð - 7. fundur - 08.02.2023

Á 354. sveitarstjórnarfundi var eftirfarandi tillaga frá Frey Antonssyni samþykkt, dagsett þann 13. janúar 2023, varðandi Skógarhóla 8 og Skógarhóla 10:
"Í fyrsta lagi að óúthlutaðar lóðir við Skógarhóla 8 og 10 verði teknar úr auglýsingu.
Í öðru lagi að beina því til skipulagsráðs að vinna nú þegar að breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi á þann veg að til verði ný gata út frá Skógarhólum til norðurs. Fyrirmyndin verði göturnar Lynghólar og Reynihólar og þarna verði lóðir fyrir raðhús og eða parhús. Eftirspurnin síðustu ár hefur verið í lóðir af þessu tagi. Í stað tveggja lóða gætu komið á sama reit lóðir fyrir 10-12 íbúðir. "
"...Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar með þeirri breytingu að jarðvegur verði skoðaður áður en mikil vinna fer fram."
Skipulagsráð leggur til að framkvæmdasvið kanni byggingarhæfi umrædds svæðis og leggi niðurstöður fyrir ráðið þegar þær liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 14. fundur - 08.11.2023

Á 354. sveitarstjórnarfundi var eftirfarandi tillaga frá Frey Antonssyni samþykkt, dagsett þann 13. janúar 2023, varðandi Skógarhóla 8 og Skógarhóla 10: "Í fyrsta lagi að óúthlutaðar lóðir við Skógarhóla 8 og 10 verði teknar úr auglýsingu. Í öðru lagi að beina því til skipulagsráðs að vinna nú þegar að breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi á þann veg að til verði ný gata út frá Skógarhólum til norðurs. Fyrirmyndin verði göturnar Lynghólar og Reynihólar og þarna verði lóðir fyrir raðhús og eða parhús. Eftirspurnin síðustu ár hefur verið í lóðir af þessu tagi. Í stað tveggja lóða gætu komið á sama reit lóðir fyrir 10-12 íbúðir. " "...Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar með þeirri breytingu að jarðvegur verði skoðaður áður en mikil vinna fer fram."

Skipulagsráð tók málið fyrir á 7.fundi sínum þann 8.febrúar 2023 og var eftirfarandi bókað: Skipulagsráð leggur til að framkvæmdasvið kanni byggingarhæfi umrædds svæðis og leggi niðurstöður fyrir ráðið þegar þær liggja fyrir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Ágúst Hafsteinsson skipulagsráðgjafi lagði fram frumdrög að fyrirkomulagi nýrra lóða norðan við Skógarhóla, dags. 8.nóvember 2023, einnig voru lögð fram frumdrög Steinþórs Traustasonar hjá Mannviti á umfangi þess að forma núverandi land undir nýjar íbúðarlóðir. Skipulagsráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Skipulagsráð - 17. fundur - 14.02.2024

Lagt fram að beiðni byggðaráðs erindi þess efnis að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis sem felst í stækkun íbúðarbyggðar ÍB-314, fjölgun byggingarlóða, landmótun og byggingu nýrrar götu út frá Skógarhólum.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 8. nóvember 2023.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 366. fundur - 20.02.2024

Á 17. fundi skipulagsráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram að beiðni byggðaráðs erindi þess efnis að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis sem felst í stækkun íbúðarbyggðar ÍB-314, fjölgun byggingarlóða, landmótun og byggingu nýrrar götu út frá Skógarhólum. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 8. nóvember 2023.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið.

Skipulagsráð - 19. fundur - 10.04.2024

Lögð fram drög að tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, unnin af Form ráðgjöf ehf.
Tillagan gerir ráð fyrir stækkun deiliskipulagssvæðisins, fjölgun byggingarlóða, landmótun og lagningu nýrrar götu út frá Skógarhólum.
Kynningu skipulagslýsingar fyrir breytinguna lauk þann 6. apríl sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Rarik, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Mílu.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að ljúka vinnu við gerð vinnslutillögu í samræmi við tillögu B og umræður á fundinum.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að vinnslutillaga verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 368. fundur - 16.04.2024

Á 37. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, unnin af Form ráðgjöf ehf. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun deiliskipulagssvæðisins, fjölgun byggingarlóða, landmótun og lagningu nýrrar götu út frá Skógarhólum. Kynningu skipulagslýsingar fyrir breytinguna lauk þann 6. apríl sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Rarik, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Mílu.Niðurstaða:Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að ljúka vinnu við gerð vinnslutillögu í samræmi við tillögu B og umræður á fundinum. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að vinnslutillaga verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að vinnslutillaga verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.