Á 381. fundi sveitarstjórnar þann 19. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi sveitarstjórnar þann 15.apríl sl. var samþykkt að lóð hjúkrunarheimilisins Dalbæjar yrði skipt í tvær lóðir. Gera þarf breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna þessa, þar sem ný lóð verður skilgreind sem íbúðarsvæði í stað svæðis fyrir þjónustustofnanir.
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008- 2020 til samræmis við erindið. Að mati sveitarstjórnar er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr.123/2010."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi rafpóstur skipulagsfulltrúa, dagsettur þann 18.nóvember 2025,þar sem fram kemur að bóka þarf að fallið verði frá fyrri ákvörðun um að gera breytingu á aðalskipulagi þar sem lóð Dalbæjar er skipt í tvær lóðir, sbr. mál 202404098.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.