Birnunesborgir - mælingar

Málsnúmer 202505014

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 147. fundur - 07.05.2025

Veitustjóri óskar eftir niðurstöðu varðandi áframhaldandi skoðun á niðursetningu djúpdælu í ÁRS-32 til að flýta fyrir rannsóknum á niðurdrætti.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að falla frá einhverjum af minni verkefnum ársins 2025 til þess að hægt verði að setja niður djúpdælu í ÁRS-32 á þessu ári.

Sveitarstjórn - 380. fundur - 13.05.2025

Á 147. fundi veitu- og hafnaráðs þann 7. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Veitustjóri óskar eftir niðurstöðu varðandi áframhaldandi skoðun á niðursetningu djúpdælu í ÁRS-32 til að flýta fyrir rannsóknum á niðurdrætti.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að falla frá einhverjum af minni verkefnum ársins 2025 til þess að hægt verði að setja niður djúpdælu í ÁRS-32 á þessu ári."
Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að þessum lið verði vísað til veitustjóra og henni falið að sækja um viðauka við fjárhagsáætlun 2025 í samræmi við bókun veitu- og hafnaráðs, með þeim fyrirvara að verkefni sé ekki hafið.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 1148. fundur - 05.06.2025

Á 380. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 147. fundi veitu- og hafnaráðs þann 7. maí sl. var eftirfarandi bókað:
Veitustjóri óskar eftir niðurstöðu varðandi áframhaldandi skoðun á niðursetningu djúpdælu í ÁRS-32 til að flýta fyrir rannsóknum á niðurdrætti.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að falla frá einhverjum af minni verkefnum ársins 2025 til þess að hægt verði að setja niður djúpdælu í ÁRS-32 á þessu ári."
Niðurstaða : Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að þessum lið verði vísað til veitustjóra og henni falið að sækja um viðauka við fjárhagsáætlun 2025 í samræmi við bókun veitu- og hafnaráðs, með þeim fyrirvara að verkefni sé ekki hafið.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.


Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá veitustjóra, dagsett þann 3. júní sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun árið 2025 þar seme ekki var fyrirhugað að fara í niðursetningu á dælu vegna Birnunesborga en gert var ráð fyrir kaupum á dælunni. Óskað er eftir að fjármagn verði fært á milli verkefna þannig að liður 48200-11607,verknúmer KD031, hækki um kr. 18.500.000 og á móti lækki liður 48200-11605, verknúmer KD027, Hamar- borholuskúr, um kr. 18.500.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofnagreinda beiðni veitustjóra um viðauka, viðauki nr. 27 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að fært verði á milli af lið 48200-11605, verknúmer KD027, kr. 18.500.000 og á lið 48200-11607, verknúmer KD031, kr. 18.500.000.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn þann 19. júní nk.

Veitu- og hafnaráð - 148. fundur - 12.06.2025

Lagður fram verksamningur við ISOR, þar sem verkefnið er að rannsaka jarðhitasvæðið á Birnunesborgum og staðsetja næstu vinnsluholu á svæðinu fyrir Hitaveitu Dalvíkur.
Veitu- og hafnaráðs samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum fyrirliggjandi samning við ÍSOR.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

a) Á 1148. fundi byggðaráðs þann 5. júní sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá veitustjóra, dagsett þann 3. júní sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun árið 2025 þar seme ekki var fyrirhugað að fara í niðursetningu á dælu vegna Birnunesborga en gert var ráð fyrir kaupum á dælunni. Óskað er eftir að fjármagn verði fært á milli verkefna þannig að liður 48200- 11607,verknúmer KD031, hækki um kr. 18.500.000 og á móti lækki liður 48200-11605, verknúmer KD027, Hamar- borholuskúr, um kr. 18.500.000.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofnagreinda beiðni veitustjóra um viðauka, viðauki nr. 27 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að fært verði á milli af lið 48200-11605, verknúmer KD027, kr. 18.500.000 og á lið
48200-11607, verknúmer KD031, kr. 18.500.000.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn þann 19. júní nk."

b) Á 148. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagður fram verksamningur við ISOR, þar sem verkefnið er að rannsaka jarðhitasvæðið á Birnunesborgum og staðsetja næstu vinnsluholu á svæðinu fyrir Hitaveitu Dalvíkur.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráðs samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum fyrirliggjandi samning við ÍSOR."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 27 við fjárhagsáætlun 2025 vegna niðursetningar á dælu í því formi að fjármagn verði fært á milli verkefna þannig að liður 48200- 11607,verknúmer KD031, hækki um kr. 18.500.000 og á móti lækki liður 48200-11605, verknúmer KD027, Hamar- borholuskúr, um kr. 18.500.000.

b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og fyrirliggjandi tillögu að verksamningi við ISOR um rannsókn jarðhitasvæðisins á Birnunesborgum og staðsetja næstu vinnsluholu á svæðinu.