a) Á 1148. fundi byggðaráðs þann 5. júní sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá veitustjóra, dagsett þann 3. júní sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun árið 2025 þar seme ekki var fyrirhugað að fara í niðursetningu á dælu vegna Birnunesborga en gert var ráð fyrir kaupum á dælunni. Óskað er eftir að fjármagn verði fært á milli verkefna þannig að liður 48200- 11607,verknúmer KD031, hækki um kr. 18.500.000 og á móti lækki liður 48200-11605, verknúmer KD027, Hamar- borholuskúr, um kr. 18.500.000.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofnagreinda beiðni veitustjóra um viðauka, viðauki nr. 27 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að fært verði á milli af lið 48200-11605, verknúmer KD027, kr. 18.500.000 og á lið
48200-11607, verknúmer KD031, kr. 18.500.000.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn þann 19. júní nk."
b) Á 148. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagður fram verksamningur við ISOR, þar sem verkefnið er að rannsaka jarðhitasvæðið á Birnunesborgum og staðsetja næstu vinnsluholu á svæðinu fyrir Hitaveitu Dalvíkur.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráðs samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum fyrirliggjandi samning við ÍSOR."