Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Ósk um aðra framlengingu á samningi um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík

Málsnúmer 202505065

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1147. fundur - 22.05.2025

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 12. maí sl., þar sem óskað er eftir að þjónustusamningur um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík verði framlengdur. Lagt er til að samningurinn verði framlengdur um eitt ár eins og heimilt er, eða til 15. maí 2026. Fram kemur að fyrir liggur beiðni frá Steypustöðinni á Dalvík ehf. um aðra framlengingu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að samningur við Steypustöðina á Dalvík ehf. um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík verði framlengdur um eitt ár. Um er að ræða seinni framlengingu skv. samningi þannig að áformað er að bjóða þjónustuna út á næsta ári.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Á 1147. fundi byggðaráðs þann 22. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 12. maí sl., þar sem óskað er eftir að þjónustusamningur um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík verði framlengdur. Lagt er til að samningurinn verði
framlengdur um eitt ár eins og heimilt er, eða til 15. maí 2026. Fram kemur að fyrir liggur beiðni frá Steypustöðinni á Dalvík ehf. um aðra framlengingu.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að samningur við Steypustöðina á Dalvík ehf. um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík verði framlengdur um eitt ár. Um er að ræða seinni framlengingu skv. samningi þannig að áformað er að bjóða þjónustuna út á næsta ári.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að samningur við Steypustöðina á Dalvík ehf. um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík verði framlengdur um eitt ár.