Samgönguáætlun 2026-2030, endurskoðun áætlunar - Hafnaframkvæmdir og sjóvarnir.

Málsnúmer 202505027

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 147. fundur - 07.05.2025

Vegagerðin skal samkvæmt hafnalögum nr. 61/2003 og lögum um sjóvarnir nr.28/1997 vinna tillögu að áætlun um hafnarframkvæmdir og sjóvarnir með kostnaðarþátttöku ríkissjóðs sbr. lög nr. 33/2008 um samgönguáætlun. Nú er komið að því að hefja undirbúning að næstu fimm ára áætlun, þ.e.samgönguáætlun 2026 - 2030.

Umsókn um ríkisframlög til verkefna á næsta áætlunartímabili, sem talin eru upp í bréfi Vegagerðarinnar, skal senda til Vegagerðarinnar fyrir 20. júní 2025.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 148. fundur - 12.06.2025

Tekið fyrir erindi sem var á dagskrá síðasta fundar, búið er að framlengja umsóknarfrest til 1.ágúst nk.

Vegagerðin skal samkvæmt hafnalögum nr. 61/2003 og lögum um sjóvarnir nr.28/1997 vinna tillögu að áætlun um hafnarframkvæmdir og sjóvarnir með kostnaðarþátttöku ríkissjóðs sbr. lög nr. 33/2008 um samgönguáætlun. Nú er komið að því að hefja undirbúning að næstu fimm ára áætlun, þ.e.samgönguáætlun 2026 - 2030.


Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um eftirfarandi verkefni í samgönguáætlun:
a) Dýpkun í Dalvíkurhöfn niður í 9 metra - við Austurgarð.
b) Landfylling með því að lengja Austurgarð í norður.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Á 148. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi sem var á dagskrá síðasta fundar, búið er að framlengja umsóknarfrest til 1.ágúst nk. Vegagerðin skal samkvæmt hafnalögum nr. 61/2003 og lögum um sjóvarnir nr.28/1997 vinna tillögu að áætlun um hafnarframkvæmdir og sjóvarnir með kostnaðarþátttöku ríkissjóðs sbr. lög nr. 33/2008 um samgönguáætlun. Nú er komið að því að hefja undirbúning að næstu fimm ára áætlun, þ.e.samgönguáætlun 2026 - 2030.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um eftirfarandi verkefni í samgönguáætlun:
a) Dýpkun í Dalvíkurhöfn niður í 9 metra - við Austurgarð.
b) Landfylling með því að lengja Austurgarð í norður."
Til máls tók:

Freyr Antonsson sem leggur til að einnig verði sótt um viðhaldsdýpkun innan Dalvíkurhafnar undir flotbryggjum smábáta og sveitarstjóra verði falið að sækja um tilgreind verkefni í samgönguáætlun.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun veitu- og hafnaráðs.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um að sótt verði um viðhaldsdýpkun innan Dalvíkurhafnar og að sveitarstjóra verði falið að sækja um verkefnin.

Veitu- og hafnaráð - 149. fundur - 03.09.2025

Á 148. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi sem var á dagskrá síðasta fundar, búið er að framlengja umsóknarfrest til 1.ágúst nk. Vegagerðin skal samkvæmt hafnalögum nr. 61/2003 og lögum um sjóvarnir nr.28/1997 vinna tillögu að áætlun um hafnarframkvæmdir og sjóvarnir með kostnaðarþátttöku ríkissjóðs sbr. lög nr. 33/2008 um samgönguáætlun. Nú er komið að því að hefja undirbúning að næstu fimm ára áætlun, þ.e.samgönguáætlun 2026 - 2030. Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um eftirfarandi verkefni í samgönguáætlun:
a) Dýpkun í Dalvíkurhöfn niður í 9 metra - við Austurgarð.
b) Landfylling með því að lengja Austurgarð í norður."

Á 381.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:
Til máls tók: Freyr Antonsson sem leggur til að einnig verði sótt um viðhaldsdýpkun innan Dalvíkurhafnar undir flotbryggjum smábáta og sveitarstjóra verði falið að sækja um tilgreind verkefni í samgönguáætlun. Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun veitu- og hafnaráðs.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um að sótt verði um viðhaldsdýpkun innan Dalvíkurhafnar og að sveitarstjóra verði falið að sækja um verkefnin.
Lagt fram til kynningar.