Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmadeildar, og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:15. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs hafði ekki tök á að sitja fundinn.
a) Starfsemi Vinnuskóla sumarið 2025.
Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar fór yfir starfsemi Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar 2025 en Vinnuskólinn hefst 10. júní nk. Ráðnir hafa verið 3 flokkstjórar og verkstjóri Vinnuskólans er starfsmaður Eigna- og framkvæmdadeildar. Umsóknir um vinnu við Vinnuskólann eru nú 32. Gert er ráð fyrir að Vinnuskólinn starfi fram yfir miðjan júlí. Skoðað verður hvort mögulegt verði að bjóða elstu nemendum áframhaldandi vinnu.
b) Á 380. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 173. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
Staða 17 ára ungmenna er varðar sumarvinnu á vegum sveitarfélagsins rædd. En sem stendur virðist ekki vera sem að sveitarfélagið bjóði upp á vinnu fyrir 17 ára ungmenni.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum að boðið verði upp á sumarvinnu fyrir 17 ára börn í sveitarfélaginu. Ráðið felur Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að skila tillögu um málið til sveitastjórnar. Vísað áfram. Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 8. maí sl., þar sem lagt er til að ungmenni sem ekki fá sumarvinnu hjá fyrirtækjum í Dalvíkurbyggð fái tækifæri að vinna í Vinnuskóla hjá Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að ofangreindu máli verði vísað til umfjöllunar í umhverfis- og dreifbýlisráði.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."
Á 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16. maí sl. var ofangreint erindi til umfjöllunar og lagði ráðið til að ungmenni 14 - 17 ára verði boðin vinna í Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar, sbr. auglýsing af heimasíðu Dalvíkurbyggðar
https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/category/1/vinnuskoli-dalvikurbyggdar-2025-fyrir-ungmenni-faedd-arid-2008. Í auglýsingunni er jafnframt kynning frá Vinnuskólanum um fyrirhugað starf hans í sumar.
Á fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs var jafnframt deildarstjóra Eigna- og framkvæmadeildar falið að endurskoða Reglur um sérstök sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð sem eru síðan 2015.
c) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi sviðsstjóra félagsmálasviðs og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 2. júní sl. er varðar almennt sumarstörf ungmenna í Dalvíkurbyggð sumarið 2025 og aðgengi þeirra að vinnu, möguleikar þeirra til tekjuöflunar vegna framhaldsnáms og forvarnargildi þess að hafa vinnu yfir sumarið.
Helga Íris vék af fundi kl. 14:45.