Sumarvinna ungmenna

Málsnúmer 202505028

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 173. fundur - 06.05.2025

Staða 17 ára ungmenna er varðar sumarvinnu á vegum sveitarfélagsins rædd. En sem stendur virðist ekki vera sem að sveitarfélagið bjóði upp á vinnu fyrir 17 ára ungmenni.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum að boðið verði upp á sumarvinnu fyrir 17 ára börn í sveitarfélaginu. Ráðið felur Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að skila tillögu um málið til sveitastjórnar. Vísað áfram.

Sveitarstjórn - 380. fundur - 13.05.2025

Á 173. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Staða 17 ára ungmenna er varðar sumarvinnu á vegum sveitarfélagsins rædd. En sem stendur virðist ekki vera sem að sveitarfélagið bjóði upp á vinnu fyrir 17 ára ungmenni.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum að boðið verði upp á sumarvinnu fyrir 17 ára börn í sveitarfélaginu. Ráðið felur Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að skila tillögu um málið til sveitastjórnar. Vísað áfram."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 8. maí sl., þar sem lagt er til að ungmenni sem ekki fá sumarvinnu hjá fyrirtækjum í Dalvíkurbyggð fái tækifæri að vinna í Vinnuskóla hjá Dalvíkurbyggð.
Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að ofangreindu máli verði vísað til umfjöllunar í umhverfis- og dreifbýlisráði.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 32. fundur - 16.05.2025

Tekið fyrir erindi mál vísað var til ráðsins á 380. fundi sveitarstjórnar.
Á 173. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
Staða 17 ára ungmenna er varðar sumarvinnu á vegum sveitarfélagsins rædd. En sem stendur virðist ekki vera sem að sveitarfélagið bjóði upp á vinnu fyrir 17 ára ungmenni.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkti að boðið yrði upp á sumarvinnu fyrir 17 ára börn í sveitarfélaginu og fól Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að skila tillögu um málið til sveitastjórnar.
Í minnisblaði sviðsstjóra dags. 8. maí 2025 leggur hann til að ungmenni sem ekki fái sumarvinnu hjá fyrirtækjum í Dalvíkurbyggð fái tækifæri til að vinna í Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar og vísar í reglur um sérstök sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð frá árinu 2015.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að ungmennum 14-17 ára verði boðin vinna í vinnuskóla Dalvíkurbyggðar. Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar er jafnframt falið að endurskoða Reglur um sérstök sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð, sem eru síðan 2015.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Byggðaráð - 1148. fundur - 05.06.2025

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmadeildar, og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:15. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs hafði ekki tök á að sitja fundinn.

a) Starfsemi Vinnuskóla sumarið 2025.
Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar fór yfir starfsemi Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar 2025 en Vinnuskólinn hefst 10. júní nk. Ráðnir hafa verið 3 flokkstjórar og verkstjóri Vinnuskólans er starfsmaður Eigna- og framkvæmdadeildar. Umsóknir um vinnu við Vinnuskólann eru nú 32. Gert er ráð fyrir að Vinnuskólinn starfi fram yfir miðjan júlí. Skoðað verður hvort mögulegt verði að bjóða elstu nemendum áframhaldandi vinnu.


b) Á 380. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 173. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
Staða 17 ára ungmenna er varðar sumarvinnu á vegum sveitarfélagsins rædd. En sem stendur virðist ekki vera sem að sveitarfélagið bjóði upp á vinnu fyrir 17 ára ungmenni.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum að boðið verði upp á sumarvinnu fyrir 17 ára börn í sveitarfélaginu. Ráðið felur Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að skila tillögu um málið til sveitastjórnar. Vísað áfram. Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 8. maí sl., þar sem lagt er til að ungmenni sem ekki fá sumarvinnu hjá fyrirtækjum í Dalvíkurbyggð fái tækifæri að vinna í Vinnuskóla hjá Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að ofangreindu máli verði vísað til umfjöllunar í umhverfis- og dreifbýlisráði.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."

Á 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16. maí sl. var ofangreint erindi til umfjöllunar og lagði ráðið til að ungmenni 14 - 17 ára verði boðin vinna í Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar, sbr. auglýsing af heimasíðu Dalvíkurbyggðar https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/category/1/vinnuskoli-dalvikurbyggdar-2025-fyrir-ungmenni-faedd-arid-2008. Í auglýsingunni er jafnframt kynning frá Vinnuskólanum um fyrirhugað starf hans í sumar.
Á fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs var jafnframt deildarstjóra Eigna- og framkvæmadeildar falið að endurskoða Reglur um sérstök sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð sem eru síðan 2015.

c) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi sviðsstjóra félagsmálasviðs og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 2. júní sl. er varðar almennt sumarstörf ungmenna í Dalvíkurbyggð sumarið 2025 og aðgengi þeirra að vinnu, möguleikar þeirra til tekjuöflunar vegna framhaldsnáms og forvarnargildi þess að hafa vinnu yfir sumarið.

Helga Íris vék af fundi kl. 14:45.
Byggðaráð þakkar deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og sviðsstjóra félagsmálasviðs fyrir yfirferðina .

a) Lagt fram tilkynningar.
b) Lagt fram tilkynningar.
c) Lagt fram tilkynningar.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Á 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi mál vísað var til ráðsins á 380. fundi sveitarstjórnar.
Á 173. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
Staða 17 ára ungmenna er varðar sumarvinnu á vegum sveitarfélagsins rædd. En sem stendur virðist ekki vera sem að sveitarfélagið bjóði upp á vinnu fyrir 17 ára ungmenni.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkti að boðið yrði upp á sumarvinnu fyrir 17 ára börn í sveitarfélaginu og fól Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að skila tillögu um málið til sveitastjórnar.
Í minnisblaði sviðsstjóra dags. 8. maí 2025 leggur hann til að ungmenni sem ekki fái sumarvinnu hjá fyrirtækjum í Dalvíkurbyggð fái tækifæri til að vinna í Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar og vísar í reglur um sérstök sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð frá árinu 2015.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að ungmennum 14-17 ára verði boðin vinna í vinnuskóla Dalvíkurbyggðar.
Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar er jafnframt falið að endurskoða Reglur um sérstök sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð, sem eru síðan 2015.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tóku:

Freyr Antonsson, sem leggur til að sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar verði falið að skoða möguleika unglinga á leið eða í framhaldsskóla til vinnu eftir að hefðbundnum vinnuskóla lýkur og leggja tillögur fyrir Byggðaráð.


Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að ungmennum 14-17 ára verði boðin vinna í Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.

Byggðaráð - 1150. fundur - 26.06.2025

Á 381. fundi sveitarstjórnar þann 19. júní sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Til máls tóku:
Freyr Antonsson, sem leggur til að sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar verði falið að skoða möguleika unglinga á leið eða í framhaldsskóla til vinnu eftir að hefðbundnum vinnuskóla lýkur og leggja tillögur fyrir Byggðaráð.
Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að ungmennum 14-17 ára verði boðin vinna í Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þan 25. júní sl, þar sem farið er yfir sögu málsins. Sveitarstjóri og deildarstjóri EF-deildar leggja til að ungmennum fæddum 2008-2010 verði veitt vinna til 31. júlí 2025. Um er að ræða 9 ungmenni. Ástæða þess að ekki er lagt til að ungmenni fái vinnu lengur er vegna þess að einn af þremur flokkstjórum hættir í lok júlí sem og verkstjóri Vinnuskólans lætur einnig af störfum þá. Fram kemur einnig að mjög mikilvægt er að í lok sumars verði sest yfir framtíðarskipulag Vinnuskólans þar sem skólinn hefur snertiflöt á þremur fagsviðum innan sveitarfélagsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, kostnaði vísað á deild 06270 - Vinnuskóli.