Skóladagatal skólanna 2025 - 2026

Málsnúmer 202501044

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 301. fundur - 15.01.2025

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir reglur er varðar skóladagatöl skólanna fyrir 2025 - 2026.
Fræðsluráð óskar eftir að skólarnir skili inn tillögum að skóladagatali fyrir skólaárið 2025-2026 á fund hjá ráðinu í mars.

Fræðsluráð - 303. fundur - 12.03.2025

Skólastjórnendur skólanna fara yfir fyrstu drög að skóladagatölum skólanna fyrir skólaárið 2025 - 2026.
Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir góða yfirferð á drögum að skóladagatali. Skóladagatöl skólanna verða lögð fyrir fræðsluráð til samþykktar í apríl.

Fræðsluráð - 304. fundur - 09.04.2025

Skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2025 - 2026 lögð fyrir fund til samþykktar.
Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum skóladagatal Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2025 - 2026. Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum skóladagatal Árskógarskóla fyrir skólaárið 2025 - 2026. Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum að taka skóladagatal Krílakots fyrir á næsta fundi hjá ráðinu.

Sveitarstjórn - 379. fundur - 15.04.2025

Á 304.fundi fræðsluráðs þann 9.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2025 - 2026 lögð fyrir fund til samþykktar.
Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum skóladagatal Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2025 - 2026. Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum skóladagatal Árskógarskóla fyrir skólaárið 2025 - 2026. Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum að taka skóladagatal Krílakots fyrir á næsta fundi hjá ráðinu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og samþykkir skóladagatöl Dalvíkurskóla og Árskógarskóla fyrir skólaárið 2025 - 2026.

Fræðsluráð - 305. fundur - 14.05.2025

Tekið fyrir skóladagatal leikskólans á Krílakoti fyrir skólaárið 2025 - 2026.
Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum skóladagatal Krílakots, með þeirri breytingu að Þorláksmessudagur verði ekki skráningadagur þar sem að hann er reiknaður sem venjulegur leikskóladagur.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Á 305. fundi fræðsluráðs þann 14. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir skóladagatal leikskólans á Krílakoti fyrir skólaárið 2025 - 2026.
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum skóladagatal Krílakots, með þeirri breytingu að Þorláksmessudagur verði ekki skráningadagur þar sem að hann er reiknaður sem venjulegur leikskóladagur."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem leggur til að sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og skólastjóra Dalvíkurskóla og Krílakots verði falið að leggja fyrir byggðaráð dagsetningar á heimsóknum milli leik- og grunnnskóla á Dalvík og Árskógsströnd sem fyrst.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali leikskólans Krílakots fyrir skólaárið 2025-2026.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um dagsetningar á heimsóknum.