Frá íþróttafulltrúa; Samstarf sundlauga Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar

Málsnúmer 202503092

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1143. fundur - 27.03.2025

Tekið fyrir erindi frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 18. mars sl., þar sem fram kemur að sundlaugar í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð hafa haft með sér samstarf þegar loka þarf vegna framkvæmda á öðrum hvorum staðnum og þá fái korthafar með gild kort á þeim stað frítt á hinum staðnum. Lagt er til að sveitarfélögin geri með sér ótímabundinn samning um áframhaldandi samstarf á þessum nótum. Tilefni þessa erindis er að sundlaugin á Dalvík lokar 1. apríl nk. vegna framkvæmda sem er áætlað að taki 3 mánuði.

Ofangreint erindi var tekið fyrir í bæjarráði Fjallabyggðar þann 21. mars sl. og var afgreiðsla Fjallabyggðar eftirfarandi:
"Bæjarráð samþykkir að veita korthöfum í sundlaug Dalvíkurbyggðar frítt í sund í sundlaugum Fjallabyggðar á meðan framkvæmdum stendur í sumar og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar að ganga frá ótímabundnum samningi um áframhaldandi samstarf á þeim nótum."

Gísli og Jón Stefán viku af fundi kl. 16:07.
Byggðaráð samþykkir samhljóða ofangreint erindi íþróttafulltrúa með 3 atkvæðum og samþykkir að veita korthöfum í sundlaug Fjallabyggðar frítt í sund í sundlaug Dalvíkurbyggðar ef loka þarf vegna framkvæmda. Byggðaráð felur íþróttafulltrúa að vinna drög að samningi með deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmáladeildar.

Sveitarstjórn - 379. fundur - 15.04.2025

Á 1143.fundi byggðaráðs þann 27.mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 18. mars sl., þar sem fram kemur að sundlaugar í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð hafa haft með sér samstarf þegar loka þarf vegna framkvæmda á öðrum hvorum staðnum og þá fái korthafar með gild kort á þeim stað frítt á hinum staðnum. Lagt er til að sveitarfélögin geri með sér ótímabundinn samning um áframhaldandi samstarf á þessum nótum. Tilefni þessa erindis er að sundlaugin á Dalvík lokar 1. apríl nk. vegna framkvæmda sem er áætlað að taki 3 mánuði.
Ofangreint erindi var tekið fyrir í bæjarráði Fjallabyggðar þann 21. mars sl. og var afgreiðsla Fjallabyggðar eftirfarandi:
Bæjarráð samþykkir að veita korthöfum í sundlaug Dalvíkurbyggðar frítt í sund í sundlaugum Fjallabyggðar á meðan framkvæmdum stendur í sumar og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar að ganga frá ótímabundnum samningi um áframhaldandi samstarf á þeim nótum.

Gísli og Jón Stefán viku af fundi kl. 16:07.
Byggðaráð samþykkir samhljóða ofangreint erindi íþróttafulltrúa með 3 atkvæðum og samþykkir að veita korthöfum í sundlaug Fjallabyggðar frítt í sund í sundlaug Dalvíkurbyggðar ef loka þarf vegna framkvæmda. Byggðaráð felur íþróttafulltrúa að vinna drög að samningi með deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmáladeildar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur íþróttafulltrúa Dalvíkurbyggðar að vinna drög að samningi með deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar Fjallabyggðar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 174. fundur - 10.06.2025

Erindi frá forstöðumönnum sundlauga í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð lagt fyrir. Í erindinu fellst ótímabundið samstarf sundlauga sveitarfélaganna á þeim grundvelli að korthafar á hvorum stað fyrir sig hafi aðgang að sundlaugum beggja sveitarfélaga í gegnum kort sín.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til við sveitarfélagið að koma þessu máli í framkvæmd og felur íþróttafulltrúa að ganga frá formlegum samningi og leggja fyrir sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Á 174. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi frá forstöðumönnum sundlauga í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð lagt fyrir. Í erindinu fellst ótímabundið samstarf sundlauga sveitarfélaganna á þeim grundvelli að korthafar á hvorum stað fyrir sig hafi aðgang að sundlaugum beggja sveitarfélaga í gegnum kort sín.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til við sveitarfélagið að koma þessu máli í framkvæmd og felur íþróttafulltrúa að ganga frá formlegum samningi og leggja fyrir sveitarstjórn."
Til máls tóku:

Freyr Antonsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu og áfram til íþrótta- og æskulýðsráðs.

Lilja Guðnadóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til umfjöllunar og afgreiðslu byggðaráðs og áfram til íþrótta- og æskulýðsráðs.